Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						2

¦Menn óíiast, að fé

hafi fennt

i Svarfaðardal

Stórhríðin, sem gekk yfir Norð-

'íirland í fyrradag náði ekki að

marki austar en í Suður-Þingeyjar-

sýslu. Að vísu var allillt veður í

3>íorður-Þingeyjarsýslu, en ekki

aiikil snjókoma, og munu ekki hafa

orðiO skaðar þar á fé eða munum.

Kjötbílarnir, sem voru á leið frá

Húsavík til Akureyrar, komust

þangað meS hjálp ýtu kl. 4 í fyrri-

Jiótí eftir 30 klukkustunda ferð frá

Húsavík. Vaðlaheiði mun óíær að

kalla. Vel fært er hkis vegar fram

'um Bárðardal og upp í Mývatns-

sveit.

Fréttaritari blaðsins á Dalvík

símaði í gær til viðbátar fregnum

þeim, sem birtust í blaSinu í gær.

i— Fannkoma var mikil hér og

•færð erfiS. Mjólkurbíll var níu

klukkustundir frá Akureyri til Dal-

víkur. Rafmagnslaust var annað

slagið. Flest fé mun hafa náðst í

hús í fyrrakvöld hér í sveitum, enn

vantar þó allmargt á nokkrum

toæjum, og jafnvel óttast að það

hafi fennt. Erfiðleikar eru á að

hýsa allt féð vegna þess að enn

er margt sláturfé heima á bæjum.

í dag er bjartara en þó snjókoma

öðru hverju.              PJ.

Malbikun Miklubraut

ar brýn nauðsyn

„Bæjarstjórn samþykkir að láta

.malbika Miklubraut milli Rauðar-

'árstígs og Lönguhlíðar á næsta

~ári og~:felur bæjarverkfræðingi

undirbúning og framkvæmdir

verksins."

Þessa tillögu flutti Þórður

Björnsson á fundi bæjarstjórnar

Keykiavíkur í gær. Benti hann á,

að Miklabraut væri þegar orðin ein

íjölfarnasta gata bæjarins og oft

illfær. Að vísu væru talin vand-

kvæði á að malbika hana á venju-

- legan hátt vegna undirstöðunnar.

en þar sem gatan hefði einu sinni

verið lögð þarna, yrði að malbika

hana, án þess að „púkka" undir

'hana ef ekki væri hægt öðruvísi,

en reynslan yrði svo að skera úr,

'hvort gatan yrði nothæf þannig.

Tillögunni var vísað til umferða-

málanefndar.

Nýttvopn

gegn kaf bátum

Washington, 4. okt. Bandaríkja-

menn hafa fundið upp nýtt og

mjög áhrifaríkt vopn gegn kafbát

um, að því er fregnir herma. Tals-

maður vestra lét svo ummælt, að

vopn þetta myndi afar mikilvægt,

ef til styrjaldar kæmi milli Rússa

og Bandaríkjanmanna, en þeir fyrr

nefndu eiga sem kunnugt er mjög

stóran kafbátaflota.

Ársþing íþróttabanda

lags í Siglufirði

íþróttabandalag    Siglufjarðar

hélt ársþing sitt s. 1. sunnud. 30.

sept. Þingið setti Helgi Sveinsson.

Þórir Konráðsson var kjörinn þing

forseti  og  þingritarar:  Ófeigur

-Eiríksson og Bragi Magnússon.

í stjórn voru kjörnir:

Ófeigur  Eiríksson   formaður,

Baldur  Ólafsson  og Jóhann Vil-

bergsson frá  Skíðafélagi  Siglu-

f jarðar. Þórir Konráðsson og Helgi

Sveinsson  frá  Knattspyrnufélagi

• Siglufjarðar. Varamenn voru kjó'rn

;,ir:  Gunnar  Finnsson,  Jóhannes

; Jónsson, Agnar Jónsson og Jóhann

- Möller.

-   Endurskoðendur voru  kjörnir:

-Jóhannn Möller og Bragi Magnús

son.

f hérmaðsdóm voru kjörnir:

Helgi Sveinsson, Bragi Magnús

son og Jónas Ásgeirsson. Vara-

menn : Skarphéðinn Guðmunds-

son, Baldur Ólafsson og Jóhann

Möller.

Ákveðið var að halda framhalds

þingfund 14. okt. n. k.

Á þinginu mætti Hermann Guð

mundsson framkvæmdastjóri ÍSÍ.

I fyrrakvöld sýntíi Bolshoi-balleftinn

rúsEneski í fyrsía sinn í Covenf <5ar-

den Opera House í London. Var

sýnt Romeo og JuSie eftir Prokofiv.

Frœgasta dansmær Rússa, Calina

Uianova, dansaði þar við feikna

hrifningu áhorfenda, var klnppað

fyrir hsnni í 10 mínútur samfellt.

Brezku blöðin segja, a5 slíkur ball-

eft-dsns hafi ekki séif í Bretlandi

síSustu 50 árin. Á myndinni sézt Ula-

nóva, er hún var á leiS á fyrstu

æfinguna í London.

!*S8^SiÍsSiÍs«!8^^-"3§^:s:':'~  "¦       .

Aðeins fimm kiedur

eftir i Ogönguf jalli

Fosshóli í gær. — Kindurnar,

sem eru í sjálfheldu og svelti í

Ógöngufjalli, eru nú aðeins orðnar

fimm, en voru íyrst 13. Hafa 7

þeirra komizt upp fyrir fjallsegg-

ina aftur yfir Bakrangann. Óger-

legt er að komast að kindunum,

sem eftir eru, og þær eru alveg í

svelti. Hljóta þær að svelta þarna

í hel bráðlega, því að þær eru bún

ar að vera þarna að minnsta kosti

hálfan mánuð, eða þá a'ð þær fara

í slóð hinna upp yfir Bakrangann,

en til þess eru heidur litlar líkur

héðan af.               SLV.

Geysimikilí snjór

kominn i Ólafsfirði

Frá fréttaritara Tímans

í Ólafsfirði í gær.

Hér brast á iðulaus sórhríð í

fyrrinótt og stóð hún í gær og í

dag var snjókoma af og til. Kom-

inn er feikilegur snjór, bæði í kaup

staðnum og frammi í sveitinni.

Óttast menn að fé hafi fennt, því

að fé vantar á ýmsum bæjum.

Mjólkurbíllinn komst-ekki til bæj-

arins í gær. Hins vegar var ekki

stórfellt brim, þar sem veðuráttin

var hánorðan, og varð ekkert að

bátnum hér á legunni.       BS.

T f MIN N, föstudaginn 5. október 1956.

Samsæti til heiðurs

Sigurborgu Kristjáns

Náðhúsbyggtneðan-

jarðar í Hljómskák-

gsrðinum

Borgarlæknirinn í Reykjavík, f.

h. bæjarsjóðs, hefir sótt um leyfi

til að byggja náðhús úr steinsteypu

á lóð í Hljómskálagarðinum við

Sóleyjargótu. Á bygging þessi að

vera að mestu neðanjarðar, og á

að vera að flatarmáli tæpir 100

fermetrar. Bygging þessi hefir nú

verið samþykkt.

í framhaldi af þessu flutti Þórð-

ur Björnsson eftirfarandi tillögu

á fundi bæjarstjórnar í gær:

„f framhaldi af ákvörðun bæjar

yfirvalda að byggja náðhús í

Hljómskálagarðinum og með tilvís-

un til 25. gr. 2. mgr. heilbrigðis-

samþykktar fyrir Reykjavík nr. 11,

20. janúar 1950, samþykkir bæjar-

stjórn að fela bæjarráði og heil-

brigðisnefnd að gera nú þegar til-

lögur um staðsetningu og byggingu

fleiri almenningsnáðhúsa í bænum,

m. a. við Hlemmtorg."

Tillagan var samþykkt sam-

hljóða.

T—

Ove^rí^

(Framhald af 1. siðu.)

hafi alls staðar verið úti, þegar

veðrið skall á. Fannkyngi er mik

ið í Fram-Skagafirði og margra

metra skaflar komnir í lægðum.

„Ekki er vitað um tjón, en ég tel

vafalaust að það hafi orðið eitt

hvað", sagði fréttaritari, og er tal

ið víst að eitthavð af fé hafi fennt

þótt það sé ekki komið í Ijós enn.

Þegar veðrið skall á fóru menn að

reyna að ná inn fé sínu, en það

gekk að vonum erfiðlega, þótt mik

ið hafi komizt í hús.

Líkt ástand í Svartárdal.

Fréttaritari Tímans á Bergsstöð

um í Svarfárdal, A-Hún, símar að

þar hafi hríðað fram eftir degi í

gær, en var heldur a'ð létta til með

kvöldinu. Bændur smöluðu fé sínu

í fyrradag og gekk það vonum fram

ar. Ekki er enn vitað hvort mikið

fé hefur fennt.

Ófært vegna snjóa að og frá

Hofsósi.

Eftir óveðrið og stórhríðina er

með öllu ófært bílum og öðrum

ökutækjum að og frá Hofsósi, en í

gær var byrjað að ryðja snjó af

þjóðveginum inn til Skagafjarðar.

Fé var almennt úti hjá bændum

þar um slóðir og er ekki búið að

heimta það allt í hús. Óttast menn

að eitthvað kunni að hafa orðið

úti í hríðinni, þó ekki sé enn útséð

um heimtur.

Gamlir nemendur frk. Sigur-

borgar Kristjánsdóttur, fyrrum

forstöðukonu Staðarfellsskólans,

hafa ákveðið að efna til samsætis

í tilefni af sjötugsafmælis hennar

11. okt. Samsætið verður haldið í

Tjarnarkaffi 11. okt. og hefst kl 7.

Nemendur fyrr og síðar, sem vilja

taka þátt í samkvæmi þessu, til-

kynni þátttöku sína í síma S0756

og í Regnhlífabúðinni, Laugaveg

19. — Nokkrir aemendur.

Fordæma stef nu

brezku stjóraarkear

a

ur

Blackpool, 4. okt. Flokksþing

Verkamannaflokksins, sem haldið

er í Blaekpool, hefir samþykkt að

fordæma meðferð brezku stjórnar-

innar á Kýpurmálinu. Segir í á-

lyktun að semja eigi á grundvelli

sjálfsákvörðunarréttar eyjaskeggja

um framtíð eyjarinarn. Þá var og

fordæmd í ályktun stefna Suður-

Afríku-stjórnar í kynþáttamálum

og kröfur komu fram á þinginu

um að Suður-Afríku yrði vikið úr

brezka samveldinu.

Lítií snjókoma á Aust

urlandi og eðlileg um

ferð um fjallvegi

Engir skaðar svo vitað sé urðu

í fárviðrinu á Austurlandi og

náSi snjókoma þangað ekki a3

ráði. Snjókoma varð þó talsverð

á Fljótsdalshéraði, en ekki svo,

að til umferðartruflunar kæmi.

í fyrradag fór bíll yfir Oddskarð

milli Eskifjarðar og Norðfjarðar

og gekk ferðin vel. Kjötflutning-

ar og aðrir þungavöruflutningar

eru miklir milli Reyðarfjarðar og

Egilsstaða á Héraði og er vegur-

inn yfir Fagradal góður yfirferð-

ar og enginn snjór þar, sem tef-

ur umferð.

Bandaríkjamenn af-

henda upplýsingar

um geislaverkanir

í gær afhenti Henry Cabot Lodge

þeirri nefnd Sameinuðu þjóðanna,

sem fjallar um geislaáhrif vegna

kjarnorkusprenginga skýrslu banda

rísku nefndarinnar í kjarnorkumál-

efnum, um það efni. Skýrslan er

mikið rit, eða níu bindi alls. Fjög-

ur þau fyrstu eru um reynslu rann

sóknarstöðva víðsvegar í Banda-

ríkjunum, en fimm þau síðari eru

skýrslur hinna sextíu og tveggja

rannsóknarstöðva, sem staðsettar

eru annars staðar ú hnettinum og

þar sem daglegar athuganir fara

fram.

Það var tilkynnt að vísindamenn

í þeim löndum, sem rannsóknar-

stöðvarnar eru staðsettar í, fái í

bókarformi niðurstöður rannsókna

í sínu landi.

Bæjaistjórnin

(Framhald af 12. BÍðu.)

þessari tillögu borgarstjóra svo og

játningu hans um það, að hér væri

ýmsu ábótavant og ekki hefði ver-

ið unnið eins og vera bæri á und-

anförnum árum. Hann og fleiri

minnihlutafulltrúar hefðu áður

flutt tillögur um úrbætur og heild

aráætlun, en þeim itllögum verið

í engu sinnt. Kvaðst hann nú bíða

þess og vona, að borgarstjóri sæi

ástæðu til að gera hliðstæðar játn

ingar um fleiri greinar bæjar-

rekstrarins, sem sætt hefðu rök-

studdri gagnrýni.

Ingi R. Helgason tók í sama

streng og kvaðst fagna þessari at-

hyglisverðu játningu borgarstjóra.

Jóhann túlkar ræðu Gunnars.

Þegar hér var komið var Jóhann

Hafstein orðinn ókyrr mjög og

þótti ekki lengur sætt. Reis hann

úr sæti og tók að túlka ræðu borg-

arstjóra og benda á, að eiginlega

hefði ekki átt að taka orð hans

eins og þau væru töluð, hér væri

raunar ekki um neitt nýtt að ræða,

heldur haldið fram sömu stefnu

og íhaldið hefði áður haft í þess-

um málum.

Ofanígjöf, sem ekki fékkst.

Þórður Björnsson kvað það

harla undarlegt tiltæki af Jóhanni

að fara að „túlka" ræðu borgar-

stjóra og bera til baka orð hans.

Kvaðst hann vona, að borgarstjóri

veitti Jóhanni hæfilega ofanígjöf

fyrir slíkt. Sannleikurinn væri sá,

að í ræðu borgarstjóra hefði ver-

ið nýtt hljóð í strokknum, en hins

vegar sama gamla íhaldshljóðið í

ræðu Jóhanns.

En nú brá svo við, að borgar-

stjóri tók að draga í land og bera

af sér að um nokkra játningu eða

breytingu væri að ræða hjá sér,

veitti Jóhanni engar ávítur en

beygði sig undir hirtingu hans.

Kímdu bæjarfulltrúar að þessum

viðskiptum. Tillaga borgarstjóra

var samþykkt samhljóða.

S. I. E. S.

(Framhald af l  sipu.)

Reykjalundi, sagði að heilsufar vist

manna væri nú mjög miklu betra

en þá er vinnuhgelið tók til starfa.

Fyrstu árin hefði verið meira af

fólki er þiáo'r-t hafði af berklaveiki

ea nú væri það, sem kæmi flest

yngra fólk.

Ekki taldi Oddur að rúmum vist

manna yrði fjölga'3 úr því sem nú

er. Vinnuheimilið væri fullskipað,

en esiginn þyrfti að bíða eftir áð

komast þangað. Fólkið sem kemur

a'ð Reykialundi er þar yfirleitt eitt

og hálft ár.

Vistmenn eru nú 85 og vinnu

stundir þeirra um 100 þús á ári.

Það væri athyglisvert að þetta fólk

að jafnaði væru 75% öryrkjar þeg

ar það kæmi út af heilsuhælunum,

afkastaði slíkri vinnu, að seldar

vörur vinnuheimilisins yrðu um 7

millj. króna á yfirstandandi ári.

Oddur sagði að tólf ára reynsla

hefði sýnt að við hæfileg skilyrði

væri hægt að nýta starfsorku þessa

fólks ,sem að öðrum kosti gæti

ekkj séð sjálfu sér farborða fyrst

um sinn .

Fjársöfnunin gengur til upp-

byggingar.

Þórður Benediktsson sagðist

hafa orðið var við þann misskiln

ing að fé það er safnast á merkja

söludögum og með öðrum söfnun

um, rynni til daglegs reksturs heim

ilisins.

Þetta væri ekki rétt, því að

vinnuheimilið stæði algjörlega und

ir rekstrinum.

Fé það sem safnaðist með

merkjasölu og vöruhappdrættinu

væri eingöngu varið til uppbygg

ingar og væri því hreinlega stofn

kostnaður.

Merkjasala næstkomandi sunnu-

dag.

Eins og fyrr er sagt er hinn ár

legi merkjasöludagur SÍBS næst-

komandi sunnudag og verða þá

merkin þannig útbúin að aftan á

þeim er lítið umslag, sem kaup

andinn opnar. Innan í sumum

þeirra eru tölustafir. Þeir eru núm

er í happdrætti í sambandi við

merkjasöluna. Fyrsti vinningúrinri

er fjögurra manna fólksbifreið.

Dregið verður hjá borgarfógeta að

merkjasölunni lokinni.

Merkjasölustaðir verða 120—130

úti á landi og í Reykjavík verða

merkin seld á 40 stöðum.

TRICH10RHREINSUN

(ÞURBH<J=NSU.N1

l'-  SDLV*ÍL'AEOTU 74:. v SÍjMI 3237",

;•..'>¦'":--:; 'BARMAHLÍO G*.

Fréttir frá landsbygg

F« meíi vænna móti í

VopnafiríJi

Vopnafirði í gær. — Stórhríðin,

sem gekk yfir Norðurland í fyrra-

dag, náði ekki hingað. Veður var

nokkuð hvasst og hryssingslegt,

en snjókoma ekki meiri en svo, að

gránaði í rót. í dag er betra veð-

ur. Slátrun stendur nú yfir hér.

Fé virðist vera heldur með vænna

móti hér og betra en í fyrra. KB.

Dilkar á HólsfjöIIum

reyndust vel

Grímsstöðum í gær. — Hér var

norðan stormur og nokkur snjó-

koma í gær og fyrrinótt, og er

raunar enn. Allmiklir skaflar eru

komnir en rifið á milli. Fé er úti

og ekki talin ástæða til að taka

það í hús að sinni. Fjallabændur

hafa nú lokið slátrun og reyndust

dilkar allvel, töluvert betur en í

fyrra. Lokatölur um meðalvigt eru

þó ekki fyrir hendi enn.    KS.

Tvær tófur í skoti

Þórshöfn í gær. — Það bar við

hér á dögunum, er Þórarinn Þor-

valdsson á Völlum var á gangi á

víðavangi með byssu, að hann sá

tófur tvær vera að leika sér eða

fljúgast á. Virtust þær ekkert taka

eftir ferðum hans, og gekk hann

hiklaust allnærri þeim og skaut

þær síðan báðar í einu skoti.

Þriðja tófan var unnin hér fyrir

nokkrum dögum með barefli. Var

það Pétur Björgvinsson, sem vann

á henni. Hljóp hún undan hundi

inn í holu, en Pétur gróf niður á

hana frá öðrum stað og drap hana

með barefli.

Dilkar meí betra móti á

Langanesi

Þórshöfn í gær. — Slátrun hófst

hér 20. sept. og mun henni ljúka

11. okt. Slátrað er rúmum 9 þús.

fjár. ilkar reynast heldur betri en

í íyrra.                   JJ.

Slátrun lokitS í Ólafsfir oí

Ólafsfirði í gær. — Slátrun er

nýlokið hér, og var slátrað rúm-

lega 1500 fjár. Dilkar voru yfirleitt

rýrir, meðalvigt á sláturhúsinu

14,4 kg. Mesta meðalvigt dilka

hafði Hartmann Guðmundsson,

Þrasastöðum í Stíflu, 16,04 kg.

Lagði hann inn 102 dilka. Þyngsta

dilk á sláturhúsinu átti Magniis

Guðmundsson bóndi á Þverá, 25

kg. Þyngsta dilka í Ólafsfirði átti

Steinn Jónasson á Bakka 15,7 kg.

og lagði hann inn 37 dilka.  BS.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12