Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						21. lílað
TtMirvX, föstndaginn 9. febr. 1945
Bjjörn Stefánsson, kanpfélagsstjóri í Sttiftvnrf irfti:
Launavinna og íramleíðslustörf
Flestir munu viðurkenna, að
minnsta kosti í orði, að fram-
leiðslan til lands og sjávar séu
þeir hornsteinar, sem velmegun
þjóðarinnar hvílir á. Útflutn-
ingsverðmæti okkar eru mest
afurðir framleiðslunnar við sjó-
inn. Og þó að hlutur landbún-
aðarframleiðslu okkar .af út-
fluttum vörum sé miklu. minni
en sjávarútvegsins, þá véfengja
fáir þá stórmiklu þýðingu land-
búnaðarins við að afla lands-
mönnum þeirra neyzluvara, sem
sízt má án-vera. Lítið'en ljóst
dæmi um hvers virði landbún-
aðarvörurnar eru okkur, er það
óskapa umtal og eftirspurn, sem
nú er eftir íslenzku smjöri í
flestum eða öllum bæjum og
þorpum landsins, þar sem
smjörið fullnægir sízt allra
landbúnaðarvara neyzluþörf
landsmanha.
En nærri má geta, hvort borizt
væri ^betur af, ef það væri
mjólkin eða jafnvel kindakjötið
okkar, sem mestur væri skortur
á. Og eitt er víst, að öll,
hvar í stétt eða stöðu, sem við
stöndum, fáum við okkar lífs-
framfærslu beint eða óbeint frá
framleiðslunnl.
Stöðvist framleiðslan eða
dragist verulega saman, þrjóta
fyrr en varir möguleikar til
góðrar lífsafkomu hjá öllum
stéttum þjóðfélagsins.  ¦  •
Hvernig ef svo búið að fram-
leiðendum þessa lands, eða
fólkinu, sem vinnur fram-
leiðslustörfin,' fiskimönnum og
bændum? Því er fljótsvarað.
Það er þannig búið að þeim, að
þeim fækkar árlega, misseris-
lega og jafnvel mánaðarlega,
sem fást til að stunda þessi
störf. Ástæður fyrir þessu eru
eflaust ýmsar. Meðal annars sú
ómennsku- og óheillaskoðun,
sem allt of margt fólk hefir
drukkið í sig, sennilega um ára-
tugi og jafnvel aldir, svo að
>segja með móðurmjólkinni, að
það sé eitthvað fínna og meira
að komast að því að vinna við
einhvers konar skriftir eða
snúninga.með hvítt um hálsinn,
en að gerast, eins og stundum er
sagt, „bara" bóndi eða sjómaður.
Og því er svo átakanlega oft
gleymt, að það er sá, sem er
„bara" duglegur sjómaður eða
bóndi, sem við eigum sem ein-
staklingar og þjóð meira að
þakka lífsafkomu okkar og efna-
legt sjálfstæði en máske stund-
um heilum hóp af ýmis konar
öðru fólki.
En lang-veigamesta ástæðan
fyrir flóttanum frá framleiðsl-
unni á síðustu tímum, er eflaust
sú, að flest launavinna er nú
miklu betur borguð, gefur meiri
tekjur, en framleiðslustörfin
yfirleitt. Mun þó mega undan-
skilja fiskimenn þá, er vinna að
staðaldri á togurunum. Tekjur
þeirra eru yfirleitt allmiklar,
enda því dýra verði keyptar, að
þurfa langoftast að dvelja
fjarri heimili sínu og ástvinum.
Og þó að vitað sé,' að tekjur
bænda og sjómanna séu nú yfir-
leitt meiri en þær hafa máske
nokkurn tíma áður verið, þá
nægir það alls ekki til að binda
menn við þessi störf. Samkvæmt
rótgrónu eðli eru menn ánægðir
eða óánægðir með kjör sín, allt
eftir samanburðinum við kjör
annarra. Og allflestir leitast við
að sitja við þann eldinn, sem
bezt brennur. Ástæðan fyrir
flóttanum frá framleiðslunni er
því fyrst og fremst ósamræmið
í kjörum þeirra, sem taka föst,
ákveðin laun fyrir störf sín, og
hinna, sem starfa við fram-
leiðsluna og eiga tekjur sínar
allar undir af-kómu hennar.
Þessa fáu mánuði síðan lýð-
veldi var stofnað á íslandi
hefir varla á öðru meira borið
en stöðugum áskorUnum og á-
tökum að hækka kaup launa-
manna í landinu. í flestum eða
öllum þorpum hér á Austur-
landi hefir á tímabilinu frá 1.
október til áramóta kaup við
daglaunavinnu verið hækkað
um 20%. Þótti þó flestum og
jafnvel daglaunavinnumönn-
unum sjálfum kaupgjaldið hátt
áður. Kröfurnar um kauphækk-
anir munu yfirleitt hafa verið
rökstuddar með því, að aðeins
væri verið að leiðrétta misræmi
með því að „samræma" kaup
þess staðar við kaup og kjör
annarra staða eða stétta. Og þá
hefir alltaf verið miðað við það
hæsta, sem þekktist.
Hér á Austurlandi mun kaup-
gjaldið á Seyðisfirði hafa verið
tekið til fyrirmyndar. En þar
mun í sumar hafa verið greitt
hærra daglaunakaup en annars
staðar austan lands. En það
háa kaupgjald mun sízt hafa
verið eða verða lyftistöng líf-
ræns atvinnulífs eða bættrar
afkomu Seyðfirðinga. Þvert á
móti eru nú þegar að koma i
ljós hér á Austfjörðum aðrar af-
leiðingar af hinu háa og síhækk-
andi kaupgjaldi. Aldrei fyrr
mun hafa verið jafn erfitt að
manna báta á Austfjörðum til
fiskveiða og fyrir þá vetrarver-
tíð, sem nírer að hefjast. Og þó
að gefnar séu vonir um jafn
hátt fiskverð eða hærra en að
undanförnu, þá vilja margir á
útgerðarstöðunum heldur vinna
í landi fyrir ákveðið kaup. Síð-
ustu vertíð báru þeir yfirleitt
meira úr býtum, sem höfðu stöð-
uga landvinnu, en hinir, sem á
sjónum voru, og nú er kaup mun
hærra og hækkandi vísitala, sem
gefur vonir um enn fleiri krón-
ur. Hvar sem von er um veru-
leg vinnusnöp á föstum laun-
um, hópast menn að.
Það skal að vísu fúslega ját-
að, að kjör daglaunamanna eru
ekki öfundsvéfð eða of góð. At-
vinna þeirra er oft stopul eða
óviss. En of hátt kaupgjald er
sízt lækning þeirra meina, því að
engum er of hátt kaupgjald
°ins hættulegt og einmitt dag-
launavinnumönnunum sjálfum.
Ef framleiðslan minnkar fyrir
of hátt kaupgjald, nálgast 6-
hjákvæmilega atyinnuleysið. Að
ákveða kaupgjald það hátt á
einhverjum stað, að öll launa-
vinna verði eftirsóttari en
framleiðslustörf, er ekkert ann-
að en að grafa undan eigin fót-
um, hvað sem líður „samræmi"
við kaup á öðrum stöðum.
Eini sanni mælikvarðinn, sem
miða á kaupgjald við á hverjum
stað, eru algengustu tekjur
manna þar við framleiðslustörf-
in.
Hin svonefnda verkamanna-
eða daglaunavinnumannastétt
er fjölmenn orðin í landinu okk-
ar. Meðal annars af Völdum er-
lenda setuliðsins ag óeðlilegs
peningaflóðs, er fjöldi þeirra
manna, sem hyggjast að lifa af
hátt borgaðri en óvissri vinnu,
orðinn uggvænlega mikill. Það
er mjög mannlegt að bæta. að-
stöðu sína meðán þess er kost-.
ur. Mönnum er gjarnt að líta á
stundar haginn. — En annáð
fyrirbrigði er furðulegra: að hið
háa Alþingi skuli nú vera að
undirbúa, að því er bezt verður
skilið af þingfréttum, stórkost-
lega hækkun á launum starfs-
manna ríkisins. Launalaga-
frumvarpið mun að vísu framj
borið með það í huga, að
minnsta kosti af eihhverjum
flutningsmanna þess,' að sam-
ræma laun hinna ýmsu starfs-
manna og bæta þeim, sem allra
verst væru launaðir. En í með-
förunum virðist daglauna-„sam-
ræmið" hafa verið tekið til
fyrirmyndar: að miða aðeins við
það hæsta sem þekktist.
Eftir lauslegum útreikningum,
sem borizt hafa, hækka útgjöld
ríkisins um 6—8 miljónir króna
á ári, ef frumvarpið nær fram
að ganga. „Dýr myndi Hafliði
allur", stendur þar. Dýr verður
hækkun launa íslenzku embætt-
ismannanna og annarra fast-
launamanna, sem sigla munu í
kjölfarið. Mun ekki hin fjöl-
menna verzlunarmannastétt
fljótt vilja samræma sín laun
við þessar og þvílíkar hækkan-
ir? Og fleiri munu á eftir fara.
Fastlaunamenn á landi hér hafa
á undanförnum árum staðið fast
saman og verið harðfylgnir við
að knýja fram launahækkanir.
Hafa óspart heyrzt frá þingum
hinna ýmsu starfsmannasam-
banda háværar raddir um
bryna nauðsyn á bættum kjör-
um. Og kröfurnar hafa verið
heyrðar, og laun margra starfs-
manna ríkisins sem annara,
yerið smá-hækkuð. Það er ef-
laust vandi fyrir ríkisvaldið að
dæma um samræmi í kaupi og
kjörum starfsmanna, þar sem
flestir þykjast órétti beitj;ir. Ég
held, að hyggilegast væri að
láta fólkið i landinu sjálft dæma
um, hvernig skipta eigi launum I manna í landinu.
BÓKMENNTIR OG LISTIR
Kennslubók  í  flugi
milli manna. En ekki mun nú
fremur en fyrr skorta fólk í
fastar launastöður á landi hér.
En það vantar fleira dugandi
fólk að framleiðslustörfunum.
Sú hætta, að ekki fáist nógu
margt af dugandi fólki til að
vinna að framleiðslustörfunum
í landinu, vofir nú yfir fremur
en nokkru sinni fyrr.
Það þarf áreiðanlega allt
annað en stórkostlegaf hækk-
anir daglauna og fastalauna til
að vinna á móti þeirri hættu.
Og það er skylda vaWhafa
þjóðarinnar að gæta mestu var-
færni við hækkanir á launum
við þau störf, sem nú þegar eru
eftirsótt af öllúm þorra þjóðar-
innar, ekki sízt á meðan mikil
óvissa ríkir um möguleika ríkis-
valdsins til þess að ráða nokkru
um bættan hag til handa þeim,
er vinna að framleiðslunni.
Það er auðveldara að hækka
laun en lækka þau aftur. Lækk-
un á grunnlaunum, sem einu
sinni hafa verið samþykkt, mun
lítt þekkt fyrirbrigði hér á landi.
Það er fullvíst, að kjör fram-
leiðendanna verður að bæta frá
þvi, sem nú er, en ékki hækka
enn laun annarrá stétta á þeirra
kostnað.
Qkkur er mikil þörf á nyjum
bátum og skipum til eflingar
fiskveiðunum og stórvirkum vél-
um við landbúnaðarstörfin. En
bátar og vélar eru einkis virði
án handa og huga fólksins, sem
á að vinna með þeim. Atvinnu-
málaráðherrann minntist í út-
varpsræðu i haust á þá miklu
nauðsyn, sem það væri fyrir
þjóðina að eignast fleiri dug-
andi sjómenn. Upplýsti hann þá
um leið, að ekki væri víst, að
hægt yrði að halda út þeim fáu
Svíþjóðarbátum, sem von er á,
vegna vöntunar á vélamönnum.
Þetta er augljóst öllum hugs-
andi mónnum. Launamennirnir
eru of fjölmennir í landi okkar,
en framleiðendur of fáir. En
breyting á því fæst aðeins með
því, að af fullri einlægni sé reynt
að bæta og tryggja kjör islenzkra
fiskimanna og bænda. Og út frá
kjörum þeirra starfandi manna,
sem þjóðin má sízt án vera, á
að  samræma  laun   annarra
Nýlega er út komln á íslenzku
kennslubók í flugi, fyrsta bók
þeirrar tegundar, sem gefin
hefir verið út hér á landi. Ber
vel að fagna þessu kveri. Nú
fara sennilega i hönd áþekkir
byltingartímar i íslenzkum
samgöngumálum og þegar bif-
reiðirnar komu til sögunnar, og
er þá nauðsynlegt, að ungum
mönnum gefist með auðveldu
móti kostur á að kynna sér
undirstóðuatriði flugtækninnar.
Agnar Kofoed Hansen, flug-
málaráðunautur ríkisins, skrif-
ar formála að bók þessari.
Segir hann þar:
„Höfundur bókarinnar, Frank
A. Swoffer, hafði þá, er hann
skrifaði bók þessa, að baki sér
lengri reynslu sem flugkennari,
en flestir aðrlr. Hafði hann
starfað að flugkennslu hjá Royal
Air Force og fjölmörgum einka-
fyriftækjum.
Herra Árni Bjarnarson frá
Akureyri hefir annazt útgáfu
þessa og tekizt ágætlega, þrátt
fyrir óteljandi örðugleika, t. d.
fátækt íslenzkrar tungu á flug-
tæknilegum orðum og hugtök-
um. Dugnaður óg áhugi Árna
Bjarnarsonar á því að koma bók
þessari út er íofsverður og mik-
ill skerfur til hina ungu flug-
mála þjóðar vorrar.
Væntanlegur lesandi kann að
spyrja að tvennu. í fyrsta lagi:
Er ekki vita þýðingarlaust að
ætla að læra flug með því að
lesa t. d. „Lærðu að fljúga". í
öðru lagi: Er til nokkurs, fyrir
aðra en .þá, sem ætla sér að
verða atvinnuflugmenn, að læra
flug hér á íslandi. Á einkaflug
nokkra framtíð fyrir sér, eru
ekki einkaflugvélar of dýrar og
skilyrði hér of óhagstæð.
Fyrstu spurningunni vil ég
svara með því að benda á, að
enginn mun' hafa lesið sér til
sundkunnáttu svo að hann gæti
bjargað lífi sínu úr sjávarháska
eða yfirhöfuð fleytt sér. Og svip-
uðu eða sama máli gegnir um
flugið. Þó þekkti ég mann, sem
margoft flaug lítilli flugvél, án
annarrar tilsagnar en þeirrar,
sem hann aflaði sér með lestri
flugbóka. Maður þessi er Dani
og átti til skamms tíma heima í
Vordingborg á Suður-Sjálandi í
Danmörku.
Þetta dæmi er alls ekki tekið
á það bent, sem sönnun fyrir
notagildi flugkennslubóka.
Svar við annarri spurningunni
er þetta: .
Fyrir réttum sex árum flugu
tvær tveggja sæta einkaflugvél-
ar kringum land í könnunar-
skyni og lenti á 38 stöðum viðs
vegar um landið. Enginn þess-
ara staða hafði áður verið kann-
aður, því síður mældur eða af-
markaður á nokkurn hátt. Síðan
þetta skeði hafa um 100 lend-
ingarstaðir bætzt í hóp hinna
38, og sú er spá mín, að strax
begar yfirstandandi ófriði lýkur
og hægt verður að hefja skipu-
lagsbundið könnunarstarf að
nýju, tvöfaldist þessi tala á
skömmum tlma. Langflest
'oyggðarlög á íslandi hafa sjálf-
nierða lendingarstaði fyrir einka-
flugvélar.
Eldsneytiskostnaður flugvél-
pnna tveggja, sem fóru í kring-
um land 1938, var mun minni
heldur en ef tvær bifreiðar hefðu
farið svipaða vegalengd. Þetta
kann sumum að virðast ótrú-
legt, en það er eigi að síður
staðreynd.
Einkaflugvélar kostuðu í
Bandarikjum Norður-Ameríku,
fyrir stríð um 1000—1500 $ þar
á staðnum eða í íslenzkri mynt
um 6.500 til 10.000 kr. Eftir
bessa styrjöld mun hafin fjölda-
framleiðsla einkaflugvéla, og
verð þeirra verða stórum lægra
en áður.
í dag kaupa vel stæðir íslend-
tngar einkabifreiðar fyrir 25—40
búsund kr. Kostnaðarhiiðin ætti
því ekki ^að þurfa að vera til
fyrirstóðu.
Landið okkar er framtíðar-
land einkaflugsins, það verðum
við að gera okkur ljóst, Þeir, sem
nú aka i -einkabifreiðum um
landið þvert og endilagt í hol-
óttum og meistaralega bugðótt-
um vegum, munu í fram'tíðinni,
og ef til vill^mjög náinni fram-
tíð, kljúfa loftið i eigin einka-
flugvél, og skjótast stað úr stað
svipað þvi er getur i æfintýrinu
„Þúsund og ein nótt"."
„Lærðu að fljúga" er 126 blað-
síður að stærð, þýdd af Helga
Valtýssýni, kennara á Akureyri,
búin fjölda skýringamynda.
Hún kostar 17 krónur óbundin,
en 25 krónur i bandi. — Útgef-
andi  er,  eins  og  áður  getur,
hér til eftirbreytni, en aðeins Árni Bjarnarson á Akureyri.
Dr. Jón Jóhannesson:
Harboes
Ludvig's
1741—1745
Hér birtist síðari hluti greinar dr. phil. Jóns Jóhannes-
sonar um eftirlitsferð Ludvigs Harboes til íslands 1741—45.
Rekur hann hér fyrirmæli þau og tilskipanir, sem spruttu
af íslandsför Harboes og starfi hér, og drepur á önnur af-
skipti hans «g íslenzkum málum. En komu hans hingað
má telja upphaf þeirfar viðreisnarbaráttu, er síðan hefir
verið háð hér á landi.
Af tillögum Harboes spratt
síðan fjöldi lagaboða og fyrir-
mæla frá konungi á árunum
1742—1746, og skal hér" getið
hinna merkustu. Flest voru þau
mótuð af heittrúarstefnunni, en
sum stefndu jafnframt að því
að samræma kristnihald og
kirkjusiði á íslandi og í öðrum
ríkjum Danakonungs. Þó varð
ekki hjá því komizt að laga sumt
eftir íslenzkum staðháttum. Þeir
Harboe og Jón rektor höfðu báð-
ir mikinn áhuga á fræðslu- og
skólamálum og lögðust á eitt
með að fá ráðið bót á þeim.
1743 kom út konungsboð um
nýja skipan latínuskólanna. Áð-
ur höfðu biskuparnir verið ein-
ráðir um stjórn þeirra að heita
mátti, en nú voru völd þeirra
skert og lögð að nokkru leyti í
hendur stiftamtmanns, lög-
manna og landfógeta. Með því
áttj að tryggja það, að skólun-
um yrði haldið í réttu horfi.
Nokkrum námsgreinúm skyldi
bætt við, þótt lítið yrði úr því.
Meðal annars skyldi nú kennd
íslenzka, enda studdu heittrú-
armenn hvarvetna að notkun
móðurmálsins, þótt það væri
fyrst  og fremst vegna barna-
fræðslunnar. Um margt annað
var skólaskipan þessi til bóta,
ef farið hefði verið eftir henni í
öllu. Síðar (1746) voru sett fyr-
irmæli um viðurgerning og að-
búnað skólapilta, en þau urðu
að mestu dauður bókstafur sök-
um vaxandi fjárhagsörðugleika
biskupsstólanna. — 1744 komu
ný konungsboð um fermingu og
kristindómsfræðslu barna. Þess
má geta, aðiengi vel voru börn
fermd á ýmsum aldri, er þau
þóttu hafa öðlazt næga þekk-
ingu, en 1759 var bannáð að
ferma börn yngri en 14 ára.
1746 kom út tilskipun um hús—
vitjanir presta. Þæf höfðu tíðk-
azt frá þvi á dögum Gísla bisk-
ups Jónssonar og verið lögboðn-
ar 1635, en löngum mjög van-
ræktar. Nú var prestum lagt ríkt
á herðar að húsvitja eigi sjaldn-
ar en tvisvar á ári á hverjum
bæ og lita vel eftir kristindóms-
þekkingu almennings og sið-
ferði.
Harboe • lagði mikla stund á
að bæta siði manna, eigi ein-
ungis með áminningum á eftir-
litsfe.rðum sínum, heldur einnig
með því að afla lagaboða i þeim
efnum. Þau voru mjög mótuð
af heittrúarstefnunni, og var
markmiðið að setja helgiblæ á
líf manna, jafnt á rúmhelgum
sem helgum dögum. 1744 kom
tilskipun um helgidagahaldi.
Var þar brýnt fyrir mönnum að
sækja kirkju sem bezt, vinna
eigi nema hið bráðnauðsynleg-
asta á helgum dögum og forðast
gleðskap. Þá urðu skírdagur og
föstudagurinn langi fyrst lög-
helgir dagar. Hins vegar urðu
ýmsir þjóðlegir kirkjusiðir og
helgikvold að þoka til samræmis
við það, sem tlðkaðist í öðrum
löndum Danakonungs. Þá var
afnumið helgihald á jólanótt,
er var leifar aftan úr kaþólsku.
Hafði þá verið messað og síðan
hafður ýmiss konar gleðskapur
í frammi, átveizlur og dans, unz
leið aftur að messu á jóladag.
Margar menjar þessa helgihalds
eru í þjóðsögum, en lítt mun
heittrúarmönnum hafa getizt
að því, þótt líklegt sé, að farið
hafi verið að draga úr gleð-
skapnum löngu fyrir daga
Harboes. Sumardagurinn fyrsti
og fyrsti vetrardagur höfðu
verið haldnir hálfhelgir sums
staðar norðan lands og e. t. v'.
víðar, og var messað þá daga.
Sú helgi var nú afnumin. Hún
mun hafa verið ævaforn, senni-
lega leifar sumar- og yetrar-
blóta í heiðni. Enn fremur var
þá af tekinn hinn forni heit-
dagur Norðlendinga eða ein-
mánaðarsamkoma, erhaldin var
fyrsta dag einmánaðar í Skaga-
fjarðarsýslu (nema austan á
Skaganum), Eyjafirði og í
Reykjadal. Bændur kómu sam-
an þann dag að vissum kirkj-
um til frjálsra samskota handa
fátækum, og var þá messað.
Samskotin og m.essan voru
sprottin af heitum, er gerð höfðu
verið í sóttum eða hallærum
einhvern  timann  í  kaþólskum
sið, en oft endurnýjuð síðan með
ýmsum breytingum'. Upphaflega
mun     einmánaðarsamkoman
hafa verið hreppsþing. í Ljós-
vetningasögu er hennar getið á
fyrra hluta 11. aldar, en senni-
lega hefir hún verið miklu eldri.
Norðlendingar tóku afnámi
þessara helgihalda heldur illa,
einkum afnámi heitdagsins:
Þeir reyndu að fá hann leyfðan
aftur 1755, en árangurslaust.
Sufns staðar höfðu héráðs- og
manntalsþing verið haldin I
kirkjunum, en það var nú
bannað.
1746 kom út löng tilskipun um
heimilisaga. Þar gætir ákafrar
vandlætingar. Menn voru
hvattir til þess að sýna jafnan
guðrækni, góða siði og vinnu-
semi, en forðast skemmtanir,
jafnvel lestur fornsagnanna og
rknnakveðskap. í tilskipuninni
um husvitjanir var prestum
einnig falið að líta eftir þeim
efnum. Slík vandlæting gekk
auðvitað- úr hófi fram, enda bar
hún lítinn eða engan árangur.
Hinar veraldlegu bókmenntir
vofu svo samgrónar þjóðinni, að
engin boð fengu hana til að
hafna þeim.
Á fyrra hluta 17. aldar hafði
brennivín fyrst tekið að flytj-
ast hingað að ráði, en innflutn-
ingur þess jókst síðan stöðugt.
Við það óx drykkjuskapur svo
úr hófi, að menn voru jafnvel
út úr dfukknir á opinberum
mannfundum- og við embættis-
störf. Jón biskup Árnason hafði
tvisvar sent erindi til konungs
í því skyni að fá bót ráðna á
þessu, en árangurslaust. Harboe
blöskraði svo drykkjuskapurinn
hjá öllum stéttum, að hann tók
málið upp af nýju. Helzt vildi
hann, að innflutningur brenni-
víns yrði bannaður, en ef slíkt
þætti ógerlegt, vildi hann láta
takmarhja sölu brennivins og
leggja þungar refsingar við mis-
notkun þess. En allar tillögur
Harboes í þeim efnum strönduðu
á' réttindum Hörmangarafé-
lagsins. Kaupmenn þóttust ekki
mega missa þann hagnað, er
þeir höfðu af brennivínssölunni,
enda héldu þeir áfenginu óspart
að landsmönnum.
Harboe þótti stjórn kirkju-
málanna hvergi nærri nógu
styrk eða festumikil, enda var
örðugt um allt eftirlit. Af þeim
sökum beitti hann sér einnig
fyrir umbótum á því sviði. Þess
er áður getið, að nokkur breyt-
ing var gerð á stjórn latínuskóU
anna 1743. En 1. júlí 1746 var
gefið út erindisbréf handa bisk-
upum beggja stólanna. Með því
voru settar rækilegar reglur um
öll embættisstörf þeirra, og er
bréfið enn 1 gildi I ýmsum
greinum. Þar var biskupum
meðal annars boðið að sjá um,
að prestar héldu kirkjubækur,
bæði prestsverkabækur (min-
isterialbækur) og húsvitjana-
bækur (sálnaregistur), enn
fremur kopíubækur. f þær skyldi
skrá öll bréf, er prestum voru
send, um-kirkjumál og kristni-
hald. f tilskipuninni um hús-
vitjanir frá sama ári eru skýr
fyrirmæli um húsvitjanabæk-
urnar. Þar skyldi skfá þekkingu
og siðferði hvers manns og guðs-
orðabókaeign á hverju heimili.
1744 hafði prestum verið boðið
að senda yfirvöldunum árlega
fermingarskýrslur, og 1747 kom
boð um kirkjustóla. Þar skyldi
skrá eignir og tekjur hverrar
kirkju, ogkomu kirkjustólarnir
því I stað máldaganna, er tlðk-
azt höfðu frá fyrstu dögum
kristninnar hér á landi. Öll þessi
fyrirmæli voru til þess sett, að
auðveldara yrði en áður að hafa
eftirlit  með  fjárhag  kirkna,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8