Tíminn - 29.11.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.11.1963, Blaðsíða 5
LEIÐSÖGN / ÁTTHAGAFRÆDI Eiríkur Stefáusson, Sigurður Gunnarsson: LEEÐSÖGN í ÁTTHAGAFRÆÐI. ÞESSI innilialdsrika, en fyrir- ierðarlitla og látlausa handbók, er nýlega prentuð og gefin út af Ríkis útgáfu nánishóka, og ætluð til að rota við kennslu í átthagafræði j'ngstu þriggja aldursflokka í harnaskólunum, 7,8 og 9 ára barna. Var hennar hin mesta þörf. Hafa margir kennarar reynt að hæta úr þeirri þörf með ýmsum ráðum,' sumir fjölritað margt til stuðn- ings, hver fvrir sig, en aðrir reynt að koma meiri heildarsvip á þær aðgerðir. En bæði þetta nám yngstu barn- anna, og eins starfrænt nám hinna eldri, sem smátt og smátt leitaði á, átti erfitt uppdráttar. Má þess minnast nú, að árin 1932—1934 var á skipulegan hátt, með eina 11 og 12 ára bekkjadeild í barna- skóla Aku.-eyrar, leitað að sem heppilegustu formi á starfrænu námi barna, einkum að sænskri fyrirmynd. Hafðist margt gott upp úr þeirri athugun, sem að gagni varð. Og ýmsir hafa unnið gagn- legt brautryðjendastarf á þessu sviði, eins cg t. d. Aðalsteinn Sig- mundsson, o. fl. En það kom brátt í ljós, hve sárlega skorti flest hjálpargögn til þvílíkra kennsluhátta, og það varð slíku starfi sem fjötur um fót. Mátti þó vissulega segja, að j'eynt væri að bæta úr því á ýmsa lund, þótt af vanefnum væri. Og í leit að úrræðum til hjálpar við kennslu í átthagafræði kom rokkru síðar að því, að Kennara- fclag Eyjafjarðar lét semja og gaf út drög að smáhandbók, sem þótti þá í allsleysinu betri en engin. Og upp úr því starfi varð til nefnd, samsett af tveim kennurum að r.orðan og þrem að sunnan, með íræðslustjóra Rvíkur að bakhjarli. Hefur sú nefnd orðið þörfu máh að miklu liði. Má m. a. benda á bað merka framtak, er bækur hins f;ölhæfa og þekkta danska kenn araskólakennara, Axels Nielsen, voru fengnar sem fyrirmynd að ísl. handbókum í starfrænu landa- íræðinámi. Unnu þeir sunnan menn í nefndinni, kennararnir Jón Þórðarson og Guðmundur Pálsson (meðan hans naut við) hið þarf- asta verk með pví að koma tveim bckum A. Nielsens út á íslenzku af slíkri vandvirkni, að hann sjálf- ui dáðist að. Og ekki voru síður vandlega unnar þær tvær bækur af þessu tagi, sem Jón Þórðarson frumsamdi einn. Hljóta þessar bæk ur að verða vinsæl hjálpargögn við landafræðinám barnanna og mikið notaðar. Þá hefur sjálfur forkólfurinn. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri,! samið mikinn fjölda reikningsverk efna fyrir yngstu börnin og Ríkisút gáfa námsbóka gefið út. Var það hið þarfasta verk. Enda virðist par skipulega og skilmerkilega að unnið og prýðilega lögð mikilsverð undirstaða að reikningsnámi. Og siimar af þeim bókum, eins og t. d. „Ég reikna og lita“, ættu heimil- in að eignast og nota handa börn- rir. innan skólaskyldualdurs. Og svo köma nefndarmennirnir tveir að norðan, kennararnir Eirík ur Stefánsson og Sigurður Gunn- arsson, gamlir vinir og samverka- rnenn, með þessa þörfu bók, sem þ'eir nefna Leiðsögn í átthagafræði. Hefur hún að sjálfsögðu verið lengi í undirbúningi og hreinsun- areldi hjá slíkum úrvalsmönnum, og er því hvorki um fálm né flaust ursiðju að ræða, heldur þaulhugs- að og reynt verk. Höfðu áður kom- ið út fjölrituð drög að bókinni, sem S.Í.B. sá um útgáfu á. Þar teiknaði myndir hinn sívökuli a- hugamaður um bætta kennslu- hætti, Marinó L. Stefánsson kenn- ori. Hin nýja bók er í tveim höfuð- köflum. Fyrstu 25 blaðsíðurnar eru ætlaðar handa 7 ára börnum, en hinn kaflinn 8 og 9 ára börnum. Alls er bókin 88 blaðsíður. Er svo efniviðnum í báðum köflum að sjálfsögðu skipt í marga flokka skemmri og lengri. Fyrsta athug- unarsviðið er skólinn, og er þar inörgu að kynnast. Þá er kafli um lurteisi, hegðun og umgengni. Og svo að sjálfsögðu langur kafli um heimilið. Og inn í þetta spjall eru íléttaðar vísur, sem við á að læra og syngja til gleði og gagns. Og svo er raunar gert í allri bókinni, og er slfkt snjallræði. Þá er rætt um „götuna“ og um- ferðarreglur, húsdýr, peninga„ tímatal, hreinlæti, heilsuvernd o.fl. o. fl. Og öll er þessi undirstaða ýt- arlegarl grc’ind fyrir eldri börnin, færðar út kvíarnar í skilgreiningu og ýmsu nýju bætt við, m. a l.afla um samgöngur, opinberar stofnanir, aafla um veðrið og veð- urathuganir, landfræðileg heiti c.g hugtök, iöðurlandið, merka sögu staði, óg endað á þjóðfánanum. — Þetta er aðeins örlítið sýnishorn af þeim aragrúa af viðfangsefnum. sem bókin minnir á. Raunar hafa kennarar aldrei ver ið reglulega ánægðir með „átthaga fræði“-nafnið, en ekki fundið ann- að nafn belra. Um það segja höf- undar í for.nála m. a. — „Átthaga- fræði er mjög yfirgripsmikil náms grein. Nafnið skýrir hana alls ekki að fullu, því að hún nær yfir miklu fleira en það, sem finnst í átthögum barnsins. Flest það, sem liggur nærri hug arheimi þess og þroskastigi, er efni í átthagafræðinám. Með kc-nnslu í átthagafræði er lagður grundvöllur að öðru námi. Þessi bók er hugsuð sem eins konar handbók fyrir kennara. — Með henni er vörðuð leið í átt- hrgafræðikennslu, en engum mark aður bás. Kennurum er nauðsyn- legt að hafa nokkurt frelsi til að v&lja sér starfsháttu. En bókin ælti að geta orðið þeim að ein- hverju gagni, þótt hver hafi sína kennsluaðferð . .“ Þá mætti vissulega benda heim- ilunum á þessa bók. Hún er ekki síður gagnleg handbók fyrir þau. Þar fá þau margt nauðsynlegt sam- talsefnið við börn sín, handhægt og fróðlegt. er oft gleymist í dags- ins önn og erli. Þarna eru þau l rrinnt á margt, sem eðlilegt er að heimilin láti börnum sínum í té, svo að heimanbúnaðurinn sé nokk- ui. Um það segir í smágrein á kápu bókarinnar: „ — — En bctt bókin sé fyrst og fremst ætl- uf kennurum geta foreldrar, sem fræða vilja börn sín, einnig haft hennar not. Það mundi auka broska barnanna ef faðir eða móð- it gæfi sér tíma til þess að ræða við þau um ýmis atriði, sem fjall- að er um i bókinni og myndirnar minna á. Má í því sambandi benda á, hvernig nútíð og fortíð eru tengdar í sumum köflunum, en nú er svo maigt í lífsháttum þjóð- arinnar, sem tekur hraðfara breyt- ingum og er á hverfanda hveli. — Þannig fækkar óðum þeim for- ÚR DAGBÓK LÍFSINS UNDANFARNA daga h?fur Tjarnarbær verið að sýna ís- lenzka mynd, sem tekin er hér í Reykjavík og er svipmynd- ir úr daglegu lífi borgarbúa. Myndin sýnir margt af skugga hliðum i lifnaðarháttum okkar, sem sumai virðast ótrúlegar, en eru þó dagsannar. Menn vilja ef til vill loka augunum fyrir því hvaða áhrif lifnaðar- hættir þeirra geta haft á börn- in, jafnvel saumaklúbbar og spilakvöld, þegar skólabarnið fær ekki svefnfrið, kemur svo seint í skólann, hefur hvorki fengið vott né þurrt áður en það fer í skólann og fær svo ávítur kennarunna í viðbót. — Þetta er þó ekki það ljótasta. Móðirin, sem sendir dreng- inn sinn til að stela og ekkjan, sem ekki getur gefið drengn- um jólagjöf, eru tvær ólíkar manngerðir, en drengirnir þeirra fá líka ólíkasta vega- nesti út í lífið, sem hægt er að veita. Móðirin, setn fer á fætur til að hjálpa telpunum sínum í skólann, og hin, sem hefur svo mikið að gera í sínu einkalífi, að hún hefur engan tíma tii að sinna um telpuna, sem hefur þó viljað stunda nám sitt, en ekki fengið frið til þess fyrir móður og systur og lendir svo á glapstigum er heldur elcki einsdæmi. Hörmulegir hlutir eins og barnið, sem var svo hungrað að það nagaði hráa rjúpu á jólunum meðan foreldrarnir lágu dauðadrukknir í bailum sínum, er því miður sönn saga eins og alli efni myndarinnar, en það er eins og kunnugt er tekið úr skýrslum barnavernd- arnefndar. Myndin er vel þess virði að hún sé vel sótt og að þeir, oem sækja myndina, líti í sjálfs sín barm, og gæti að hvort allt sé í lagi hjá þeim í uppeldismálunum. Áfengið á sinn mikla þátt í öllu því sem illa fer í myndinni og er það áreiðaulega tímabært að sú hlið scm í myndinni er sýnd komi fyrir almenningssjónir. Þá sjást myndir af dönskum uppeldisheimilum og drengja- heimilinu í Breiðuvík. Magnús Sjgurðsson skólastj. hefur látið gera þessa mynd. — Hann hefur í fjölda ára verið í barnaverndarnefnd og nú i barnaverndarráði. Að öllum ó löstuðum þekki ég engan mann, sem hefur lagt jafn mik ið á sig til að vinna þessum vandamálum okkar gagn eins og Magnús. Einn þáttur í þessari baráttu er þessi mynd. í mörg ár hefur Magnús af einstakri elju og alkunnum dugnaði unn- ið að þcssari mynd. Og sú von Magnúsar að myndin kunni að vekja menn til umhugsunar og framkvæmda, sem komi í veg fyrir að börn lendi á glapstig- um, til dæmis með því að koma upp uppeldisheimili fyrir stúlk ur vona ég að rætist. Sjálfur hefur hann lýst því yfir að all- ur ágóði af myndinni renni til þessara mála. Um leið og ég þakka Magnúsi fyrir myndina og allt hans mikla framlag til mannúðarmála vona ég, að allar hans óeigingjörnu vonir rætist. Með því að sækja mynd ina getum við hjálpað til að svo verði. Guðlaug Narfadóttir. MINNING Hannes Úlafsson Hve gott er þreyttu höfði að halla að hinzta bólstri í sátt við alla, :er eftir fagran friðardag ■- skín friðmilt, blíðvært sólarlag! (Guðm. G.). „f dag mér á morgun þér”. í DAG cr það Hannes Ólafsson, fyrrverandi bóndi í Austvaðsholti í Landssvcit, sem borinn verður til moldar að Árbæ í Holtum en þangað á Austvaðsholt kirkju- sókn. Hannes var fæddur í Austvaðs- holti 12. júlí 1886. Foreldrar: Ól- afur Júnsson bóndi og hrepp- stjóri og kona hans, Guðrún Jóns dóttir, (bónda að Hellisholtum í Hrunamannahr), var Guðrún ekkja sr. Hannesar Stephensen prests fyrst til Inn-Hlíðanþinga og síðast prests Meðallands- þinga. Austvaðsholtsheimilið var í tíð þeirra hjóna, til fyrirmyndar á marga grein. Prúðmennska hús- ráðenda, snyrtimennska úti og inni, gestrisni og glaðværð ein- kenndi það. í þessu andrúmslofti ólust börn þcirra hjóna upp, en þau voru bessi: Guðný Ólafsdóttir, dó-á sextugsaldri, ógift. Sigríður Ólafsdóttir, gift Þorsteini Þor- steinssyni frá Berustöðum, bjuggu á Ásmundarstöðum í Ásahreppi, búa nú í Reykjavík. Ágústa Ólafs- dóttir , gift Sigurjóni Sigurðssyni frá Bjálmholti í Holtum, búa í Raftholti í sömu sveit. Hannes Ól- afsson, sá er hér er minnzt, var elztur þeirra systkina Jón Ólafs- son, bóndi í Austvaðsholti jafn- lengi og Hannes. Kona hans var Katrín Sæmundsdóttir frá Lækjar botnum á Landi, dáin fyrir mörg- um árum. Karl Ólafsson, bóndi í Bjálmholti, kvæntur Ólafíu Sigurð ardóttur frá Bjálmholti. Hér er ekki fylgt aldursröð systkinanna. Helgi Ólafsson dó á unglingsárum, og enn munu þau Austvaðsholts- hjón hafa misst tvö eða þrjú börn kornung. Sonur Guðrúnar, af fyrra hjónabandi, var Magnús Step hensen, sam einnig ólst upp í Austvaðsholti, síðar bóndi í Með- alholtum í Flóa. í þessum myndarlega systkina eldrum, sem þekkja ýmsa gamla iduti af eigin reynd. Má því ætla, að ýmsir foreldrar kaupi bókina og notfæri sér hana “. Það gera þeir væntanlega og munu börn þeirra hafa gott af. Og svo eru það myndirnar, sem rámsefni Dókarinnar eru ætlaðar. Þær hefur teiknað einn af göml- um nemendum Marinós L. Stefáns sonar, Þórir Sigurðsson, kennari i Rvík. Myndirnar eru á sérstökum blöðum. 32 alls. og í sérstöku um- slagi með áprentuðum nöfnum allra myndanna, 169 að tölu. Eru þessar myndir eigi aðeins vel gerð ar, (sumir mundu kannski segja of vandaðar) heldur líka hnitmið aðar og glöggar fræðslumyndir með ákveðið markmið. Og þær eru svo skýrar og fjölbreytilegar, létt- ar og iifandi. að telja má þær á- tætan feng inn i kennslu- og upp- cldisstörf i skólum og heimilum. Þær blása lífi í umræðuefni af þessu tagi vg gera það skiljanlegra og minnisstæðara. Myndirnar eru að vísu miðaðar við efni bókarinnar og bezt notað- ar í sambandi við hana, en geta þó einar verið sjálfstætt námsefni. — Eru þær líka prentaðar í stærri heild en bókin. og geta því farið víðar en hún. Þórir Sigurðsson kennari má vissulega vera ánægður með sitt verk. Myndhnar eru þessum gamla vin: okkar írá Akureyri til sæmd- ai og munu reynast mörgum til gleði og gagns. Og heill og þökk sé hinum sívökulu og ágætu höfund- urn átthagafræðinnar, þeim Eiríki og Sigurði, fyrir þarft verk og gott Og jafnframt öllum nefndarmönn- unum gömlu fyrir sitt framlag allt. Ir mér það ánægjuefni nú, að sú skipan málanna á sinni tíð hefur reynzt heilladrjúg. Snorri Sigfússon. hópi ólst Hannes sálugi upp. Var því fólki veitt eftirtekt hvar sem það fór, sakir háttprýði og fágaðr- ar framgöngu. Árið 1917 ganga tvö þessara syst kina í hjónaband. Sigríður giftist Þorsteini frá Berustöðum, og Hann es gekk að eiga Ingibjörgu (f. 21. febr. 1892) Guðmundsdóttur frá Múlakoti i Fljótshlíð, Jónssonar alþm. Þórðarsonar. Ingibjörg var kennari að mennt un og hafði stundað barnakennslu nokkur ér úður en hún giftist Hannesi. Þau hjón byrjuðu búskap í Selssundi á Rangárvöllum 1917 og bjuggu þar í átta ár. En er cnóðir Hannesar dó og Ólafur faðir hans hætti búskap, flutti Hannes að Austvaðsholti og bjó þar næstu 15 árin í tvíbýli við Jón bróður sinn. Konu sína missti Hannes 1940 eftir tu*tugu og þriggja ára sambúð. Þau höfðu eignazt tvö börn. Ólafur (f. 1920) nú bóndi í Austvaðsholti; kona, Unnur Jóns- dóttir, norðlenzk að ætt, og Guð- rún (f. 1925) gift Sigurði Magnús- syni frá Lcirubakka á Landi, búa þau í Rvík. Eftir lát konu sinnar bjó Hann- es enn í Anstvaðsholti með börn- um sínum og vandalausu fólki í sambýli við bróður sinn önnur fimmtán ár. Enginn st.órbóndi mun Hannes hafa talizt og safnaði ekki auði, Framhald á 13. síðu. T f M I N N, föstudaginn 29. nóvember 1963. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.