Vísir - 25.01.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 25.01.1915, Blaðsíða 1
 V I S I R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Iiinstök blöð 5 au. Mánuöur 6Cau Arsij.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2l/3 doll. Mánudaginn 2S. janúur 1915. V I S 1 R kemur út kl. 12áhádegi hvern virkan dag. Skrit- stofa og afgreiðsla Ausrur- str.14. Opin kl. 7 árd. tií 8 síðd. Sími 400.—Ritstjóri: GunnarSigurBsson(fráSela- læk). Til viðt venjul. kl.2-3siöd. .SatvUas’ sUton 03 feanypaoín. S'tmt Gamla Bíó Síðustu dagar Pompeji. Stórkostieg kvikmynd frá forn- öld og er henrii skift niöur í inngang og 6 þætii (400 atriði). 3. þáttur: Ástarlyfið. 4. — Morðið á Isis- prestinum. 5. —* Oaemdur til dauða. 6* Vesúw vaknar. Verða syndir í kvöld mánud. 25. þ. m. kl. 7—8V, og 9—101/, og þriðjud. kl. 9—101/,. Betri sæti töiusett kosta 0,50 Almenn sæti 0,35. Barnaaðgöngumiðar á 15 au. eru að eins seldir í dag kl. 7-81/,. Festið f minni að tvær sýuingar eru í kveld, og ættu allir, sem getá komið því við, að sækja fyrri sýninguna. Friðarskraf. »Pá lét herra páfinn þaö boð út gangs, að biðja skyldi f ðllum kirkj- um fyrir friði, og var því sumstað- ar hlvtt. En þó þótti mönnum sem heldur mundi fást ófriður, ef um væri beftið, eða jafnvei þótt ekki væri um beðið*. Eiithvað á þessa leið minnir mig að standi í »Heljarslóðaroruslu *, og á það ekki illa við nú sem stendur, »Herra páfinn« er nú Benedikt XV., nýlega kjörinn, og hefir þess áður verið gelið, að hann skoraði á ófriðarþjóðirnar að semja vopna- hlé um jólin, þótt lítið yrði úr því. Einnig átti hann frumkvæði að því, að Þjóðverjar og Bretar skyldu skifiast á örkumluðum herföngum. Nú hefir hann að síöustu látiö 'egáta* sfna { Vesturheimi mæla ’ sai"vinnu við Wilson forseta að Þv>, að reyna aö koma á friði. Tók Wilson vel í þetta, og er mælt, aö > rað. sé að senda þaöan sérstak- an sendiherra til Róms, til þess að tah s>g betnr saman við »hinn heilaga föður.. Má það heita sam- boðið »jarli Krists á jöröunnw, að gangast Fyrir slíku, og virðingar- vert að nokkrir gerast þó til þess, RITVÉL óskast leigð. Afgr.v.á. að n e f n a frið að minsta kosti, svo óvænlega sem nú horfir, er ó- friðarþjóðirnar hafa strengt þess heit, að hætta eigi fyr en gengið er milli bols og höfuðs á fjand- mönnuiu þeirra, hverrar um sig. En árangurinn er í meira lagi óviss að svo komnu. Annars er fleira sagt af páfanum, eftirtektarvert. Síðan páfarnir mistu hið veraldlega va!d sitt á Ítalíu hefir verið fjandskapur með þeim og Ítalíukonungum. Nú er því fleygt, að þessi nýi páfi muni eigi ætla að fara að dæmi fyrirrennara sinna í þessu, heldur beygja sig fyrir of- ureflinu og umgangast granna sinn vandræðalaust. Ráða menn þetta af því, að ýmsir forvígismenn ka- þólskunnar þar í landi hafa eitthvað sýnt sig við hirðina á þann hátt, er gefur ástæðu til að ætla, að »föð- ur« þeirra sé það óleitt. í sam- bandi við þetta benda sumir á það, að páfinn muni vilja beita áhrifum sfnum tii þess að koma í veg fyrir það, að Ítalía fari með her á hend- ur Austurríki, en við því hefir þótt búið, því að löngum nefir verið grunt á því góða þar á milli, þótt bandalag æiti 2Ö heita um hrið, og þar mundu ítalir helst horfa til landauka, til þess að verða sem næst einráðir yfir Adríaflóa, Úr því að minst var á friðarskraf, má geta þess, að raddir hafa neyist í þýskum blöðum, vingjarnlegri miklu í garö Rússa, en við hefði mátt búast og hingað til hafa kom- ið úr því horni. Er Rússakeisari jafnvel kallaður góðmenni, og sagt að hann hafi látið sér verri menn ota sér út í ófriöinn. Geta sumir þess til, að þessir menn vilji nú semja frið við Rússa sér í lagi, til þess að geta svo náð sér niðri á hinum, og er það að vísu satt, að svo er nú sem Þjóðverjar sjái Breta eina óvina sinna í ófriðinum, svo miklu meira hata þeir þá, en aðra, en helst til mikil brögð munu þó einnig að Rússahatri þar í landi til þess, að það gangi greiðlega, að vingast við þá, nema nauður reki tll. Rússar eru og sterkum særum bundnir við bandaþjóðir sínar um það, að semja eigi frið á bak við þær, og myndi þeim best að hugsa sig um tvisvar, áður þeir sviki þau. Að minsta kosti er engin þjóð Rússum jafn háskaleg í nágrenninu sem Þióðverjar, og margir segja að þessa styrjöld hafi Þjóðverjar hafið mest til þess, að hefta framsókn þeirra vestur á bóginn. BÆJARFRETTIR Afmœli á morgun : Páll B. Sivertsen f. prestur. Árni Eiríksson, kaupm. Þorsteinn Gíslason, ritstjóri. Veörið í dag: Viti. loftv. 737 v. sn.v. h. 0,5 Rv. " 734 sv. st.k. “ 0,3 íf. “ 734 sa. sn.v.“ 2,0 Ak. “ 736 s.st.gola" 2,0 Gr. « 705 logn “ —3,0 Sf. “ 740 logn “ 3,5 Þh. “ 747 v, gola “ 6,3 »Esbjerg«, aukaskip Sameinaða félagslns, kom í morgun. »Baldur« á að fara til Danmerkur í dag með fiskfarm frá Th. Thorsteins- son kaupmanni. Jóhannes Hjartarson verslunarmaður hefir verið ráð- inn afgreiðslumaður hjá Eimskipa- fé'agi íslands. »Sterling« kom til Vestmannaeyja kl. 9 í morgun. Fundur var haldinn í »Fram« á laug- ard.kvöldið, var um stjórnarskrár- málíð, og hafði ráðherra verið boðið. Frummælandi var Jón bæjarfógeti Magnússon, en auk j hans töluðu Eggert Claessen, ráð- ■ herrann tvisvar og Arni Árnason frá Höfðahó um. Svohljóðandi fundarályktun samþyktu félags- menn í einu hljóði: »Fundurinn lítur svoá, að það hafi verið óhyggilegt og ástæðu- laust af Sjálfstæðisflokknum, eða ráðherra, að láta staðfestingu stjórnarskrárinnar farast fyrir, og telur sjálfsagt að krefjast þess, að stjórnarskrárbreytingin verði staðfest áður en hið næsta reglu- lega Alþingi kemur saman«. Smávegis, Gegnum Panamaskurðinn synti nýlega maður nokkur að nafni Alfred Brown, sem er kap- teinn, og stærði hann sig af því, að hafa verið það fyrsta flotholt, sem fór í gegnum skurðinn. — N Ý J A B í 6 Kvenstúdentinn. Danskur gamanleikuu í 2 þátt- um. Elsa Frölich og Carl Alstrup le.ka aðalhiutverkin. Böivun áfengisnautnarinncr. Tango-dansinn. [Þessi fræga mynd sýnir allar tegundir Tango dansa. Allskonar Fatn aðir kvenna og barna, fást sniðnir á Laugav. 24 + JARÐARFÖR minnar, elskulegu dó tur, Guðbjargar Jónsdóttur, er á kveðin þriðjudaginn 26. þ. m. og fer fram frá Landakotskirkjunni kl. 11 f. h. Sigrfður Jónsdöttir. HÉRMEÐ tilkynnist að móðir og tengdamóðir okkar, ekkj- an Guðbjörg Marteinsdóttir, andist að heimili sínu, Grettisgötu 32B, íöstudaginn 22. þ. m. Börn og tengdabörn hinnar látnu. saan Skurðurinn er að lengd 41 ensk míla eða 66 rastir,. og synti hann þessa leið ekki í einu heldur' í tvennu lagi. Fyrri daginn svam hann 24 enskar m'lur, en 17 síð- ari daginn. Alla vegalengdina synti hann á samtals 24 kl.tímum og 45 mín. — Ýmsar. þrautir hafði Brown. orðið að þola á þessari ferð sinni. Fyrst og fremst var sólarbruninn svo óþolandi, að hann hafði nærri gert Brown vitlausan, og begar hann kom nærri skógi á bökk- um skurðsins, þá var þar fjöldi af öpum, sem voru að fleygja í hann sprekunt og öðru, er þeir náðu í- Lítill vjelhátur fylgdi honum alla leið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.