Tíminn - 25.09.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.09.1955, Blaðsíða 5
217. MaS. ■ TÍMINN, sunnudaginn 25. september 1955. Sunnud. 25. sept. Samstarf íslands við önnnr Norðuríönd Fyrsta fundi’ hinnar nor- rænu þingnefndar um bætt- ar samgöngur milli íslands og annarra Norðurlanda er lok ið hér í Reykjavík. Nefnd þessi var sem kunnugt er skip uð af Norðurlandaráði til að fjaila um einn helzta agnúa þess, að ísland geti tekið full komleg virkan þátt í efna- hagslegri og félagslegri sam- vinnu Norðurlanda, en sá agnúí er skortur á heppileg- um samgöngum milli íslands og hinna Norðurlandanna. Sakir þessa og fjarlægðarinn ar svo og ýmissar sérstöðu, sem af því skapast, verður örðugt um fullkomna þátt- töku íslands í norrænni sam vinnu, og sakir lítilla verzlun arviðskipta íslands og hinna Norðurlandanna verður hér önur þróun á ýmsum sviö- um og erfitt um samstarf v'ð frændþjóðirnar á Norðurlönd um, til dæmis um þátttöku í væntanlegu tollabandalagi, eða afnámi vegabréfaáritun- ar, svo að dænú séu nefnd. Norðurlandaráðið hefir gert sér þessa annmarka Ijósa og skipun þessarar nefndar er fyrsta spor í til- raun til úrbóta. íslendingar eiga mikið undir því, að heppi legar leiðir finnist til betri samgangna og þar með auk- inna kynna og viðskipta við hinar Norðúrlandaþj óðirnar, því að til Norðurlanda vilja þeir teljast, og það væri ekki sársaukalaust, ef íslendingar drægjust út úr þessu sam- starfi því meir sem norrænni samvinnu miðar fram á leiö cg verður nánari og fjölþætt ari. íslendingar munu því fylgjast vel með því, hversu til tekst um störf þessárar nefndar og vænta nokkurs af henni. Að sjálfsögðu varð þessi fyrst* fundur nefndarinnar lítið meira en könnun þess verkefnis, sem fyr*r liggur. hessi verkefni markaði nefndin sér í nokkrum I>ð- um, og eru þeir þessir: Auk in fræðslustarfsemi fyrir ferðamenn, f járhagslegar forsendur ferðalaga til ís- lands, og heyrir undir þaö fargjöld t*l og frá íslandi, ■dvalar- og ferðakostnaður á íslandi, ástandið í gistihúsa málunum hér, tclla-, gjald- eyris- og vegabréfamál. Þá koma samgöngur með skip um og flugvélum og mögu- leikar á auknum viðskiptum íslands og annarra Norður- landa. Eins. og sést á þessu þrehar nefndin á mörgum þeim vandamálum sem verst eru viðureignar og um leið brýn- ast að leysa. Má til dæmis nefna hve nauðsynlegt er að hafa sem bezta fræðslu um ísland, og alkunna er, hve þekking um fsland er af skorn um skammti víða á Norður- löndum. Hinar fjáli'hagslegu forsendur ferðalaga til ís- lands eru og mál, sem þarfn ast gaumgæfilegrar athugun ar og verður úrlausn þess vandasamari með hverju miss irinu sem líður, einkum nú þar sem dýrtíð vex ört hér lá landi. « Byltingin i Argentínu Búast isiá við að íhaltlssamarl öfl þjjóðfélag'sins standi á hak Þattur kirkjunnar BwniiBEtcEútmmu’úiiinmriitiiin við hina iiýju valdameim í Argentmu Argent'na heíir að vonum verið ofarlega á dagskrá hjá heimsblöð- unum undanfarna daga. Reyndar hefir landið komið mjög við fréttir síðan í sumar, að flotinn gerði til- raun til uppreisnar gegn Peron forseta. Það var um miðjan júní, en sú tilraun fór út um þúfur eins og kunnugt er. í ágústmánuði kom aftur íil upp- reisnar hersins, en svo virtist sem Peron og flokki hans hefði tekizt að vinna bug á uppreisnariiðinu, og 31. ágúst hélt Peron mikla æs- ingaræðu í höfuðborgimii, þar sem hann bauðst til þess að leggja nið- ur öil völd, en þegar lýðurinn mót- mælti þeim áíormum, sneri hann blaðinu við og hctaði andstæðing- um sínum liinum mestu ..afarkjör- um. i Síðan var rólegt í landinu að kalla um hálfsmánaðarskeið, en aðfara- nótt 16. september brauzt upp- reisnin út á nýjan leik, meðan flest ir Argentínubúar sváfu svefni hinna réttlátu. Uppreisnin hófst með því, að herlið undir stjórn Dalmiro Felix Videla Balaguers hershöíð- ingja náði aðaljárnbrautarmiðstöð landsins i borginni Cordóba á sitt vald. Cordóba er þriðja stær.sta borg Argentínu með um 350 þúsund , íbúa. Borgin liggur í Corrienteshér aðinu norður af Buenos Aires. Samðægurs tiikynnti stjórnin, að uppreisnin hefði verið bæld nið ur, en næstu daga kom það í Ijós, að uppreisnarmenn myndu þvert á móti vera að vinna á. Auk Cor- dóba höíðu uppreisnarmenn náð á sitt vald flotahöfninni Puerto Bei- grano, sem er sunnan við Buenos Aires. Frá þessum höfuðstöðvum stefndu þeir liði sínu til höfuð- borgarinnar, þar sem leiðtogar Per onistaflokksins höfðust við. Fram til þessa tíma hafði nafn Balaguers hershöfðingja verið óþekkt utan Ai-gentinu. Hinn 19. september var svo lesin upp í útvarpið yfirlýsing frá Peron, þar sem hann kvaðst vera fús til að leggja niður völd og fá þau hern- um í hendur. Þessi yfirlýsing var lesin upp af Lucero hershöfðingja, en svo virðist, sem hann hafi verið aðalieiðtogi uppreisnarmanna síð- I an 16. júní í vor. í uppreisninni hefir flotinn mjög látið til sín taka. Stofnuð var nefnd til að semja milli uppreisnarmanna og Peronista og fólkið gerði það sama og það er vant að gera við slík tækifæri: Hrópaði húrra fyrir hinum nýju valdhöfum og varpaði styttum af Perón og koriu hans á göturnar. Um samgöngumálin er það, að segja, að þau þarf að bæta sem bezt og reyna as hafa fargjöld milli landanna sem lægst. Nauðsynlegt er til dæm is að koma á beinum skipa- ferðum milli íslands og Björgvinjar. Flugsamgöngurn ar þurfa að verða sem greið- astar, þyí að vafalaust mun íerðamannastraumurinn aðal lega liggja til íslands með flugvélum. Fulltrúar íslands á fundinum lögðu á það á- herzlu, að nefndin léti uppi áht sitt um lausn loftferða- deilu Svía og íslendinga og brýndu það fyrir nefndar- mönnum, hve nauðsynlegt það væri fyrir ísland og nor rænt samstarf almennt, að sagstæður loftferðasamning- ur kæmist á að nýju milli landanna, enda yrði nefndin að fjalla um það mál, leystist það von bráðar. Nefndin leit þó svo á málið, að meðan bein 1 ar samningaumleitanir stæðu PERON. Juan Pcrón er nú 59 ára gamall. Hann heíir verið forseti Argentínu síöan 1946. Faðir hans var sæmi- lega eínaður landeigandi í Pata- góníu, og þar vann Perón framan af ævi. Síðan fór hann á liðsfor- ingjaskóla og varð með tímanum ofursti í hernum. Nokkra hríð var hann starfsmaður við argentinska sendiráðið á Ítalíu, og þar sann- færðist hann um yfirburði einræð- isins. Segja má, að pólitiskur ferill hans hæfist 1943, er hann varð her- málaráðherra í stjórn Farrels hers- höfðingja. Nokkru síðar varð hann verkalýðsmálaráðherra, og í því embætti tókst honum að aíla sér mikilla vinsælda rneðal verkalýðs- ins og fátækari bænda. Vinsældir hans urðu svo miklar, að þær vöktu áhyggjur hersins, sem neyddi Perón til að draga sig til baka í október 1945. En þær aðfarir gegn Perón vöktu mikil mótmæli i Buenos Aires, og gert var allsherjarverk- fall til þess að færa Perón hans fyrri völd. Perón var kjörinn for- maður argentínska verkamanna- flokksins, og við forsetakosningarn ar í febrúar 1946 sigraði hann auð- veldlega. Hann tók við forsetaemb- ættinu 4. júní sama ár. Perón reyndi alltaf að treysta völd sín í landinu með því að gera Argentínu að „fyrirmyndarríki". Hann studdist aðallega við lágu stéttirnar, þá „skyrtulausu", eins og hann kallaði þá. Og meðal þess- ara stétta varð hann feykilega vin- sæll. Hann var mælskur vel og kunni lagið á að tala til tilfinn- inga lýðsins. Honum var alltaf fagn að með miklum látum, er hann yþr milli landanna, gæti nefndin ekki tekið það á dag- skrá en vænti þess, að deilan yrði leyst með beinum samn ingum svo að báð'ir mættu vel við una. Næsti fundur nefnd arinnar verður í nóv. í Stokk hóimi og liggja þá væntan- lega fyrir betri upplýsmgar en nú um árangurinn af við íæðunum um nýjan loftíeiða samning. íslenzku fulltrúarnir í nefndinni og íslenzk stjórn- arvöld þurfa að búa þessi mál sem _þezt í hendur nefndinni, því að samlivæmt eðli máls- ins hvílir sú skylda mest á íslendingum, og eftir því hversu til tekst um það, get- ur árangurinn af starfi nefnd arir.nar farið að vemlegu leyti. Og takist nefndarstörf in vel getur það mjög aukið hlut íslands í norrænni sam vinnu, en annars vofir sú< hætta yfir að ísland dvagist æ meira út úr henni. kom opinberlega fram, cg þá ekki I síður hinni fögru konu hans Evu Perón. Stjórn Peróns var allmjög með fasistskum hætti. Hann lögbauð öllum verkamönnum að vera í íé- lögum, og kom þvi þannig fyrir, að fylgismenn sínir heíðu alltaf togl og hagltíir í verkalýðssambandinu. Alllr opinberir embættismenn urðu að vera í flokki hans, Perónista- flokknum. Hann þjóðnýtti járn- crautir, síma og gasstöðvar, og iét r.'kið taka öll bankamál í sínar hend ur. Þá neyddi hann auðugri stéttir landsins til þess að leggja ríflega af mörkum til umbótastarfsemi sinn ar. Það var þessi harðhenta ctefna hans, er aílaði honum margra óvina, en lengi vei höfðu þeir eng- an sameiginleran grundvöll að standa á. Flest Suður-Ameríku lýðveldin eru að minna og meira le.yti einræðisríki og fer frelsi al- mennings aðallega eftir perscnuleg um skoðunum fcrsetans hverju sinni. Þannig hefir það einnig ver- ið í Argentínu. Nægir að minna á Rosas forseta og dóttur hans Manuelita, sem stjórnuðu iandinu með harSri hendi frá 1835 til 1852. Á þeim tíma iétu þau taka 22.000 manns af lífi 1 landinu. Juan Perón var aftur á móti eng- inn blóðhundur. Hann stjórnaði ekki með beinni ógnarstjórn, en honum nægði að hóta. andstæðing- um sínum aðgerðum lýðsins, cg lýðn um réðu þau yiir Eva og Juan Perón með því að lofa honum gulli og grænum skógum á kostnað ann arra og auðugri stétta. En stefna Peróns í efnahagsmál- um misheppnaðist. Er hann tók við völdum i Argentínu, var þar mikil velmegun, en það verður ekki lengur um iandið sagt. Allt gekk þetta þó vel fyrir honum, meðan hann gat stutt sig við verkalýðinn og herinn var honum hollur. En þegar hann hafði uppi áform um að láta velja konu sína sem vara- forseta árið 1951, var hernum nóg boðið. Auðuga landeigendur fékk hann á móti sér með því, að hann talaði um að skipta jarðeignum í landinu, og að lokum var hami kominn í deilu við kaþólsku kirkj- | una, en hún getur oft verið þægileg til stuðnings, en hættuleg sem and stæðingur. I nóvember í fyrra ásakaði Perón nokkra biskupa um að hafa rekið áróður gegn stjórninni, 80 prestar voru handteknir, cg mikil ólga brauzt út í landinu. Stjórnin greip irin í rétt kirkjunnar til upp- fræðslu, miklar mótmælagöngur voru farnar í landinu og nokkrum prelátum var vísað úr landi. Hinn 16. júni í vor lýsti páfinn alla þá í bann, sem staðið befðu að brott rekstri kirkjunnar manna. Sama dag gaus upp byltingin gegn Perón, en honum tókst i það skipti að hafa yfirhöndina, Hvað nú tekur við, vita menn ekki enn. Fram til þessa hafa for- ingjar úr hernum staðið á oddin- um, en varla verður séð, hvaða þjóðfélagsöfl helzt standa að baki þeim, þó má telja líklegt, að beir styðjist fremur við íhaldssamari öfl í landinu. Það þarf þó ekki að merkja neina breytingu á stjórnar fari landsins. í Suður-Ameriku fer stjórnarfarið ekki eftir flokksstefn um, heidur fyrst og fremst bví, hver mestu ræður hverju sinni. Þar eru stjórnmálin því tíðum kapphlaup um völdin og markast mjög af henti stefnu einstakra marma. Að bessu sinni hefir Lonardi hershöfðingi (Framhald á 7. síðu.) Lítillæti Allir þrá þekkingu og vald á einhverju sviði. En hvers virði er þekking og vald án guðsástar? Auðmiúkur og iit illátur verkamaður, sem sýn ir kærleiksþjónustu í störí- um sínum er sannariega æðrl þeim vísindamanni, sem rann sakar gang stjarnanna en er kærulaus um eigin heiður. Sá, sem. þekkir sjálfan sig er smár að eigin áliti og þrá ir ekki hrós annarra. Þótt ég þekki alla leyndaröóma til- verunnar og hefði ekki kær- leika, væri ég einskis virði í augum Guðs, sem mun dæma mig eftir verkum mínum. Munið, að hinn forni spek ingur sagð'i; „Sá, sem eykur þekkingu sína eykur kvöl sina.“ Ekki þar íyrir, þekk- ing er góð, en gætið þess, að hún fýlli ekki sálina með hroka cg yfirlæti. Það er fá- yizka að þrá hluti, sem hindra frelsi hugans og flug tilfinn- inganna. Með góðri samvizku og hreinu hjarta nálgast andi mannsins Guð sinn og nýtur sælu í návist hans. Þvi meiri sem þekking þín er, því strangari verður dóm ur örlaganna yfir þér, ef þú ert ekki þeim mun heiiagrl og hreinni í öllu hfi þínu sem þeltking þin er tíýpri. Hreyk þér því aldrei af trú þinni, vísdómi né hstfengi, gáfum né glæsheika, heldur gæt fremur þeirrar ábyrgðar, sc-m allt þetta leggur þér á herðar. Sé þekking þín mikil, þá veiztu þeim mun betur, hve margt það er, sem þú ekki veizt. Játa þú þekkingarleysi þitt, líkt og spekingurinn mikli, sem þó taJdi sig aðeins hafa íundi.ð nokkrar smáskeljar yið úthaf sannleikans. Og alltaf getur sá komið, sem er þér vitrari og lærðari. Lærð'u umfram allt að vera óþekkt ur og nafnlaus í auðmýkt og lítillæti hjartans. Það er ein hin æðsta speki að þekkja sjáífan sig og k.unna þá list að' lítillækka sig um leið og hugsað er til annarra með virðingu og góðvild. Jafnvel þótt þú sjáir aðra syndga og skorta þá hrósun, sem fyrir Guði gildir, þá hreyktu þér ekki á þeirra kostnað, .þú veizt aldrei livenær þú gætir hrasaö á svipaðan hátt. Þú veizt aldrei. hve sterkur þú ert i hinu góða. öll erum við brotleg gegn vúja Guðs. Og það veit hver bezt biá sér. Rvík, 7. júlí 1955, Árelíus Níelsson. Getraunirnar Á mánudag Jéku í 2. deild Bury—Swansea 2—4 og á miðvikud. í 1. deild Birming- ham—Aston Villa 2—2 og er það sjötta jafntefl'ð hjá Villa í 9 leikjum. Þar með er lokið þeim leikjum, sem fara áttu fram í mið'ri viku, en það er venjulega fyrstu vikurnar, sem slíkir leikir eru háðir. Er það gert vegna þess, að leiktíminn er ekki nema 36 —37 vikur, en umferðirnar 42 'og tvær þikarumferðir að auki. Um jólin verða svo le’knar 3 umferðir á 4 dögum. — Á miðvikudaginn (28. sept (FramhaJd á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.