Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Suhnudagur  8.  jwní  1947.
ÁO»Ýé;tíMftöíf§
ÐAVID LOW:
EF ÞÚ HÆTTiR EKKÍ AÐ ELTA MIG!
Low hefur verið í fríi undanfarið; en hér fcsmur hann m eð hugleiðingu um hið slæma sarnkomulag milli Rússa og
vesturveldanna. Molotov, sem hér er ímynd tortryggni R ússa í garð vesturveldanna, segir við skuggann sinn, sefn
er þar af leiðandi tortryggni vesturveldanna í g arð Rússa: ,,Ef þú hættir ekki að elta mig, þá. . .'."
HÚN HÉT MATOAKA.
En faðir hennar, Wahunsona-
cock, höfðingi Powhatanna,
kallaði hana Pocahontas —
fjörkálíinn — og úndir því
nafni hefur hún orðið okkur
kunn. Hún steig fram í birtu
sögunar eins og léttfætt hind
úr myrkviði helgisagna og
ævintýra.
Hún var ellefu ára, þegar
hún sá fyrst John Smith
kaptein. Kapteinninn var 27
ára, þegar hann kom til Vir-
giníu. Skip hans var eitt af
þremur, er sigldu inn Chesa-
peakflóa nótt eina í apríi
1607. á leið til nýlendunnar
við Jamestown. Skip þessi
höfðu, að því er virðist all-
mikið af þorpurum og tíxh-
mennum innanborðs, því að
John Smith var settur í
hlékki, eftir að hafa viljað
láta skálkabrögð skipverj-
anna til sín taka.
Nóttina eftir landtökuna
var tekið að vega og meta,
hvort ráðlegast væri að lofa
John Smith að dingla uim
stund á ráarendanum vegna
uppreisnartilraunar. En þá
þurftu skipstiórarnir endi-
lega að reka augun í innsigl-
aðar tilskipanir frá Virginía-
félaginu í London og opna
þær, og komust þá að raun
um, að Smith hafði verið
skipaður einn af sjö ráðherr-
um nýlendunnar. Þeir máttu
því leysa hann úr fjötrunum.
Af öllum hinum skraut-
klæddu herramönnum, er
stigu á land í Jamestown
þennan yormorguh, var John
Smith einn hæfur til að mæta
ógnum óbyggða Aeríku. Leið
hans hafði verið samfelld
hernaðar- og ævintýraför yf-
ir hálfa Evrópu. Hann hafði
barizt við Tyrki, verið tek-
inn höndum og hnepptur í
þrældóm, en að lokum komst
hann  undan  til  Englands.
fle:
Þar kynnti hann sig fyrir
hinum „virðulegu ævintýra-
mönnum" í Virginíafélaginu
í London. Þeir lentu einungis
í fjármálaævintýrum, en
Smith var sendur út af örk-
inni til þess að hætta lífi sínu
fyrir þá.
Enginn nýlendumannanna
óskaði að taka á sig mikið
erfiði, því að enginn hugsaði
sér að dvelja lengur í þessu
villta landi en þann tíma, er
nægja mundi til þess að fylla
vasana af gulli því, er þeir
þjuggust við að finna. Og
enginn hafði hugboð um; að
áður en ár.væri liðið, mundi
fullur helmingur þeirra vera
hniginn í valinn fyrir sjúk-
dómum, skorti bg örvum
Indíánanna og hengingaról-
um.
En Smith lagaði sig að
skilyrðum hins nýja lands.
Hann hóf að rannsaka það
og leita fæðu. í fyrstu ferð
sinni upp með James-ánni
komst hánn í kynni i við
Indíána I bg mikinn forða
korns. í næstu ferð var hann
tekinn til fanga. Villimenn-
irnir fluttu hann yfir flæði-
landið og afhentu hann Wa-
hunsonacock, höfðingjanum
sjálfum. „Keisarinn", eins
og Smith kaljar hann, tók á
móti fanganum sitjandi á
hægindi úr teppum, og um-
hvefis hahn mátti sjá glott-
andi smettin á máluðum
stríðshet.ium, og konur, er
báru skeliafestar. Ef til vill
sá hann líka litla stúlku,
yndislega og sviphreina.
Smith tíndi nú saman öll
þau orð, er hann kunni í máli
ÞETTA ER SAGAN
um Pocahontas, frum-
skógamærina, er varð
hetja Jamestown nýlend-
unnar í Norður-Ameríku.
Meðan hennar naut við,
ríkti friður milli hvítra
manna og rauðskinna í ný
lendunhi.
Indíánanna. Hann sýndi
þeim áttavitann sinn og sagði
þeim" frá norðurpólnum og
göngu jarðarinnar um sólu,
auk allmikils fróðleiks um
tunglið, en að lokum varð
hann að draga andann. Þolin-
mæði Jndíánanna var þrotin
og höfðinginn gaf merki um
helgisiði dauðadómsins.
Kapteinninn var látinn
leggja höfuðið á stein og
böðlar hans hófu upp stór
björg, er áttu að mola höfuð
hans.
Þá kom óp og leiftur
brúnna lima, og barnshand-
leggir vöfðust bétt um háls
hvíta mannsins. Höfðinginn
benti böðlunum að víkja til
hliðar, því að hann var van-
ur að fara allmikið eftir
dutlungum dóttur sinnar. Og
það er vel þekktur siður
rauðskinnanna, að konur
mættu gefa föngum líf.
Og John Smith hélt til
baka til Jamestown, og voru
þá lendnemanir aðfram-
komnir af eymd og skörti. En
litla skógarmærin kom i
gegnum frumskóginn með
röð harðneskiulegra stríðs-
manna og einkennilegar kon-
ur, er báru stórar körfur full-
ar af vistum. Næstum því í
hverri viku kom hún svo til
landnemanna frá hinum
villtu lendum, er lágu fram
undan þeim.
Foreldrar, sem óska að koma börnum
til okkar í sumar, geri svo vel og vitji
umsóknareyðublaða á Hverfisgötu 21
n.k. mánud., þriðjud. og miðvikud. kl.
1—4 alla dagana.
n
Pocahontas vildi fara gegn
um skóginn til að hitta hvítu
börnin og keppa við þau í
leik. Og einnig flutti hún
kapiteininum fréttir af því,
er gerðist við varðeld föður
hennar.
Höfðihgi Powhatanna vildi
aká seglum eftir vindi, þar
til hann gæti komizt í færi
út á sjóinn aftur. En Smith
var nú orðinn forseti ný-
lendust.iórnarinnar, og í við-
skiptum við skógarfólkið
hafði hann verndarengil.
Pocahontas kom gegnum
nóttina og skóginn til að vara
hann við fiörráðum föður
sins.v Þakklátur gaf hann
barninu gjafir, en hún hafn-
aði þeim, því að þær hefðu
getað komið upp um hana.
Dag nokkurn varð hún að
kveðja kapteininn sinn með
tár í augum. Hann hafði orð-
ið fyrir brunasárum af völd-
um sprengingar og varð nú
að fara til Englands til lækn-
inga. En nýlendumennirnir
tóku brottför hans með fögn-
uði, bvi að þeir hirtu ekki
um að standa vörð eða rækta
korn. Þeir óskuðu að lifa í
leti sirmi á gæðum þessa auð-
uga lands. En Pocahontas
kom ekki eftur til nýlend-
unnar og þangað komu engin
matvæli frá Indíánunum. Að
lokum brauzt út ófriður, og
landnemunum heppnaðist að
taka Pocahontas til fanga og
höfðu hana í gíslingu. Hún
var þá 18 ára, fegurst allra
Indíánakvenna, er þeir höfðu
nokkurn tíma séð.
Og að lokum hafði hún
spurnir af John Smith aftur,
en það voru sorglegar fréttir.
Hann hafði farið rannsóknar-
för til Nýja-Englands — það
var hann. sem gaf landinu
það nafn, — og verið tekinn
til fanga af frönskum s.ióræn-
ingjum. Skip s.ióræning.ianna
strandaði við strendur Eng-
lands og fórst með manni og
mús.
Englendinganir litu á
Pocahontas sem hernumda
konungsdóttur. Og þegar
hún kom í tign sinni og f eg-
urð til þess að læra enska
tungu, enska siði og kristna
trú, gat ungur maður, að
nafni John Rolfe, ekkí haft
augun af henni. Rolfe var að
gera Virginíu að auðugu
landi. Hann gerði tilraunir
með ýmsar tóbakstegundir
og mismunandi meðferð á
uppskerunni og framleiddi
að lokum tegund, er enskum
reykingamönnum þótti taka
öllum öðum fram.
Óg nú fór hann að yfir-
vega tilfinningar sínar gagn-
vart Pocahontas og komst að
raun um, að hann elskaði
hana, þótt hún hefði hlotið
frumstætt uppeldi, numið í
æsku villimannlega siði og
ætt hennar væri gagnólík
honum. í apríl 1614 var John
Rolfe og Rebekka gefin sam-
an í heilagt hjónaband. Skírn-
arnafni hennar hafði verið
breytt.
Þetta hjónaband kom á
friði milli hvítra manna og
rauðra. Vélmegun óx í Vir-
giníu við hinar miklu rækt-
unarframkvæmdir bar. Kon-
ur f luttu til nýlendunnar, og
það var Pocahontas, sem
hafði komið á öryggi fyrir
hinar hvítu systur hennar í
villta landinu hennar.
En hún var þar ekki til að .
bjóða þær velkomnar. Árið
1616 fylgdi hún manni sín-
um til Englands. Þar komst
hún að raun um, að John
Smith var enn á lífi. Sömu
(Frh. á 7. síðu.)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8