Vísir - 20.10.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1914, Blaðsíða 2
V f S I R » Yngsta deild YERSLOTAESXÖLANS: Til minnis fyrir kaupmenn_. Quaker Oats Company Chicago. Stærsta útflutnings firma í heimi í kornvöru. Blöndahl & Sívertsen Lækjargötu 6B. Símnefni: RIVAL. Sími 31. byrjar á morgun (miðvikud.) kl. 9. KENSLUGREINAR: íslenska, Danska, Enska, Skrift, Reikningur, Reikningsfærsla' Landafræði. Tímafjöldi 2—3 tímar á dag eftir því hve margir verða í deildinni. ÍSSýir umsækendur snúi sér til skóiastjóra. Prjónavélar Claes’ Saumavélar Frister & Rossmann Einksala á íslandi Austurstr Hefir fyrirliggjandi nægar birgðir Verðhækkun. Töluvert hefur verið ritað og rætt um verðhækkun helstu mat- vörutegunda,síðan ófriðurinn mikli hófst í sumar. Kaupmönnum hefir verið brugðið um, að þeir hafi selt vöruna dýrari en þeir hefðu þurft vegna hinnar erlendu verðhækkunar. — þetta kann nú að vera rétt, þegar um einstakar vörutegundir er að ræða út um land, en hér í Reykjavík munu kaupmenn ekki hafa lagt meira á vörur sínar að tiltölu, nema minna sé; þegar maður athugar, hvað vör- ur hafa stigið í verði erlendis, eins flutningsgjald og vátrygging og ennfremur að bankavextir hafa hækkað, þá dylst engum, er hlut- drægnislaust vill um þetta mál dæma, að kaupmenn hljóta að selja vörurnar dýrar í samanburði við það, sem áður var. Einnig hafa kaupmenn nú orðið að borga vörur sínar fyrirfram, en fæstir svo efnum búnir, að þeir ekki þurfi á peningaláni að halda, að minsta kosti í svip. Á síðastliðnum áratug, — eftir að kaupmönnum fjölgaðí og sam- kepnin óx að því skapi, hefir kornvara ekki verið seld hér með meir en 10—15°/0 hagnaði (álagningu) í smásölu og sjá víst allir, er eitthvað til verslunar þekkja, hversu mikill hreinn á- góði muniaf slíkum vörutegundum vera, því alment er ekki svo illa vegin vara hér í sölubúðum, að það muni of í fagt, þó áætlað sé, að helmingur hagnaðarins fari í sundurvigt og umbúðir. — Og eitt cr víst, að af þeim korn- vörutegundum, sem hingað hafa flust í haust, hafa kaupmenn ekki meiri hagnað nú, en scm nemur 5% og af sumum ekkinærrisvo mikið. Viðv. verðhækkun út um land, þá er ekki gott að treysta sögu- sögnum um það atriði, og eitt er víst, að þar er ýmislegt mishermt, t.d. kom sú frétt hingað, að sykur- pundið væri á 60 au. á ísafirði, en hún reyndist ekki rétt, og svo getur um fleiri slíkar fréttir ver- ið. — þeim er ekki trúandi. Stjórnin hefir nú skipað verð- lagsnefnd, og sést þá best, er hún tekur til starfa, hvað kaupmenn hafa notað sér ófriðinn til óþarfa fjárdráttar úr vösum almennings. Og hvað sem starf hennar verð- ur út um landið, þá er það spá fróðra manna, að hún fái að hvíla sig hér í Reykjavík. Hér hefir nú að eins verið tal- að um matvörutegundirnar, en sama er að segja um alla aðra vöru og skal aðeins nefna vefn- aðarvöruverslanirnar hér í bæn- urn. Ekki hefir heyrst, að þær hafl hækkað verð á vörum sín- um, og sumar þeirra gefa hinn vanalega haustafslátt við „útsölur" sínar. Fjalar. Athugasemd. Það er að verðleikum mikið rætt um hinn höfðinglega minningarsjóð hr. kaupm. Jóhanns Jóhannessonar, því slíks höfðingsskapar eru engin dæmi hér á iandi. Ákvörðun minn- ingarsjóðsins er líka þannig varið, að nafn hans og konu hans mun aldrei fyrnast, og ótal munnar blessa þau um komandi aldir. Frásögn hans sjálfs í »Vísi« í gær, ætti að skrá með gullnu letri á einhvern végginn á »Æfikvökli*, því hún skýrir betur en nokkuð annað hug- mynd minningarsjóðsins. En mér • finst ekki rétt af þeim blöðum, sem . þegar hafa skýrt frá þessari höfð- inglegu gjöf, að þau skuli ríra gjöf- ina eins og þau gera, líklega þó helst af vangá. Því í þeim blöð- um, sem eg hef séð skýrt frá þess- ari sjóðstofnun, er sagt að sjóður- inn muni verða miljón króna eftir 59 ár. Þetta er svo fjarri öli- um sanni, að eg viidi mælast til pess, að þau blöð sem þegar hafa látið prenta þessa vitleysu, vildu leiðrétta þetta og reikna út hvort minningarsjóðurinn muni ekki verða frek 1 miljón króna að 59 árum liðnum með 4^/2% vöxtum, og jafnvel þó vextir verði reiknaöir á nefndu tímabili með 4%, þá mun sjóðurinn nema 1 miijón króna með vöxtum og vaxtavöxtum. Hr. Jóh. Jóhannesson er líka þektur að því, að hugsa betur á- hugamál sín en svo, að honum dytti í hug, að rentur af x/j miljón króna dygðu til reksturskostnaðar á »ÆfikvöIdi«, og mundi því ekki hafa ákvarðað hinn tiltekna tíma, heldur láíið sjóðinn ávaxtast þar til honum sýndist vextirnir verða nægi- legir til reksturskostnaðar. Eg vona að blöðin leiðrétti þetta sem fyrst þar eð mér finst frásögn þeirra rýra stofnanda minningar- sjóðsins, þó óvitandi sé, Reykjavík 19. okt. 1914. Nói „Öllu snúið öfugt Jó.“ »Mikill guðsmaður varhann Júdas Iskariot«, sagði karlinn. »Og Ijótur fugl var fuglinn Sút«, sagði kerl- ingin. »Fáir eru Flosa líkir«, sagði eitt Reykjavíkurblaðið hérna á dög- unum. Hvat fogli es Flosi sá? spurði margur, en enginn gat spáð neinu í eyðu þá. Jón gamli Jesú- bróðir spurði hvort það væri ekki Brennu Flosi, en strákur einn í barnaskólanum, sem er neðarlega í öðrum bekk, sagði að Brennu-Flosi hefðisagt: »Fám mönnum er Kári líkur. — Ok þann veg vilda ek helzt skapifarinn vera sem hann er«. Þetta stendur í Njálu, útg. Sig. Kr. 147. kap. bls. 399. í 155. kap., bls. 421 segir Sigurður jarl Hlöö- vésson: »Fngum manni er Kári líkr í hvatleik sínum ok áræði« og »Enginn er nú Kára líkur* er er alþekt orðatiltæki. ílt verk er það, og mun reyn- ast óþakklátt, að skæla og afbaka fagrar og þjóðkunnar setningar úr íslendingasögum eða öðrum forn- ritum íslenskum og hlýtur að valda því eitt af tvennu, annaöhvort að þeir menn sem það gera, ætla sér þá dul að þeir geti bætt málið * fornritum vorum eða þá að p&f vita ekki betur og líkjast þeir þa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.