Alþýðublaðið - 11.09.1956, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.09.1956, Blaðsíða 8
Almennsa bókafélagið geogst fyrir hátíðlnni SIGURBUR NORDAL, ambassador vcrður sjöíugur fösíu daginn 14. þ. m. I tiiefni afmælis hans efnir Almenna bókafé- 'lagið til hátíðar í IÞjóðleikhúsinu. Háskólarektor flytur ávarp og 14 leikarar flytja jiætti úr verkum Nordals. Leikhúskjallar- inn verður síðan opinn til kl. 1. Nordalskvöld Bókafélagsins lrefst í Þjóðieikhúsinu á föstU' Aðgöngumiðar að hátíðasýn- ingunni verða seldir á skrif- dagskvöld kl. 8.15 með ávarpi ’ stofu Almenr.a bókafélagsins dr. Þorkels Jóhannessonar há-, að Tjarnargötu 16, sími 82707 akólarektors. Síðan verða settir á svið þættir úr verkum Nor- dals, Þulan, Ferðin, sem aldrei var farin, Þjóðarþing á Þing- vélli og Hel. Þá verður kaffihlé, en að því Ioknu leikinn fyrsti þáttur úr leikriti Nordals, Uppstigningu. Fjórtán leikarar koma fram á hátíðinni. Eru það: Anna Guð znundsdóttir, Arndís Björns- dóttir, Emilía Jónasdóttir, Gest- ur Pálsson, Haraldur Björnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Inga Þórðardóttir, Lárus Pálsson, Margrét Guðmundsdóttir, Reg- ína Þórðardóttir, Rúrik Haralds .son, Valur Gíslason, Þóra Frið- riksdóttir, Þorsteinn Ö. ‘Step- feensen. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Útvarpað verður beint úr leikhúsinu. Að leiksýningunni lokinni verður Leikhúskjallarinn op- .inn til kl. 1 eftir miðnætti fyrir ,þá, er þangað óska að koma. Dr. Sigurður Nordal og frú munu .sitja samkomuna í boði Al- •rnenna bókaféiagsins. Aðalfundur Stétta- frá kl. 3 í dag, þriðjudag. Verð þeirra er 25—50 krónur. Dregið í Happdrætti Háskóla íslands DREGIÐ var í Happdrætti Háskóla íslands í gær, 1000 vinningar og 2 aukavinningar, samtals að upphæð kr. 512 300 Hæsti Vinningurinn, 50.000 krónur kom á nr. 19871, fjóro- ungsmiða, einn í umboði Arn- dísar Þorvaldsdóttur, einn hjá Verzlun Þorvaldar Bjarnason ar í Hafnarfirði, einn á Skaga strönd og einn á Bíldudai. 10. 000 krónur komu á nr. 15319, heilmiða á Stokkseyri, og á nr. 29820, ,heilmiða í Verzlun i Þorvaldar Bjarnasonar í Hafn arfirði. 5000 króna vinningar i komu á 7332, 16547 og 38966. Guðrún Brunborg hefur keypf lö herbergi í Osló fyrir ísl. sfúdenfa Sýnir hér kvikmyndina „Helvegurinn“ til ágóða fyrir starf sitt; forstjóri Stúd- entasamskipnaden í Osló í heimsókn KOMINN er hingað til lands í stutta heimsókn forstjóri „Studentsamskipnaden í Osló“ Kristian Ottoson. Stúdentasam- skipnaden“ eru stúdentasamtök þau í Osló er hafa með að gera allan rekstur stúdentagarða, mötuneyta og annars þ. u. I. í þágu stúdenta í Noregi. Kemur Ottoson hingað til þess að kynna sér fyrirkomulag þessara mála hér. Ottoson ræddi við blaða- menn í gær. Skýrði hann svo frá, að fyrir frábært starf Guð- rúnar Brunborg hefði íslenzk- um stúdentum í Oslo nú verið tryggð 10 herbergi á norsku stúdentagörðunum. Hefur Guð- rún þegar greitt tilskylda upp- hæð, er tryggja mun íslenzkum stúdentum þessi 10 herbergi. verið gefinn kostur á að kaupa rétt til herbergja í görðunum fyrir stúdenta úr hlutaðeigandi byggðarlögum. Hvert herbergi kostar 18 000 kr. norskar. Hafa bæjar- og sveitarfélögin orðið að borga 10 000 kr. fyrir for- gangsrétt til hvers herbergis, en Studentsamskipnaden hefur útvegað afganginn. AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda hófst á Blönduósi í gær. Sitja fundinn 74 fulltrú- ar. Formaður sambandsins, ■Sverrir Gíslason, flutti setning- arræðuna. Gerði hann grein fyrir verðútreikningum verð- lagsnefndar og niðurgreiðslum ríkissjóðs vegna hinna nýju bráðabirgðalaga. Meðal þeirra, « rsitja fundinn, eru Steingrím u.r Steinþórsson, fyrrv. land- 'búnaðarráöherra og Páll Zóp- hóníasson búnaðarmálastjóri. BÍLST JÓRAFEL AGIÐ MJÖLNIR í Árnessýslu hefur nýlega haldið fund og var þar uamþykkt að lýsa yfir stuðn- ingi við aðgerðir ríkisstjórnar- innar í kaupgjalds- og verðlags málum. Treysti fundurinn því, íið tíminn yrði notaður til þess að finna varanlega laust Ú^vandamálunurn. í Flogið verður til Glasgow ■einu sinni í viku, á sunnudög- um kl. 9. Aðrar ferðir verða .svipaðar og áður. Verður flogið til New York 4 sinnum í viku, ■á fimmtudögum, föstudögum, .sunnudögum og mánudögum. ^Til Bergen og Stavanger verður BYGGT YFIR 1200 STÚDENTA Miklar byggingaframkvæmd- ir eiga sér nú stað á vegum „Studentsamskipnaden i Oslo“. Er verið að reisa stúdentagarða í Sogni, útjaðri Oslóar, fyrir 1200 stúdenta. Árið 1952 var fullgerð ,,blokk“ fyrir 350 stúd- enta, 1954 „blokk“ fyrir 250 og á næsta ári verður fullgerð ,,blokk“ fyrir 150. Og að lok- um verður fjórða ,,blokkin“ reist fyrir 450 stúdenta og á hún að vera fullgerð fyrir 1960. Verða þá herbergi fyrir 1200 stúdenta í Sogni. BÆJAR- OG SVEITARFÉLÖG LEGGJA FRAM FÉ Fjármuna til þess að byggja stúdentagarða þessa hefur ver- ið aflað fyrst og fremst þannig, að bæjar- og sveitarfélögum víðs vegar út um land hefur flogið á miðvikudögum, til Stav anger auk þess á sunnudögum, til Oslóar á þriðjudögum og sunnudögum, til Gautaborgar á laugardögum, til Kaupmanna- hafnar og Hamborgar á þriðju- dögum, miðvikudögum og laug ardögum. BRUNBORG HEFUR ÞEGAR GREITT FYRIR 10 HERBERGI Ottoson sagði, að það hefði verið árið 1952, að Guðrún Brunborg hefði komið til sín og innt eftir því, hvort hún gæti fengið að kaupa rétt til her- bergja fyrir íslenzka stúdenta með sömu kjörum og norsku bæjar- og sveitarfélögin. Otto- son kvaðst játa það, að hann hefði verið nokkuð vantrúaður á að þessi kona gæti greitt fyrir herbergin, en annað hafi komið á daginn. Ottoson frétti u m fyrra starf Brunborgs í þágu ís- lenzkra og norskra stúdenta og Ólafs Brunborg minningarsjóð- urinn, er styrkir íslenzka stúd- enta í Noregi, og minningarsjóð ur sá, er styrkir norska stúd- enta til náms í Rvík, hefði verið nægileg trygging, en báða þessa sjóði hafði frú Brunborg stofn- að. Það kom einnig á daginn síðar meir, að Guðrún Brun- borg gat greitt fyrir herbergin, sagði Ottoson. Hún hefur þeg- ar greitt tilskilda fjárhæð og þar með keypt forgangsrétt í 10 herbergjum fyrir ísleznka stúd- enta í Oslo. BETRI AÐSTAÐA EN NOKK- UR ERLEND ÞJÓÐ HEFUR Ottoson sagði, að með þessu hefði Brunborg búið betur að íslenzkum stúdentum í Noregi en búið hefði verið að nokkrum öðrum erlendum stúdentum þar í landi. Enn eru herbergi íslenzku stúdentanna dreifð, en ætlunin er að þeir fái 10 her- bergi saman í nýbyggingu þeirri, er nú rís af grunni, og geta þeir þá verið út af fyrir sig og fá sérstakar stofur til af- nota. íslenzku stúdentarnir njóta alveg sömu kjara og þeir (Frh. á 2. síðu.) Vetraráætlun Loftleiða: leknar upp flugferðir til Glasgow enferðirtil Luxemburg lagðar niður LOFTLEIÐIR hafa birt vetraráætlun er gengur í gildi 15. október og giidir tii 20. maí 1957. Helztu breytingin er sú, að íagðar eru niður ferðir til Luxemburg en teknar upp ferðir til Glasgow. Ferðir til Luxemburg verða teknar upp að nýju um miðjan maí 1957. Þriðjudagur 11. sept. 1956 íslendingarnir, sem fóru aðra hiólreiðaförina, fyrir framan 1 farfuglahreiður í Skotlandi. j 22 Islendingar tóku þátt í far- fuglamófi í Edinborg í ágúsf Sýndu þjóðdansar í Princes Street GardS ens og fóru hjólreiðaferðir um SkotlandJ ALÞJÓÐLEGT MÓT farfugla var haldið í Edinborg dag« ana 9.—12. ágúst s.I. og var sótt af á annað þúsund farfuglum frá 24 löndum í öllum heimsálfum. Að þessu sinni sóttu mótiIS 22 íslenzkir farfuglar. í ferðinni fóru íslenzku þáttakendurnij? tvær hjólreiðaferðir um Skotland og munu þeir, sem þátt tóklg í báðum ferðunum hafa hjólað um 1500 kílómetra. j Á móti þessu voru íslenzkir farfuglar teknir inn í alþjóða farfuglahreyfingnna sem aðal- félagar, en hingað til hafa þeir verið aukameðlimir. DANSSÝNINGAR O. FL. íslenzku farfuglarnir sýndu íslenzka þjóðdansa í Princes Street Gardens, og sýndu far- fuglar frá öðrum þjóðum ýmisti dansa eða leiki á sama stað. | Edinborg bjuggu farfuglarnir á, farfuglaheimili, en vegna hins mikla fjölda voru einnig fengni ir skólar. Á hjólreiðaferðum sínum bjuggu íslendingarnir x farfuglahreiðrum. j, Slík farfuglamót, sem getup um að ofan, eru haldin árlega og verður næsta mót haldið i 1 Hollandi næsta sumar. i Olafsfjarðarkirkja hefur verið | endurbyggð að innan í sumar ] Kirkjan endurvígð s.I. sunnudag. <Iafn> framt haldinn héraðsfundur Eyja- . ( fjarðar-prófastdæmis. W| Fregn til Alþýðublaðsins ÓLAFSFIRÐI í gær, í SUMAR hefur verið unnið að endurbótum innanhúss á Ólafsfjarðarkirkju. Hefur kirkjan verið einangruð að innanfl settir í hana nýir gluggar og nýtt gólf og hús máluð að innan* Var kirkjan síðan endurvígð á sunnudag, jafnframt því seitt' héraðsfundur Eyjafjaðar-prófastsdæmis var haldinn hér. j Endurvígsluathöfnin hófst kl. 2 á sunnudag með því að pró- fastur og prestar í Eyjafjarðar- prófastsdæmi ásamt séra Þor- varði Þormar í Laufási, en að undanteknum séra Benjamín Kristjánssyni á Laugalandi, sem er erlendis, gengu skrýdd- ir til kirkju. Séra Kristján Ró- bertsson á Akureyri las bæn í kórdyrum, en prófasturinn, séra Sigurður Stefánsson á Möðru- öllum, og sóknarpresturinn, séra Ingólfur Þorvaldsson, þjónuðu fyrir altari. Síðan flutti prófastur vígsluræðu og vígði kirkjuna að nýju. Ritning argreinar lásu séra Stefání Snævar á Völlum, ésra Fjalar Sigurjónsson í Hrísey, séræ Ragnar Lárusson á Siglufirðll og séra Pétur Sigurgeirsson ái Akureyri. Því næst prédikaði sóknarpresturinn, en séral Kristján Róbertsson og séra Pétur Sigurgeirsson þjónuðus fyrir altari. Söng- annaðist kirkjukór Ólafsfjarðar undic, stjórn Guðmundar Jóhannsson- ar, en einsöng með kórnumi söng Kristinn Þorsteinsson frái Akureyri. , Strax að lokinni guðsþjón. (Frh. á 7. síðu.) j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.