Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						ttgeteaáli Alþýffaítokktuian
Ritstjóri: Stefán Pjetnrsson
Ritetjórn og afgreiðsla 1 Al-
þýðuhusinu vi5 Hverfisgötu
Shnax ritstjórnar: 4901 og
4002
Sfmar afgreiðslu: 4900 og
4806
Verð í lausasölu 25 aura.
AlþýðnÐrentsmiðJan h* f.
t
fStióMrskiftin
ÞAÐ er nú skeð, sem allir
hafa síðustu dagana vitað,
að í aðsigi væri: Stjórn Her-
manns Jónassonar biðst lausnar
í dag vegna kjördæmabréyting-
arinnar, sem nú er sýnt, að nær
fram að ganga á þessu þingi, og
Sjálfstæðisflokkurinn myndar
nýja stjórn undir forsæti Ólafs
Thors, skipaða Sjálfstæðis-
mönnum einum. Mun hún
sennilega verða fullmynduð
einnig í dag og gera alþingi ef tir
hádegið grein fyrir ætlunar-
verki sínu.
Með þessum viðburðum er
ekki aðeins samstjórn Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins, sem mynduð var til
þess að framkvæma kúgunar-
lögin gegn launastéttunum í vet
ur, búin að vera; ekki að eins
leifar þjóðstjórnarinnar roknar
út í veður og vind, ekki aðeins
átta ára forsætisráðherraferill
Hermanns Jónassonar á enda.
Nei, með þessum viðburðum,
kjördæmabreytingunni oglausn-
arbeiðni Hermanns Jónassonar,
er heilt tímabil í stjórnmálasögu
okkar farið veg allrar veraldar,
Framsóknartímabilið, sem byrj-
aði svo efnilega árið 1927, og
endar nú svo ömurlega árið
1942..
Þegar Hermann%Tónasson varð
forsætisráðherra í samstjórn
Frámsóknarflokksins og Alþýðu
flokksins árið 1934, gerðu hinar
vinnandi stéttir og umbótamenn
landsins bæði til sjávar og sveita
sér enn vonir um áframhaldandi
skipulagsbreytingar í lýðræðis-
og jafnaðarátt. Og þær vonir
virtust í fyrstu ekki ætla að
bregðast. En það leið ekki á
löngu þar til umbótaviljinn fór
að dofna og vinstri stefnan að
verða reikul hjá Framsóknar-
flokknum. Vaxandi afturhald og
einræðisbrölt úti í heimi hefir
vafalaust flýtt fyrir' því. Engu
að síður reyndi Alþýðuflokkur-
inn árið 1939 enn á ný að
tryggja áframhaldandi umbóta-
stjórn í landinu í stjórnarsam-
vinnu við Framsóknarflokkinn,
þó að Sjálfstæðisflokkurinn
væri þá einnig tekinn inn í
stjórnina, vegna óvenjulegra
efnahagslegra erfiðleika, sem að
•þjóðinni steðjuðu. Það vantaði
heldur ekki, að Hermann Jónas-
son lofaði, þegar þjóðstjórnin
var mynduð, að eitt skyldi látið
yfir aila ganga og engri stétt
látið haldast uppi, að ota fram
sínum tota á annarra kostnað.
Og Alþýðuflokkurinn lét ekki
sitt  eftir  liggja,  til  þess  að
stjórnin artæði við þau loforð.
En stríðsgróðahugurinn varð
ekki. aðeins hjá Sjálfstæðis-
flokknum, heldur og hjá Fram-
sóknarflokknum öllum loforð-
um yfirsterkari. Vinstri stefn-
unni, sem byggzt hafði á sam-
vinnu Framsóknarftokksins við
Alþýðuflokkinn, var fórnað til
fulls, og samstjórn mynduð við
íhaldsöflin í Sjálfstæðisflokkn-
um í berhöggi við launastéttir og
umbótamenn landsins í öllum
flokkum. Þessi breyting Fram-
sóknarflokksins úr frjálslynd-
um umbótaflokki í einræðistrú-
aðan íhaldsflokk var fullkomn-
uð með kúgunarlögunum gegn
launastéttunum í vetur.
En það má segja í dag, að
skamma stund verður hönd
höggi fegin. Með þeim lögum
gróf    Framsóknarf lokkurinn
undir fprustu Hermanns Jónas-
sonar sér þá gröf, sem hann er
nú fallinn í, aðeins f jórum mán-
uðum síðar.
*
Einhver kann að segja, að Al-
þýðuflokkurinn hafi ekki yfir
miklu að fagna, þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn einn er að mynda
stjórn í staðinn undir forystu
Ólafs Thors. En við því er það
að segja, að enda þóttSjálfstæð-
isflokksstjórn sé einskis trausts
verð af umbótamönnum og
launastéttum landsins, er öllum
Ijóst, að sú stjórn, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn er nú að
mynda, er neydd til þess að
beita sér fyrir þýðingarmikilli
umbót á stjórnarfari landsins í
lýðræðisátt, kjördæmabreyting-
unni, sem borin er fram af Al-
þýðuflokknum, og hefir ekkert
bolmagn til þess að gera neinar
sérhagsmunalcröfur íhaldsins
gildandi — eins og hin sameig-
inlega stjórn Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins —
þann stutta tíma, sem henni eru
tryggðir lífdagar.
Alþýðuflokkurinn er ekki á
nokkurn hátt bundinn hinni
nýju Sjálfstæðisflokksstjórn.
Hann mun að vísu ekki styðja
að f alli hennar þann stutta tíma,
sem tilvera hennar er nauðsyn-
leg til þess að tryggja fullnaðar-
samþykkt kjördæmabreytingar-
jnnar. En stefna hans er og
verður alltaf sú sama: að vinna
að velferð hinna vinnandi stétta
með auknu jafnrétti og lýðræði.
Og til þess hefir hann betri að-
Stöðu en nokkru sinni áður eftir
að kjördæmabreytingin er kom-
in til framkvæmda og jafnrétti
kjósendanna tryggt.
&tJ*ffSHWWJ*ÖS0
laagaréagut 10, maí ÍMZ.
¦Wíí
Ávarp vegna Nw~
egssðfnunarinnar
«»    ..
DAGLEGA berast hú hörmuleg ttðindl af fræmíþj6ð> vorri
Norðmönnum. Vér ísléndingar erum fámennir og lítite-
megandi, stöndum álengdar og getum Utt að gert annað en
sýnt samúð vora á einn eða annan Mfifi.
Á sama tíma sem Norðmenn hafm beðið ómetanlegt
tjón, höfum vér íslendingar auðgazt af veraldlegwm auð
meira en dæmi eru til á jafnskömmum tíma. Oss væri því
ekki vansálaust að sitja hér með digra ffársjóði, sem meSál
annars hafa til orðið vegna þeirra hörmwnga, sem dynja nú
yfir þjóðirnar, án þess að láta eyri af hendi rakna til hjálp-
ar nauðstaddri bræðraþjóð. Þess vegna teljum vér, sem
undir þetta ávarp ritum, að vér getum. á engan hátt betur,
svo sem högum vorum er háttað, sýnt samhug vorn með
þessari frændþjóð en með því að safna nú álitlegri fjárupp-
hæð, sem varið yrði henni til hjálpar að stríðinu loknu eða
þegar, hún hefir endurheimt land sitt og frelsi. Með slíkri
fjársöfnun styðjum vér ekki aðeins nauðstadda þjóð, heldur
björgum vér einnig, á þessu sviði, heiðrí vorum sem frjáls-
borin þjóð.
Sameinumst því allir íslendingar um \ að sýna Norð-
mönnum óskipta samúð og veitum þeim þá hjálp, er vér
megum.
Sendið gjafir yðar til Norræna félagsins, Ásvallagötu
58, Rauða Kross Islands, Hafnarstr. 5, Norska félagsins s. st.
eða annarra stofnana á landinu, er auglýst verður að taki
á móti gjöfum til Noregssöfnunarinnar.
Reykjavík, 16. maí 1942.
Stefán Jóh. Stefánsson',
form. Norræna félagsins.
Sigurður SigurSsson,
form. Rauða Kross íslands.
Árni Pálsson,  s
prófessor.
Alexander Jóhannesson,
rektor Háskóla íslands.
Sigurður Thorlacius,
form. Samib. ísl. barnakennara
Helgi H. Eiríksson,
form. landssamb. iðnaðarmanna
Kjartan Thors,
form. Fél. ísL botnv.skipaeig.
Pálmi Hannesson,
rektor Menntaskólans í Rvík.
Sigurgeir Sigursson
biskup.
Einaz Árnason,
form. Samb. ísl. samvinnufél.
Ásmundur Guðmundsson,
form. Prestafélags íslands.
Ðaníel Ágústínusson,.
ritari Ungmennafél, íslands
Ben. G. Waage, kaupm.,
forseti í. S. í.   /
Kristján Guðlaugsson,
ritstj. Vísis.
Skúli Skúlason,
ritstj. Fálkans.
Guðl. Bósmkranz,
' ritari Norræna félagsins,
Harald Faaberg,
form. Nordmannslaget.
Jónas Jónsson,
alþingism.
Sigurjón Á. Olafsson,
forseti Alþýðusamb. íslands.
Hallgrimur Benediktsson,
form. Verzlunarráðs íslands.
Árni G. Eylands,
form. Norræna búfrfél. N.J.F.
Guðmundur Ásbjörnsson,
forseti bæjarstjórnar Rvíkur.
Bagnhildnr Pétursdéttir,
form. Kvenfélagasamb. íslands.
Krislinn Stefánsson,
stórtemplar.
Bjarni Ásgeirsson,
form. Búnaðarfél. íslands.
Valtýr Stefánsson,
ritstj. Morgunblaðsins.
Jón Eyþórsson,
form. útvarpsráðs.
Stefán Pétursson,
ritstj. Alþýðublaðsins.
Jón H. Guðmundsson,
ritstj. Vikunnr.
Jón Magnússon,
fréttastj. Útvarpsins.
Nofnð hásgOgn lte@fpí ávalft h^sfa
5691 — lem sfra%
Fornverslunin
fireffisgðtu 43
Ragnheiður Jónsdóttiri
Bagnbeiður Jönsdótt
Ir ráðin forsfoM-
kona iIieoBJistótas
í leiUnrffc.
P ORSTÖÐUKONA
¦"•   Kvcnnaskóiaris í.l&eykja
vik er nú ráðin Kagnlieiður
Jónsdóttír, sem í morg- ár
hefir verið aðalkennari skól--
ans.
Síðasliðið haust, er skólinn.
hóf stqpf sitt, gat ^áver^andi
forstöðuk. Ingibjörg H. Bjairna-
son ekki gegnt starfímu, sökum
veikinda, en liagmli. Jónsdottir
tók þá að sér stjorn skótans.
Ingibjörg H. Bjarnason var fór-
stöðukona skóláns í 35 ár>. en
hún andaðist 3t. oktöber síðast-
liðinn.
Ragnheiður Jónsdóttir er ættuð
frá Vestri-Garðsauka í Hvols-
hreppi. Foreldrar hermar voru
Jón bóndi Árnason og Sigríður
Skúladóttir frá Moheiðarhvoli.
Ragnheiður útskrifaðist úr
Kvennaskólanum og stundaði
síðan nám í Danmörku og Sví-
þjóð. Hún hefir verið kennari
við Kvennaskólann síðan 1913
og verið hægri hönd forstöðu-
konunnar síðustu árin,
í Kvennaskólanum eru nú
124 námsmeyjar í bekkjum, og
munu 15 útskrif ast þaðan í vor.
Næsta ár er áætlað að auka
skólann, og þannig hafa 6 starf-
andi deildir, og munu þá verða
150—160 námsmeyjar í skólan-
um og er hann þegar fullskip-
aður.
Sú breyting verður mú^ að
húsmæðradeild skólans, sem
starfað hefir í 31 ár, mun leggj-
ast niður, enda ekki sama þörf
nú og áður, síðan hinn nýi Hús-
mæðraskóli Reykjavíkur er kom
'inn upp.
Kvennaskólanum verður sagt
upp í dag kl. 2.
tnm
J
iPríkirkjan i Reykjavík.
Messa á morgun kl. 2, síra Á. S.
Wnglmgáfélagsfundur á morgun
kl. 4 í baðstofu iðnaðarmanna.
Fjölbreytt efni. Fermingardrengir
Mkirkjusafnaðarins eru "/::•;": ,inn-
ir.
A8alsafnaSarfundur      x
Hallgrímsprestakalls    verður
haldinn laugardagkm 16. maí n.k.
M. 8% síðdegis í húsi K. F. U. M.
og K. við Amtmannsstíg.— Fund-
arefni: l.ÍTekin ákvörðun uia upp-
hæð kirkjugjalda. 2. Kosnir tveir
varamenn í sóknarnefnd. 3. önnur
mál. — Sóknamefndin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8