Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						{ RITSTJÓRI:
I     ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
í ÚTGEFANDI:
1     PRAMSÓKNARFLOKKURINN
l    Símar 2353 og 4373
' PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
S RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:    ,
EDDUHÚ3I. Llndargötu 9 A
>    Slmar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Ltadargötu 9A
Sími 2323
31. áfg.
Reykjjavík. föstudaginn 14. marz 1947
51. blað
ERLENT  YFIRLIT.
Bandarskin og Balkanmálin
Truman flytur rieðn, sem vekur mikla
atliy gli.
Síffan styrjöldinni lauk hei'ir ekki verið flutt raeða, sem vakið
hefir meiri athygli en ræða sú, sem Truman forseti flutti á
sameiginlegum fundi þingdeildanna í fyrradag. Ræða þessi fjall-
xtSi um málefni Grikklands og Tyrklands, en var í raun réttri
obeint svar til Rússa vegna yfirgangs kommúnista í nágranna-
ríkjum þessara landa. Aðalefni ræðunnar var, að Bandaríkin
ætluðu ekki að þola, að þessi yfirgangur breiddist til fleiri landa.
Tilefni ræðunnar var, að for-
setinn lagði þá tillögu fyrir
þingið, að Bandaríkin veittu
Grikkjum 250 milj. dollara lán,
en Tyrkjum 150 milj, dollara
lán. Forsetinn rakti fyrst þörf
þessara þjóða fyrir efnahags-
lega hjálp. Grikkland væri flak-
andi í sárum eftir styrjöldina
og Bretar gætu ekki veitt
Grikkjum meiri hjálp en þeir
UNGIR SKIÐAMENN A ARNARHÓLI
TRTJMAN.
hefðu þegar gert. Tyrkir hefðu
orðið að leggja á sig gífurlegar
byrðar til að halda uppi öflug-
um hervörnum á stríðsárunum,
er raunar hefðu einnig verið í
þágu Bandamanna, og væri
fjárhagur þeirra því illa kom-
inn.
Forsetinn vék þessu næst að
hinu pólitíska ástandi í Grikk-
iandi. Hann sagði, að kommún-
istar hefðu þar fleiri þúsund
manna undir vopnum og ógn-
uðu sjalfstæði landsins. Þegar
ERLENDAR  FRÉTTIR
Hörð orðaskipti hafa þegar
átt sér stað milli Molotoffs og
Bevins á utanrikiisráðherra-
fundinum í Moskvu. Molotoff
ásakaði Bandamenn fyrir að
hafa enn þýzkan her undir
vopnum og fyrir að hafa ekki
eyðilagt hergagnaverksmiðjur á
hernámssvæði sínu. Bevin. kva®
hvorttveggja ósatt, en spurðí
slðan um tölu þýzkra stríðs-
fanga í Rússlandi og hvers
vegna Rússar hefðu ekki enn
eyðilagt þýzka Eystrasaltsflot-
ann. Svör Molotoffs voru óljos.
Vantrauststillaga á ensku
stjórnina var felld í þinginu í
fyrradag með 374:198 atkv.
Churchill flutti tillöguna.
Sex ríki hafa kvartað undan
því við búlgörsku stfórnina, að
sendisveitir þeirrá í Búlgaríu
njóti ekki starfsfrelsis og lög
hafi verið brotin á þeim. Meðal
þessara rikja eru Svíþjóð, Bret-
land og Bandarikin.
Samkomulag hefir orðið um
það, að Molotoff, Bevin og Mars-
hall ræddu saman' óformlega
itm Kínamálin. Rússar vildu fá
þau rædd á utanrikisráðherra-
fundinum en þvl var hafnað.
við þetta bættist skortur og
vonleysi, gæti hæglega svo far-
ið, að kommúnistum tækist að
hrifsa völdin, þótt þeir hefðu
mikinn minni hluta þjóðarinn-
ar áð baki sér. Sama ástandið
hefði þá skapast í Grikklandi
og . í ýmsum nágrannalöndum
þess, t. d. Rúmeníu, Búlgariu og
Póllandi, þar sem litlum minni
hluta hefði heppnast að ná
völdunum með erlendri aðstoð
og notaði þau vægðarlaust til
að kúga meiri hlutann. Stjórn
Bandarkjanna hefði sett sér
það markmið að styðja lýðræð-
ið í heimihum og þess vegna
gæti hún ekki horft afskipta-
laust á það, að sama sagan
endurtaki sig i" Grikklandi. —
Bandaríkin hefðu mótmælt
framferði minni hluta stjórn-
anna í Búlgaríu, Rúmeníu og
Póllandi, en það dygði lítið,
þegar slíkar stjórnir væru einu
sinni búnar að ná völdum. Rétta
ráðið væri aö reyna að koma
i veg fyrir, að slíkar stjórnir
kæmust til valda.
Forsetinn bætti því við um
Trykkland, að það þyrfti ekki
annað en að líta á landabréfið
til þess að sjá, að aðstaða þess
værí orðin hættuleg, ef komm-
únistar kæmust til valda i Tyrk-
landi. Þá sagði hann, að ekki
væri nóg að véita þessum lönd-
um efnahagslega hjálp, heldur
yrðu Bandaríkin einnig að
senda þeim hernaðarlega og
aðra sérfræðilega ráðunauta.
Ræða Trumans hefir að von-
um fengið misjafnar undirtekt-
ir, en þó mælist hún yfirleitt
vel fyrir I Bandaríkjunum. Með-
al republikana fær hún yfirleitt
góða dóma og forvigismenn
þeirra í þinginu, m. a. Wanden-
berg öldungadeildarmaður, hef-
ir lýst fylgi sínu við tillögur
forsetans. Með því að leggja
málið fyrir, eins og forsetinn
gerði, var líka andstaða repu-
blikana lömuð. Ef hann hefði
haldið því fram, að hér væri
eingöngu um efnahagslega hjálp
að ræða, hefðu republikanir
frekar getað snúist gegn hon-
um. Helzt er talin von á gagn-
rýni frá vinstra armi demo-
krataflokksins.
Mjög er rætt um þau áhrif,
sem ræðan geti haft á sambúð
stórveldanna. Margir telja, að
hún muní auka tortryggni
Russa og hún sé því flutt á
óheppilegasta tima, þar sem
utanríkisráðherrafundurinn i
Moskvu sé að hefjast. Aðrir
telja, að stjórnmálamenn
Bandaríkjanna telji sig komna
að raun um, að það sé farsæl-
aat í skiptum við Rússa að
ganga hreint og undanbragða-
¦ laust til verks og koma fram
¦ með fullri festu og einurð. Ræða
' forsetans muni því „hreinsa
| loftið," eins og komist er aft
! orði, og Rússar hafi gott af því
' að vita það, að Bandaríkin ætli
að sporna eftir megni gegn
svipuðum aðferðum og átt hefir
sér stað i Búlgaríu, Rúmeníu
og Póllandi.
Meðal Grikkja og Tyrkja hefir
ræða Trumans vakið mikla a-
nægju. — Utanrikisráðherra
Grikkja hefir sent honum þakk-
arskeyti, enda mun ræða hans
(Framhald á 4. aUSu)
Þessi mynd var tekin á Arnarhóli í Reykjavík nú fyrir fáum dögum. —
Strákar, sem ekki eiga nema sjaldan kost a því að komast upp til heiða,
hafa komið þangað með skíði. Þeir vilja nota fölið til skíðaæfinga og
hressandi útivistar, þótt hvorki sé völ á stóru 'né góðu skíðalandi. Skyldu
þeir  eiga cftir að keppa einhverntíma  á  Holmenkollen  eða  Norefjell?
(Ljósm.:  Guðni Þórðarson).
i
Hræðilegt f lugslys
á Hvammsfirði
Grumman-flugbát hvolfir
og fjórir farþegar farast
Flugmaðurinn  ©g  þrír  farþegar  hjörguoust
illa til reika.
Klukkan fjögur í gær varð hörmulegt flugslys á Hvamms-
firði, rétt framan við bryggjuna í Búðardal. Grummanflug-
bátur frá Loftleiðum, sem komið hafði til þess að taka þar
fimm farþega, hrapaði niður, er hann var að hefja sig til
flugs, og fórust fjórir farþeganna, þar á meðal tvær konur.
Fimm náðust, en önnur konan, sem bjargað var í land, kom
ckki til meðvitundar og dó eftir skamma stund.
Gjaldeyririnn
ér búinn
Játningar Stefáns Jóhanns
og  Einars  Olgeirssonar.
Stjómarfrumvarpið um fjár-
hagsráð var til 1. nmræðu í
neðri deild í gær. Forsætisrað-
herra hafði framsögu og flutti
á margan hátt athyglisverða
ræðu. Hann lýsti þvf mjög
rækilega, hvilíkur háski stafaði
af dýrtíðinni og myndi útgerðin
sennilega hafa stöðvazt, ef ekki
hefðu verið gerðar ráðstafanir
til að halda henni f 310 stigum.
Hann kvað ekkert mega út af
bera úr þessu. Þá lýsti hann yf ir
þvi, að gjaldeyrisástandið væri
mjög alvarlegt og væri raunar
enginn gjaldeyrir til, eins og
sakir stæðu. Einar Olgeirsson
flutti langa ræðu og var það
markverðast í henni, að hann
staðfesti Iýsingu forsætisráð-
herrans á gjaldeyrisástandinu.
Aðstandendur fyrrv. stjórnar
eru þaniiý,- byrjliðir að beygja
sig fyrir staðreyndum og viður-
kenna í hvilikt óefni var komið,
þegar hún lét af völdum. Þess-
ar döpurlegu lýsingar a gjald-
eyrisástandinu eru þó aðeins
byrjunin.
Umræðunum Iauk ekki í gær.

Maður deyr af völdum
bifreiðaslyss
í gormorgun vildi það
mörmulega slys til innarlega
á Hverfisgötu, að maður að
nafni Rútur Magnússon, tll
heimilis að Laugarnesvegi
82, varð fyrir bifreið og lézt
af völdum þess siðari hluta
dags í gær.
Klukkan um átta í gærmorg-
un ók bifreiðin R-2875, sem er
stór 10 hjóla flutningabifreið,
inn Hverfisgötu. Þegar hún
kemur á móts við vegamót
Rauðarárstígs og Hverftsgötu,
kom maður á bifhjóli í veg fyrir
bifreiðina og skipti það engum
togum, að maðurinn varð fyrir
henni. Bifrelðarstjórinn reyndi
að hemla, . en vegna hálku á
vegin>.tm. rann bifreiðin um sex
metrs áður en hún stöðvaðist.
Rútur heitinn hlaut mikinn
áverka á höfði við áreksturinn
og var þegar fluttur á Lands-
spítalann. Þegar þangað kom,
hafði hann öll einkenni heila-
hristings. Var þar búið að sár-
um hans. Vegna þrengsla á
Landsspítalanum varð að flytja
hann þaðan aftur og á Landa-
kotsspitalann, þar sem hann
andaðist siðdegis í gær.
Kvennadeild Slysa-
> ¦
varnarfél. gefur 50 j
i
þús. kr. til iaupa á
radartæki   j
Kvennadeild Slysavarnafé-'
lags íslands afhenti Slysavarna- '
félaginu í fyrradag 50 þúsund
krónur, sein verja skal til kaupa
á radartæki í björgunarskipið
Sæbjörgu. Var þessi gjöf ákveð-
in á aðalfundi kvennadeildar-
innar í febrúar í vetur.
Radartæki þessi hafa þegar
verið pöntuð ag fengið fyrír
þeim gjaldeyrisleyfi og ættu þau
að vera- komin hingað til lands
svo snemma, að unnt verði að.
setja þau í Sæbjörgu í vor, um
það leyti sem lokið verður breyt-
ingum þeim, sem verið er að
gera á skipinu.
Kvennadeild Slysavarnafé-
lagsins hefir hvað eftir annað
gefið stórgjafir til ýmsra slysa-
varnaframkvæmda. Árið 1945
gáfu þær til dæmis 70 þúsund
krónur, sem notaðar voru til
bygginga skipbrotsmannaskýla
á söndunum i Skaftafellssýslu
og kaupa á sjúkrabifreið.
Snorranefndin tekur
á leigu skip til ís-
landsferðar
Snorranefndin norska, sem
hefir með höndum undirbúning
að Snorrahátíðinni í sumar, hef-
ir ákveðið að taka á leigu skip
tir íslandsferðar. Mun það verða
eitt af skipum Bergenska gufu-
skipafélagsins.
Meðal þeirra gesta, sem hing-
að koma á skipi þessu, verður
fjöldi þingmanna úr Þing-
mannasambandi  Norðurlanda.
Flugbátur þessi fór frá Reykja-
vík í gærmorgun í farþegaflug
til ísafjarðar, Djúpavikur og
Búðardals. Voru í honum sjö
farþegar, en flugmaður var Jó-
hannes Markússon.
Er flugvélin var að hefja sig
upp eftir viðkomuna í Búðardal,
hrapaði hún niður, og hvolfdi
henni þegar er hún kom í sjó-
inn. Náðist flugmaðurinn og
fjórir farþeganna. En þrír far-
þeganna náðust ekki. Voru það
þessir:
Elisabet     Guðmundsdóttir,
veitingakona í Búðardal, um
fertugt, gift Magnúsi Rögn-
valdssyni, barnlaus.
Magnús Sigurjónsson, á fer-
tugsaldri, ættaður úr Laxárdal,
búsettur í Reykjavík.
Einn farþeganna, sem bjarg-
aðist í land, var meðvitundar-
laus og dó eftir skamma stund.
Var það María Guðmundsdóttir,
öldruð kona frá Djúpavik, móðir
dr. Odds Guðjónssonar, form.
viðskiptaráðs og Guðmundar
verksmiðjustjóra á Djúpavfk.
Fjðrði farþeginn, sem fórst,
var miðallra maður frá ísafirði.
Þeir sem björguðust auk
flugmannsins voru:
Guðrún Árnadóttir, læknisfrú
í Búðardal, Magnus HallcÍDrsson
frá Ketílsstöðum í Hvamms-
sveit og Benedikt Gíslason úr
Reykjavik.
Frásögn sjónarvotts.
Tíðindamaður Tímans átti í
gær tal við Hallgrím Jónsson,
símstöðvarstjóra í Búðardal. —
Hann sagði svo frá, að flugvél-
in hefði komið til Búðardals frá
Ingólfsfirði til þess að taka þar
fimm farþega til Reykjavíkur.
Lenti flugvélin á firðinum,
skammt framan við bryggjuna
í Búðardal, og var farið með
iarþegana á bát út að vélinni.
Flugvélin hóf sig þegar tíl
fiugs, er farþegar frá Búðardal
voru komnir í hána. Var veður
hið ágætasta, létt austangola
pg sólskin. Stefndi flugvélin til
norðausturs upp í goluna. En er
hún var komin á að gizka 30—
40 metra, eftir að hún sleppt)
sjónum, tók hún að hallast á
vinstri væng. Héldu þeir, sem á
horfðu, að hún væri að beygja.
En nú skipti engum togum, að
flugvélin lagðist alveg á hlið-
ina og hrapaði þannig í sjóinn.
Hvolfdi henni þegar.
Báturinn,   sem   farþegai'nir
(Framhald á-4. síðu

Framsóknarvistin
er í
Framsöknarvist verður í
samkomusal Mjólkursamsöl-
unnar í kvöld, og hefst kl. 8,30.
Bernharð Stefánsson alþm.
flytur ræðu, Sigurður Ólafsson
syngur einsöng og síðan verður
dansað fram á nótt.
Aðgöngumiðar eru séldir á af-
greiðslu Tímans, Edduhúsinu
v/Lindargötu, sími 2323.
KANNIST ÞIÐ VIÐ HETJUNA?
í Eimreiðinni, september s. 1., lýsir ritstjórinn mannteg-
und, sem hann kallar gervihetjur. Greinin endar þannig:
„Gervihetjurnar þurfa að hverfa úr lífi þjóðanna, og
sízt af öllu mega þær komast í þá aðstöðu að verða leið-
togar þeirra. Ef lesin er saga þjóðanna ofan í kjölinn, kem-
ur í ljós, hversu oft þessari manntegund hefir tekizt að
komast til æðstu valda í þjóðfélögunum, til þess síðan að
grafa undan og veikja allt heilbrigt líf þeirra og starf,
unz þau urðu ófær til að gegna hlutverki sínu, liðuðust
sundur, leystust upp eða urðu öðrum og sterkari aðllum
að bráð.
Þjóð, sem gerir sér gervihetjur að leiðtogum, er dauða-
dæmd þjóff. Hún má eiga það vist að glata frelsi sinu.
Áður en hún veit af hafa kúgarar hennar „flogið þar aft-
ur á hræ", sem hún taldi öruggt fyrir. En sú þjóð, sem
að dæmi Grettis þekkir sínar gervihetjur og gerir þeim
tilhlýðileg skil, sviptir af þeim skaðsemdarbiæju sjálfs-
blekkingarinnar, svo þær blasa við í sama ljósinu og
Gísli forðum, hún þarf ekki að óttast áhrif örverpa sinna
á hag sinn og vöxt. Hún hcfir séð í gegnum blekkinguna
og kann að greina hismið frá kjarnanum í sáðreit sinnar
eigin samtiðar."
Ekkert skal um það sagt, hverjum höfundurinn hefir
ætlað að lýsa. En flestir munu telja sig þekkja kauða.
Hann er ekki í litklæðum eins og Gísli sá, er Grettir hýddi
forðum — en hann setur tvær plötur neðan á venjulega
skóhæla sína og treður innleggi innan i skóna til þess
að sýnast stærri en hann er. Og í sama tilgangi setur
hann svo Dunnhattinn á kollinn.
Ætli menn kannist við hetjuna!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4