Tíminn - 08.04.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1956, Blaðsíða 6
6 ry - Útgefandi: Framsóknarilokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2223. Prentsmiðjan Edda h.f. ísland og Bandaríkm •jNNAN SKAMMS tíma munu hefjast samning- ra’ miili íslands og Bandaríkj- inn? er mikil athygli verður /eitv. Þetta verða samningar im brottför varnarliðsins og ilhögun á gæzlu og viðhaldi /arnarmannvirkja eftir að ís- iendingar hafa tekið þau störf að sér. Alþingi íslendinga hefir nú tekið þá ákvörðun vegna breyttra viðhorfa í alþjóðamál- um og í samræmi við fyrri yf- iriýsingar, að hafist skuli handa um þær aðgerðir, sem greindar eru hér á undan. Við þá ákvörðun verður stað- ið svo framarlega, sem Sjálf- .stæðisflokkurinn fær ekki meirihluta, eða kommúnistar eflast svo, að ekki verður hægt að mynda starfhæfa vinstri stjórn eftir kosningar. Hvort tveggja er hins vegar ólíklegt sem betur fer. Allar líkur benda til, að bandalag Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins muni eflast og það mun gera sitt ítrasta til þess að umræddri ákvörðun Alþingis verði framfylgt. FLJÓTT Á LITIÐ kann ýms- um að virðast, að Bandaríkin eigi erfitt með að verða við ósk- um íslendinga. Orsökin sé ekki fyrst og fremst sú, að her- setan hér sé mikilvæg fyrir ör- yggi Bandaríkjanna, heldur sé það stjórnmálalegur hnekkir fyrir þau að þurfa að draga her inn í burtu. Ef nánar er að gætt, þarf þetta alls ekki að verða svo. Þvert á móti gefst Bandaríkjunum tækifæri til að vinna hér mikinn stjórnmálaleg an sigur, sem mjög gæti styrkt aðstöðu þeirra í kalda stríðinu. Með því að verða við sann- gjörnum óskum íslendinga, myndu þau sýna og sanna Erammi fyrir öllum lieiminum, hvernig hið bandaríska stór- veldi virðir rétt og frelsi smá- þjóðar. Með drengilegri fram- komu við íslendinga, gæti þau unnið einn hinn mesta siðferði- legan sigur, er stórveldi hefir unnið um langt skeið. Til samanburðar við slíka framkomu við íslendinga, gætu þau bent á meðferðina á Est- .iendingum, Léttlendingum og Litháum. Brottför ameríska hersins frá íslandi, gæfi vestur- veldunum aukinn styrk til að krefjast frelsis fyrir hinar und irokuðu þjóðir í Austur-Evr- jþU. j ÞAÐ HEFIR áreiðanlega aldrei hvarflað að íslendingum annað en að viðbrögð Bandarikja- manna yrðu á þessa leið. Þótt vissulega megi sitthvað að þeim finna eins og öðrum þjóðum, verður það ekki af þeim skafið, að ekkert stórveldi hefir fyrr eða síðar sýnt meiri víðsýni og réttsýni í skiptum Við smáþjóð- ir en Bandaríkin. Með þessu er það ekki sagt, að þau séu synd laus í þessum efnum. En það stendur óhaggað, að ekkert stórveldi hefir reynst betur að þessu leyti en Bandaríkin. Þetta er líka vel skiljanlegt, þegar litið er á sögu Bandaríkj- anna. Þau eru byggð af fólki, sem var að flýja ókjör og órétt, líkt og íslenzku landnámsmenn irnir. Kyndill frelsisins hefir eðlilega logað skært hjá þessu fólki og afkomendum þess. Þess vegna urðu Bandaríkin fyrsta nýlendan, sem hrinti af sér hinu erlenda oki, og sköpuðu með því þá frelsisöldu, sem náði til nær allrar Evrópu og braut niður veldi margra ein- valdanna þar. Stjórnarskráin, sem hið unga ameríska lýðveldi setti sér, verður jafnan talin ein merkasta frelsisskrá sögunn ar. Andinn frá þeessum atburð- um hefir lifað í Bandaríkjun- um fram á þennan dag og orð- ið þess valdandi, að þau hafa öðrum stórveldum betur skilið og stutt málstað nýlendna og smáþjóða. ÞAU UMMÆLI, sem forseti og utanríkisráðherra Bandarikj- anna hafa haft um ályktun Al- þingis um varnarmálin, eru í góðu samræmi við þennan atida og gefur vissulega það fyrir- heit, að þeir samningar, sem framundan eru milli minnsta lýðveldis og stærsta lýðveldis veraldar, muni geta orðið til fyrirmyndar um það, hvernig stórveldi á að virða rétt smá- þjóðar. Það helzta, sem er að óttast, er að það álit kunni að skapast, að íslendingar séu eitt livað hálfvolgir í aðstöðu sinni og ályktun Alþingis verði ekki fylgt fram af fullum heilindum. Slíkt gæti vissulega veikt samn ingsaðstöðuna. Öruggasta leið- in til að koma í veg fyrir slíkt er að efla bandalag Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins, er hvorki mun láta stjórnast af linkind eða óvild til Bandarikj- anna, heldur fylgja fram rétti íslands á traustan og drengileg- an hátt. Feltileikur, sem mun misheppnast |7 OMMÚNISTA-flokkur- **■ inn íslenzki hefir nú oreytt um nafn í þriðja sinn. í íosningunum í sumar ætlar nann að kalla sig Alþýðubanda- ag. Upphaflega hét hann sínu /étta nafni, Kommúnistaflokkur fslands. Þegar það þótti ekki úgurvænlegt var hann skýrður jpp og kallaður Sameiningar- lokkur alþýðu — Sósíalista- 'lokkurinn. Undir því nafni gekk ha.nn meðan forustumenn íans og blöð lofsungu Stalin sem mest. En nú er Stalin fall- nn engill. Því þykir ekki iengur sigurvænlegt að hampa flokksnafninu, er minnir á Stal- jndýrkunina. Því hefir nafninu /erið breytt í þriðja sinn. ÞAÐ MUN hins vegar ekki gagna kommúnistum neitt, þótt beir reyni á þennari hátt eða annan að afneita Stalin. Óhróð- urinn, sem þeir éta nú upp um þennan fallna lærimeistara sinn, er aðeins ný sönnun þess, að þeir fara í einu og öllu eftir ,línunni“ frá Moskvu. Þess vegna er Stalin, sem var lof- sunginn í gær, svívirtur í dag. Þess vegna er nú ómerkt allt það, sem Þjóðviljinn hefir hald ið fram áratugum saman um á- gæti réttarfarsins í Sovétríkj- unum. JAFN AUGLJÓSRI " staðreynd getur engin nafnbreyting leynt. Hún er aðeins sönnun þess, að kommúnistar sjálfir álíta mál- stað sinri svo auman, að þeir verði að fela sig undir nýju nafni. Svo augljós feluleikur mun aðeins gera hlut þeirra verri og ósigurinn meiri í kosn- ingunum. T í MI N N, sunnudaginn 8. apríl 1956. MUNIR OG MINJAR: Sólarsteinn Guðmundur góði sumir talið, að sólarsteinn væri sólskífa (solarium), og er sú skýring betri en hinar að því leyti, að ekki var óþekkt, að kirkjur miðalda ættu sólskífur, en annars er ekkert, sem styður þessa skýringu. Það virðist aug Ijóst, að sólarsteinar hafi verið gæddir einhverri þeirri náttúru, sem gert gat þá að einhvers !;onar kirkjulegum helgigripum. PETER G. FOOTE hyggur, að sólarsteinn miðaldanna hafi ver- ið eins konar brennigler, þó ekki úr gleri, heldur einhverj- um hálfeðlum steini, bergkryst- alli eða ef til vill beryl (af hans nafni er dregið orðið brill- ur: gleraugu, og sýnir það, að mönnum var snemma kunnugt, að hlutir stækkuðu, ef horít var á þá gegnum slipaða steir.a f.f þessari tegund). Grikkjum og Rómverjum hinum fomu var vel kunnugt, að hægt var að kveikja eld með því að láta sól- argeisla falla gengum kristals- kúlu eða glerkúlu fulla af vatni. Þessa þekkingu tóku miðaldir að arfi. Sólarsteinarnir íslenzku fnunu hafa verið slípaðir lcrist alskúlur til að kveikja með eld. í lok kyrru vikunnar, með komu páskadags, var kveiktur nýr eld ur í kirkjunum. Þetta var veiga mikið atriði í helgisiðum pásk anna. Dæmi finnast þess, að ætl azt va-ri til, að hinn nýi eldur væri kveiktur á þennan hátt. Slíkt var þó ekki hægt nema sólar nyti, svo að oft hefur verið kveikt á venjulegan hátt með stáli og tinnu. Samt er trúlegast, að sólsteinarnir í íslenzkum kirkjum hafi fyrst og fremst verið til þess að taka nýjan eld af sólu á kerti kirknanna á páskadag, upprisudag frelsar ans. Enginn slíkur steinn hefur varðveitzt, en línum þessum fylgir mynd af Guðmundi góða, sem sólarsteininn gaf Hrafni vini sínum. Kristján Eidjárn- ÞESS ER GETIÐ í máldögum kirfcnanna í Saurbæ í Eyjafirði, Haukadal, Hofi í Öræfum, Reyk holti, Hrafngili og Reynistaðar klaustri, að þær ættu sólarstein. Eizti máldaginn er frá 1318 hinn vngsti frá 1408 Þessir kirk.iugripir minna á, að Guð mundur biskup Arason gaí Hrafni Sveinbjamarsyni sólar- rieún, þegar þeir komu frá vígslu Guðmundar 1203. Þeim stein: ræntu þeir Þorvaldur Vatns- firðingur eftir dráp Hrafns 1213, en þeir köstuðu honurr í brott af því að þeir sáu ekki mun á honum og venjulegurr fjörusteini sakir vonzku sjálfrr sín og heilagleiks Gvendar góða EINHVER SPURÐI mig ný- lega, hvað þessir sólsteinai hefðu verið, og varð mér ó greitt um svar, því að mikil óvissa hefur rikt um þetta. Er þá vildi svo til, að Peter G Foote, háskólakennari í Lund únum, sendi mér greiu, er hanr hefur nýlega birt um sólarsteir miðalda. Ég leyfi mér nú a< svara spurningunni með stutt um úrdrætti úr þessari í EINU miðaldariti er lýst notkun sólarsteins. Það er í Rauðs þætti, sem skotið er inn í Ólafs sögu helga hina meiri: „Veður var þykkt og drífanaa, sem Sigurður hafði sagt. Þá lét konungur kalla til sín Sigurður og Dag. Síðan lét konungur sjá út, og sá hvergi himin skýlausan. Þá bað hann Sigurð segja, hvar sól mundi þá komin. Hann kvað glöggt á. Þá lét konungur taka sólarstein og hélt upp, og sá hann hvar geislaði úr steinin- um, og markaði svo beint til sem Sigurður hafði sagt“. Höf undur þessarar frásagnar hugs- ar sér sólarsteininn til þess að ákvarða stöðu sólar, þegar loft er þykkt. Þetta er þó af ein- hverjum misskilningi sprottið, því að slíkt er ekki hægt með neinum steini. Sama er að segja Jni skýringu þeirra fræöimanna sem talið hafa sólarstein sama og leiðarstein, segulstein. Ekk- ert í heimildum bendir til þess, og torveit er að sjá, hvað kirkj- um skyldi slíkir gripir Pá hafa Tjaldnrlnii oft víkur og vogar af tjalda- söng, svo að undir tekur í klett um og bökkum. 111111111111:111111 iiiiiiiiii 11 iiiiiimit ,1111111,1,, iinniuinHiin í fjöru einhvern góðviðrisdag á vorin, því að þá geta þeir vænzt þess, að verða sjónarvottar og áheyrendur að hinum svo- nefndu tjaldakonsertum. Þeir eru fólgnir í því, að tveir tjald- „HANS RAUÐA NEF, rétt sem hnífur og klýfur hann upp með því skelíisk, en heggur ofan í bak óvinum, svo þeir óttast hann.“ Þannig lýsir Jón lærði tjaldinum eða strándarskatan- um, eins og hann kallar hanD líka, í riti sínu: Um íslands að- skiljanlegar náttúrur. Ef til vill gerir Jón fullmik- ið úr hörku tjaldsins við óvini sína, en hitt er víst, að neí hans er bæði langt og rautt, og beitir hann því af mikilli leikni við öflun síns daglega brauðs, sem er margs konar fjörumatur. Meðal annars „klýfur hann skel fisk“ með því að stinga nefinu inn um rifuna á rnilli skeljanna á hálfopnum samlokum, og með hnitmiðuðum höggum losar liann um dráttarvöðvana, svo að skeljarnar opnast til fulls. Líka er tjaldurinn laginn við að grafa upp fjörumaðk, og hann er því jafnalgengur á sjávarleir- um sem í grýttum fjörum. TJALDURINN er ákaflega há- vær fugl, en í fuglabók sinni telur Magnús Björnsson hann þó ekki nema miðlungs raddþýð an. Um þetta má auðvitað de en ég fyrir mitt leyti hef all hina mestu ánægju af að hlu á tjaldinn, ekki sízt á útmán: um, þegar vor er í lofti og tja urinn tekur að beita rödd sii af fullum krafti eftir skam degisþögnina. Á mildum loj dögum um þetta leyti áj’s óma Þeir, sem hafa áhuga á að kynnast hátterni tjaldsins nán- ar, ættu að gera sér ferð niður ar taka sér stöðu andspænis hvor öðrum og teygja háls og (Framh. á 8. síðu.) Fuglinn í fjcrunni fullur er hann með gatdur því hann heitir tjaldur. skjóttu hann ekki á helgum degi Á I jaldakonserr iiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimiuiiiiiii lllllltilMIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIII MMMIIMIMI SlMIMIIIMIIIIIIIIIMIIIfMIIillllMIIMMIIIIilllllllilllimilMllilillllHIIIIIMIMMIinimillfllimillMIIIIIIIHIIIIIIIIIMinillllllMMimillMIIIIUMIIMIIMUmil SIII111>11111■ 111111IIIIIII> 111»1111III11II111II11111i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.