Tíminn - 15.05.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1945, Blaðsíða 1
KITSTJÓRI: ; ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ) j ÚTGEFFANDI: S FRAMSÓKN ARFLOKKITRINN. < ! \ j Símar 2353 Oe 4373. , PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. i RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Slmi 2323. 29. árg, Reykjavík, þriðjudaglnn 15. maí 1945 36. blað Skyndííjársöínun til bág- staddra Dana og Norðmanna Ríkisstjórnin hefir ákveðið að gangast fyrir skyndifjársöfnun tii styrktar bágstöddum Norðmönnum og Dönum. Er ætlast til að söfnunin standa í tvær vikur og gjöfum verði síðan komið til hlutaðeigenda eins fljótt og unnt er. Ávarp frá ríkisstjórninni um fjársöfnunina hljóðar á þessa leið: Kj artan Sí gur j ónsson Íátinn Sú harmafregn hefir nýlega horizt hingað frá Bretlandi, að Kjartan Sigurjónsson söngvari sé nýlátinn, en hann hefir dval- ið þar við söngnám síðan í sept- ember í fyrra. Kjartan var 26 ára gamall, einkasonur hjónanna Höllu Gúðjónsdóttur og Sigurjóns Kjartanssonar kaupfélagsstjóra í Vík. Hann var orðinn löngu kunnur fyrir söng sinn. M. a. hafði hann oft sungið einsöng í útvarpið og verið einsöngvari Karlakórs Reykjavíkur. Kenn- arar hans í London töldu söng- hæfileika hans frábæra og spáðu ’ onum glæsilegri fram- tíð. Banamein Kjartans var heila- himnubólga. Þegar fregnin um veikindi hans barst hingaðr brá kona hans, Bára Sigurjónsdóttir danskennari, s.trax við og fór með skipi til Englands. Kjartan mun hafa látist nokkrum klukkustundum áður en hún kom til London. Með hinu óvænta fráfalli Kjartans hefir þungur harmur verið kveðinn 'að foreldrum hans, eiginkonu og vinum og hinum mörgu aðdáendum hans. „Undanfarna daga hafa ís- lendingar fagnað þvi, að bræðraþjóðirnar í Danmörku og Noregi hafa endurheimt frelsi sitt. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að minnast þessara gleðitíðinda með því að beita sér fyrir skyndifjársöfnun í því skyni að styrkja bágstatt fólk í þessum löndum. Er ætlunin að senda matvörur og klæðnað til Noregs og Danmerkur. Hafa þegar ver- ið gerðar ráðstafanir til að út- vega skip til þessara flutninga. Söfnunin stendur aðeins yfir í tvær vikur, eða til laugardags- ins 26. maí. Ríkisstjórnin hefir skipað fimm manna nefnd til að ann- ast framkvæmd málsins. f nefndinni eiga þessir menn sæti: Gunnlaugur E. Briem, for- maður, Birgir Thorlacius, Bjarni Guðmundsson, Henrik Sv. Björnsson og Torfi Jóhannsson. Mun nefndin tilkynna al- menningi allt, er varðar tilhög- un söfnunarinnar. Ríkisstjórnin skorar á alla ís- lendinga að verða fljótt og vel við tilmælum hennar um fjár- framlög“. Söfnunarnefndin hefir sent blöðunum svohljóðandi greinar- gerð um tilhögun á starfi sín: „Með skírskotun til ávarps ríkisstjórnarinnar um söfnun til styrktar bágstöddu fólki í Danmörku og Noregi, tilkynnist eftirfarandi: 1. Söfnunin hefst mánudag- inn 14. þ. m. Safnað verður peningum, fatnaði og matvör- um. 2. í Reykjavík hefir Lands- söfnunin opnað skrifstofu í Vonarstræti 4 og veitir hr. fram- kvæmdarstjóri Eyjólfur Jó- hannsson henni forstöðu. Skrifstofan er opin frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h. Símar nr. 1130, 1155, 4203 Og 4204. Gefendur eru vinsamlegast beðnir að afhenda skrifstofunni gjafir sínar eða tilkynna henni um þær og verða gjafirnar þá sóttar. Einnig veita afgreiðslur (Framhald á 8. síðu) Aðaliundur Búnaðar- sambands Vestfjarða Alyktanir fundarins um jarðræktarlögin, ábnrðarverksmiðjn, raforknmálið 02 búnaðarmálasjóð Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða var haldinn á ísa- firði 21.—23. apríl s. 1. Auk sam- bandsstjórnar voru mættir full- trúar frá 20 búnaðarfélögum. Formaður sambandsins, Krist- inn Guðlaugsson, setti fundinn og stjórnaði honum. Tekjur sambandsins fyrir árið 1945 voru áætlaðar kr. 19.800. Auk kostnaðar við fundahöld og stjórn vóru helztu útgjalda- liðir: Til ýmiskonar jarðræktar- starfsemi kr. 9.800,00, til garð- ræktar (styrkur til sýnisreita) kr. 700, til skógræktar kr. 800, til vatnsleiðslu í bæi og penings- hús kr. 500, til heimilisiðnaðar kr. 400 og svo ýmsar smá-fjár- veitingar. Eftirfarandi tillögur og álykt- anir voru samþykktar: Allmargar tillögur voru sam- þykktar um einstök mál. M. a. var gerð svohljóðandi ályktun um jarðræktar^amþykkt: „Aðalfundur Búnaðarsam- bands Vestfjarða 1945 sam- þykkir, að sambandið komi á •jarðræktarsamþykkt fyrir sam- bandssvæðið. Undirbúning og framkvæmd málsins felur fund- urinn stjórn sambandsins, á- samt tveimur mönum öðrum, er fndurinn kýs“. Um jarðræktarlögin var sam- þykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Búnaðarsam- bands Vestfjarða skorar á Al- þingi að samþykkja á næsta þingi breytingu þá á jarðrækt- arlögunum, er milliþinganefnd Búnaðarfélags íslands samdi og borin var fram á síðasta þingi á þingskjali 330. Fundurinn telur þá breytingu nauðsynlegan grundvöll undir framkvæmd (Framhald. á 8. siðu) Skýrsla um 10 árastavf Fiskímálanefndar: Framleiðsla íreðfisksins „merkustu tíðindin í atvinnusókn síðustu ára“ GtGUR EFTIR 10 SMÁL. SPREIVGJU Nokkru áður en Evrópustyrjöldinni lauk, byrjuðu Bretar að nota nýja sprengju, er vóg 10 þús. kg. Mynd þessi sýnir gíg, sem myndaðist, þar sem einni slíkrí sprengju var varpað niður. Var nokkrum slíkum sprengj- um varpað niður í tilraunaskyni á afskektum stað í Bretlandi, áður en farið var að notp. þœr til árása. Þriðjja þing S. U. F. Ungir Framsóknarm. halda þíng að Laugarvatni í vor Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna hefir nýlega ákveðið að kveðja saman þing sambandsins í næsta mánuði. Verður það haldið að Laugarvatni dagana 15. og 16. júní næst- komandi. Á þinginu verður rætt um stjórnmálaviðhorfið og ýms framfaramál, auk venjulegra félagsmála. Glæsilegur árangur af umbótastarfi ríkisvaldsins á áruuum 1934—1939 Fyrir nokkru síðan er komin út skýrsla um starfsemi Fiski- málanefndar á árunum 1935—44, er Arnór Sigurjónsson hefir tekið saman. í skýrslunni eru rakin i stórum dráttum störf nefndarinnar á þessu tímabili. Er skýrslan á margan hátt hin athyglisverðasta, og þó ekki sízt fyrir þá sök, að þar er brugðið upp glöggri mynd af einum merkum þætti í því mikla umbóta- starfi, sem var unnið hér á árunum 1934—39, þrátt fyrir hina miklu fjárhagserfiðleika, sem þá var við að stríða. Lík Kambans verður ilutt heím Ákveðið hefir verið að lík Guðmundar Kambans rithöf- undar verði flutt hingað til lands og fór kveðjuathöfn ný- lega fram í Kaupmannahöfn. Viðstaddir voru margir íslend- ingar og félagssamtök íslend- inga í Danmörku vottuðu sér- staka hluttekningu. Af hálfu Dana var lýst yfir því, að Guð- mundi yrði reistur minnisvarði í Danmörku. í bráðabirgðaskýrslu, sem sendiráð íslands í Kaupmanna- höfn hefir sent ríkisstjórninni, segir, að samkvæmt'þeim upp- lýsingum, sem fram að þessu liggi fyrir, sé engin fullnægjandi ástæða fyrir fyrirhugaðri hand- töku hans, og því síður fyrir (Framhald á 8. síðu) ------------------- t DAG birtlst á 3. síða bréf frá Reyk- víkingi, „Fegurri og heilnæmari höfuðborg", Neðanmáls er upphaf grein- ar um Jón Þorláksson skáld á Bægisá eftir dr. phil. Richard Beck prófessor. Þetta verður þriðja þing S. U. F. Fyrsta þingið, stofnþing- ið, var haldið að Laugarvatni 1938 og næsta þing var haldið þar 1941. Bæði voru þau þing svo vel sótt, að aðrir flokkar hafa ekki haldið fjölsóttari æskulýðsþing.v Samkvæmt lögum S. U. F. „eiga sæti á sambandsþingi, með fullum réttindum, kjörnir fulltrúar sambandsfélaganna. Er hverju félagi heimilt að senda einn fulltrúa fyrir hina fyrstu 10 meðlimi sína og síðan einn fulltrúa fyrir hverja 15, sem þar eru fram yfir. Ungir Framsókn- armenn í þeim byggðarlögum, þar sem ekki eru félög ungra Framsóknarmanna, geta og sent fulltrúa á sambandsþing og veita þá 15 ungir Framsóknar- menn einum manni fulltrúa- réttindi. Allir félagar í sam- bandsfélögunum hafa málfrelsi og tillögurétt á sambandsþingi.“ Á þingum S. U. F. hefir verið rætt um stjórnmál almennt, og einstök framfaramál, auk sér- málefna S. U. F. og sambands- félaganna. Mun verða höfð sama tllhögun á þessu nú og hinum fyrri þingum. Það verður að teljast mjög mikilsvert, að þingið geti orðið sem fjölmennast,®en þar er nú við margvíslega örðugleika að (Framhald á t. siðu) Skýrslan hefst á stuttum inn- gangi, þar sem lýst er afkomu sjávarútvegsins, er Fiskimála- nefndin tók til starfa. Um nokkurt skeið fyrir 1930 hafði útgerðinni vegnað allvel, verð- lag verið hagstætt og markaðir nógir. Árið 1930 kom svo heims- kreppan mikla til sögunnar. Verð íslenzkra útflutningsvara féll um þriðjung til helming og helztu fiskmarkaðir drógust stórlega saman. Verðmæti út- flutts sjávarafla varð því ekki nema 42.9 milj. kr. árið 1934 í ! stað 70.7 milj. kr. árið 1929. ! Ríkisstjórn Framsóknar- | flokksins og Alþýðuflokksins, sem kom til valda I ágústmán- uði 1934, ákvað strax að hefj- ast handa til að bæta úr þessu öngþveiti. Eitt af úrræðum hennar var að setja lögin um Fiskimálanefnd, sem skyldi hafa forgöngu um markaðsleit, nýjar verkunaraðferðir, nýjar veiðiaðferðir og aðrar nýjungar, sem gætu orðið útgerðinni til hjálpar. Nefndin var fullskip- uð í janúarmánuði 1935, og þá um veturinn var Fiskimálasjóð- ur stofnaður, er skyldi sjá nefndinni fyrir tekjum til starf- rækslu sinnar. Hraðfrystingin. Stærsta verkefnið, sem nefnd- in tók til úrlausnar, er tvímæla- laust hraðfrysting á fiski. Þegar hún tók til starfa, voru til tvö hraðfrystihús á öllu landinu. Bæði voru þau í Reykjavik, og var það stærra eign útlendinga. Starfsemi þeirra hafði gengið erfiðlega. Fiskimálanefnd tók sér fyrir hendur að gera nýjar tilraunir með útflutning á hrað- frystum fiski og kom sér fljót- lega upp eigin hraðfrystistöð. Tilraunir þessar mættu ýmsum byrjunarerfiðleikum og gengu misjafnlega í fyrstu. Með auk- ini reynzlu og miklu starfi, tókst imámsaman að vinna þessari vöru mikið álit erlendis. Áhug- inn fyrir hraðfrystingunni fór bví að aukazt, og árið 1936 var byggt fyrsta hraðfrystihúsið ut- an Reykjavíkur. Var það KEA, sem það gerði, án þess þó að fá nokkurn styrk til framkvæmd- arinnar. Síðar á því ári voru byggð nokkur hraðfrystihús, og veitti Fiskimálanefnd styrk til allra þessara framkvæmda. Síð- an hefir hraðfrystihúsunum stöðugt fjölgað, og nú er svo komið, að hægt mun vera að hraðfrysta meirihluta alls þorskaflans. Á vetrarvertíðinni 1944 var um þriðjungur aflans hraðfrystur. í skýrslunni er sýnt fram á, að þennan árangur megi að mestu leyti þakka Fiskimála- nefnd. í fyrsta lagi átti hún mestan þátt í að afla hrað- frysta fiskinum markaða, þar sem hún annaðist um þýðing- | armestu tilraunirnar og sá um sölu fisksins að mestu leyti til 1943, er sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna tók við henni. í öðru lagi hefir hún miðlað frysti- húsunum af frumreynslu sinni, veitt þeim margvísleg ráð og leiðbeiningar og annazt marg- víslegar útveganir fyrir þau. í þriðja lagi hefir hún séð um, að til væri verkvant fólk, er gæti veitt nauðsynlega tilsögn í upp- hafi. í fjórða lagi hefir húnjsvo veitt lán til frystihúsabygginga, er kom eigi sízt 1 góðar þarfir fyrstu árin. í skýrslunni er komizt svo að orði, að þessi mikla aukning hraðfrystingar á fiski séu „mik- ilvægustu og merkilegustu tíð- indin, sem gerzt hafi í atvinnu- sókn okkar síðasta áratuginn“. Ennfremur segir: „Það eru stórkostleg tíðindi, að við höfum á síðastliðnu ári getað selt þessa framleiðslu- vöru, sem lítið gætti í útflutn- ingi okkar fyrir fáum árum, fyrir meira en 31 miljón króna, hærri upphæð en nokkra aðra framleiðsluvöru að ísfiskinum einum undanskildum. Þó er enn meira um hitt vert, að með því höfum við á fáum árum skipt á frumstæðri verkun á aðalfram- leiðsluvöru okkar, eins og salt- fiskverkunin var og hlaut að vera, og tímaborinni fram- leiðslu eins og freðfiskurinn tví- mælalaust er. Vegna þess eigum við nú við ófriðarlokin ruddan veg að heimsmarkaðinum með aðalframleiðsluvöru okkar. Og þessi vegur á að geta orðið okk- ur greiður ekki aðelns í bráð, heldur og í lengd, ef við þá ekki spillum því, sem þegar hefir ver- ið gert, með skeytingarleysi og ófyrirgefanlegri handvömm. Ekkert, sem gerzt hefir í at- vinnulífi þjóðar okkar á síðustu árum, er þvílík trygging fyrir fj'Srhagslegri og viðskiptalegri afkomu okkar og það, sem okk- ur hefir á unnizt um fram- leiðslu freðfisks og markaðsöfl- un.“ Fiskherðing og karfa- veiðar. Annað stærsta verkefni Fiski- málanefndar má telja harðfisk- verkunina. Nefndin tók upp for- göngu um hraðfiskverkun, sem alveg hafði fallið niður sem þáttur í útflutningsverzluninni, bæði með því að útvega mark- aði og styðja menn til að koma upp fisktrönum. Útflutningur harðfisks • skipti samanlagt nokkrum miljónum kr. á árun- um 1935—42, en hefir að mestu legið niðri síðustu árin. Eftir styrjöldina er líklegt að taka þurfi upp bæði saltfiskverzlun og fiskherðingu, þvi að fyrst um sinn verði ekki hægt að selja allan aflann hraðfrystan eða ís- aðann. Reynslan, sern fékkst af fiskherðingunni og sölu harð- (Framhald á 8. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.