Vísir - 09.04.1951, Blaðsíða 1

Vísir - 09.04.1951, Blaðsíða 1
41. árg. Mánudaginn 9. aar'l 80. tbl. Ailir vita, að yetrarríki hefir verið með mesta móti á Austurlandi í vetur, en fáar myndir hafa borizt þaðan, sem sýna hvernig þar er ástatt. Myndirnar hér að ofan eru frá Neskaupstað í Norðfirði og gefa þær nokkra hug- mynd um, hversu mikill snjórinn er þar. Myndirnar eru báðar teknar um bænadagana. (Ljósm.: Bj. Björnsson). Vöruflutningar neð véEum F.í. hafa sjöfaldast frá í fyrra. Farþegafjölgun nani 56%. Á fyrstu þremur mánuö- um þessa árs hafa flugvélar Flugfélags íslands flutt sam tals 2765 farþega. Á sama tímabili í fyrra voru farþeg- ar liins vegar 1772, og hefir farþegafjöldinn því aukist mu 56%. Vöruflutningar fyrsta árs- fjórðunginn hafa orðið meiri en nokkru sinni fyrr í sögu Flugfélags íslands. — Hafa þeir rúml. sjöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Flugvélar félagsins fluttu nú 97.979 kg. á móti 13.675 kg. s.l. ár. Mestur hluti flutn inganna hefir farið fram hér innanlands eða rösklega 80 smál. í s.l. mánuði voru flutt 26.305 kg. af vörum í innan- landsflugi og 8894 kg. á milli landa. Fimmtíu úelendingar af 15 þjóðernum komu með „Gullfaxa“ erlendis frá í marzmánuði. Flestir þeirra voru Bretar eða 18 talsins. Þá komu 8 Danir, 7 Rússar, 3 Austurríkismenn og færri af öðrum þjóðum. Alls flutti „Gullfaxi“ 178 farþega á inilli landa í mánuðinum, j 8894 kg. af vörum og 1442 1 kg. af pósti. Póstflutningar með flug- vélum Flugfélags íslands fyrstu þrjá mánuði þessa árs námu 23.180 kg. en voru á sama tíma 1 fyrra 6.736 kg. Flugveður hér innanlands var fremur óhagstætt í s.l. mánuði, og var flogið sam- tals 22 daga mánaðarins. rúml. 1000 riö Qrímisrötm. RannsóJcnarleiöangurinn á Vatnajölcli var viö Gríms- vötn í gcer og hafði verið þar veðurtepptur í ncer viku. Kom leiðangurinn þangað fyrra sunnudag en gat síð- an ekkert aðhafst fyrr en á laugardaginn að þeir hófu mælingar að nýju. Þá mældu þeir einnig þykkt jökulsins vestur að Grímsvötnum og reyndist hann víðast 600— 800 m. þykkur, en mesta jök- ulþykkt mældu þeir þó við Grímsvötn, rösklega 1000 m. og er það mesta þykkt, sem enn hefir mælzt. Ekki er ráðið hvenær leið- angurinn heldur af jöklin- um. Þátttakendum líður vel þrátt fyrir óveðrið og allt er í lagi, nema einhver bilun í dráttarbeizli annars sleðans og mun þurfa að kasta nýju dráttarbeizli til þeirra úr flugvél áður en haldið er niö- ur af jöklinum. iipan geti orði5 aðfii a« Æ$í§laÍM*£ði mppÍMsstsims mö riö þm* Snjóar enn norðanlands. í morgun var norðan átt um allt land, frost um 5—9 stig. Hér i Reykjavík mældist 5 stiga frost en kaldast mun liafa verið iá KvíginÖisdal, 9 stig. Hér sunnanlands var bjart veður og úrkomulaust, en snjókoma norðan lands og austan. Fregnir liöfðu ekki horizt af veðrinu í nágrannalöndum okkar, vegna afleitra hlust- unarskilyrða, að því er Visi var tjáð hjá Veðiu’stofunni. Njósnarar hjálp- uðu Rússum mikið. Kjarnaorkumálanefnd þjóðþings Bandaríkjanna hefir birt greinargerð, þar sem svo er að orði komizt, að það hafi flýtt kjarnorkuáætl- un Rússa um þrjú missiri, að þeir fengu upplýsingar um kjaxnorkurannsóknir Breta og Bartdaríkjamanna frá njósmmim. í greinargerðinni er eink- um getið um fjóra kjarn- orkusérfræðinga, er gerðust njósnarar. og störfuðu tveir þeirra í brezku kjarnorku- stöðinni í Harwell, m. a. Fuchs, sem um segir í álitinu, að aldrei í sögunni bafi neinn njósnari látið neitt af sér leiðá, er meiri bætta geti af stíifað. Hinn er Italinii Ponte- corvo. Hinir tveir kjarnorkúsér- fræðingarnir, sem einkúm er vikið að í greinargerð nefn'd- arinnar, er Alan May og Greenglass, sem fyrir nokk- urum dögum vóru dæmdir i 15 ára fangelsi fyfir kjarn- öfkunjósnir. London (UP). — Fréttarit- arar U.P. í Washington hafa aflað sér upplýsinga um upp- kast það að friðarsamning- um við Japan, sem Banda- rikjastjórn sendi fyrir nokkru öllum ríkisstjórnum Sameinuðu þjóðaúna. Samkvæmt uppkastinu eiga friðarsamningarnir að ganga i gildi, þegar Bandarikin og sex önnur riki, sem sæti eiga i Austur-Asíu-nefndinni, staðfesta samþykkt þess og koma þeir þá til fram- kvæmda, jafnvel þótt Sovét- Rússland og Kina aðhyllist þá eklci. Gert er ráð fyrir, að lýð- ræðisþjóðirnar, sem sam- herjar voru í síðari heims- .styrjöldinni, og Japanar, komi á samskiptum sín á milli á jafnréttisgrundvelli sem frjálsar, óháðar þjóðir, og ástundi jafnan vinsam- lega sambúð. Bandamenn viðurkenna, að Japanar hafi rétt sem ein- stök þjóð og sem aðili i samtökum, til öryggis vörn- um lands sins, og Japan megi af sjálfsdáðum taka þátt í sameiginlegum örygg- isráðstöfunum í þessu skyni, eða vera meðaðili að slíku samkomulagi milli tveggja eða fleiri bandamannaþjóða. Japan lýsti sig reiðubúið til þess að gera samninga við bandamenn til þess að lcoma verzlunarviðskiptum á öruggan, vinsamlegan grundvöll, og loks, að hver bandamannaþjóðin um sig skuli um þriggja ára skeið verða aðnjótandi fyllstu vild- arréttinda. Góð sala hjá Jóni forseta. B.v. Jón forseti seldi ís- fiskafla í Grimsby laugardag' síðastliðinn, um 247 lestir, fyrir 11.613 stpd., og er það góð sala, eftir atvikum. Var fiskverð heldur lækk- andi, rétt áður en hann var landaði. — Marz og Jörund- ur selja á morgun. Jörundur átti að selja í dag, en komst ekki að. Af veiðum hafa komið Tryggvi • gamli, Harðbakur og Hvalfell og Askur frá Englandi. Afli hefir verið mjög tregur að undanförnu. — Nokkur skip munu þó hafa fengið dágóðan afla í fyrra- dag. 26. fundur í dag. Fulltrúar u ta nríkisrá ðlierra Fjórveldanna koma í dag saman á 26. fund sinn í París lil þess að ræða dagskrá fvr- irbugaðs F j órveldaf undar. Liðnar eru 5 vikur síðán er þeir koniu saman á fyrsta fund sinn. — Enginn árang- ur varð af fundinum, sem þeir liéldu sl. laugardag. Lúðan að byrja að taka. Skozkir knuveiðarar farnir að fá hana. bausti. I fyrra fór lúðuveið- in að glæðast um miðjan apríl og var góð lúðuveiði allan veiðitímann. Miðin eru á stóru svæði frá því fyrir austan Vestmannaeyjar og Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fókk fyrir helgina, eru lúðuveiðarnar að byrja að glæðast. Lúðan befir varla tekið að undanförnu, og mun reyndin jafnan sú, að um brýggning- artímann, sem er um tveir mánuðir, veiðist hún ekki. Vísir hefir sannfrétt, að íslenzkt fiskiskip, sem er á lúðuveiðum, mun hafa ,kom- ist í feitt nú nýlega. Á undanförnum árum hafa verið um 40 skozkir línuveið- arar hér við land, og leggja þeir sig eftir lúðunni frá þvi hún byrjar að veiðast snemma vors og fram eftir vestur á bóginn og allt norð- ur undir IJorn. Línuveiðarar Skota eru 10—11 mánuði ársins á veiðiun bér við land, en er lagt upp 6 vikna tíma um jóla- og nýársleytið til hreinsunar. Þegar lúða veiðist ekki, leggja línuveiðararnir sig eft- ir löngu, skötu og keilu, sem góður. markaður er fyrir i Aberdeen, því að Skotinn kann að meta þessar fisk- tegundir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.