Vísir - 08.03.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 08.03.1926, Blaðsíða 3
V 1 SIR Verksmiðjur. Þaö sem ríkiö á aö gera til aö jiiálpa sildarútgerðinni er íyrst og íremst aö koma upp tveimur stór- um og fullkomnum síldarverk- smiöjum, annari (jafnvel báöum) á Siglufirði og hinni á Ströndum (Ingólfsfirði eöa Reykjarfiröi). Þessar verksmiöjur munu kosta 3—4 miljónir króna og nægja öll- iim íslenska flotanum, og jafnvel -meira, enda getur þaö vel komið til mála, að stjórn sildarfyrirtækis ríkisins keypti sild af útlending- um með vjssum skilyrðum, og ætti þá rikið að fá ágóðan af þeim Þaupum, og gæti sú fúlga orðið álitleg, ef skynsamlega er að far- iö, og án jiess að hætta væri á of mikilli framleiðslu, sem spilt gæti fyrir vorum eigin afurðum. Það er sjálfsagður hlutur, að rikiö korni upp þessum verksmiöj- um, því að útgeröarmönnum er þaö ekki kleift eins og stendur, og þar aö auki eiga stórir sem smáir .3.0 eiga jafnan aðgang aö þeim. Af þeim 3—4 miljónum kr., sem verksmiðjurnar kosta, mundi rík- ið þurfa að leggja til V/—2 mil- jonir, því aö afganginn væri létt •að fá að láni, þar sem um arövæn- legt fyrirtæki er aö ræöa undir stjórn og vernd ríkisins. Hér eru aö vísu nokkurar síld- arverksmiðjur fyrir, sem aö mestu «ru eign útlendinga,' og hefir nokkur hjálp veriö aö þéim und- anfarin ár, en þær eru flestallar svo ófullkomnar og litilvirkar, eða liggja á svo óheppilegum stöðum, að ekki gæti kornið til mála, aö ríkið tæki þær aö sér, enda er munurinn svo mikill á nýjum, fyrsta flokks verksmiðjum og öðrum úreltum, aö verðmismunur- inn á betra fýsi og mjöli á eins til tvegg'ja ára framleiðslu, gæti greitt nýju verksmiðjurnar aö íullu. Síldin, sem unnin er i verk- •smiöjunum, veröur að vera sem nýjust og sem minst söltuð til þess að fá fyrsta flokks vörur. Því tak- marki verður ekki náð nema i hin- um fullkomnustu og mikilvirk- ustu verksmiðjum. Hinar gömlu vinna hvorki nógu fljótt né vel og mundu þvi strax reynast ósam- kepnisfærar, þótt reynt væri að halda „lífinu“ i þeirn og starfrækja þær undir yfirstjórn sildarfyrir- tækis ríkisíns. .Síldarsöltun í akkorði, en ekki eftir reikningi. Síldarsöltunin á að vera undir sömu stjórn og vernd sem ríkis- verksmiöjurnar. Alít eg heppileg-- ast aö stjórn síldarfyrirtækisins konii söltun og kryddun síldarinn- ar fyrir i „akkorði", fremur en láta gera það „eftir reikningi". Þeir, sem tækju þetta starf aö sér, yrðu aö vera þaulvanir og reynd- ir síldarsaltendur og bera fulla ábyrgð á því, aö síldin væri góð og fyrsta flokks útflutningsvara. Matsvottorð ein eru ekki næg trygging. Saltendur bæru einnig ísl. smjör, nýtt skyr, hangikjöt, rúllupylsur, nýkomið, aðeins góðar vörur, ;! Yðggur Gunnap Jónsson, Vðggur. Sími 1580. ábyrgð á tunnurn, salti, kryddi og öðru, sem söltuninni fylgir. — Eg tel að ríkið þurfi ekki að kaupa síldarsöltunarstöðvar, heldur legg'i þeir þær til, sem taka söltunina áð_ sér og annist ah viðhald þeirra á sinn kostnað. Tunnur, salt og krydd og ann- að, sem þarf til söltunarinnar, er afarlétt aö útvega, og þyrfti ríkið ekki að binda fé i þvi þar sem síldarverslunin yrði svo trygg og áreiðanleg undir þessari stjórn og skipulagi, að kepst rnundi verða um að bjóða það, sem með þyrfti. Siglufjörður sjálfkjörinn. Miðstöð síldarsöltunarinnar og vtrksmiðjanna er Siglufjörður sjálfsagður, og um að gera að draga sem mest af þessu á einn stað, því að það er bæði ódýrast cg hagkvæmast. Stjórn síldarfyrirtækisins. Stjórn síldarfyrirtækis ríkisins ætti aö nokkru að vera kosin af Alþingi, ríkisstjórn og útgerðar- mönnum. Áríðandi er að valið tak- ist vel og verði ekki aðrir í stjórn- inni en reyndir „fagmenn", enda mundi ekki öðrum líft þar. Þegar hér er komið, þá eru all- ir, sem hafa haft með þennan at- vinnuveg að g-era í landi, úr sög- unni. í stað þess er komið rikið sem eini útflytjandi á öllum síld- arafuröunum, sem þó eru eign út- gerðarmanna, en ekki ríkisins. — Útgerðin á auðvitað að vera frjáls og í einstakra manna h'öndum, en útgerðarmenn eiga að fá ríkinu allan síldaraflann í hendur, og er ]iað stjórn síldarfyrirtækisins, sem ákveður hvort síldin sé söltuð, krjMduð, eða sett í bræðslu. Það cr hún, sem á að fylgjast með í því, hvað mikið er óhætt að salta og krydda, og hvað stór rnarkað- urinn er. Það er hún, sem ákveð- ur hvenær megi byrja að salta og kryddá. Það er hún, sem á að fylgjast með í þvi, livað Norðmenn veiða mikiö fyrir utan landhelgi, og það er hún, sem á að stilla sölt- uninni svo í hóf, að ekki sé saltað meira en markaður er fyrir, — og liitt fari í bræðslu. Þegar allar þessar afurðir, sild, lýsi og mjöl, sem stjórn síldarfyr- irtækisins annast sölu á, eru seld- ar, er sjálfsagt að útgerðarmenn fái jafnt verð fyrir hvert mál af síid, hvort heldur síldin hefir far- ið í bræðslu eða söltun. Með þessu íyrirkomulagi fá allir jafnt verð fyrir síldina, stórútgerðarmaður- inn sem hásetinn. Allur kostnaður við bræðslu, söltun og útflutning afuröanna dregst frá óskiftum afla, þannig að ríkiö getur aldrei tapaö neinu, og þaö á líka engan eða lítinn ágóða að hafa. Sá sem hefir útgerðina og áhættuna, á einnig að hafa ágóðann. Sumir vilja láta vernd ríkisins aö eins ná til salt- og krydd-síldar, en það er ekki nóg, og ekki hálf- unnið verk, og getur að eins oröiö til aö spilla nauösynlegum fram- gangi þessa máls, því að þaö eru hinir miklu kostir verksmiöjanna. sem eiga’ aö hjálpa þeim, sem i landi eru, svo mikið, aö þeir sem eingöngu stunda veiðar fyrír utan landhelgi, veröi ekki samkepnis. færir. í næstu köflum greinar þessar- ar mun eg skrifa um málið á víð og dreif, t. d. hvernig Svíar, Dan- ir, Færeyingar og Norömenn ir.unu taka þessum tillögum, þeg- ar þær komast í frámkvæmd. Óskar Halldórsson. Hljómsveitin hélt fjórðu hljómleika sina í gær fyrir fullu húsi. Aðalliður- inn á skránni var H-moll sym- fónía Schuberts, er leikin var i fyrra og að því leyti við góð skilyrði, að þá léku með þýskir fiðlarar sem vanir voru að leika i hljómsveitum. En þvi gleði- legra var að heyra að meðferð- in nú var fult svo heilsteypt og ákveðin, sem bendir á ótvíræða framför hins innlenda kjarna flokksins. pá var einnig ánægja að hlusta á Suite „L’Arlesienne“ eftir Bizet og „Finnlandia“ eft- ir Sibelius, sem nú var leikið aftur samkvæmt áskorun margra. pá léku þau Theodór Árnason, Axel Vold og frú Val- borg Einarsson saman á fiðlu, selló og píanó kafla úr Trio Op. 49, eftir Mendelsohn og þótti það takast mjög ákjé>sanlega. — pá söng frú Guðrún Sveinsdótt- ir nokkur lög eftir H. Kjerulf og Grieg. Hefir liún ekki áður sungið á opinberum hljómleik, þótt allmargir liafi heyrt til hennar við ýms önnur tækifæri. Röddin er mjög blæfögur og neðferð á lögum og texta greind- arleg og smekkvís. Á og frú- in elcki listgáfu lengra að sækja en til afa síns Matthíasar Jocli- umssonar. Var söngnum mjög vel tekið af áheyrendum, sem og hljómleiknum öllum i lieild. Er nú að vona að hinn vax- andi áhugi fyrir söngment lýsi sér í því, að sem best verði hlynt að þessari efnilegu hljómsveit. Væntanlega hefir þingi ogstjórn verið skýrt frá því, livað sveit- ina skortir til þess að geta orð- ið fullskipuð og fullkomin hljómsveit. Til þess fer nú ekki að vanta neina herslumuninn. Nokkur hljóðfæri vantar enn, og það verður að fá kennara til að kenna á þau. Til þess eiga að vera efni hér eins ogannarsstað- ar þar sem líkt liagar til um fólksfjölda, aflcomu og almenna mentun. H , cg Austurlandi. 1 n ó 11: Senni- k-ga suöaustan og snjókoma á Suðurlandi og Vesturlandi. Aust- an og noröaustan á Noröurlandi og Austurlandi. Látin er hér í bænurn í fyrradag, eftir langa vanlieilsu, frii Ing- veldur Stefánsdóttir Thorder- sen, kona Helga Thordersens, trésmiðameistara. Hennar verð- ur nánara getið síðar. Kirkjuhljómleika heldur Þórarinn Guðmundsson næstk. fimtudagskveld. meö aö- stoð Eggerts Gilfer, Símonar Þóröarsonar og Axels Wold. Að- göngumiðar seldir í bókaverslun- um og hljóðfærahúsum. Sjá augl. Rjúskapur. Gefin voru saman í borgaralegt hjónaband á laugardagskveldið Arnheiður Árnadóttir og Vil- hjálmur Þorvaldsson, kaupmaður, Laugaveg 44. Bæjarfógetinn gaf þau saman. E.s. ísland kom hingaö á sunnudagsnótt. Meöal farþega voru: Þórarinn Iíristjánsson, hafnarstjóri, síra Ragnar Kvaran og frú hans, frk. Thora Friðriksson, frk. S.Daníels- son, frk. Vilborg Jónsdóttir, Eiríkur Leifsson og frú hans, Hjalti Jónsson framkv.stjóri, Ro- bert Smith, kaupm., Fr. Andersen, kaupm., Kristján Siggeirsson, kaupm., Eiríkur Bech, framkv.stj., Eyjólfur Jóhannsson, framkv.stj., Björn Gíslason, kaupm. og Hall- dór Halldórsson, útgeröarm. frá fsafiröi. Hjarta-ás ijðrlil er vinsælast. kl. 8, eins og auglýst var í síð- asta blaði. Skemtunin verður mjög fjölbreytt. Sira Árni Sig- urðsson flytur erindi, skemt verður með upplestri, tveir litl- ir gamanleikar sýndir og að lok- um verður dansað. — Aðgöngu- miðar verða seldir í Iðnó í dag eftir kl. 3. Villemoes féir liéðan á sunnudagsnótí til Vestfjarða. Saltskip kom i gær til h.f. Alliance. Visiskaffið 'Jgwir^alla gtaða. ' •* ‘ □ EDDA 5926197-1 Veörið í morgun. Frost um land alt. í Reykjavík 4 st., (engin skeyti frá Vestmanna- evjum), ísafiröi 4, Akureyri 6, Seyðisfirði 2, Grindavík 2, Stykk- ishólmi 4, Grímsstööum 8, Rauf- arhöfn 2, Hólum í Hornafirði 7, Þórshöfn i Færeyjum hiti 6, Ang- magsalik (í gær) -t- 6, Kaup- mannahöfn 4, Utsire 3, Tynemouth 12, Leirvík 7, Jan Mayen 12 st. Mestur hiti hér i gær 2 st., minst- ur 4 st. — Loftvægislægö fyr- ir suövestan land. — Horfur: í dag: Suðlæg átt; snjókoma á suðvesturlandi og Vesturlandi. Breytileg vindstaöa á Noröurlandi Gengi erl. myntar. Sterlingspund.......kr. 22.15 100 kr. danskar . . . . 1— 118.13 100 — sænskar .... — 122.33 100 — norskar .... — 97.46 Dollar ............... — 4.571/4 100 frankar franskir — 16.77 100 — belgiskir — 20.97 100 —- svissn. . — 88.01 100 lírur............ — 18.55 100 pesetar...........— 64.56 100 gyllini . ........— 183.22 100 mörkþýsk (gull) — 108.68 Esja er nú að búast í fyrstu strand- ferð á þessu ári. Fer liún héðan föstudag 12. þ. m. Frá Englandi kom Júpíter á laugardags- kveld, en Skúli fógeti í gær. Verkakvennafélagið Framsókn heldur skemtun í Iðnó í kveld GrnÉgt skip tekið í landhelgi. —o— í gær kom gufuskip í Voga og sendi sex menn á land í báti. Þótti för þeirra grunsamleg og voru menn gerðir á fund þeirra. Einn maðurinn hljóp eitthvað iit í busk*. ann, en hinir fimm treystust ekki út, vegna storms. Bæjarfógeta í Hafnarfiröi var tilkynt þetta, og lét hann handtaka mennina og fiytja til Hafnarfjaröar. Sitja þeír þar í gæsluvarðhaldi. En snemm,a í morgun var Fylla send af staS til að svipast að skipinu, og var Vísi símað úr Hafnarfirði, um há- degi, að hún heföi náö því og væri á leið með það til Reykjavíkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.