Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: > ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. \ ÚTGEFFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. J Símar 2353 og 4373. J PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 29. árg. ÍRITSTJ ÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. ) Sími 2323. Reykjavík, föstiidaginn 23. marz 1945 23. blað Húsavík heiir mikil skílyrðí til þess að vera vaxandi bær Frásögn Karls Kristjánssonar oddvita Fá kauptún hér á landi hafa eins mikla möguleika til vaxtar, hvort heldur er miðað við náttúrugæði til sjós eða lands, en Húsavík. Tíminn notaði þvi tækifærið, þegar Karl Kristjáns- son oddviti var hér á ferðinni fyrir nokkru síðan, til að fá fréttir hjá honum um ýms málefni Húsavíkur. Fer þetta viðtal við Karl hér á eftir. — Er Húsavfk vaxandi kaup- tún? — Já, kauptúnið er í vexti. Á árinu 1944 fjölgaði íbúum þess An 50 manns. Þeir eru nú Ýétt um 1100. Innflutningur fólks mundi hafa orðið miklu meiri síðustu árin, ef ekki hefði verið skortur á húsnæði. Meiri inn- Karl Kristjánsson flutningur hefði þó ekki verið æskilegur eins og sakir standa. — Hvernig er afkoma al- mennings? — Hún er misjöfn. Sjávar- [ útvegurinn er undirstöðuat- ! vinnuvegurinn. En örugga höfn hefir vantað. Þess vegna hafa of fáir í Húsavík árætt að fá sér þangað stóra báta. Stærri bátarnir, sem þar eru, hafa far- í ið til Suðurlands á vetrarvertíð, i stundað síldveiði og dragnóta-1 veiði að heiman á sumri og hausti og skilað ágætum hlut- um og góðri afkomu fyrir þá, er þeirra njóta. En smærri bát- arnir, sem eru miklu fleiri í Húsavík, hafa síðustu ár skilað lélegum hlutum. Daglaunavinna er ekki svo mikil í kauptúninu, að hún veiti mörgum fullkomna afkomu. Landbúskapur er allmikill, — túnrækt talin til fyrlrmyndar. Má heita að kauptúnið mjólkur- og kjöt-fæði sig. Garðrækt er þar talsvert mikil. Má segja, að þó. marga skorti þar peninga til æskilegra hluta, þá skorti ekki matföng — eða möguleika til matfanga fyrir almenning. — Hvað gengur hafnarfram- kvæmdunum? — Sumarið 1944 var byrjað á hafnargarðsbyggingu, sem gert er ráð fyrlr að verði lokið á þrem (Framhald á 8. síðu) „Frelsið er dýrmætast allra líísgæða“ Viðtal við nýja norska sendiherrann hér Hinn nýi norski sendiherra, Torgeir Andersson-Rysst, er kominn til landsins. Hefir hann gengið á fund forseta íslands og afhent honum embættisskilríki sín frá H. H. Hákoni Noregskonungi. í fyrradag bauð sendiherrann ísl. blaðamönnum heim til sín, í sendiherrabústaðinn, og ræddi við þá um stund. Kom það fram í viðtalinu, að hann metur ís- land og íslendinga mikils og hugsar því með ánægju til sam- vinnunnar við íslendinga. Hann gat þess jji. a., að það hefði ver- ið ógleymanleg stund, þegar hann heyrði í útvarpi, að íslend- ingar hefðu ákveðið að stofna lýðveldi. Norðmennirnir, sem, hlustuðu á þessa útvarpsfrétt, tókust í hendur og óskuðu bræðraþj óðinni til hamin^u. ,)Ég man ekki eftir öðru, sem kom í útvarpinu þennan dag, og þó hafa það eflaust verið ein- þverjar stórfréttir aðrar,“ sagði séndihérrann. Hann ræddi einn- ig úm frélsisbaráttu Norðmanna pg gat þess, að samúð sú, sem margar þjóðir sýndu Norðmönn- um væri þeim mikill styrkur. „Frelsið er dýrmætast allra lífs- gæða,“ sagði hann, ér hann var að lýsa frelsisbaráttu þjóðar sinnar, enda hefði spekingur einn komizt svo að orði: „Mikil er sú stund, þegar boðskapur frelsisins kemur til kúgaðra þjóða“. Sendiherrann er bjart- sýnn á framtíð Noregs og hann væntir mjög aukinnar samvinnu íslendinga og Norðmanna að ófriðarlokum. Torgeir Andersson-Rysst er fæddur í Álasundi 9. ágúst árið 1888. Hann lauk stúdentsprófi 1907 og lögfræðiprófi 1913. Síð- Torgeir Andersson-Rysst an stundaði hann blaðamennsku og var ritstjóri „Sunnmörspost-- en“ til 1934. Síðan var hann her- útboðsstjóri (generalþrigskom- missær) þar til norski herinn varð að gefast upp 1940. Hann var kjörinn á þing sem vinstri- maður 1924 og jafnan endur- kjörinn síðan. Þá var hann með- limur í utanríkismálanefnd stór- þingsins og varaformaður herin- ar. Hann var ráðherra í ráðu- neyti Mowinckels árið 1828—31 og var fulltrúi konungs og ríkis- stjórnar við alþingishátíðina hér 1930. Undirritaði af hálfu Nor- egs gerðardómssamning Norð- urlanda á Þingvelli við það tæki- færi. Þá var hann fulltrúi Nor egs við viðskiptasamningana 1932 og 1939. Loks hefir Andersson-Rysst verið fulltrúi á ýmsum alþjóða- ráðstefnum þingmanna og var síðast fulltrúi Norðmanna á fundum þjóðabandalagsins 1939. Skýringin á ákefð kommunista fyrir vtríðspátttöku íslcndinga: Þekkt blað segir Rússa hafa beítt sér fyrir skílyrðinu um stríðsyfírlýsingu TVÆR MYXDIR FRA IIFSAVÍK Húsavík séð aj Húsavíkurhöfða. Bryggjan, sem byggð var á árunum 1933—'36. Hún er syðri armur hafn- argerðarinnar. Síldarskip eru að veiðum rétt framan við höfnina. Sennilega verður engin forsetakosning í vor Líklegt að Svefiui Björsisson verði sjálfkjörmu Allar líkur benda tii þess, að forsetakosningin, sem ríkisstjórn- in hefir auglýst 24. júní næstkomandi, falli niður vegna þess, að Sveinn Björnsson verði sjálfkjörinn, svo framarlega, sem hann gefur kost á sér. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir aflað sér, munu allir flokkar nú ásáttir um að bjóða ekki fram gegn honum. Myndi því áreiðanlega fagnað af þjóðinni, ef slík eining gæti orðið um kosninguna, enda myndi það vafalaust verða mikilsvert út á við. ^ Samkvæmt reglum þeim, sem stjórnin hefir birt um forseta- kjörið, skal það fara fram 24. júní næstk. og skal frambciðum skilað fimm vikum fyrir kjör- dag. Forsetaefni skal hafa minnst 1500 meðmælendur, en mest 3000, og skulu þeir skiptast þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi (V.- Skaftafellssýslu — Borgarfjarð- arsýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 840 meðmælendur, en mest 1680. Úr Vestfirðingafjórðungi (Mýrasýslu — Strandassýlu, að báðum meðtöldum) séu minnst 215 meðmælendur, en mest 430. Úr Norðlendingafjórðungi (V.- Húnavatnssýslu — S.-Þingeyjar- sýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 305 meðmælendur, en mest 610. Úr Austfirðingafjórðungi (N,- Þingeyjarssýlu— A.-Skaftafells- sýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 140 meðm., en mest 280. Ef aðeins býður sig fram einn frambjóðandi, verður hann vit- anlega sjálfkjörinn og kosning- in fellur þá niður. T-------------———-— Nýr yfirgangur kommúnista Brynjólfur Bjarnason kennslu- málaráðherra hefir nýlega end- urskipað stjórn ríkisútgáfu skólabóka, en þrír menn eiga sæti í henni. Brynjólfur skipaði þá • Sigurður Thorlacius skóla- stjóra, Steinþór Guðmundsson kennara og Sveinbjörn Sigur- jónsson magister. Tveir þeir fyrstnefndu eru kommúnistar og ráða kommúnistar þannig orðið lögum og lofum um val kennslu- bóka f barnaskólum landsins. Hafa kommúnistar sýnt glöggt með þessu þær fyrirætlanir að gera skóia landsins að áróðurs- tækjum fyrir sig. í stjórn útgáfunnar áttu áður sæti Jónas Jónsson alþm., Vil- mundur Jónsson, landlæknir og Guðjón Guðjónsson, skólastjóri. Það fer vart hjá því, að þetta mál vekjl mikia athygli og opni augu ýmissa fyrir fyrirætlunum kommúnista, sem ekki hafa ver- ið þær ljósar áður. ............. En áður fyrr fjandsköpuðust komm* únistar við Batxdamenn og stimpl- uðu kerverndarsáttmála við Banda- ríkin sem landráð f hinu áreiðanlega ameríska stórblaði „The New York Times“ er skýrt frá því 25. f. m., að Rússar hafi beitt sér fyrir því og fengið því framgengt á Krímarfundinum, að aðeins þeim ríkjum, sem hefðu sagt Þýzkalandi stríð á hendur fyrir 1. marz, yrði boðið á ráðstefnuna í San Francisco. Segir blaðið frá þessu í sambandi við ráðstefnu, er Ameríkuríkin voru þá að halda í Mexico, en þar mun þetta hafa verið upplýst. Þessar upplýsingar munu áreiðanlega verða mönnum fulln- aðarskýring á þeirri afstöðu íslenzku kommúnistanna að vilja láta fslendinga ganga að þessu skilyrði. Fyrir þeim vakti ekki að gæta hagsmuna og heiðurs fslendinga, heldur að ganga strax að skilyrðinu, er var runnið frá hinu erlenda stórveldi og vafa- laust hefir þó frekar beinzt að öðrum en okkur. Með þessu hefir þjóðin fengið nýja sönnun fyrir undirlægju- liætti þessa flokks, þegar Rússar eru annars vegar. Fyrir hana er þetta þó engin nýjung. Meðan vináttusáttmálinn gilti milli Þjóðverja og Rússa, reyndi hann eftir megni að spilla sambúð okkar við Bandamenn. Þegar svo þessi sam- búð hefir unnið þjóðinni fyllsta rétt til þátttöku í alþjóðasam- vinnu, og allir fslendingar þurfa að halda fram þeim rétti, vill hann láta þá ógilda hann með því að lýsa yfir styrjaldarþátt-' töku, sem gæti þó aldrei orðið þeim til annars en tjóns og skammar. Tímanum þykir rétt að rifja einu sinni upp í stórum dráttum afstöðu kommúnista til þessara máía, svo að þjóðinni verði sem Ijósast, hvernig málum hennar væri nú komlð, ef kommúnistar hefðu fengið að ráða stefnunni fyrr eða síðar I utanríkismálum. „Auðvaldsstrið“. Fyrst er að víkja að afstöðu kommúnista til styrjaldarinnar, þegar hún hófst. Hana má gleggst sjá í grein, sem Brynj- ólfur Bjarnason skrifaðí um styrjöldina í Þjóðviljann í nóv- ember 1939. Þar segir m. a.: „Fyrst /er að athuga orsakir þessarar styrjaldar. Þær eru í höfuðatriðum hinar sömu og .orsakir síðasta stríðs, þ. e. bar- átta auðvaldsstórveldanna um markaði og hráefni“. ÖIl greinin er svo í þessum dúr. Styr j aldarmálstaður Banda- manna var talinn sízt betri en nazista. í greinarlokin segir svo: „Þó að þýzki fasisminn sé erkióvinurinn á núverandi tima- bili, má ekki gleyma hinu, að brezka auðvaldið er sterkasti óvinurinn.“ Og það var gegn þessum „sterkasta óvini“, sem Brynjólf- ur beindi sérstaklega skeytum sínum í umræddri grein, og Þjóðviljinn fylgdi svo áfram því fordæmi í skrifum sínum um stríðsmálin. Slíkt var framlag kommúnista til þeirrar baráttu, sem Bretar og aðrar sameinuðu þjóðirnar háðu þá til verndar lýðræðinu og frelsi smáþjóð- anna gegn villimennsku nazista. Setuliðsviiman. Þótt kommúnistar hefðu þessa aðstöðu í byrjun styrjaldarinn- ar, hefði mátt búast við, að þeir sæju að sér, þegar málin skýrð- ust betur, t. d. með hernámi Noregs og Danmerkur og fram- ferði nazista þar. Þeim gafst líka fljótt tækifæri til að sýna þann hug í verkl, þar sem Bretar komu hingað. íslendingar fengu þá tækifæri til að sýna afstöðu sína til styrjaldarmálanna, án þess þó að gerast belnir striðsaðilar. Þetta var hægt með því, að verkamenn ynnu hjá setuliðinu, siglingum til Bretlands yrði haldið áfram og ekki yrði haldið uppi æsingum og áróðrl gegn brezka setuliðinu hér. Athugum þá fyrst afstöðu kommúnista til setuliðsvinnunn- ar. í Þjóðviljanum 31. jan. 1941 segir svo: , „Út um allt land gaufa verka- menn okkar viff aff koma upp kofum, sér og öllum heiffarleg- um mönnum til ömunar. Ekkert handtak, sem er unniff fyrir hinn brezka innrásarher, er þjóffinni í hag, þvert á móti, þau eru henni öll í óhag.“ í eldhúsdagsræðu, sem Einar Olgeirsson flutti á þingi • um svipað leyti, sagði hann m. a.: „í staff þess aff ráffast í stór- felldar atvinnuframkvæmdir, hefir hún (þ. e. stjórnin) skipu- lagt atvinnuleysi og rekiff svo verkamenn meff atvinnuleysis- svipunni til aff vinna hjá inn- rásarhernum störf, sem hverj- um íslendingi er raun aff sjá unnin hér og flest öll eru landi og lýð til tjóns effa a. m. k. einsk- isnýt..... Valdhöfunum virffist ekki koma til hugar, hvert þjóffar- tjón þeir vinna meff þessum aff- förum sínum. Þeir virffast líta á vinnuafliff sem eitthvert vand- ræffafyrirbrigffi, sem þeir séu guffsfegnir aff losna viff i Bret- ann.“ Þannig var sungið í Þjóðvílj- anum og af ræðumönnum kom- múnista dag eftir dag. Því var líkt við landráð að láta verka- menn aðstoða brezka herinn með setuliðsvinnunni í stað þess að láta þá vinna að innlendum framkvæmdum. Slíkt var fram- lagið til aðstoðar sameinuðu þjóðunum, er kommúnistar vildu láta íslendinga leggja af mörk- um á þessu sviði. Siglingariiar. Hver var svo afstaða komm- únista til siglinganna til Bret- (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.