Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.04.1939, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.04.1939, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Samtíningur. VORVÍSUK. OUÐMUNDUR gamli á Lönguhlíð var alkunnur gáfumaður og prýðilega hag- orður. Bjarni Thorarenseh, þjóðskáldið góða, átti Löngu- hlíðipa og vildi fá Guðmund til að stahda upp áf henrii fýrir einhverjum dýrlingi sínum. Meðan þetta var á döfinni, kom Guðmundur eitt sinn til Bjarna og hugsaði Bjarni þá gott til, að nota tækifærið að tala um þetta við Guðmund og býður honum inn. — Já, þakka yður fyrir, en Mér er skift það mæðupund minni fjörs á línu, að eg má varla einni stund eyða að gamni mínu. — Góð er vísan, Guðmundur minn, sagði Bjarni og kiappaði á herðar Guðmundi. Um búferl- in var ekki talað. Hallgríntur á Snaeringsstöð- um, framúrskarandi áhuga- og dugnaðarmaður, var hnyttinn í svörum, og er margt gott haft eftir' honum. Ein- hverju sinni kvað hann hafa sagt: — Það get ég aldrei fyrir- gefið forsjóninni, að láta ganga með börnin í 40 vikur. Það kemst ekki mikið í verk með því lagi, og lífið svo ekki lengra en þetta. Arnór Árnason sýslumaður X Húnavatnssýslu þótti skrítinn í svörum. Eitt kvqld kemur mað- ur á glugga þar sem sýslumaður er inni fyrir og segir, sem siður er til: — Hér sé guð! — Hér er enginn guð, svaraði Arnór, — farið þér að norðurdyrunum. Maður kom að bæ og bar bónda bréf og sagði þær fréttir, að hann hefði heyrt að G. á Hálsi væri dauður. Þegar bóndi opnar bréfið, sér hann að það er einmitt frá G. á Hálsi, les fram í bréfið og segir: — Ekki getur hann um það ennþá. — Það er lítið að marka það, svar- aði kona hans. — þú ert ekki búinn að lesa endann. ÞAÐ VAR MUNUR. —Ójá, Gvendur að bjarga sér, en ég stend í þessum and- skota, sagði prestur nokkur þegar hann kom út úr kirkju, og sá bróður sinn fara með hey- ferð hinum megin árinnar. Ennþá laufgast eikargrein, ennþá léttist sporið, ennþá litkast akurrein, ennþá heilsar vorið. Þorsteinn Gíslason. Vorið ég að vini kýs, verður nótt að degi, þegar glóhærð géisladís gengur norðurvegi, Jón S. Bergmann. Vorið mettar alt af ást upp þá léttir hríðum, fanna blettir burtu mást, blómin spretta í hlíðum. Gisli Ólafsson. Vindar falla í véðrahöll. Vorar allan bæínn. Birtan kallar okkur öll út í fjallablæinn. Jón MagnúsSon. Skín í heiði sumarsól, svæfir neyð og fárið. elfan breiða bjargs á stól bjarta greiðir hárið. Karl H. Bjarnason. Geisla dýfu grundin fær, glóir líf um velli. Skýin ýfir utan blær yfir Vífilfelli. Jón frá Hvoli. ! ' , , ATHUGASEMD. Fyrsta orðið í vorvísum frá Kanada, sem birtust í síðasta Sunnudagsblaðið, hefir mis- prentast. Vísan á að byrja þann- ig: Vor að tækjum varma bjó o. s. frv. Þar stendur einnig í fyrir- sögn fyrir vísum: Tvær vísur eftir Guttorm J. Guttormsson, en birtist svo ekki nema ein. Þessi vísa féll óvart úr: VIÐ LESTUR KVÆÐA. Miklum vanda er ég í, orðinn fjandi mæðinn, get ei andað út af því, að í mér standa kvæðin. A INI hét maður. á Skútum í Eyjafirði. Hann þótti fégjam og harðbýll við fátæka. I hreppi hans var fátæk ekkja, sem átti mörg börn. Eitt sinn kom hún á sveitarfund; en þegar hún kom inn á fundinn, segir Árni: „Þú ert Iíklega komin til að betla.“ Hún svaraði með vísu: Vist er ég snauð af veraldarauð, vafin eymd og sútum; en sízt hefi ég brauð i sultarnauð sótt til Áma á Skútum. * Árni Eyjafjarðarskáld var fá- tækur fjölskyldumaður. Eitt sinn fór hann út í Grímsey, og var gefin þar fiskavætt og nokkur ýsubönd. Á heimleiðinni kom ó- veður, svo þeir urðu að kasta farminum fyrir borð. Var fyrst kastað út fiskavætt Ama og svo ýsuböndunum. Þá kvað Ární: Lifi ég enn með láni stóru, liggur það í ættinni. Ysurnar hans Áma fóru eftir fiskavættinni. * Fátækur sveitabóndi misti einu kúna, sem hann átti, sama dag- inn sem kona hans átti sjöunda barnið. Þá kvað hann visu: Bág mér þykir breytni sú af buðlung sólar ranna, að fá mér ungbam fyrir kú, fátækustum manna. * Eitt sinn var leirskáld, sem Guðmundur hét, að erta séra Ja- kob á Sauðafelli, sem staddur ;var í Clausensbúð í Stykkishólmi með ýmsum drykkjulátum, og sagði meðal annars, að hann yrði nú bráðum að skít, rétt eins og aðrir fyr eða síðar. Séra Ja- kobi leiddist vaðall Gvendar og kastaði frarn þessari visu: Oft var Gvendar æfin hörð; öll þó mæða þrýtur; nú er hann lagstur nár í jörð, nú er hann orðinn skítur! Gvendi varð orðfall við vísuna og hætti að erta prest. * Sigurður bóndi, faðir séra Helga á Setbergi í Eyrarsveit, feetlaði að líta í bók á sunnudags- morgni, en ráðskonan var geð- stirð og gerði sér ekki dagamun í skiftum við vinnukonurnar. Þá kvað Sigurður: Þó ég gangi margs á mis myndi ég una högum, ef friðarstund til fágætis fengi á sunnudögum. * 1 eyju nokkurri bjó bóndi, sem Friðrik hét. Kona hans er ekki nafngreind, en nefna má hana Finnu. Eitt sinn kemur Friðrik gamli með irafári upp í baðstof- una og segir við konu sína: „Geturðu nú ekki farið að eiga krakkann, Finna, svo ég geti sótt yfirsetukonuna um leið og ég sæki nautið?“ ? Kari var sem sé að búa sig til að sækja naut úr annari eyju. * Kar} nokkur var einu sinni staddur við jarðarför. Þegar lík- kistan var komin niður i gröfina, tekur klerkur „spaðann" eins Qg Iög gera ráð fyrir, og ætlar að kasta rekunum á. í sama bili vindur karlinn sér hvatlega að presti, þrifur af honum spaðann og segir: „Verið þér rekki að moka, prestur minn! Ég skal moka! * Einhverju sinni var verið að bera út merkiskonu. Nákominn maður henní, sem fyrir útförinni stöð, fékk forsöngvaranum Passíu- sálmana og bað hann að byrja. „Hvað ætti það helzt að vera? spyr forsöngvarinn. „Bíessaður; það er alveg sama; það er svo sem alt eins í þeirri bók.“ Forsöngvarinn lýkur upp, brýnir röddina og byrjar: „Sjá hve illan enda ódyggð og svikin fá.------- Þvottaduft hinna vandlátu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.