Vísir - 26.05.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 26.05.1931, Blaðsíða 2
T VISIR Kraftpappír, Rúllupappír, Sntjörpappír, Umbúðapokar, allar stærðir, Umbúðagarn margskonar. . Símskeyti :—O— Madrid, 2.‘>. mai. Unitod Press. FB. Trúarbragðafrelsi á Spáni. Á ráðherrafundi var fallist á að gefa út boðskap um að stofna trúarbragðafrelsi á Spáni. London, 2.‘t. maí. Mótt. 24./5. United Prcss. FB. Flugafrek. Stack, breskur flugkapteinn, hcfir flogið frá London til Kaupmannahafnar og sömu leið aftur á einum degi, og er |)að met. Stack flaug í svokall- aðri Wiekers-flugvél. Genf, 24. maí. , Unifcd Prcss. FB. Frá Genf. Fundum Þjóðabandalagsins hefir verið frestað til 3. sepl. í tiaust. Henderson, breski ut- anrikismálaráðherrann, gaf út blaðatilkynningu áður cn hann lagði af stað til London, þcss efnis, að nieðferð þýsk-austur- ríska tollabandalagsins á fund- um Þjóðabandalagsins hefði leitt í Ijós, að mikil not væri að Þjóðabandalaginu til þess að varðveita og efla vinsam- lega saihbúð meðal þjóðanna. Norskar loftskeytafregnir. XRÞ, 2.'!. maí. FR. Fundur með fulltrúum i járniðnaðinum verður haldinn í dag og bornar fram tillögur til málamiðlunar. Málamiðlun- artillögur i öðrum atvinnu- greinum vcrða bornar fram bráðlega. Rúist er við, að sátta- senijari ríkisins leggi lil við félag atvinnurekenda, að fresta að koma í framkvæmd launa- áformum sínum, að því er þá snertir, sem eru í strandferða- siglingum, til þess að koma i veg fyrir vinnustöðvun á strand- ferðaskipum og samúðarverk- fall flutningaverkamanna i bili, sem annars yrði hafið á þriðjudag. Skólafiugvélin F I hrapaði niður í sjóinn skamt frá Itor- ten og skemdist mikið, en flug- mennina sakaði lítið. Hornsleinninn að ráðhúsi Oslo vcrður lagður þ. 4. se])t. þ. á. Verkfallsmenn þeir, sem skotnir voru til bana i Norður- Svíþjóð, voru jarðsetlir ]). 21. þ. m. Alhöfnin óvanalega há- tíðleg og þátttakan í jarðarför- inni almenn. í Stokkhólmi og öðrum borgum fór fram fiinm mínútna vinnustöðvun, samkv. áskorun frá landssambandi sænskra verkaman n a. Þrir rússneskir kommúnist- ar hafa verið handteknir fvrir þátttöku sína i óeirðunum í Norð u r- S v í þ j óð. Blygðnnarleysi. —o— Jónas Jónssnn býður sig fram sem þingmannsefni í Reykjavík. —o— Jónas Jónsson frá Hriflu hef- ir sýnt Reykvikingum og bæj- arfélaginu i hcild sinni meiri og þrálátari fjandska]),cn nokk- ur annar núlifandi Islendingur. Hann hefir ráðist á vcrslun- arstétt bæjarins með offorsi og gauragangi. Hann tél blað sitl lýsa yfir |>ví á fyrslu árum þess, að ekki skyldi fyrr frú hi)i'fið en allir kaupmenn Jandsins væri að velli lagðir eða flæmdir frá störfum. Hann hefir svívirt reykvíska kaup- mannastétt alveg sérstaklega og borið henni á brvn okur og hverskonar ósvinnu. Hann hefir ráðist á útg'erð- arfélögin hér i Revkjavik, for- stjóra þeirra og eigelidur. Af orðbragði tians um útgerðar- mennina verður ekki annað ráðið, en að liann telji þá alla stórglæ])amenn. — Samt veit hann mæta-vel, að þessir menn bafa lagt allt sitt i liættu, og að stórútgerðin hefir verið og er aðalundirstaða þeirra miklu framfara, sem orðið liafa hér á landi tvo síðustu áratugina. An hennar hefði mjög lítið verið hægl að gera sveitunum til viðreisnar. Héðan úr Reykja- vík, þar scm stórútgerðin hefir aðalbækistöð sína, hafa ]>en- ingarnir strevmt út um sveit- irnar. Langmestur hluti allra þeirra miklu framfara, sem orðið hafa hér á landi síðustu árin, er reistur á framlaki þeirra atorkumanna, sem sótl liafa gullið i greipar Ægis. — Þella veit .Tónas. Samt hefir hann reynl að vclla steinum i gölu þessara manna við hvert t;ekifæri. Hánn hefir revnt að koma þeim á kné. Og þó veit hann, að hagur Reykjavikur stendur og fellur með útgerð- inni. Verði henni á kné komið, fer hér allt í kaldakol og rústir. Jónas .Tónsson barðist eins og ljón gegn þvi, að Islands- banki yrði endprrcistur. Ilann lét sér vel líka og þótti jafn- vel snjallræði, að útlendingar yrði látnir tapa stórfé á liruni bankans. Samt hlýtur hann að hafa vitað, að það mundi verða lil þess, að stórspilla láns- trausti landsins. Hann lagði og kaj)p á það, að sparifjáreig- endur, scm trúað höfðu bank- antim fvrir skildingum sinum til ávöxtunar, yrði látnir tapa innieignum sinum. Hann mun hafa talið víst, að sparifjár- cigcndurnir væri aðallega Reykvíkingar, og þeir væri ekki of góðir til að tapa. En ýmsum þeim, sem hcima áttu utan Reykjavikur, og gcymt höfðu fé sitt i bankan- um, var að sögn gerð vjsbend- ing um, að flytja innicignir sinar i Landsbankann, þvi að mikil tíðindi væri i vændum. Eins og kunnugt er, hefir bæjarstjórn Reykjavikur á- kveðið að virkja Sogið, en til þeirra framkvæmda þarf mik- ið fé. Er' virkjun þessi eilt hið mesta nauðsynjamál, ekki ein- ungis fvrir Reykjavík, heldur og fvri.r allt svæðið milli Jök- ulsár á Sólheimasandi og Ilvit- ár i Rorgarfirði. Jónas Jóns- son þykisl Iiafa verið því hlvntur, að sveitabýlin yrði lýsl og liituð með rafmagni. Hefir hann skrifað um það mál mikl- ar langlokur á fyrri áruin og liugðu vist ýmsir, að hann meinli eitthvað með geipan sinni um nauðsvn raflýsing- anna. Reykjavíkurbær er sæmi- lega stæður fjárhagslega og miklu betur en landið í heild sinni, eins og fjárhag þess er nú komið, eftir sukk og glöp Tímastjórnarinnar. Erlend- ir lánardrottnar, þeir er bær- inn leitaði til um fé til Sogs- virkjunarinnar, óskuðu þess, að bærinn l’engi rikisábyrgð fvrir láninu. — Yitanlega var alveg áhættulaust fyrir rikið að tak- asl ábvrgðina á liendur, meðal annars vegna þess, að fjárhag- ur bæjarins er betri en ríkis- ins. Jónas Jónsson reis gegn því með miklum ofsa, að ríkið ábyrgðist virkjunarlánið, og sýndi enn með því hug sinn til bæjarins og bæjarbúa. Hann má ekki til þess hugsa, að Revkvíkingar fái nægilegl raf- magn og ódýrt rafmagn. Hann vill að það sé sem allra dýrast og mjög af skornum skamti. ()g svo mikill er fjandska])iir Jónasar við höfuðstað landsins og íbúa hans, að liann vill vinna til að níðast á sveitun- um austan fjalls og víðar til þess eins, að' Revkvíkingar verði að búa að sínu rándýra og litla rafmagni nokkur árin enn. Hann vill fórna þægind- um og hagnaði sveitafólksins til |)ess, að geta náð sér niðri á Rcykvikingum nema svo sé, eins og sumum skildist á útvarjiisræðu forsælisráðherra fvrir skömmu, að þannig hafi verið um lmútana búið, er enska lánið var tekið í liaust, að ríkið megi ekki ábyrgjast nein ný lán og sé i raun rétlri svift fjárforræði. Það er furðu-djarft af Jónasi Jónssyni, að bjóða sig fram til þings hér í Revkjavik. Hann hefir ráðist á höfuð-alvinnu- veg Reykjavíkur, sjávarútveg- inn — þann atvinnuveg, sem veitir öllum öðrum atvinnu- greinum bæjarins skjól og næringu af meiri grimd og ósanngirni, en nokkur maður annar. Hann liefir svívirl bæj- arbúa í blaði sínu, uppnefnt þá og atyrt, óvirl á allar lundir. Hann hefir reynt að þröngva kosti bæjarins livar og livenær sem liann hefir mált þvi við koma. Hann barð- isl fvrir því, að íslandsbanki vrði drcpinn og revkvískir sparifjárcigendtir töjiuðu skild- ingum sínum. Nú síðast liefir hann barist gegn þvi, að höf- uðstaðarbúar fengi bæll úr þörf sinn fyrir mikið og ódýrt rafmagn. ()g svo kemur þessi maður (il Reykvíkinga og hiður j)á að kjósa sig á þing! Það er ósennilegt, að nokk- ur kjósandi í þessu bæjarfé- lagi, sá er frjáls .getur talist og sjálfum sér ráðandi, verði við þeim tilmælum. Það er furðu djarft af Jón- asi og liðsmönnum hans, að koma fram með slikar óskir. Og það ber vægasf sagl vitni um dæmafátt blygðunar- leysi. [Jtan af landi, —o— Vestni.eyjum, 23. mai. FR. Landsinálafundur var hald- inn hér í gær fyrir fnllu húsi. Þessir menn tóku til máls: At' hálfu alþýðuflokksins Þorst. Viglundsson, franibjóðandi flokksins og Jón Raldvinsson, af hálfu Framsókiuirflokksins Hallgrimur Jónasson,frambjóð- andi; af hálfu kommúnista ís- leifur Högnason, frantbjóð- andi og Jón Rafnsson, og af hálfu sjálfstæðisflokksins Jó- hann Þ. Jósefsson, frambjóð- andi, Sigurður Scheving og Páll Kolka. Fundurinn fór vet fram, en umræður allsnarpar. Fáir stunda sjóróðra. Litill afli. Þurkur liefir veri'ð siöustu þrjá daga og alment breiddur fiskur. Siglufirði, 24. mai. Slys. Slys varð i gær um kl. 3, cr verið var að vinna að saman- setningu hins mikla lýsisgeym- is i'ikisverksmiðjunnar. Féll maður nið'ur af vinnupalli uppi undir þaki og niður i botn á geyminum og beið bana. -— Tveir menn unnu þar á 6X6 m. (imburpalli i miðju geymis- ins og ætlaði maðurinn að færa sig yfir á annan pall iit við hliðarvegginn, en varð fóta skortur og hrapaði niður í boln geymisins, en það var um tíu metra hæð. Maðurinn lést samstundis. Hann hét Guð- inundur Guðnason, lil heimilis- á' Rrekkustíg 9, Revkjavík, ó- kvæntur, 37 ára. Rjó hann með móður sinni og tveimur svstrum. Veðráttan fremur köld. Tek- ur seint upp snjó. Gæftir ágæt- ar og hlaðafli. Reitt er smásíld frá Evjafirði. Vfnálirif og bílakstur. —o— Nýjar rannsóknir í Khöfn. —o— Andbanningafélagið i Dan- mörku „Den personligeFriheds Værn“ gekst fyrir þvi fyrir Iveim ármn, að skijnið var nefnd lærðra manna til að rannsaka vandlega áhrif venju- legra áfengisskamta á hæfileika manna til að vinna verk sem útheimta óskifta athygli og laugástvrk. Amerikumenn höfðu fram- kvæml rannsóknir á þessu sviði og fundið að vínáhrif, þótt í minna lagi væru, veikluðu að mun líkamskráflana. En dönsk blöð báru brigður á þessar rannsóknir, og það var orðið að taishætti meðal bíleigenda, að nokkurir viskiskamtar gerðu ekld annað eu lífga menn upp og stvrkja taugarnar. Rannsóknirnar hafa nú slað- ið yí'ir hálft annað ár og nefud- Plöntur i'ibs og sólber til sölu í Tjarnar- garðinum við Skothúsveg. Lika selsl birkifræ. Sími I26. Skógræktarstjórinn. in skilað áliti sinu. Þær fóru fram á kostnað bæjai*Ins á rannsóknarstoi'u Iians, „Psyko- teknisk Institul", þar sem rann- sakaðir eru m. a. hæfileikar manna lil að stýra véluin. Teknir voru lii rannsóknar uin 70 bílstjórar og jafnmargir stúdenlar. - N’egna þess að ' visk'ý er talið einna inest j „styrkjandi", var ])að valið til rannsóknanna blandað með sódavatni og hvcrjum gefnir inn 2 3 skamtar eins og þeir tiðkast á veitingaJnisum, mis- jafnl eftir likamsþyngd, til þess að áhrifin yrðu sem jöfnusl. Af þessum skömtum finna menn vel á sér en teljast ekki vera „di'uknir“. Rannsóknarefnin voru fjög- ur. — 1. Ahrifanæmi heilans. 2. N'iðbragðsflýtir handarinn- ar. — 3. Yfirgi'ip athvglinnar. — 4. Vöðvastjórn handarinn- ar. — Allir þessir hæfileikar veikt- ust við áfengisskamtinn. Fyrstnefndi liæfileikinn rýrð- ■ ist að meðaltali um 10 af lnmdr- aði, annar um 17%, þriðji uin 35% og hinn fjórði um 60%. Eflirtcktavert var það, að yf- irleitt fanst mönnum að þeir leysa æfingarnar eins vel af hendi undir áfengisáhrifunum eins og án þeirra, en sjálvirk una cins og lnin var i raun og veru. Sannar þetta hve áfengis- áhrifin auka bjarlsýnina og minka dömgrcindina. Eftirleklaverl var það einn- ig livað áhrifin voru misjafn- lega lengi að koma fram á mönnunum. Sumir voru undir sterkustum áhrifum eftir 15 mínútur, en þess voru dæmi að sterkuslu álirifin kæmu ekki fyr en eftir 1%. klukkustund. Rlóðrannsóknir sýndu cinnig misjafna útkomu. Enginn var laus við áfengið úr likamanum fyr en eftir 4 kl.tima og sumir ekki fyr en eftir 6 tíma. — Slerkust voru áhrifin á fastaudi maga eins og vænta mátti. Ekki er svo að sjá að and- banningablöðin í Danmörku hafi færsl neitt nær bannstefn- unni fvrir þennan árangur rannsóknanna. En þau flytja út- drátt úr skýrstunni án ])ess að véfengja hana og gera hvort- tveggja að ráðleggja bílstjórum að smakka ekki áfengi hvað lít- ið sem er og heimta að slrangt cftirlit sé haft með þeim í þessu efni. R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.