Tíminn - 30.01.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.01.1943, Blaðsíða 2
12. blað 46 TÍMIM, langardagiim 30. janúar 1943 ‘gímirm Lauyurdttfiur 30. jan. Biireiðaeinkasalan og sósíalistar Það myndi hafa þótt ótrúleg- ur spádómur, ef því hefði verið haldið fram, að frumvarp um stofnun einkasölu ætti eftir að falla með tilstyrk sósíalista. Menn hafa áreiðanlega búizt við því, að fyrsta athyglisverða verkið, sem hinir tíu sósíalistar ynnu á Alþingi, myndi verða á aðra leið. En þessi er reynslan orðin. Frumvarpið um endurreisn bif- reiðaeinkasölunnar féll vegna þess að sósíalistar tóku þá af- stöðu að greiða ekki atkvæði. Að vísu þurfti þetta ekki að hindra samþykkt frv. í neðri deild, ef allir Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn hefðu ver- ið mættir, en í efri deild hefði þessi afstaða sósíalista nægt til að fella frumvarpið. Þessi afstaða sósíalista sýnir, að þeir eru lausir í fylgi sínu við fleira en einkasölur, sem eru yfirlýst stefnumál þeirra. Með þessari afstöðu hafa þeir brotið í bága við margar fleiri yfirlýsingar sínar. Sósíalistar hafa t. d. haldið þvi fram, að taka beri hart á öllum stjórnarhneykslum. Það er vitanlegt, að bílaúthlutun Jakobs Möllers er eitt af meiri- háttar stjórnarhneykslum, sem hér hafa verið framin. Eitt á- kvæði umrædds frv. fjallaði um rannsókn þessa máls. Með því að bregða fæti fyrir frv., hafa sósíalistar hindrað þessa rann- sókn. Sósíalistar hafa líka reynzt vilja taka silkihönzkum á ým- issri annarri spillingu í þjóðfé- laginu, þrátt fyrir allar yfirlýs- ingar um baráttu gegn slíku. Þeir fengust t. d. ekki til að taka föstum tökum á kosninga- hneykslunum á Snæfellsnesi. Þeir virðast heldur ekki ætla að fást til þess, að stuðla að rann- sókn á síldarmjölshneykslum Ólafs Thors. Þá hafa sósíalistar talað um það mjög hátíðlega að undan- förnu, að virðing Alþingis sé í hættu og megi t. d. ekki efla núverandi ríkisstjórn á kostnað Alþingis. En hvenær hefir Al- þingi verið meiri óvirðing sýnd en þegar Jakob Möller svipti bílaúthlutunarnefndina því verkefni, sem Alþingi hafði fal- ið henni, og hafði vilja þess þannig að engu? Ef Alþingi hefði viljað halda fullri virð- ingu sinni í þessu máli og sýna, að það leyfði ekki hverjum ó- völdum ráðherra að forsmá vilja sinn, átti það að ógilda verknað Jakobs. En því er eklci að heilsa. Fyrir tilstuðlan só- síalista kyssir Alþingi á vönd- inn og beygir sig algerlega fyrir ofbeldi ráðherrans. Er ráðherr- um ekki beinlínis boðið með þessu að traðka virðingu og vilja Alþingis? Framkoma sósíalista í þessu máli hefir sannlega sýnt það, að verk þeirra fara iðulega ekki eftir loforðum. Það, sem hér hefir gerzt, getur vissulega átt sér stað í fleiri málum. Sú afsökun, sem sósíalistar færa sér til varnar í bifreiða- einkasölumálinu, er meira en ó- merkileg. Hún er sú, að þeir hefðu fylgt málinu, ef skipun bílaúthlutunarnefndar hefði verið breytt þannig, að í stjað þess að Alþingi kysi þrjá nefnd- armennina kysi það aðeins tvo, en bílstjórar þann þriðja. Sósíalistum var boðið upp á þá tilhögun, að Alþingi kysi fjóra menn og bilstjórar til- nefndu fimmta manninn. Það var sama tilhögun og sósíalist- ar vildu hafa á viðskiptaráðinu, að því frábreyttu, að bílstjórar tilnefndu oddamanninn í stað ríkisstjórnarinnar. Sú breyting hefði átt að gera þessa tilhögun enn aðgengilegri fyrir sósíalista. En samt höfnuðu þeir þessu samkomulagsboði. Framan- greind afsökun þeira er því ekkert annað en tylliástæða. Meðal frjálshuga manna hef- Framfaramál dreíSbýlísins: Snemma á þinginu lagði Gísli Guðmundsson fram í neðri deild tillögu til þingsá- lyktunar um fullnaðarrannsókn hafnarskilyrða á Þórshöfn. Hef- ir sjávarútvegsnefnd deildar- innar fallizt á tillöguna og má því telja víst, að hún verði samþykkt. Samkvæmt tillögunni skal ríkisstjórnin láta rannsaka til hlítar hvort unnt sé að dýpka innsiglingu hafnarinnar á Þórs- höfn með viðráðanlegum kostn- aði, svo að stærstu skip, sem að jafnaði sigla hér við land, geti komizt þar að bryggjum. í greinargerð tillögunnar seg- ir flutningsmaður: „Árið 1935 fór flm^þess á leit við ríkisstjórnina, að rannsökuð yrðu skilyrði til hafnargerðar á Þórshöfn. Varð stjórnin við þeirri málaleitun, og var þá verkfræðingur frá vitamála- skrifstofunni sendur til Þórs- hafnar. Dvaldi hann þar um hríð að sumarlagi, mældi og kannaði höfnina og gerði áætl- un um hafnarmannvirki, er hann taldi henta með tilliti til niðurstöðu rannsóknarinnar. Var ný ááetlun fullgerð vorið 1936. Á Alþingi 1937 voru sett hafnarlög fyrir Þórshöfn og á næstu árum byggður öldubrjót- ur og hafnarbryggja. Var því verki lokið 1 stríðsbyrjun, og er til mikils hagræðis, en ekki var þó framkvæmdum að fullu lokið samkvæmt áætluninni. Með nokkurri lengingu hafn- arbryggjunnar mundi fást viö hana nægilegt dýpi fyrir flest eða öll skip, sem til Þórshafnar koma. En eins og nú standa sakir, geta hin stærri skip ekki komizt að bryggju, nema á há- flóði, og er það vegna þess,að um miðbik hafnarinnar er skerja- garður, nokkru hærri en botn- inn innan við. Þegar verkfræð- ingur vitamálaskrifstofunnar rannsakaði höfnina, gat hann ekki fundið möguleika til að brjóta hlið i skergarðinn nema með svo miklum kostnaði, að tæpast kæmi til greina, og taldi sér þá ekki fært að gera tillög- ur um slíka framkvæmd. Á Þórshöfn er nú talsverð vél- bátaútgerð og hefir farið vax- andi síðan hafnarmannvirkin voru gerð. Undanfarin sumur hafa bátar úr öðrum lands- hlutum haft þar bækistöð sína. Þar hefir og verið komið upp hraðfrystihúsi. Samfelld lönd til ræktunar eru þarna meiri en víðast hvar annars staðar við sjávarþorp, og hefir for- maður framfærslunefndar rík- isins talið þessi lönd i fremstu röð þeirra staða, er til mála komi í sambandi við landnám ríkisins við sjávarsíðuna. Auk þess er Þórshöfn verzlunarstað- ur fyrir víðlenda byggð í tveim sýslur, og þorpið vex ört nú síð- ustu árin. Með tilliti til þessa er þarna mikið í húfi, og verð- ur að telja æskilegt, að þeir dýpkunarmöguleikar hafnar- innar, sem hér er um að ræða, verði athugaðir nánar, og þá með fullkomnari tækjum en fyrir hendi voru sumarið 1935.“ í áliti sjávarútvegsnefndar um tillöguna fylgir bréf vita- málastjóra, segir þar svo um framangrein'dan skerjagarð. „Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið á rima þessum eða skerjagarði, hafa leitt í ljós, að í honum er grjót, bæði stórt og smátt, samanþjappað í leir og fínum sandi. Er þar um að ræða efni, sem ekki er áhlaupaverk að losa með dýpkunartækjum, sem völ er á hér á landi. Sú til- gáta hefir komið fram, að rimi þessi væri leifar af gamalli skriðjökulöldu og að hugsanlegt væri, að smærra efni væri í honum innar (möl og sandur), þótt grjót sé á yfirborði. En hvort þessi tilgáta hefir við rök að styðjast eða ekki, var ekki unnt að leiða í ljós með þeim tækjum, sem fyrir hendi voru, þegar botnrannsókn var gerð. Til slíkrar rannsóknar þyrfti að nota kafara. Losa þyrfti um grjótið með sprengiefni, eða mjög sterkri dælu (eða hvoru tveggja) og hafa við höndina nauðsynleg tæki til þess að geta náð upp eða fært til grjót. Yrði slík rannsókn. að vísu allum- fangsmikið verk, en mundi að sönnu svara kostnaði, ef árang- urinn leiddi í ljós, að efni,ð í rimanum yrði viðráðanlegra, þegar inn í hann kemur. Sú dýpkun, sem framkvæma þyrfti til þess að gera viðun- andi hlið í rimann, svo að hin stærri skip gætu komizt að bryggju, mundi nema fimm til sex þúsund rúmmetrum." ir nokkur trúnaður verið lagð- ur á þær yfirlýsingar sósíalista, að þeir vildu taka þátt í rót- tæku samstarfi vinnandi manna gegn auðvaldsdrottnun og aft- urhaldi. Framkoma þeirra í bif- reiðaeinkasölumálinu hlýtur að rýra þessa tiltrú. Þegar þeir fylgja ekki örugglegar yfirlýs- ingum sínum um stuðning við einkasölur, baráttu gegn spill- ingu og virðingu fyrir Alþingi en raun ber vitni í þessu máli, þá geta þeir ekki síður brugðizt öðrum loforðum sínum. Slík framkoma sósíalista styrkir þá skoðun, að enn sé það andinn frá Moskva, er svífur yfir vötn- um Sósíalistaflokksins, nema þeir breyti um vinnuaðferð og bæti fyrir þessi og önnur brot sín. Þ. Þ. Héraðssaga Dalasýslu Breiðfirðingafélagið í Reykja- vík samþykkti á fundi, sem haldinn var í desember s. 1., að gangast fyrir að láta rita og gefa út héraðssögu Dalasýslu. Þegar félag þetta var stofnað, var markmið þess m. a. að beita sér fyrir ritun og útgáfu hér- aðssögu Breiðafjarðar. Nú kann sumum að virðast Dalasýsla sett skör framar öðrum sveitum Breiðafjarðar, þar eð félagið byrjar á að láta rita sögu henn- ar, en svo er ekki. í Reykjavík er starfandi Vest- firðingafélag. Það hefir nú þeg- ar hafið undirbúning að útgáfu á héraðssögu Vestfjarða, og er ætlunin, að það verði saga allra Vestfjarða suður að sýslumörk- um Dalasýslu, og nái m. a. yfir Barðaströndina og eyjarnar, sem henni fylgja. En félag Snæ- fellinga í Reykjavík hefir tekið sér fyrir hendur að láta rita héraðssögu Snæfellsness. Und- irbúningur er því hafinn að söguritun allra héraðanna, sem Breiðfirðingafélagið nær til, nema Dalasýslu. Félaginu þótti þess vegna tímabært að hefjast handa og samþykkti að gangast fyrir út- gáfu á héraðssögu Dalasýslu og kaus undirritaða þriggja manna nefnd til þess að annast fram- kvæmdir í málinu ásamt stjórn félagsins. Nefndin hefir haldið nokkra fundi og lagt, í stórum dráttum, drög að útgáfu hér- aðssögunnar. Ákveðið hefir verið að hafa höfuðþætti ritsins þrjá: 1) Almenn saga ásamt menn- ingarsögif héraðsins frá land- námstíð til vorra daga, og verð- ur það aðalhluti ritsins. 2) Jarðfræði, náttúrufræði og þróunarsaga héraðsins á sama tíma. (Framh. á 4. síðu) Magrnts Finnbogason, Reymsdal: Búaaðarfélagf Hvamms- tanga 50 ára (Erindi flntt á afinælissamkonm 3. okt. 1942) í erindi þessu er rakin starfssaga eins af elztu búnaðar- félögum landsins. Jafnframt er brugðið upp mynd af þeim síórstígu breytingum og framförum, sem orðið hafa í bún- aðarháttum og lifnaðarháttum í sveitum landsins síðustu hálfa öld. Búnaðarfélag Hvammshrepps er nú 50 ára. í tilefni af því er- um við hér saman komin, til að minnast þessa hálfrar aldar af- mælis. Árið 1892 er merkisár í búnaðarsögu þessarar sveitar, því að þá er í fyrsta sinn haf- izt handa, með samtökum all- margra sveitabænda til að reisa aðalatvinnuveg sveitarinnar úr rústum, eftir margra alda strit og basl. Með torfljáinn og lítilfj örleg- an skófluspaða í hönd, gengu bændurnir þá í fyrsta sinn út í túnskækilinn til þess að gera' þúfurnar, þenna erfðaóvin bændanna, útlægan. Þar var stórt verk að vinna, en með ó- bilandi þrautseigju er nú þessu verki lokið, og auk þess drjúg- um aukið við hið ræktaða land. Árin liðu, og verkefnunum fjölgaði smátt og smátt. En er á leið, tók fólkinu að fækka, en þekkingin og ýms hjálpartæki komu þá til sögunnar. En jafn- framt því sem efnahagurinn batnaði fyrir aukna ræktun og umbætur á bústofninum, runnu einnig fleiri stoðir undir hina batnandi afkomu. Félagið var stofnað 2. nóv- ember 1892, að Hellum. Það má nokkuð marka ástandið í byggingarmálunum af því, að hvérgi var hægt að halda sveit- arfundi, nema í hellinum í Hellum, sem var að öðru leyti notaður fyrir fjárhús. Það var þinghús hreppsins. Mig langar til að lýsa í stór- um dráttum, hvernig húsa- kynnum var háttað á þessu tímabili. Öll hús voru undan- tekningarlaust með torfþaki, en allflest með grjóthellu, sem lögð var á raftana, undir torfið, á útihúsum, en á súð eða reisi- fjöí, eins og það var nefnt, á í- búðarhúsum. Hellan var mjög eftirsótt vara og oft mikið fyr- ir haft að flytja hana langar leiðir á reiðingum, utan úr Fellsheiði og jafnvel lengra að. Sjaldan voru húsin lekalaus. Þó var ótrúlegt hvað einstaka menn voru lagnir á að skara helluna, svo að lítt eða ekki læki, meðan húsin voru ó- skekkt. Allur trjáviður var reka- viður,, og var hann sóttur alla leið austur í Meðalland, ef hann fékkst ekki nær. Illt var að fara með löng og þung tré á reið- ingum yfir hálf ófær vatnsföll. i En um annað var ekki að gera. Mikill tími fór í að saga allan borðvið úr rekatrjám og vanda- verk, svo að vel færi, en æf- ingin gerði þetta kleift. íveruhúsin eða baðstofurnar voru aðallega með þrennu móti: Fyrst lágabaðstofur, í öðru lagi portbyggðar baöstofur og loks fjósbaðstofur. Víðast var notað mógrýti til hleðslu, en þó sums- staðar mýrarhnaus, þar sem ludriði ÞórkelNNon á Fjalfi Fyrra, þriðjudag var mjög fjölmenn jarðarför að Nesi í Aðaldal. Þá var borinn til graf- ar einn af frægustu sonum dalsiiis, Indriði skáld Þórkels- son á Fjalli. Indriði var borinn og barnfæddur í þessum sama dal fyrir 73 árum. Þar höfðu bú- ið foreldrar hans og frændur. Þar hafði hann dvalið öll þessi ár. Þar fékk hann konu sína. Þar var hann merkisbóndi, leið- togi í héraði, skáld og fræði- maður öll sín manndómsár. í Aðaldal búa börnin frá Ytra- Fjalli á mörgum hinum beztu og fegurstu býlum. Að síðustu eru hinztu leifar hins aldurhnigna og þreytta manns lagðar til hvíldar í hina mjúku og hlýju mold á bökkum fegursta vatns- fallsins, sem til er í landinu Indriði Þorkelsson var einn hinn síðasti af hinum þjóð- frægu, heimamenntuðu frægö- armönnum Þingeyinga. Bene- dikt á Auðnum, Pétur á Gaut- löndum, Jón i Múla, Sigurður í Yztafelli, Þorgils gjallandi og Jóhannes á Syðra-Fjalli voru allir samtíðarmenn Indriða. Enginn þeirra hafði komið inn fyrir dyrastaf á skólum, nema æskuheimilum sínum. Allir höfðu þeir náð miklum og ó- venjulegum þroska. Það er sjaldgæft í sögu íslenzkra hyggða, að samtímis hafi verið í einu héraði svo margir yfir- burðamenn, eins og var í Þing- eyjarþingi samtímis um síðustu aldamót. Indriði á Fjalli var kominn af traustum stofni. Þorkell faðir hans var annálaður fyrir bú- mennsku og þau hyggindi, sem í hag koma. Indriði fæddist upp við góð efni og góðan bókakost í heimilinu og sveitinni. Ljóð- gáfa og hneigð til ættvísi lá í kyni þeirra frænda. Indriði var manna skapstilltastur í daglegri umgengni, en fast- lyndur í bezta lagi, ef til átaka kom. Honum þótti góður ættar- garðurinn og sveitin. Hann þráði ekki ferðalög, nema þau sem fara mátti eftir hábraut- um lærdóms og frjálshyggju. Indriði mótaði líf sitt eftir forn- um fyrirmyndum. Hann sinnti bústörfum, bæði sumar og vet- ur fram á elliár. Hann eyddi tíma í stjórn sveitar, sýslu og kaupfélags. Hann sinnti með alúð uppeldi og menntun sinna mörgu barna. En þrátt fyrir allar annir tókst honum að hafa nokkurn tíma afgangs til lesturs, bréfaskrifta, ljóða- gerðar og ættfræðirannsókna. Honum tókst að vanda málfar sitt, svo að mjög bar af um feg- urð og hreinleik, bæði að því er snerti framburð og orðfæri. Um Indriða Þorkelsson mátti segja, að hann fetaði alla ævi í fót- spor þeirra ágætu bænda, sem hafa verið traustir búþegnar en í hjáverkum sínum merkisskáld og fræðimenn. Indriði á Fjalli orti sér til hugarhægðar, en hvorki til fjár eða í von um lof eða frama. Hann hirti ekki nema lítið brot af Ijóðum sínum og hélt þeim ekki saman svo sem við hefði átt. En þegar leið að sjötugs- afmæli hans var skorað fast- lega á Indriða að gefa út ljóð sín. Varð það til þess, að hann lét þá prenta Ijóðmæli sín. Var mikill fengur að fá þá útgáfu. En svo var Indriði hlédrægur, að hann lét því miður vanta í þá bók sumt af því bezta, sem til er eftir hann í bundnu máli. En af allri andlegri iðju unni Indriði á Fjalli mest ættvísinni og þjóðlegum fróðleik. Hann hafði safnað með elju langrar ævi óhemju fróðleik um ætt- fræði, og alveg sér í lagi um ættir Þingeyinga. Eru til eftir hann mikið af bókfræðum í þeim efnum. Mun það verða mikil náma fræðimönnum, er síðar byggja ofan á þá undir- stöðu, sem Indriði Þórkelsson hefir lagt með fræðimennsku sinni. Samsveitungar Indriða sýndu við fráfall hans, að þeir kunnu að meta hvílíkur félagsbróðir hann hafði verið þeim. Þrjú hundruð manns komu mitt í skammdeginu til að vera við útför hans. Þrjú skáld fluttu kvæði í kirkjunni. Eftir nokkur ár mun laufauðga reyniviður skyggja yfir leiði skáldsins og fræðimannsins, sem aldrei yfir- gaf dalinn sinn, fyr en dauðinn flutti anda hans til annarlegra heimkynna. J. J. grjót var ekki nærri. Þetta grjót var mjög slæmt byggingarefni, rakafullt og endingarlítið, því að ekki voru tæki til að kljúfa grjótið nema á einstaka bæ. Varð því að notast við veður- barðar völur, sem tíndar voru saman ofanjarðar og.hefir mik- il vinna farið í það hjá nútíma- mönnum, að koma þessu grjót- rusli í burtu, síðan járnið og steinsteypan komu til sögunn- ar. Lágabaðstofurnar voru þannig gerðar, að hlaðin var tóft úr grjóti eða hnausum. Tóftin mun oftast hafa verið 5—6 álna víð, en lengdin fór eftir því, hvað margar rúmlengdir áttu að vera með veggjunum, — líklega oftast 9—12 álnir. Hæð veggja var venjulega 2 álnir eða rúm- lega það. Þakið var svo eins og að framan getur. f afturenda baðstofunnar var ævinlega hlaðið gaflað, en framstafninn var ýmist úr torfi eða þá borð- við og lítill fjögra-rúðu gluggi, er lýsa skyldi upp allt húsið. Þó voru stundum 1—2 smágluggar á annarri hliðinni. Á kvöldvök- unum lýsti einn lýsislampi upp alla baðstofuna. Má ímynda sér, hvernig sú birta hafi verið eða þá andrúmsloftið. Oftast munu þær hafa verið þiljaðar, að minnsta kosti fyrir ofan rúmin, en oft var í þeim moldargólf. Portbyggðu baðstofurnar voru ekki frábrugðnar hinum að öðru leyti en því, að veggirnir voru hærri, og var svo loft ofantil í veggjunum. Var íbúðin þar uppi, en undir lofti var venju- lega gestaherbergi, stundum með einu rúmi, eða þá vefstað- arhús eða því um líkt. Ævinlega voru þær með timburþili að framan. Þessar tvær gerðir af baðstofum áttu eitt sameigin- legt: Þær voru sárkaldar, en oft- ast rakalitlar. Þar sátu menn við vinnu sína, alltaf þegar inni var verið. Sumir kembdu eða tvinnuðu band, en konur spunnu eða saumuðu. Þar voru einnig saumuð skinnklæði, spunnin hampur í færi, fléttuð reipi og margt fleira! Fjósbaðstofurnar voru eins og hinar portbyggðu, en munurinn aðeins sá, að kýrnar voru hafð- ar undir loftinu. Var því venju- lega hlýtt í þeim og leið Jólki þar miklu betur, þrátt fyrir fjósalyktina. Önnur bæjarhús voru venju- lega eldhús, búr, bæjardyr, skemma og viðarhjallur og smiðja. Eldhúsið var aldrei þiljað og ævinlega með moldar- gólfi. Opnar hlóðir eða eldstæði var í öðrum enda, en engin reykpípa var í sambandi við þær. Var þar því oft býsna skuggsýnt og sá ekki handaskil fyrir reyk. Súrnaði þá oft sjáld- ur í augum, er brennt var blautu taði eða mó. Venjulega var gat út úr öskustónni út í gegnum vegginn og var það nefndur undirblástur. Stóð þar inn vind- stroka þegar hvasst var, og glæddi það eldinn. Heyhlöður voru þá næstum óþekktar. — Mestur hluti heyj- anna var aflaður á óræktuðu landi. Túnin voru bæði lítil, illa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.