Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.04.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.04.1939, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ræktnn grænmetis og ávaxta i kjallaraibúðum Reykjaviknr. Nýjasta ræktunaraðferð Ameríku- manna er vatnsræktun að vetrarlagi. * T--------------------------------------1 T3N GUNNARSSON skýrir í meðfylgjandi grein frá uppfinn- ingu ameríska verkfræðingsins Brundin og þýzka vísinda- mannsins dr. Gericke um vatnsræktun á alls konar grænmeti. Leggur Jón Gunnarsson til að hinar óhæfu kjallaraíbúðir Reykja- víkur séu teknar til slíkrar ræktunar og heldur því fram að með því að nota svonefnd „Neonljós“ sé hægt að koma upp stórkost- legri grænmetisræktun í heimahúsum, sem hver fjölskylda geti sjálf séð um. Er þessi grein mjög athyglisverð og fróðleg.“ i--------:-------------------------------♦ ERNEST BRUNDIN við vatnsræktarker sín. Yf- ir þau er sett vírnet, og ofan á það tréull. — Slík ræktunartæki ætti að setja upp í kjöllurum hér. VEÐURBLIÐAN hér á Suður- landi undanfarnar vikur, um það leyti árs, sem margir kaup- staðabúar kysu fremur að hafa gott skíðafæri, hefir þegar vakið úr vetrardvala margar jurtir, sem betur væru geymdar undir snjó, vegna vorkuldanna, sem visast þígla í kjölfar hins miida vetrar. Þessi umbrot jurtanna til vaxt- ar og þroska svona löngu fyrir sumarmál, verða til þess að minna mig á afrek gróðurhúsa- eíganda eins vestur í Californíu, sem um nokkur undanfarin ár hefir leikið sér að því að láta tómatauppskerur sínar verða full- þrostta um tiaveturinn, og haft góðan hagnað af. Þvi sennilega getum við íslendingar leikið þetta eftir og ræktað tómata og fleiri tegundir grænmetis að vetr- inum, og grænmetis- og bæti- efna-hallærið væri þá brátt úr sögu. Til þess að koma þessu i kring þarf fyrst og fremst hér í Reykja- vík að banna fólki að búa í öll- um þeim kjallaribúðum, sem raunverulega eigi eru hæfar til íbúðar, og breyta kjöllurunum — eða nokkrum hluta þeirra — í gróðurhús. Hver fjölskylda gæti þá sótt í kjaliarann alt það græn- meti, sem nota þarf til dagsins, og menn gætu líklega mestmegn- is lifað á grænmeti, allir þeír, sem það telja heilnæmast, — og þetta myndi jafnframt verða hið ódýrasta matarhæfi, gagnstætt því, sem nú er. VÍÐ REYKVIKINGAR ættum ekki að þurfa að bíða eftir hita- veitunni til þess að framkvæma siíka ræktun, því rafmagn höfum yjð. nægilegt til að byrja með, og við það má enn miklu bæta, eins og allir vita. Er framkvæmd þessa máls einkum undir þvi komin, að rafveitan selji mönn- um nógu ódýrt nætur- eða af- gangsrafmagn, allan tima sólar- hringsíns, sem ljósanotkun er lítil. Slík gróðurhús í kjöllurum þurfa miklu minni orku til hitun- ar en venjuleg gróðurhús. En þau þarf vitanlega að Iýsa með Neon- ljósum eða öðrum hæfilegum ljósum, sem koma þá að mestu leyti í stað dagsbirtu og sólar- Ijóss, sem hér á landi er af svo skornum skamti. Við slíka ræktun er maður því með öllu óháður dutlungum veðráttunnar og á eigi lengur neitt undir sól og regni, og moldinni ekki heldur. Maður er nefndur dr. Gericke, sem var kennari við háskólann í Californíu, þangað til á síðast Iiðnu ári. Hann hefir um mörg undanfarin ár gert tilraunir með svo nefnda vatnsræktun (water culture, eða öðru nafni hydro- ponics) og með glæsilegum ár- angri. Til dæmis um þetta má nefna, að uppskera af tómötum, ræktuðum í mold, er frá 12—20 tonn af hverri ekru (2,47 ekrur er 1 hektari) í St. Clara og Sacra- mento-dölunum, en ef notuð er vatnsræktun, fást um 80 tonn af ekru. Kartöfiuuppskera er þar um 118 bushels af ekrunni (100 lítrar = 2,75 bushels), en dr. Gericke fær 2508 bushels af ekru. Lauk- \ uþpskera verður margföld, og tóbaksjurtin verður alt að því helmingi stærri en þegar ræktuð er í mold. Og svona mætti lengi telja. Sumir rótarávextir, t. d. gul- rætur, voru í byrjun með nokkuð annarlegu bragði, en úr því var bætt með því að breyta næring- arvökvanum lítils háttar. Af þessum stórkostlega upp- skeruauka leiðir beint, segir dr. Gericke, að löndin geta fætt og klætt íbúa sína, þau sem taka upp vatnsræktun, með því að leggja hverjum einstaklingi til landrými, sem svarar 1/5 úr ekru undir trogin, sem tæringarvökv- inn er hafður í. Með venjulegum hætti þarf ella 4 ekrur af góðri gróðurmold. Þann veg gætu t. d. Bandaríkin 20-faldað íbúatölu sína. Málmsölt í vökva til að rækta í eitt bushel af kartöflum eða tómötum, kostar tæp 5 cent, eða 23 aura. En trogin eða kerin und- ir næringarvökvann eru auðvitað miklum mun dýrari, til að byrja með. Eigi þarf að kosta vinnu til að tína illgresi við slíka ræktun, eins og gefur að skilja. GRÆNMETISRÆKTUN Á GRÖÐURL AU SRÍ EYJU. Einna kunnasta dæmi þess, að tilraunir dr. Gericke eru engir draumórar, er grænmetisræktun sú, sem flug- félagið Pan American Airways hefir hafið á eyjunni Wake í miðju Kyrrahafi, en eyja þessi er viðkomustaður flugvéla þeirra, sem fara milli Bandaríkjanna og Kína. Farþegarnir hafa heldur en ekki sögur að segja um hið ljúf- fenga grænmeti, sem ræktað er í „baðkeragarðinum" á Wakeeyju. 'Dvölin á eynni er einnig notuð til snæðings, og áður en vatnsrækt- unin kom til sögu, var þar skort- ur á nýju grænmeti. Flugfélagið fékk því einn af lærisveinum dr. Gericke til að hefja þar vatns- ræktun, og var byrjað með 120 ferfeta stórum „garði“. Tveim mánuðum síðar var fyrsta hreðk- an þroskuð, en gulrætur og kál þurftu 3 mánuði til að ná fullum þroska, og tómatarnir 4 mánuði. Árangur af þessari byrjunartil- raun varð svo góður, að hálfu ári síðar var „garðurinn“ tífald- aður að stærð, og nægir nú fram- leiðslan íbúum Wakeeyjar og far- þegum P. A. A., sem fara um. þessar slóðir. Auk þess er íbúum: annarar eyjar sent grænmeti frá Wakeeyju, þegar rúm er fyrir slíkar sendingair í flugvélunum. MARGAR TILRAUNASTÖÐV- AR. Tilraunir með vatnsræktun eru nú gerðar við a. m. k. sex háskóla í Bandaríkjunum, af' heilli tylft gróðurhúsaeigenda og þúsundum einstaklinga, sem komið hafa upp smá tilrauna- stoðvum víðs vegar um Banda- ríkin. Skoðanir eru þó allskiftar um það, hvort þessi nýja rækt- unaraðferð borgi sig betur en venjuleg ræktun í mold, og ýms- ir halda því fram,að fái jarðveg- urinn hæfilegan áburð og í ná- kvæmlega hnitmiðuðum hlutföll- um, og jurtirnar sömu aðhlynn- ingu og þær, sem ræktaðar eru í vatni, verði árangur svipaður. En dr. Gericke er á annari skoðun. Hann sýnir hinum vaa- trúaða Tómasi trog með fuli- þroskuðum kartöflum. Við nánari athugun kemur í ljós, að miltí kartöflugrasanna eru einnig tóm- atplöntur hlaðnar tómötum, se*» berjast um olnbogarúm mi4M kartöflugrasanna. Auk þess gægj- ast kornstilkar upp milli kartöfiu- grasanna og tómatanna, en allar tegundirnar teygja rætur niður i sama næringarvökvann og blómgast.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.