Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						ALÞÝÐUBLAÐID
Fösíudagur 8. septeniber 1S5Ö.
Útgeíandi: Alíiýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréítastjóri: Benedikt Gröndal,
Þingfrétíir: Helgi Sæmundsson
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
\ Auglýsingar: Emilía Möller.
I   Auglýsingasími: 4906.
;   Afgrejðslusími: 4900.  ,¦
Aðsetur: AlÍ>ýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Óllinn vl3' reiSi
fólksins.
MÁLGÖGN SJÁLFSTÆÐIS
FLOKKSINS, Vísir og Morgun
blaðið, hafa nú loksins gert þá
uppgötvun, að afleiðingar geng
islækkunarinnar séu síður • en
svo þekkilegar. Vísir birti í
fyrradag forustugrein, þar sem
þessi atriði eru rædd með til-
liti til hins hækkaða verðs á
landbúnaðarafurðum, og niður-
staða hans er sú, að afturbat-
inn sé enginn. Morgunblaðið
leggur svo orð í sama belg í
gær og farast orð mjög á sömu
lund og Vísi.
Vísir gerir sér meira að segja
Ijóst, að vinnufriðurinn í land-
inú sé í yfirvofandi hættu, ef
óheillaþróun     efnahagsmál-
anna haldi áfram. Hann er ó-
venjulega spakur og slær því
föstu, að meðan þjóðin hafi
ekki trú á þeim gjaldeyri, sem
sé verðmælir á vinnu hennar
og framleiðslu, sé ekki að
vænta afturbata í þjóðlífinu eða
f járhagsstarfseminni í heild. En
þettá hefðu aðstandendur Vís-
is átt að sjá fyrr. Þeim voru
sagðar afleiðingar .gengislækk-
unarinnar fyrir. Samt steig
Sjálfstæðisflokkurinn það spor
að ráðast í ævintýri gengis-
Iækkunarinnar. Þar með var
lagður á þjóðina þyngsti skatt-
ur, er getur í seinni tíð. Þetta
átti að vera bjargræðið mikla
og langþráða. En hver er svo
árangurinn? Dýrtíðin og verð-
bólgan hefur aldrei verið meiri.
Atvinnuleysið er yfirvofandi og
sums staðar þegar byrjað. Stað
reyndirnar eru í hrópandi mót
sögn við blekkingar gengis-
lækkunarforkólfanna. Og nú er
svo Iangt gengið, að Vísir, roál
gagn Björns Ólafssonar, eins
atkvæðamesta . baráttumanns
gengislækkunarinnar í vetur,
kveður upp úr um það, að aft-
urbatinn sé enginn. Það er þó
stillilega til orða tekið, því að
sahnleikurinn er sá, að afleið-
ing gengislækkunarinnar er
að verða hrun í stað afturbata.
*
Greinar Vísis í fyrradag og
Morgunblaðsins í gær benda til
þess, að mennirnir, sem hafa
atvinnu af því að skrifa mál-
gögn Siálfstæðisflokksins, kom
ist ekki hjá þvi að verða varir
við ónægju Reykvíkinga vegna
verðhækkananna, og sú óá-
nægja er fyrir heráii um ger-
vallt landið. Þeir eru byrjaðir
að óttast reiði fólksins, sem
stynur undir byrði gengislækk
unarinnar. Nú þora þeir ekki
lengur að halda því fram> að
hvítt sé svart og svart hvítt. Þá
grípa þeir til þess ráðs að 'segja
hálfan sannleikann til að reyna
að friða fólkið. Þeir játa, að
verðhækkanirnar séu komnar
til sögunnar sem afleiðing geng
islækkunarinnar. En þeir þegja
vandlega um hitt, að forkólf-
um  gengislækkunarinnar  var
sagt allt þettá fyrir og réðust
þó í ævintýrið.
Og það er vægast sagt lítið
að  marka það,  þótt Vísir  og
Morgunblaðið  neyðist  til  að
játa verðhækkanirnar í forustu
greinum sínum. Morgunblaðíð
er ekki heilla í afstöðu siniii en
svo,  að það  skýrir frá því  í
glaðklakkaralegurn tón, að nýj
ustu'verðhækkanirnar séu.alls
ekki 'stórfelídar, því að vísital-
ari 'muni ekki hækka riema um
fjögur stig af völdum þeirra!
En  almenningi  í  Reykjavík,
sem  verður  nú  að  greiða
17,14% hækkun á mjólk og á
eftir  stuttan  tíma  að  greiða
55% hækkun á heita vatninu
og 48%  hækkun á rafmagni,
finnst áreiðanlega nóg um. Og
Sjálfstæðisflokkurinn    hefur
líka fullan hug á að bæta við.
í kjölfar hækkunarinnar á land
búnaðarafurðum   leggur   nú
bæjarstjórnaríhaldið í Reykja-
vík  skattauka  hækkunarinnar
á heita vatninu og rafmagninu
á herðar alþýðunnar, sem stend
ur  andspænis  atvinnuleysis-
hættunni.  Og  stuðningsflokk-
ar ríkisstiórnarinnar eru áreið
anlega ekki enn af baki dottn-
ir, þrátt fyrir ummæli Vísis og
Morgunblaðsins. Orð málgagna
Sjálfstæðisflokksins verða held
ur.ekki alvarlega tekin, þar eð
þau hafa ekkert við verðhækk-
unaráform bæjarstjórnáríhalds
ins að athuga. Vafalaust munu
Vísir og Morgunblaðið þvert á
móti verja þau, þegar skipun
húsbændanna berst.
*
Tíminn, hálfbróðir Vísis og
Morgunblaðsins eftir að núver-
andi stjórnarsamvinna kom til
sögunnar, minnist einnig á af-
ieiðingar gengislækkunarinnar
í forustugrein sinni_í gær. En
hlutskípti hans er lakast þeirra
rtllra. Hann afsakar gengislækk
unina frá í vetur eins og hann
íramast má, et, telur, að verð-
hækkanirnar stafi af því, að
gengi krónunnar var á sínum
tíma lækkað miðað við gjald-
eyri þess ríkis, sem við höfum
hvað minnst viðskipti við.
Sennilega ímyndar hann sér, að
ráðlegra hefði verið að halda
genginu óbreyttu miðað við
dollar og hækka það þ'ar með
miðað við sterlingspund.
Of afsfaða málgagns Fram-
nóknarflokksins til hækkunar-
innar á heitu vatni og 'raf-
magrii' ef' sannarlegá lík því Ög'
fiokki þess'."Tímírm heiur ekk
ert við það að athuga, þó að
heita vatnið hækki um 55%'. En
hann er óánægður yfir því, að
rafm^gnið skuli eiga að hækka
um 48%. Kannski stafar þetta
eitthvað af því, að verðhækk-
un heita vatnsins greiða Reyk-
víkingar einir, en verðhækkun
in á rafriagninu mun auk þess
rem hún verður skattauki á
Seykvíkinga ná til sveitahérað
anna í nágrenni höfuðstaðarins.
Tíminn hefur sem sé ennþá ein
hverjar taugar til bændastétt-
arinnar. En honum stendur al
veg á sama um kjósendur Rann
veigar og Þórðar Björnssonar,
enda sennilega fyrirfram sann
færður um, að þeir séu Fram-
cóknarflokknum ' glataðir um
tíma og eilífð.
En það er ekki ósennilegt, áð
hækkun    heita    vatnsins
komi einnig til að snerta
bændur, þó að Tíminn
haldi annað. Hún erenn,. ein
ráðstöfunin til aukningar dýr-
tíðarinnar og verðbólgunnar og
enn ein sönnun þessv að stefna
núverandi ríkisstjójTiar leiðir
til hruns og öngþveitis. Og það
er athyglisve'ít, að Tíminn forð
ast vandlega það atriði, að bæði
verðhækkunin á heita vatninu
og rafmagninu er háð sam-
þykki tveggja af ráðherrum
Framsóknarflokksins. - Hann
mun vafalaust reyna að halda
þeirri staðreynd leyndri fyrir
kjósendum Framsóknarflokks-
ins. Og sannarlega væri það
honum líkt að reyna eftir á að
koma sökinni á einhverja aðra.
Skeirimtilegt- bréf .u^/fegjurðarsámkeppnina, —-
Tillaga hri ¦aðra-fégurðarkeppni..;Gg
verðiaun í henni.
EVA SKRIFAR: „Það er nú
meira nöldrið í blessuffum kaii-
möimuiium okkar í sambandi
við fegurðarkeppni Fegrunarfé-
íagsins. Vídalín rífst. Thorolf
Sniith svarar honum. Mánudags
blaðið hnakkrífst. Og svo eru
omáglefsur og glósúr til okkar
kvenna frá ýmsum ,.kavaler-
um", sem birta ritsmíðar sínar
í dagblóðunum. — En við kon-
urnar höfum ekki svarað þess-
um bægslagangi „sterka"skyns-
'ns hingað til. ASeins brosað að
þeim okkar í milli. Við þekkj-
um bægslagangi ,,sterka" skyns
vitum, að inn við beinið eru
[>eir oft hálfgerð'flón — og fram
sir hófi vanþakklátir og „ólóg-
ískir".
ÞESSI   ,  FEGURÐARSAM-
KEPPNI var „bissness". Karl-
inennirnir komu henni á Iaggirn
ar. En það var hinum 14 þátt-
íakendum að þakka, að í Tívolí
komu 7 þúsund gestir keppnis-
kvöldiS. Þessir gestir greiddu
mikið fé fyrir að fá að horfa á
képpnina, svo nú getur Fegrun
arfélagið greitt andvirði Vatns-
berans, látið gera afsteypu af
Útilegumanninum, og gefið bæn
ur ýmis önnur sönn listaverk. í
rauninni eru það þessar 14 stúlk
ur, sem hafa gefið Iistaverkin.
En þessa hlið á málinu athuga
karlmennirnir ekki, heldur
nudda og nöldra í blöðum yfir
því, að fegurðardrottningin
skuli  vera gift.  Minnast  þeir
Hví gera þeir ekkl verkfall sjálfirl
KOSNINGAR til Alþýðusam-
bandsþings eru fram undan.
Þær eiga að byrja eftir tíu
daga; og því keppist Þjóð-
viljinn nú dag hvern við það
að svívirða núverandi Al-
þýðusambandsstjórn fyrir
það, að hún skuli ekki hafa
skipað sambandsfélögunum út
í verkföll, þó að ríkisstjórnin
rynni í átökunum um júlí-
vísitöluna, og yrði bókstaf-
lega við öllum kröfum Al-
þýðusambandsstjórnar     og
forustumanna      opinberra
starfsmanna um endurskoð-
un og Ieiðréttingu vísitöl-
unnar.
ÞAÐ FURÐAR SIG svo sem
enginn á. því, þótt Þjóðvilj-
inn reyni að finna sér eitt-
hvað tíl, sem nota mætti
sem kommúnistískan róg
gegn Alþýðusambandsstjórn
í kosningabaráttunni til
sambandsþings. En hitt
blöskrar mönnum, að hann
skuli láta sér detta það í
hug, að gera sigur Alþýðu-
sambandsstjórnar í deilunni
um júlívísitöluna og þar af
leiðandi ákvörðun hennar
um að beita sér fyrir fram-
lengingu samninga fyrst um
sinn,  að  slíku  sakarefni  á
hana. Því að hvaða Ijósi
varpar sú sakargift, á
kommúnista sjálfa?
MENN SPYRJA: Sé það svo
saknæmt, sem Þjóðviljinn
segir, að Alþýðusambands-
stjórn skyldi beita sér fyrir
framlengingu samninga eftir
unninn sigur í átökunum um
júlívísitöluna, hvers vegna
gera kommúnistar sjálfir, þá
nákvæmlega það sama í þeim
sambandsfélögum, sem þeir
fara með stjórn í? Hvers
vegna fara þeir ekki með
Dagsbrún hér í Reykjavík og
Þrótt á Siglufirði út í verk-
fall fyrir hækkuðu kaup--
gjaldi, þó að ríkisstjórnin
hafi látið undan í vísitölu-
deilunni? Það væri þá sann-
arlega ekki í fyrsta sinn, sem
þeir færu sínu fram í þessum
félögum, án tillits til Al-
þýðusambandsins. Hingað til
hafa þeir ekki þótzt þurfa
neinnar aðstoðar þess við?
EN NÚ VILL SVO TIL, að
kommúnistar halda sjálfir al-
veg að sér höndum, —'hugsa
ekki til neinna verkfalla eða
neinnar kaupgjaldsbaráttu í
þessum sterkustu félögum
sínum.  Þeir  hafa  beinlínis
látið formenn þessara félaga,
þá Sigurð Guðnason og
Gunnar Jóhannsson (verk-
fallsbrjótinn í togaradeil-
unni) lýsa því yfir í Þjóðvilj-
anum! Með hvaða rétti eru
slíkir menn, því að svívirða
Alþýðusambandsstjórn. þó að
hún vilji ekki beita sér fyrir
verkföllum að svo stöddu,
eftir unninn sigur í vísitölu-
deilunni ?
ÞANNIG . SPYRJA MENN,
einnig þeir, sem hingað til
hafa fylgt kommúnistum, og
það að vonum. Það dylst yfir-
leitt engum viti bornum
marmi, að árásir kommúnista
á Alþýðusambandsstjórn í
sambandi við þessi mál, eru
ekkert annað en pólitísk
látalæti, — liður í kosninga-
baráttu þeirra til Alþýðusam
bandsþings. Við hagsmuna-
baráttu verkalýðsins eiga þau
ekkert skylt.
GULLFOSS kom frá Leith
og Kaupmannahöfn í gær. Var
hann með 178 farþega frá
Leith, en 222 frá Kauprnanna-
höfn til Leith..
¦oinnig á ,að svo gæti faríð, að
kona sú sem ynni drottningar-
heitið þyldi það ekki, og myndi
breytast í pernpíulega hofróð'u,
þótt hún hafi veriS Ijúf sem
lamb-fyrir keppnina.        -
SLÍKAR ERU bollaleggingar
„sterka kynsins. Einhver náungi
reyndi að vera fyndinn, og líkti
þessari sýningu við hrossa- og
nautgripasýningu. En „brand-
arinn" missti marks, eins og svo
oft vill verða hjá karlmönnun-
am, þegar þeir ætla að verða
ft/ndnir á kostnað kvenfólksins.
EN NÚ VIL ÉG stinga upp á
því, að karlmennirnir hjálpi
Fegrunarfélaginu einnig, til þess
að eignast listaverk, og gangist
tnn á það, að haldin verði feg-
urðarkeppni karla í Tívolí næsta
ár. í dómnefnd yrðu aðeins kon
ur og einn karlmaður. Þátttak-
endur mættu ekki vera jmgri en
22 ára. í kvennakeppninni máttu
konur ekki vera yngri eri 17
ára. En karlmenn eru seinþrosk-
aðri en konur, bæði andlega og
tíkamlega. Get ég ímyndað mér,
r>.ð það sé ekki of reiknað með
fimm ára mun,
SJÁLFSAGT VÆRI að yeita
fegurðarkónginum rausnarleg
[aun, og mætti t. d. fara að
dæmi þeirra sem veittu kvenna-
verðlaunin, og fata kónginn
yzt sem innst. Kæmi það sér á-
reiðanlega vel, því margan mann
inn sér. maður nú í hálfgerðum
Vöfrum. Sjálfsagt er að láta hann
fá hatt, regnhlíf og peninga-
buddu. Gott væri að láta fylg'ja
með rakblöð, sápu og tann-
krem, því erfitt er að fá þær
hreinlætisvörur. Hálsbindi barf
konungurinn ekki að fá, því
hann á áreiðanlega mörg ame-
rísk Tröllafossbindi með allskon
ar litaskrúði, sem hann notar
við ýmis tækifæri, svo sem bindi
með mynd af spilum, þegar hann
fer í spilaklúbbinn. Mynd af
„cowboy" þeg'ar hann fer í bíó,
og svo. við hátíðlegustu tækifær
in, eins og bölin, skreytir hann
sinn þreklega barm, mynd af
strípaðri négrastelpu. Hversdags
lega notast hann við Niagara-
fossá- og La Platafljóts-bindi.
Piltarnir okkar kváðu ekki láta
sér lengur nægia eitt hálsbindi
— ó, nei ekki aldeilis. Ameríku
menn kváðu framleiða þ-e'ssi
bindi aðallega fyrir negra, en
íslenzkir karlmenn hafa svo lík
an smekk og þeir.
ÉG ER VISS UM, að þessi
karla-keppni yrði mikíð sótt.
Þætti mér ekki ótrúlegt að
reikna mætti með .5 þúsund
manns, svo keppendurnir geta
sannarlega lagt sinn skerf til að
fegra bæinn, með nýmóðins og
ómóðins listaverkum.--En ég vil
að konurnar ráði hvaða lista-
verk verða keypt fyrir pening-
ana, sem koma inn á þessari
keppni. Karlmenn völdu lista-
verkin, sem stúlkurntl' fjórtán
greiddu, með peningum þeim,
sem þær fengu fyrir að sýna
sig.
NÆSTA .ÁR, á eftir fegurðar
Framhald á 7. jiiðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8