Voröld - 11.11.1918, Side 2
/
VOBÖLD
Winnipeg, 12. nóvember, 1918.
BUBBEB STÁMPS, STENO-
ILS, SEALS, CATTLE
EAB BUTTONS, Etc.
pogar þið þurfið Btimpla ineigli,
Blgnet o.s.frv. skrifið til hins undir-
rltaða.
Sendið eftlr ókeypis sýnishornl
af Gripa Eyrna Hnöppum.
Canadian Stamp Co.
S. O. BJEBRING
Sími, Garry 2176.
9«0 Donald St. Winnlpeg
BÚJÖRD TIL SÖLU
Einn landsfjórðungnr til sölu
nálsegt Lundar í Manitoba. Land-
ið er inngirt. Uppsprettulind ná-
lægt einu hominu. Verð $2,400.
Landið er S. W. qr. 10, 20, 4 W.
principal meridian.
Héraðið umhverfis Lundar er
ágætt gripaland, og einnig til yrk-
ingar. Gott vatn. Landið yfir
höfuð slétt með miklu af góðum
sidiviðarskógi (poplar).
Skilmálar; $500 út í hönd.
Sanngjarn tími á það sem eftir
Btendur.
Snúið yður til auglýsendans að
902 Confedtration Life Building,
Winnipeg.
r
>
StofnaS 18663.
Talsími G. 1671
pegar þér ætlið að kaupa áreið-
anlegt úr þá komið og finnið oss.
Vér gefum skrifaða ábyrgð með
Bllu sem keypt er af oss.
Mitchell & Co., Ltd.
Glmsteinakaupmenn í 8tórum
Smáum Stfl.
•9
u
486 Main Str.
Winnfpeg.
HEYRID GÖDU FRÉTTIRNAR.
Enginn heymarlaus
þarf að örvænta hver-
tra margt sem þú hefir
reynt og hversu marg-
ra sem þú hefir leitað
árangurslaust, þá er
enginn ástæða fyrir
plg til írvæntingar.
The Megga-Ear-Phone
heflr oft gert krafta-
verk þegar þeir hafa
étt I hlut sem heyrn-
arlausir voru og ailir MEGA-EAR-
tðldH ólæknandi. PKOÞCS
Hvemig sem heyrnarleysi þitt er;
& hvaða aldri sem þú ert og hversu
oft *tsni lækning hefir misteklst á þér,
þá verður hann þér að liði. Seadu taf
arlaust eftir bæklingi með myndum.
Umboðssalar í Canada:
ALVIN SALES CO., DEPT. 24
P. O. Bex E6, Winnipeg, Man.
Verð f Canada «12.50; póstgjald borg-
að af oss.
WheatCityTanneryLtd
BRANDON, MAN.
ELTISKINNS IÐNAÐUR.
Láttu elta nauta og hrossahúð-
irnar yðar fyrir Feldi “Rawhide”
eða “Lace Leather” hjá “WHEAT
CITY TANNERY” félaginu.
Elsta og stærsta eltiskinns iðnað-
ar framleiðslu félag í Vestur-
Canada. Kaupa húðir og loðskinn
með hæðsta verðo. Góð skil.
Spyrjið eftir verðlista Utaná-
skrift vor er Brandon, Man.
EIGN MED MATJURTA-
GÖBDUM TIL SÖLU
Vlð Por+age Avenue, nálægt
Murray Bkemtigarðinum. Jarð-
vegurinn er annélaöur í hin-
om fræga Rauðárdal. Hátt
land og þort. Lækur rennur i
gegn um cignina. Gömul kona
á þessa <*ign og getur hún ekki
Bitmdað hana eins og vera ber.
Skrifið oss eða talsímið.
Áritan vor er:
902 Confederaticn Building
Sími Main 2391. Winnipeg
Business Course
«r heróp nútfmans—Allir keppast vlð
að hafa meiri eða minni þekkingu á
verzlunarmálum.
TÆKIFÆRIN VIDA
Alstaðar skortir menn og stúlkur með
reynslu og þekkingu, þó hvergl eins
ag f verzlunarhúsum og á skrifstofum
GÖDAR STÖDUR BIDA
þess sem aðeins undirbýr slg.
Marga langar til að fara á verzlunar-
•kóla, sem eiga við erfiðleika að
stríða. peim býður “yoröld"
FYRST—10 prósent afslátt af sex
mánaða námsgjaldi á einhverjum
af þremur beztu verzlunarskólunum
hér f Winnipeg.
ANNAD—pægilega borgunar skll-
mála.
pRIDJA—Tækifæri til að vinna af
sér námsgjaldið.
SKRIFID TIL V0RALDAR
petta er aðeins fyrir áskrifendur.
peir áttu heima utanvert við kaup-
túnið, feðgarnir. Báðir hétu þeir
Snjólfur, — Snjólfur gamli og Snjólfur
litli voru þeir kallaðir í daglegu tali.
En þeir kölluðu hvor annan í ávarpi
einungis Snjólf. pað var einhver
vani hjá þeim, þeim fanst það nátengja
þá meir hvorn öðrum, að þeir hétu
sama nafninu og kölluðu hvor annan
því óbreyttu. Snjólfur gamli var
komin yfir fimtugt, en Snjólfur litli
var ekki nema liðlega tólf ára að
aldri.
peir voru mjög samrýmdir. Gátu
aldrei hvor af öðrum séð. Frá því
Snjólfur litli mundi fyrst eftir, hafði
það verið þannig.
En Snjólfur gamli mundi lengra
fram. Hann mundi, að hann fýrir
þrettán árum hafði buið á óðalsjörð
sinni, klukkustundar reið frá ltaup-
staðnum, hafði veriö giftur góðri konu
og átt þrjú væn og hraust börn. En
þá snéri gæfan við honum bakinu og
óhamingja'n lagðist í einelti við hann.
Fé hans hrundi niður úr fári, og stór-
gripirnir úr miltisbruna og öðrum
kvillum. Og rétt a eftir fengu börn-
in hans kíghósta og dóu öll þrjú — og
svo varð skamt á milli þeirra, að þau
lentu öll 1 eina gröf. par kom, að
Snjólfur varð að bregða búi og selja
jörðina, tii þess að geta i staðið i
skilum. pá keypti hann nesið rétt
utan við kauptúnið, bygði sér þar kofa,
sem líann þiljaði sundur í tvent, hróf-
aði upp fiskihjalli—og þegar það var
búið, átti hann rétt fyrir ofurlítilli
gaflkænu.
pað var fátæk og döpur æfi, sem
hann og kona hans áttu þarna í kof-
anum. Reyndar voru þau bæði vön
vinnu —en þau voru óvön harðrétti
og stöðugum áhyggjum fyrir lcomandi
degi. Flesta daga varð að sækja
fæðuna í sjóin. Oft var hafið þeim
harðdrægur gjafari; — þau gengu ekki
á hverju kvöldi södd til sængur. Og
til fatnaðar og þæginda var sáralítið
afgangs.
Á sumrin vann konan að fiskiþurk-
un hjá kaupmanninum. En þurkadag-
arnir voru svo fáir og tímaiaunin lág.
—Henni entist ekki aldur lengur, en
rétt fram yfir fæðingu Snjólfs litla,—
síðasta athöfn hennar var að ákveða
nafn hans. — Upp frá þeim degj
bjuggu feðgarnir einir í kofanum.
Snjólf litla rak óljóst minni til skelfi-
legra þrautatíða; — þá hafði hann ver-
ið einn í kofanum, og dagarnir höfðu
vérið óslitin lest rauna og harmkvæla,
—því enginn hafði verið til að gæta
hans, meðan hann var enn þá of ungur
til, að pabbi hans gæti tekið hann með
sér á sjóinn. Snjólfur gamli hafði
orðið að binda hann við rúmstokkinn,
meðan hann var í burtu, eða setja alt
laust til hliðar, svo að hann gæti ekki
náð í neitt, sem hann gæti farið sér að
yoða með. Pví heima gat hann ekki
setið. Hann varð að sækjaþeim í
sof(ið.
Gleggra mundi Snjólfur eftir sælli
stundum, eftir sumarblíðum dögum á
sólglitrandi hafi; — hann mundi eftir,
að hann sjálfur sat í stafnj, og horfði
á Snjólf gamla innbyrða gljáandi veið-
ina. En einnig þeir tímar voru
beiskju blandnir, því 'surya daga grét
himininn, og Snjólfur gamli varð að
róa einn á gaflkænunni sinni.
par kom þó að Snjólfi litla óx svo
fiskur um hrygg, að hann gat fylgt
Snjólfi gamla á sjó í hvaða veðri sem
var. Og upp frá þeim degi höfðu þeir
aldrei skilið hvor við annan. Hvorug-
ur mátti af öðrum sjá styndinni leng-
ur. Ef annarhvor þeirra rumskaðist
í svefni, vaknaði hinn strax, og yrði
annarhvor þeirra andvaka, gat hinn
ekki með nokkru móti sofnað.----------
Maður gæti hugsað sér, að þeir
hefðu verið svo samrýmdir, af því þsir
hefðu svo margt að spjalla um sin á
milli. En svo var eltki. Peir þektu
hvor annan svo vel, og báru svo óbil-
andi traust hvor til annars, að þeir
þurftu ekki talsins við; — dögum sam-
an sögðu þeir ekki nema orð og orð á
stangli. Og þá kunnu þeir hvað bezt
við sig hvor hjá öðrum. peir þurftu
ekki nema að líta hvor á annan, til
þess að gera sig skiljanlega..
En meðal þeirra fáu orða, sem fóru
á milii þeirra, var setning, sem kom
upp aftur og aftur, — það er að segja:
Pað var alténd Snjólfur gamli,
sem sagði hana við Snjólf litla. Og
orðin voru þessi:
— “Maður verður bara að sjá um,
að standa i skilum við alla og skulda
engum neitt, og svo reiða sig á for-
sjónina.”
Enda sveltu þeir heldur en að kaupa
nokkuð, sem þeir gátu ekki borgað
út í hönd. Og þeir rifuðu sér saman
föt úr gömlum strigadruslum og kar-
bættu þau, til þess að hylja nekt sína
skuldlaust.
Allir nágrannar þeirra skulduðu. Og
borguðu ekki kaupmanninum nema
endrum og eins — og aldrei að fullu.
En feðgarnir höfðu aldrei skuldað
nokkrum manni eyris ígildi, svo lengi
sem Snjólfur litli mundi til En fyrir
hans tíð hafði Snjólfur gamli haft
reikning hjá kaupmaiíninum, eins og
allir aðrir. En það hafði Snjólfur litli
enga hugmynd um.-----------
peir urðu að sjá um að hafa afgang
frá sumrinu, til vetrarins, þegar ekki
gaf á sjóinn fyrir stormum og hríðum,
vikunum saman. peir ýmist söltuðu
niður eða Kertu fiskinn til vetrarins -
/ J
en sumt seldu þeir kaupmanninum, til
þess að vera ekki auralausir þegar
veturinn færi í hönd. En sjaldan áttu
þeir neitt eftir að vorlaginu, og
stundum varð þurður I búi, þegar á
veturinn leið. pað fór svo flest vor,
að þeir fengu að kenna á sultinum—
meira eða minna. peir réru hvern
dag, sem gæftir leyfðu, en komu oft
tómhentir heim—eða með magra luðu
á kænubotninum. En þeir börmuðu
sér aldrei. peir skiftu aldrei skapi.
peir báru þraútabyrði sína, þó þung
væri, með sama jafnaðargeðinu og
hamingjuna, þá sjaldan hún brosti of-
urlitið við þeim — báðir tveir. pví
þeir skulduðu þó engum neitt. Og
vonin um, að þótt þeir fengju ekkert
að borða í dag, þá kynni guð að
senda þeim málsverð á morgun — eða
hinn daginn — var þeim alténd næg
huggun. En þegar á vorið leið, urðu
þeir oft fölir og kinnfiskasognir, og
erfiðir draumar ásóttu þá. Og lang-
tímum saman lágu þeir andvaka.---------
Og eitt af þessum raunavorum, —
og það vor var meira að segja frernur
venjú kalt og hretasamt, svo varla gaf
hægviðrisdag, — kom ógæfan á ný yf-
ir Snjólf gamla. Snemma morguns
lenti snjóflóð á kofanum/óg, urðu báð-
ir feðgarnir undir því. En Snjólfi
litla tókst á einhvern óskiljanlegan
hátt að grafa sig upp úr fönninni. Og
þegar hann sá, að hann mundi ekkí
einn vera fær um að finna Snjólf
gamla í skaflinum, hljóp hann alt hvað
fætur toguðu til kauptúnsins og vakti
upp. En hjálpin kom of seint —
Snjólfur gamli var kafnaður, þegar
þeir loksins fundu hann í fönninni.
Peir lögðu líkið á stóran stein undir
kletti, sem var þar rétt hjá. Seinna
um daginn átti að sækja það á sleða.
og aka því inn í kauptúnið. Snjóifiír
litli stóð lengi og strauk hærukoliinn
á Snjólfi gamla. Hann tautaði eitt-
hvað fyrir munni sér, — enginn heyrði
hvað það var. En hann grét ekld.
Fólki þótti hann vera undariegui
gemlingur, að hann skyldi ekki éinu
sinni tárfella yfir föðurmissinum, og
varð hálfkalt til hans fyrir bragðið.
Að hugsa sér að drengur á ,hans aldri
skyldi vera svo kaldlyndur, sagði það
sín á milli.
pess) vegna fór svo, að enginn gaf
sig neitt frekar að honum þarna strax.
Og hann varð einft eftir á nesinu, þeg-
ar fólk fór heim, til að fá sér morg-
unbita, og sækja sleða, til þess að
aka líkinu heim á.
Kofinn hafði færst ur stað, og var
allur brotinn og bramlaður. SumStað-
ar stóðu stoðarendar upp úr snjónum
og hingað og þangað sást á verkfæri
og áhöld. Snjólfur litli ráfaði niður
I fjöruna, til þess að líta eftil kæn-
unni. Hann sagði ekki neitt, þegar
hann sá brotin af henni skolast hing-
að og þangað í flæðarmálinu, en hann
varð þungbrýnni við.
Svo gekk hann áftur upp úr fjör-
unni, og settist á steininn hjá líkinu.
petta voru óskemtilegar horfur hugs-
aði hann með sér. Hefði kænan bara
verið óbrotin, þá hefði hann getað
selt hana. pvx einhverstaðar varð að
ná í það, sem þurfti til útfararinnar.
Snjólfur hafði jafnan sagt, að þegar
maður dæi, þyrfti maður að eiga fyr-
ir útförinni, því það væri skömm að
þvf, að láta grafa sig á kostnað sveit-
arinnar. En hann liafði bætt því við,
að þeir gætu báðir dáið rólega, hvenær
sem skyldi því það fengist að minsta
kosti nægilegt í útfararkostnað fyrir
þá báða, fyrir kofann, kænuna, og á-
höldin og nesið — á uppboðinu. En
nú var altsaman eyðilagt. Nema nes-
ið. Og hvernig átti hann að fara að,
að gjöra sér fé úr því? Hann vár
hræddur um, að það væri einskis virði,
svona alveg allslaust og eyðilegt......
Og nú loksins datt honum í hug, að
hann hefið sjálfur ekkert að borða, og
hlyti lfklega að drépast úr sulti, — því
hafði hann gleymt til þessa. Hann
langaði eiginlega mest til, að hlaupa
niður í fjöruna, vaða út í sjóinn og
drekkja sér. En þá var það, að bæði
hann og Snjólfur yrðu jarðaðir á kostn
að sveitarinnar. Og nú fanst honura
ábyrgðin hvíla á sér, fyrir þá báða. Og
hann hafði ekki kjark í sér, til að
verða valdur að því, að þeir báðir
hvíldu með skömm í gröfinni.
Snjóifur litli var óvanur svo erfið-
um heilabrotum. Hann fékk höfuð-
verk, og var skapi næst að gefa alþ
upp á bátinn.
pá datt honum alt f einu í hug, að
hann ætti engan samastað. Og það
yrði kalt.að vera úti í nótt.
Hann hugsaði málið fram og aftur,
og fór svo að draga saman stoðir og
sperrubrot. Hann lagði stoðirnar
skáhalt upp að klettinum, yfir líkið,
byrgði yfir með segldruslum og mok-
aði snjó upp að öllu saman, til þess að
gjöra hlýrra þar inni. Honum var
ofurlítil huggim / því, að hann mundi
fá að hafa Snjólf þarna hjá sér í'
nokkra daga. pað yrði þó varla meira
en víkutíma. pegar hann var búinn,
skreiddist hann inn í skúrinn og sett-
ist flötum beinum við hliðina á líkínu.
Hann var bæði þreyttur og svangur,
og sár-syfjaður. En þá flaug honum
aftur í hug, hvernig í ósköpunum hann
ætti að fara að því, að borga útförina.
Og alt í einu datt honum ráð í hug, —
og hann mundi líka geta bjargað sjálf-
um sér>- Og undir eins hvarf honuin
öfl þreyta og svefnmók. Hann snar-
aðist út úr skúrnum, og hélt áleiðis til
kauptúnsins.
Hann stefndi beint á hús kaup-
mannsins. Leit hvorki til hægri né
vinstri. Tók ekkert eftir þvi, að
fólk leit hann óhýrum augum.
Stráksóhræsið, sagði það, sem tár-
feldi ekki einu sinni yfir föðurmissin-
um!
Og þegar hann var komin að húsi
kaupmannsins, gekk hann rakleiðis
inn i búð og spurði búðarmannínn,
hvort hann gæti náð tali af kaupmann-
inum.
Búðarmaðurinn var hálf-hvumsa við,
en fór samt og drap á skrifstofuhurð-
ina. Rétt á eftir kom kaupmaðurinn
fram í dyrnar horfði gaumgæfilega á
Snjólf litla og bað hann svo að koma
inn í skrifstofuna.
Snjólfur litli lagði húfuna sína á
búðarborðið og gekk inn.
“Jæja, drengur minn?” spurði
kaupmaðurinn.
Snjólfi litla lá við að fallast allur
ketill í eld. En hann hei'ti sig þó upp
og sagði:
“pú veizt víst, að lendingin okkar
er betri en Færeyjinga lendingin þín.”
Kaupmaður brosti ósjálfrátt a"ð ró-
semi og alVarleik drengsins.
- “Jú, ég hefi heyrt því fieygt,”
anzaði hann.
Ef ég nú leyfi Færeyingunum þín-
um að nota lendinguna olckar í sumar
hvað viltu þá borga mér mikið fyr-
ir það?”
— “Væri ekki betra, að ég keypti
af þér nesið?” spurði kaupmaðurinn
og reyndi að dylja bros sitt.
— “Nei,” gengdi Snjólfur litli, “því
þá á ég hvergi heima.”
— “pú getur samt sem áður ekki
átt þar heima, — þér verður ékki lof-
að það.”
— “Ég ætla í sumar að byggja mér
annan kofa, og þangað til bý ég í skiír,
sem ég er búinn að búa mér til. En
nú er ég búinn að rnissa Snjólf og
kænuna, svo núna í sumar get ég ekki
róið. pess vegna vil ég leigja þér
lendinguna handa Færeyjingunum þín-
um, ef þú vilt borga mér dálítið fyrir.
paðan geta þeir róið I flestum áttum.
Manstu ekki eftir, hvað oft þeir urðu
að sitja heima í sumar sem leið, þó við
gætum róið ? pað, var af því, að lend-
mgin þeirra var miklu verri en lend-
ingin okkar, sagði Snjólfur mér.”
— "Hvað mikið viltu hafa fyrir lend-
inguna í sumar?” spurði kaupmaður-
inn.
— “Eins mikið og ég þarf fyrir út-
för Snjólfs.”
“pá segjum við það. Ég skal sjá
fyrir kistunni og öllu saman. pú get-
ur verið áhyggjulaus útaf því.”
Kaupmaðurinn gekk, fram að dyrun
um og ætlaði að opna þær fyrir hon-
um, en Snjólfur litli hreyfði sig hvergi,
— það var auðséð að erindinu var ekki
lokið.
— “Hvenær kemur siglingin með
vörurnar til þín?” spurði hann alvar-
legur og hugsandi eins og fyr.
— “Ekki á morgun, helduii hinn dag-
inn, hugsa ég,” anzaði kaupmaðurinn.
Hvað skyldi hann vilja því? hugs-
aði hann með sér, og leit á tólf ára
snáðann með sama svip, eins og hann
væri að ráða gátu.
— “parftu þá ekki að fá þér dreng í
búðina, eins og í sumar sem leið?”
spurði Snjólfur og leit rólega beint
framan í hann.
— “Jú, en hann þarf helzt áð vera
kominn á fermingaraldur,” sagði kaup-
maður brosandi.
— “Viltu koma með mér hérna út
fyrir búðina?” sagði Snjólfur litli —
það leit út fyrir, að hann hefði verið
viðbúinn svarinu.
Kaupmaðurinn gekk brosandi á eftir
honum út úr búðinni og niður á mal-
arkambinn þar rétt við.
Snjólfur litli gekk þegjandi að stpini,
sem þar lá, tók tökum á honum, stóð
á fætur með hann í fanginu, og snar-
aði honum svo frá sér. Svo snéri
hann sér að kaupmanninum og sagði.
— “petta gat búðardrengurinn, sem
þú hafðir í sumar sem leið, ekki gjört
—ég sá hann oft reyna þáð.”
Kaupmaður hló hyrlega.
— “Fyrst þú ert svona sterkur, þá
ætti að vera hægt að nota þig þó þú
sért ekki fermdur,” sagði kaupmað-
ur.
— “Og fæ ég svo að borða meðan ég
er hjá þér, og sömu laun og hann
hafði?” spurði Snjólfur litli.
— “Já, það er svo sem sjálfsagt,”
svaraði kaupmaðurinn.
—“pað er gott, þá fer ég ekki á
sveitina,” anzaði Snjólfur litli, og varð
hægra um. “Hafi maður í sig og á,
þá fer maður það ekki,” bætti hann
við.
Svo tók hann ofan og rétti kaup-
manninum hendina, eins og hann hafði
séð Snjólf gamla gjöra.
— “Vertu sæll,” sagði hann. “Ég
kem þá, ekki á moi’gun, heldur hinn
daginn.”
— “Komdu inn með mér sem allra
snöggvast,” sagði kaupmaðurinn, og
gekk á undan honum að eldhúsdyrun-
um hleypti’Snjólfi litla inn og sagði
við vinnukonuna:
— “Geturðu ekki gefið drenghnokk-
anum þeim arna ofurlítinnibi.ta?”
Snjólfur litli hristi þverneitandi höf-
uðið.
— “Ertu þá ekki svangur,” spurði
kaupmaðurinn.
- “Jú,” anzaði Snjólfur litli — hann
gat varla komið upp orðunum og
blessuð matarlyktin jók sult hans um
allan helming, en hann herti sig upp,
— “en það er ölmusa og hana vil ég
ekki þiggja,” sagði hann.
pað kom einkennilegur alvörusvipur
á andlit kaupmannsins. Hann gekk
að barninu, klappaði á kollinn á hon-
um, gaf vinnukonunni bendingu og
hann lágt fyrir munni sér. Svo klapp-
aði hann á öxlina á Snjólfi litla og
sagði hátt:
— “Guð blessi þig, drengur minn!”
Snjólfur litli varð hissa, þegár hann
sá kaupmanninn vikna.
— “Snjólfur grét aldrei,’ ’ sagði
tók drenginn inn með sér. hann þá.
— “Hefirðu aldrei séð pabba þinn j Og rétt á eftir bætti hann við:
sáluga gefa kunningjum sínum I í _ -Ég hef aidrei grátið heldur síð-
staupinu þegar þeir litu inn til hans? !an ég var barn.... Mlg langaði tll
eða kannske kaffibolla?” jað gráta, þegar ég sá, að Snjólfur var
Jú, anzaði Snjólfur litli. dáinn. En ég var hræddur um, að
parna sérðu, maður verður að honum hynni að þykja fyrir því. pess
gera gestum sínum eitthvað gott. Og vegna stiiti ég mig
ef gestirnir vilja ekki þiggja það, þá . , . , . .
|----------Andartaki sexnna lá Snjólf-
í fanginu á kaup-
ur litli grátandi
manninum.
(Eimreiðin).
Gunnar Gunnarsson.
fer kunningsskapurinn út um þúfur. í
pessvegna vorðúrðu að borða með mér j
skal ég segja þér, því þú ert gestkom-1
andi hérna, og við höfum ráðið af um j
mikilvæga hluti, sem ekkert getur orð- j
ið úr ef þú vilt ekki þiggja venjulegar |
veitingar hjá mér.”
“Ég verð þá víst að gjöra það, — það
verður svo að vera,” andvarpaði
Snjólfur litli.
Svo starði hann fram undan sér
stundarkorn I þungum þönkum,
sagði svo alvöi’ugefinn:
“Maður verður bara að sjá um, að |
standa í skilum við alla, og skulda !, , „
. , , hestum, velum, foðri og útsæði. parf
engum nextt, og svo reiða sxg á for- j ____. ... „ .... .
G0ÐAR BÚJARÐIR
Vér getum selt yður bújarðir smáar
og stórar eftir því sem yður hentar,
hvar sem er í Vestur Canda. Pér
j getið fengið hvort sem þér viljið
: ræktað land eða óræktað. Vér höf-
um margar bújarðir með allri áhöfn,
sjónina.”
— “Já, það er hverju orði sannara,”
anzaði kaupmaðurinn — en þá varð
hann að taka upp vasaklútinn sinn,
því hann grét og hló í einu.
— “Honum kippir í kynið,” tautaði
I ekkert annað en að flytja þangað.
pægileg borgunarskilyrði. Segið oss
hvers þér þarfnist og skulum vér bæta
úr þörfum yöar.
DOMINION FARM EXCHANGE.
815 Somerset block, - Winnipeg
Ck
I
ONE GAR-SCOTT 25 H. P.
Samsett drátt.vél og sjálffermari og biástursvél, fyrir I
• r r •• ^
$3,500, Skilmálar $500 út i hönd og snnngjm tími fyrir þa8 |
sem cftir er.
|
. Snúið yður til auglýsendans að t
902 CONPEDEEATIOX LIFE BCII.DING, WINNIPEG j
rz
i
í
C. S. MACDONELL LUMBER C0. \
Bæði Stranda og Fjallaviður
pakspónn úr nauðum sítrus-viði.
Sívalir og kantaðir staurar. EldiviSur
1
SKRIFID EFTIR UPPLÝSINGUM UM VERÐ
346 SOMERSET BLOCK WINNIPEG !
I
Q)-sp-o-«»-<)-«i»o-—■o-«i— o-eanM)-«—»-o-«»-o<æa>-o^»-o<sgg».(><
i
RJ0
SÆTUR OG SÚR
Keyptur
i
Vér borgum undantekningar-
laust hæsta verð. Flutninga-
brúsar lagðir til fyrir heildsölu
verð.
Fljót afgreiðsla, góð skil og .
kurteis framkoma er trygð með H
því að verzla við
DOMINION CREAMERIES
I
| ASHERN, MAN
og
WINNIPEG, MAN. |
KOL! KOL!
Vér getum afgreitt fljótt og vel bæði HÖRÐ og LIN kol.
Beztu tegundir. Ef þér hafið ekki byrgt yður upp nú þegar,
þá komið og sjáið oss. Vér getnm gert yður ánægða.
Talsími Garry 2620 I
D.D.Wood & Sons Ltd.
Office og Yards: Ross Ave., homi Arlington Str.
Vér mótmækm allir
—Jón Sigurðsson.
Afl í þjóðlífi Vestur-íslendinga, er Voröld
óneitanlega orðin—heilnæmt afl, sem reynir að
beita sér fyrir öllú því bezta og drengilegasta sem
til er í þjóðlífmu.
Undiröldur sálarlífsins, hinn forni, norræni
hugsunarháttur blossar þar uþp. Tilfinningin
sem knúði forsetann til að segja “Vér mótmælum
allir. ’ ’—Sem knýr oss til að endurtaka það hárri
raustu, “Vér mótmælum allir!” . þegar reynt er að
svifta Vestur-lslendinga rétti þeirra og frelsi.
Skrifa þig fyrir Voröld,—ger svo í dag. Kostar
aðeins $2.00 um árið. Fæst enn þá frá byrjun.