Tíminn - 06.10.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.10.1961, Blaðsíða 7
T f MI N N , föstudagiim 6. október 1961. Háskóli íslands... Framhald af 9. síðu. náms stefnt til Kaupmannahafnar. Vafalítið er, að stríðið hefur flýtt fyrir stofnun verkfræðideildar, þar sem námsmenn gátu ekki siglt og var því nauðugur einn kostur. Þó að hægt sé að stunda mestan hluta verkfræðinámsins hér heima og tveir árgangar lykju hér prófi á stríðsárunum, er það enn svo, að flestir fara utan til að fullnuma sig og allmai'gir fara beint til út- landa til að læra þar. Engum blandast þó hugur um, hve mikils virði það er, að þjóðin eignist heimamenntaða verkfræðinga, sem þekkja ísienkar aðstæður, og að því hlýtur framvegis að verða stefnt. ÞRÖNGUR STAKKUR Háskóla íslands var í upphafi mjög þröngur stakkur skorinn, hvað húsnæði snertir. Eins og áð- ur er sagt, var honum fengið til umráða bráðabirgðahúsnæði á neðri hæð Alþingishússins við Austurvöll. En tímar liðu án þess að þetta breyttist. Háskólinn átti ekki annarra kosta völ í 29 ár eða þangað til hann flutti í háskóla- bygginguna á Melunum 1940. Á þessum árurn fjölgaði stúdentum úr 45 fyrsta veturinn í 227 hinn síðasta. Má nærri geta, hvort ekki hefur verið þröngt setinn Svarf- aðardalurinn í Alþingishúsinu ein hvern tíma á þessum 29 árum. Þó má geta þess, að þegar lækna- deildin flutti úr Þingholtsstræti 25 í þinghúsið, þótti prófessor Guð- mundi Magnússyni það hátíð hjá því, sem áður var. Hann sagði þá m. a. um stofurnar tvær í Þing- holtsstræti og aðstöðuna þar: „í sömu stofunni varð stundum að kenna 20 stúdentum í senn. Boi’ð og bekkir voru svo lélegir, að tæp- ast þættu boðlegir í lélegasta barnaskóla, ljósið lítilfjörlegur steinolíulampi“. Og þó að hér sé tekið sannferðugt dæmi úr sögu læknadeildarinnar, var aðstaðan vitanlega engu betri í öðrum deild um. Hafi einhver haldið, að að- staða kennara og nemenda í Há- skóla íslands hafi verið eilífur dans á rósum frá fyrstu tíð, þá er það mesti misskilningur. Og þegar rofaði til i húsnæðismálum skólans á stund milli stríða, var það miklu fremur að þakka for- ustumönnum skólan^ og alveg sér- staklega Alexander Jóhannessyni en snöggum og tímabærum við- brögðum íslenzkra stjórnarvalda. HÁSKÓLAHAPPDRÆTTIÐ Kennarar háskólans höfðu þung- ar áhyggjur af húsakosti stofnun- arinnar, er þeir sáu fram á, að þinghúsvislin ýrði aðeins til bráða birgða. Oft höfðu þeir knúð á dyr þings og stjórnar, en aldrei feng- ig áheyrn. Þó kom þar á Alþingi 1932, að stjórninni var gefinn laga heimild til að láta reisa háskóla á árunum 1934—40. En fjárveit- ing dróst úr hömlu, og leizt þá ráðamönnum háskólans ekki á blikuna. Alexander, sem þá var há skólarektor, hóf þá baráttu sina fyrir því að fá Alþingi til að veita skólanum einkaleyfi til að reka peningahappdrætti í því skyni að afla fjár til háskólabyggingar. Öld hinna óteljandi happdrætta var þá ekki runnin upp, og leyfið fékkst fyrir atfylgi góðra manna. Reglu- gerð fyrir happdrættið var stað- „Sýslumaður bankar upp á að vestan“ Frá því í vor og fram til haustnétta liafa andstæðingar samvinnufélaganna sótt mjög harkalega að þeim, bæði í ræðu og riti. Hafa þeir lítt talað af kurteisi og a’drei af rökum. Með fárra daga millibili hafa blöð í Reykjavík og á Akureyri talað ljótt uin samvinnufélögin. Þess á inilli hafa predikarar ferðazt um landið, um sveitir og bæi, bankað upp á aðaldyrn ar. verið boðið í gestastofu eða samkomusali og endurtekið sörnu setningarnar þar. Ástæðan til þessa orðbragðs er sú að samvinnumenn áttu frumkvæði að b.iörgunarleið angri. þegar atvinnulíf þjóðar- innar hafði borið unp á sker í verkföllunum s. 1. vor. og sömdii við lægst launuðu stétt- ir þjóðfélagsins um nokkra kauphækkun. Hún hrökk þó tæpast til að bæta þcim upn þá skerðingu Iifskjara sem orðið hafði á skömmum tíma. Venjulega er fagnað yfir hverri tilraun, sem gerð er til hjálpar á neyðarstund. Hér fór þó ekki svo. ÞeWir samningar hafa verið notaðir sem tilefni ómaklegra árása á samvinnu- félögin Þeim, sem að þessu stríði hafa staðið. ferst þó tæpast. Á sama tíma og samvinnumenn leystu skipaflotann og settu verksmiðjuvélarnar í gang stóðu allir aðrir úrræðalausir Fulltrúar einkafyrirtækja. sátta semiarar og ríkisstjórn. Fram undan var vansæmandi barátta og vonlaus. Hún hlaut að enda með kauphækkun að lokum eft- ir að hafa valdið lítt bætanlegu tjóni. Þetta sáu raunar allir. Þess vegna varð alþjóð sár- fegin, þegar samvinnufélögin, eftir beiðni félagsinanna af öll- um flokkum, leystu fyrir sitt leyti hinn harðreyrða hnút og björguðu því, scm bjargað varð, eins og komið var máluin. Lítið blað, sein gefið er út á Akureyri, segir frá því nú fyrir skömmu, að þar norður frá hafi verið á ferðinni vinsæll og dagfarsprúður sýslumaðnr. Hann sagði þeim, er liafa vildu. að samvinnufélögin hefðu Iátið nota sig „til þess beinlínis að grafa undan stoðum okkar veika þjóðfélags“. Þykir lion- um þe<ta háskalegt, sem von er, ef satt væri, og gegn því verði þeir að „berjast, sem vilja viðhalda Iýðræðiskipu- lagi.“ Nú veit bessj góði maður, að samvinnufélögin hafa aldrei Iát- ið nota sig til skemmdarverka. Ef stoðir „okkar veika þjóð- félags“ hanga nú i lausu lofti og iýðræðisskipulagið er i hættu. þá er það ekki vegna þess, að samvmnufélögin á sínum tíma sömdu um kaup, í stað þess að baidr áf->m verk- tellsbaráttu. serr> hlaut um síðir að leiða <•' ekki minni kaunbækkunar Ef wrindverk 'Aóðfélagsins t"»na alvar hilað. stafar h-«ð af þvi ■iríarói sem skan?-* hafði áður en samvinnufé'öírin cömdu o" eftir það. Op ef viðhaldi !ýð ræðisskipulas,c:«'s er verulega ábótavant. er ekki við sam- vinnufélögin a51 cakast. Það eru allt aðrar fréttir. sem ferða- menn út um landshvggðina hafa ástæðu til að segja af þeim félagsskap. PIIJ [ fest af stjóriiarráðinu 26. sept. 1933. Pétur Sigurðsson hefur alla tíð verið framkvæmdastjóri Happ- drættis Háskóla íslands. í fyrstu voru á boðstólum 25000 númer og verð heilmiða 6 kr. á mánuði, hæsti vinningur 50000 kr. Nú eru númerin 60000, verð heilmiðans 60 kr. á mánuði og hæsti vinning- urinn 5000000 kr. Sýnir þetta glöggt vöxt happdrættisins og verðfall peninganna. Þó að há skólahappdrættið hafi endurgieitt viðskiptamönnum sínum óvenju mikið af andvirði seldra miða í vinninga eða 70%, hefur það þó orðið til að bjarga því, sem bjarg- að varð og standa undir kostnaði við þær byggingar, sem blasa við augum vegfarenda í Reykjavík í hallanum austan Melavegar og sunnan Hringbrautar. Húsin, sem þar hafa veríð reist fyrir happ- drættisfé, eru Atvinnudeild Há- skólans, Iláskóli íslands ásamt ýmsum rannsóknarstofnunum, sem þar eru til húsa og íþrótta- hús háskólans ásamt kennslu- og tilraunastofnun fyrir eðlis- og efnafræði. Skipula.gning og lagfær ing háskólalóðarinnar var einnig kostuð af happdrættisfé og hús- næði handa náttúrugripasafninu keypt til bráðabirgða í stórhús- inu nr. 105 við Laugaveg. Ef há- skólahappdrættið hefði aldrei ver- ið stofnað, væru þessi hús ekki staðreynd í dag. En hlutverki happdrættisins er alls ekki lokið. Það verður haldið áfram að byggja. Garðarnir Fljótt eftir að háskólinn reis á legg var vakið máls á þvi, að koma þyrfti upp stúdentaheimili í sam- bandi við hann. Bæði var þörfin brýn fyrir húsnæði, og þeir, sem dvalizt höfðu -á Regensen í Kaup- mannahöfn, töldu sjálfsagt, að stúdentagarður fylgdi háskóla. Haustdagana 1921 gekkst stúdenta ráð fyrir stofnun mötuneytis fyrir stúdenta. Það var kallað „Mensa academica“. Það starfaði i 8 ár, en formöngumenn voru stjórnar- menn stúdentaiáðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Lúðvíg Guðmundsson og Skúli V. Guðjónsson. Þetta fyrir- tæki í Lækjargötunni varð svo til þess að vekja áhuga stúdenta fyrir Garðsbyggingu, því að þarna fundu þeir það, sem þá vantaði, sama- stað, þar sem hver og einn gat sinnt sinum áhugamálum. Haustið 1932 ákvað stúdentaráð að hefja fjársöfnun til að koma upp garði. Nefndin vann vel, og tókst henni m.a. að fá einstaklinga og stofn- anii til að gefa til Garðsí og mátti gefandinn þá ráða, hvaðan þeir stúdentar voru, sem bjuggu á við- komandi herbergjum eða hvaða nafn þeim var gefið. Með þessum hætti fékkst andvirði 27 her-| bergja. Enn fremur var efnt til sérstaks happdrættis til styrktar málefninu. Byijað var að grafa fyrir kjallara 19. júlí 1933, og 1. des. sama ár var húsið komið und- ir þak. Fullbúið var það í septem- ber 1934 og tekið til notkunar 1. október. Vigsla þess fór fram á Þorláksmessu. Um leið var mötu- neyti stúdenta tekið upp að nýju, er aðstaða skapaðist. Á garði erú 36 herbergi auk íbúðai'herbergja garðprófasts og dyravarðar. Bygg- ingarkostnaðar Gamla Garðs að meðtöldum húsgögnum og öðrum búnaði var 286 þúsund krónur. Sumarið 1940 hernam brezka setuliðið stúdentagarðinn og hélt honum til stríðsloka, þr’átt fyrir ítrekaðar tilraunir stúdentaráðs og Garðstjórnar að fá hann laus- an. Húsnæðisskortur var þá ó- venjumikill í bænum, og olli þetta stúdentum hinum mestu vand- ræðum. Snemma árs 1942 skýrði setuliðsstjórnin frá því, að hún, mundi ekki láta stúdentagarðinn lausan fyrst um sinn. Var’ð þá út- breidd sú skoðun í hópi stúdenta, að sjálfsagt væri að freista þess að ráðast í byggingu nýs stúdenta- garðs. Síðan var hafizt handa, og gekk byggingarnefndin undir for- ustu Alexanders Jóhannessonar að starfi sínu af fádæma áhuga og dugnaði, en verðlag var þá óstöð- ugt, erfitt að gera áætlanir og flutningar mrlli landa vandkvæð- um háðir. Geta má þess til dæmis, að hitunartæki, sem pöntuð höfðu verið frá útlöndum, fóru í sjóinn. Byrjað var að grafa fyrir grunn- inum í maí 1942, en húsið komst undir þak í október um haustið, og þrátt fyrir allt var garðurinn fullbúinn í september 1943, tæpu hálfu öðru ári eftir að byggingin hófst. Og þar voru komin til við- bótar 61 herbergi fyrir stúdenta. Þegar garðarnir voru orðnir tveir, var tekið að kalla þá Nýja Garð og Gamla Garð til aðgreiningar. Félagslíf fjölbreytt Það er gamall siður stúdenta að láta sér ekkert mannlegt óviðkom- andi. Þess vegna lætur að líkum, að félagslíf háskólastúdenta er fjölbreytt, og ætti hver og einn að geta fundið þar eitthvað við silt hæfi, ef hann vill sinna félags lífi. Stúdentaráð Háskóla íslands er. eins konar móðurfélag háskól- ans og fer með flest hin alvarlegu mál, er stúdenta varða. En auk þess starfa félög innan hverrar deildar svo og ýmis pólitísk félög. Blöð eru gefin þar út og ýmsum menningarmálum sinnt eftir á- huga og dugnaði stúdenta á hverj- um tírna. í sambandi við félags- starfsemina eiga stúdentar þess beztan kost að kynnast og koma hagsmuna- og áhugamálum sinum í framkvæmd. Stór dagur í dag Afmælishátíðin er í dag og á morgun. Samkomuhús háskólans verður vígt, gestirnir streyma að, o.g heiðursdoktorum fjölgar. Há- skóli íslands minnist hálfrar aldar afmælis síns. Hann var einu sinni yngsti háskóli veraldara, og hann er ungur enn. Samt er margs að minnast, stórhuga forustumanna, heilladrjúgra starfa. mikilla og vaxandi framkvæmda Og þeirn er ekki lokið enn, — scm betur fer. Stofnunin lifir, meðan hún vex. Við óskum háskólanum til ham- ingju með daginn og vonum, að hann bresti ekki þrek til nýrra dáða fyrir land og lýð og neiti hér eftir sem hingað til að sætta sig við lokuð sund. hjp. n p*rr írá Cæjarsíma Reykjavíkur. Nokkrir laghentir menn á aldrinum 18—25 ára óskast til vinnu nú þegar. Nánari upnlýsingar gefur Ágúst Guðlaugsson. full- t“ú’ sími 11000. Reykjavík, 5. okt. 1961. A víðavangi Vonlaus stjórnarstefna Fjöldi manna og kvenna, sem studdu stjórnarflokkanna I síð- ustu kosningum, sér og viður- kennir, að viðreisnarplanið, sem ýar feigðarflan frá upphafi, er farig í hundana. Það er lika eftirtektarvert hve m’álflutnimgur stjórnarliða, sem enn þá reyna að klóra í bakk ann, verður máttlausari og vand ræðalégri með hverjum degin- uni sem líður. Því er jafnvel haldið fram, að fólksfjölgun valdi hlutfallslegri kjaraskerð- ingu. Er þá augljóslega miðað við, að framleiðslan standi í stað ,og væri þag raunar eðli- Ieg uppskera af lömunar og kreppustefnu „viðreisnarinnar.*- Vantrúin á land og þjóíí Enn þá vesaldarlegri er þó sú kenning, sem kotið hefur upp kollinuni í stjórnarherbúðunum og þar er talinn lofsverður árang ur af viðreisnarplaninu, að er- lendir auðjöfrar og iðjuhöldar sjái sér hag í að Ieggja fé í fyrir tæki hér á landi, því að vinnu- aflið hér sé ódýrara cn annars staðar. Slíkur hugsunarháttur speglar undirlægjuhátt stjórnar liðsins gagnvart erlendu peninga valdi, og um leið kemur fram furðulcg vantrú á landi og þjóð. Unga fólkið, sem árlega bætist í hóp starfandi manna, hefur ærin verkefni, EF RÉTTILEGA ER STJÓRNAÐ. Stefna vinstri stjórnar- innar Vinstri stjórnin færði landhelg ina út í tólf mílur, og lagði þar með grundvöll að framleiðslu- aukningú sjávaraflans. Þá tók hún hóflegt fjármagn að láni erlcndis, og lét reisa fyr ir það raforkuver og stórverk- smiðjur.Mcð margvislegum stuðn ingi við atvlnnuvegina tókst henni hvarvetna á landinu að leysa öfl úr læðingi í þjónustu framleiðslunnar. Þá var ekki verið að tala um, að unga fólk- inu, sem árlcga bætist í hóp vinnandi fólks væri ofaukið, og ylli kjaraskerðingu. Það hafði meira en nóg verkefni, og þjóð arframleiðslan fór vaxandi, enda voru Iífskjörin stórum betri cn þau eru nú. Framsóknarmenn trúa á Iand og þjóð. Þeir benda á hin auð- ugu fiskimið, frjómagn moldar- innar, óhemju orku í fossum og liverum og margt fleira, sem blundar í skauti náttúrunnar. Framtak og dugnaður íslenzku þjóðarinnnv er slíkur, að liún á fáa sína líka, og er upnbyiggingin í landinu s.l. 30 ár glöggt dærni um bað. Núvcrandi stjórnarstefna cr hvorki í' tengslum við kröfur tímans eða vilja þjóðárinnar. — Hún er þröskuldur á vegi nauð- synlegrar uppbvgginigar og batn andi lífskjara. Þess vegna berj- ast Framsóknarmenn gegn henni og gegn þeim hugsunarhætti, að íslenzkir menn eigi að verða vinm.ibrælar erlends fjármála- auðvalds. (Framsóknarbl.) SKIPAlJTGF^n PlKISINS Skjiildbreiil vestur um land binn 10. þ m. Tckið á méti tJútíiingi í dag til Tálknafjarðar. Húria/H«a- og Skr.ga fjarðcrbafna og Gaf.vfját'ðar. Farseðlar súdir á máni.dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.