Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 2
2 Jólablað TÍMANS 1952 - FRÁ ELDBOR TIL ELDSPÝTU - Fornar sagnir herma, að menn- irnir hafi rænt elöinum frá guðun- um. Eldurinn var lengi talinn guð- legur og eldsdýrkendur munu enn vera til í Austurlöndum. Orsakir þessarar trúar má sennilega rekja til þrumuveðranna. Þór var þrumu- goð og Seifur hafði eldinguna að vopni. Við íslendingar þekkjum flestir litið til þrumuveðra. En í heitari löndum eru þau algengur viðburður. Vísuorðin alkunnu: „Þrungna þrumu heimkynnið, þar sem að skruggan skæð skekur dunandi hamar, rekur fjalli högg á hlið, hittir skóginn og stórviðu lamar“, lýsa snilldarlega þessum náttúru- hamförum. Eldingarnar kveikja oft í skóglendi. Var eðlilegt, að villi- þjóðir óttuðust slikt og teldu vera refsield af himni. Skógareldar geysuðu í grárri forneskju engu síð- ur en nú og grassléttur stóðu í ljósum loga. Menn horfa enn í dag með óttablandinni undrun á þessi náttúrufyrirbrigði. Þannig hafa verið fyrstu kynni frummannsins af eldinum. Maður- inn varð að flýja eldana; þeir eyddu skóginum og drápu villidýr- in hrönnum saman. Ef til vill hafa hálfbrunnin dýr verið fyrsta steik villimannsins. Forvitni hans hefir verið vakin. Einhver fífldjarfur ná- ungi hefir þrific^ logandi grein, sveiflað henni og séð að hún gat kveikt í öðrum greinum. Sá, sem með logandi grein kunni að fara, varð voldugri en hinir; bæði menn og dýr óttuðust hann. Þegar séð varð, að eldurinn gat orðið gagn- legur, hafa menn reynt að ná valdi á honum. Það slokknaði fljótt á greininni. Eflaust hafa óralangir tímar liðið þangað til menn lærðu að kveikja eld, varðveita hann og halda í skefjum. Hægt er að halda lífi í eldsglóðum furðulengi með því að byrgja þær hæfilega. Muna allmargir enn hvernig eldurinn var „falinn“ í hlóðum hér á landi. Löngu áður en sögur hófust lærðu menn að kveikja eld og varð- veita hann langtímum saman. Að- ferðirnar við eldkveikju voru í meginatriðum tvær, þ. e. viðarnún- ingur og högg. Flestar villiþjóðir kveikja eld með núningi, og hafa eflaust lært það á bernskuskeiði mannkynsins. Frummenn höfðu léleg verkfæri úr steini og tré. Þeir hafa tekið eftir hitanum og fundið sviðalyktina við vinnu sína, þegar þeir néru og fægðu smiðisgripina, og séð neist- ana, þegar steinum lýstur saman. „Eldurinn svaf“ í hlutunum og þeim hefir að lokum tekizt að vekja hann með núningi og högg- um. Næsta stigið var að kveikja í eldfimu efni með fyrstu neistunum og varðveita eldinn, sem lengst. Fátt eða ekkert hefir valdið því- líkri byltingu í þróunarsögu mann- kynsins og beizlun eldsins. Hægt er að kveikja eld með núningi á ýmsa vegu. Ástralíu-svertingjar núa hörðum viðarteini fram og aftur á mýkri viðarbút, mjög þurr- mn. Myndast dálítil skora í mjúka viðinn og fingert viðarduft, sem kviknar i af núningnum. Á Austur- todlandi, Indlandseyjum og víóar, þar- scttt bamfeus vex, kvetfcja mcnn eftir INGOLF eld meö þvi að draga bambustein fram og aftur í þverskoru á öðrum bambusteini, unz viðarmylsnan, sem við þetta myndast, fer að brenna. Kváðu þessir austrænu „eldsagarar“ furðu fljótir að kveikja eld. Eldborun er samt algengari. Er þá viðarteini snúið í holu í kubb eins og bor og þrýst vel á. Sérstak- ar viðartegundir eru nauðsynlegar bæði til eldborunar og eldsögunar og mikla æfingu þarf til slíkra verka. Sumsstaðar er löng stöng notuð til eldborunar og skiptast menn á að bora. Þeir, sem lengra eru á veg komnir, vefja snúru um eldborinn og draga endana fram og aftur með höndunum eða nota boga til léttis. Bornum er þrýst niður með viðarbút. Ennþá full- komnari er eldbor með „sveiflu- hjóli“ úr þungum steini. Er honum snúið með boga, sem ýmist er færður upp eða niður. Slíkur „vél- bor“ er notaður bæði á Grænlandi og hjá Sioux-Indíánum. Á Norðurlöndum og í Rússlandi og víðar var siður að slökkva allan eld, ef stórgripafár geysaði á ein- hverju svæði og kveikja síðan nýj- an eld, „neyðareld", á sérstakan hátt með núningi. Var eikarstokki snúið með köðlum milli tveggja stólpa. Hélst þessi siður lengi og sýnir trú á kraft elds, sem kveikt- ur var með núningi að fornum sið. Vanir menn eru furðu fljótir að kveikja eld með núningi. Darwin, náttúrufræðingurinn frægi, segir svo frá eldkveikju Tahitibúa á Suðurhafseyjum: „Elds öfluðu þeir á þann hátt, að þeir stungu odd- mjóum spýtuenda inn í holu á ann- arri spýtu, og boruðu svo hart og títt, eins og þeir ætluðu-að gera holuna stærri, og héldu því áfram þangað til kviknaði í trénu. Á fá- um sekúndum voru þeir búnir að kveikja eld.“ Hvítan við mjög létt- an (skyldan Hawaiirós, sem hér er ræktuð í stofum) notuðu Tahiti- búar aðallega. Darwin reyndi og tókst að kveikja eld eftir langa mæðu. Eldborun með bogastreng Gauchóarnir á Pampa-sléttum Suður-Ameríku fara dálítið öðru- vísi að. Þeir hafa um 60 cm. lang- an staf; setja annan endann við brjóst sér, en hinn í holu í spýtu- kubb og snúa svo stafnum eins og smiðir snúa borjárnum sínum. Eldlendingar kveiktu eld á ann- an hátt. Þeir „slógu eld“, þ. e. framleiddu neista með tinnu og brennisteinskis. Aðferðin. er eflaust sevafem og- herfir verið notuS þar DAVIÐSSON sem hinar hentugu steintegundir fundust báðar á sömu slóðum. Þegar brennisteinskís og tinnu lýstur saman, losnar smágerð mylsna af brennisteinskísnum og kviknar í henni við hita höggsins. Sama verður uppi á teningnum ef stáli og tinnu er slegið saman. Stál- agnir losna við höggin, hitna og brenna. Þegar stál var orðið al- gengt í fornöld, leysti stál og tinna smámsaman eldborunina af hólmi. Tinna (eldtinna) er algeng á Norð- urlöndum og víðar. En hér á landi finnst sú steintegund ekki. (Hrafn- tinna er allt annað.) Eldbor Eskimóa Ekki nægir að slá eld. Neistarn- ir þurfa að kveikja 1 einhverju eld- fimu efni, ef gagn skal af verða. Tinna, eldstál og tundur, þ. e. eld- fimt efni, voru nauðsynleg eld- kveikjuáhöld til forna. Ýms efni voru notuð til íkveikju, einkum þur mosi, eldsveppur, fúinn viður, pjötlur, sem áður voru sviðnar yfir loga o. fl. eldfim efni. Var svo fyrst sleginn neisti í eldfima efnið og venjulega blásið að glóðunum. Síð- an voru harpixmiklir viðarteinar notaðir til að kveikja á og flytja eldinn til arinsins eða eldstæðisins og kveikja í eldiviðnum. Voru tein- arnir kallaðir „fýrstykki“ og hafa oft verið úr furu (Fyr). En nafnið getur líka verið dregið af þýzka orðinu Feuer, sem þýðir eldur. Síð- ár tíðkuðust „eldspýtur“ með brennisteini á endanum, sem neist- inn tendraði, þegar sleginn var eldur. Ekki var ávalt hlaupið að því að slá eld með tinnu, eldstáli og tundri. Stálið neistaði stundum illa og neistarnir lentu oft utan við tundrið. Þurfti líka stundum að blása lengi að glóðunum, ef tundr- ið var ekki nógu þurrt og eldfimt. Þessvegna var reynt að varðveita eldinn sem lengst. Eldurinn var „falinn“ a kvöldin. Oft var líka eld- ur sóttur til nágrannans. Reynt var að búa til betri eldfæri. Komu ýms- ar gerðir á markaðinn, en voru dýr- ar og flestar fremur óhentugar samanborið við það sem nú tíðkast. („Kemisku“ eldfærin, „þrýstield- færin“, „platínueldfærin“, „raf- magnseldfærin“ o. s. frv.). í lok 18. aldar var farið að gera fosfóreld- færi og um 1830—1840 komu fosfór- eldspýtur á markaðinn. Kviknaði óðara á þeim, ef þeim var strokið við vegg, ermi, skósóla o.s.frv. En þær voru of eldfimar, svo oft varð að slysum, og ennfremur allmjög eitraðar. Umniiðja 10. öld ,van,loks farið að gera eMspýtur svlpaðax þeim, sem við þekkjum, með rauð- um fosfór o. fl. efnum i stað gamla fosfórsins. Eftir 1860 tóku sænsku eldspýturnar að ryðja sér til rúms. Þeim er núið á sérstakan strokflöt á eldspýtustokkunum, eins og al- kunnugt er, og eru miklu öruggari og hættuminni í meðferð en gömlu eldspýturnar. Sjálf „spýtan“ er úr ösp, víði o. fl. léttum og ódýrum trjátegundum. Nú er eldspýtnagerð í ýmsum löndum. Hausinn á sænsku öryggiseldspýtunum er búinn til úr blöndu af kaliumklórati og blý- súperoxydi eða brúnsteini. Gler- mjöli eða finum sandi er bætt í til að minnka brunahraðann óg jafn- framt til þess að hausinn hitni meira en ella, þegar honum er nú- ið á strokflötinn, sem er geröur úr rauðum fosfór, pyríti o. fl. efnum. Nú á tímum gerir lítið, þótt eld- ur slokkni; hann er óðara kveiktur aftur með aðstoð eldspýtnanna því nær alveg fyrirhafnarlaust. En for- feður okkar urðu að gæta eldsins vandlega, því að það kostaði ærið erfiði að kveikja hann aftur. Margt fullorðið fólk hér á landi man þeg- ar verið var að fela eldinn í mó- köggli eða sauðataði, byrgt i ösku á kvöldin, til þess að hann lifði til næsta morguns. Menn skyldu ætla, að með eldspýtunum væri fyllstu fullkomnun náð. En svo er ekki; þróun eldfæranna heldur áfram. Þótt eldspýtur séu hentugar, hafa þær sína galla eins og allt annað. Það er t. d. erfitt að kveikja á þeim þar sem súgur er eða úti í stormi, og raka þola þær illa. Rafmagns- ljós og önnur rafmagnstæki leysa eldspýturnar af hólmi á ýmsum sviðum. Er nú víða svo komið, að það er helzt reykingafólk, sem not- ar eldspýtur. Jafnframt keppa vindlingakveikjararnir við eldspýt- urnar. Vindlingakveikjararnir eruí raun og veru gömlu eldfærin end- urbætt. Eru til af þeim ýmsar gerð- ir, t. d. benzínkveikjarar. Þarf ekki annaö en ýta við hnapp, þá kvikn- ar óðara á litlum benzínlampa. Snemma var farið að nota eldinn til fjölmargra hluta. Aftur í grárri forneskju hafa frummennirnir set- ið kringum bálið, ornað sér og’ not- ið birtunnar. Þeir hafa steikt villi- bráð á teini eða hitað stéina og vafið kjötræmum og jurtablöðum utan um þá glóðheita og síðan byrgt allt saman, unz maturinn varð meyr og ljúffengur. Eldurinn var líka snemma notaður til að bræða málma úr grjóti, þurrka og herða leirker, hola trjástofna til bátagerðar (eintrjáningar), ryðja skóga o. fl. o. fl. Löngu síðar kom- ust menn upp á að nota eldinn sem aflgjafa beinlínis. Prestar í fornöld notuðu einfalda i eldavél til að láta musterisdyr opn- ast á leyndardómsfullan hátt, þeg- ar eldur var kveiktwr á altari. Heita loftið frá eldinum undir holu alt- ari þandi út skinnbelg, sem með böndum og hjólum var í sambandi við dyrnar. Þegar eldurinn slokkn- aði, lagðist belgurinn saman og dyrnar lokuðust aftur. Lýsír Grikk- inn Hero þessu í ritum sínum á annarri öld e. Kr. Á síðustu ölduiú komu gufuvélar og mótorar til sög- unnar og valda straumhvörfum í tæluailesum,. efnum. Eldurkmr er ■ þars toeáslaSur sem afigjAfi áphag^'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.