Vísir - 19.04.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 19.04.1918, Blaðsíða 2
Skraa Símoni Jónssyni Laugavegl 13. Bakarí & Conditori verðnr opnað á morgnn í Þingholtsstræti 23. Talsími 243. Undirritað firma rekur bakarí og kökugerð með fyrsta flokks tækjum og áhöldum. — Iðnrekendur eru hr. Ágúst Jóhannesson conditor og hr. Jón Símonarson bakari, sem báðir hafa margra ára reynslu í iðn sinni, bæði utanlands og innan. f Ágúst—Jón & Co. Með e. s. Gullfossi hefi eg nú fengið mikið úrval af Einnig hefi eg nú fyrirliggjandi miklar birgðir af: poleruðum stólum, orgelstólum, skrifborðsstólum, borðstofustólum, birkistólum, divönum, sófum og fleira. KFÍstinn Sveinsson. Bankastræti 7. sk. Dagný. Allir þeir, er eiga vörur með sk. Dagný, verða að koma á afgreiðslu Sameinaða gufuskipafélagsins og undirrita sjöskaða- vottorð. C. Zimsen. Nýjar sjálfstæðar búðartröppur (hentugar við hreingerningar á húsum) tii sölu hjá Samúel Jónssyni, Skólavörðnstíg 35. Sumarhattar handa börnum og stórt úrval af Dömuhöttum veentanlegt með Botniu. Jórnnn Þórðard. Langaveg 2 heima 4—7 15-18 ára röska unglingsstúlku vantar mig. Elín Egilsdóttir. Kaupafólk 5 stúlkur og 2 karlmenn, vant heyvinnu, geta fengið kaupa- vinnu á næst komandi sumri á góðu og stóru heimili í Húna- vatnssýslu. Gott kaup. A. v. á. Frá Alþingi. í neðri deild voru stjórnar- frumvörpin þrjú, um alm. dýr- tíðarhjálp, laun embættismanna og skipun barnakennara til 1. umræðu og í efri deild sömul. þrjú stjórnarfrurav., 2 um ráð- stafanir út af ófriðnum og frá- færnafrumvarpið. Var öllum þess- um frumvörpum vísað til nefnda nær orðalaust, nema barnakenn- arafrumvarpinu, sem þegar mætti talsverðri mótspyrnu, en það fer fram á launahækkun talsverða tii kennaranna, enda samið af kennarafélaginu eða að þess til- hlutun. ÞingsályktBnartiIlögur tvær voru lagðar fram í gær: Um skipun bjargráðanefndar (í báðum deiidum). Um að skora á stjórnina að nota ekki - heimild kirkjujarða- eölulaganna til að selja Ólafs- velli á Skeiðum, frá þingm. Ár- nesinga og sömuleiðis um að nota ekki heimild s. 1. til að selja Gaul- verjabæ, frá Sig. Sig. Blóðpeningar. ]?að er kunnara en frá þurfi að segja, að því hefir verið hald- ið fram í stjórnarblöðunum og opinberlega af ráðherrunum sjálf- um, að landsverslunin verndaði landsmenn fyrir okri kaupmanna. En jafnkunnugt er hitt, að al- drei hafa kaupmenn lifað slíkt veltiár og síðasta ár eftir að landsversiunin tók að færa svo mjög út kviarnar; því að, þótt furðulegt sé, þá hefir reynsian orðið sú, að kaupmenn hafa grætt því meira, sem landsversl- unin hefir aukist, og dýrtíðin margfaldast beinlínis af völdum landsverslunarinnar. Á þetta hefir þrásinnis verið bent hér í blaðinu, og því verið kent um, sem nú er viðurkent af hinni nýju forstjórn lands- verslunarinnar, að hafi verið höf- uðsynd stjórnarinnar i verslunar- stjórninni, að stjómin virtist helst hafa það markmið, að leggja sem mest af nauðsynjavöruversl- •un landsins undir sig, en var á engan hátt fær um að stjórna slíkri stórverslun. Frá upphafi virðist verslunin hafa ýerið rekin sem stórgróða- fyrirtæki. Það sést þegar af því, að þegar 1. maí í fyrra var tekjuafgangur verslunarinnar orð- inn um 400 þús. kr., þrátt fyrir ekki ótilfinnanlega skelli, sem fyrirtækið hafði þá þegar orðið fyrir af töfum skipa í Ameríku. Ennþá betur sést þetta nú, er það er kunnugt orðið, að þrátt fyrir hin ægilegustu „skakkaföil“, svo sem á fjórða hundrað þús. króna tekjuhalla á Borgarferðun- um, eitthvað viðlíka á síðustu ferð Bisp, tapið á olíufarminum með Francis Hyde síðast o. s. frv,. þá er er tekjuafgangurinn þó, að sögn stjórnarinnar, orðinn 7-—8 hundruð þús. kr. um nýár. Og^ ennþá iskyggilegra verður þetta, þegar þess er gætt, að það eru eingöngu brýnustu lífsnauðsynjar manna, sem verslunin hefir haft til að græða á — ekki þessar 7—8 hundruð þúsundir að eins, heldur þá upphæð margfalda, til að vinna upp öll skakkaföllin. Enda er það fullyrt, að vart muni í öðrum löndum þekkjast önnur eins dýrtíð og hér. — En ut yfir allan þjófabálk tekur þó það, að þrátt fyrír þennan allverulega tekjuaígang af rekstri landsverslunarinnar, og það jafnvel áður en nokkuð var kunnugt um að tap mundi verða á siðustu skipaferðunum til Eng- lands, skyldi landsstjórnin þó hafa brjóstheilíndi til þess að ætla sér að flá fátækan almenn- ing svo miskunnarlaust, sem hún sýndi fullan vilja á með sykur- verðshækkuninni Sú verðhækk- un kom yfir menn sem þruma úr heiðskiru lofti. í*að var sann- að, að verð þeirrar vöru hafði ekki hækkað neitt líkt því er- lendis. Eina skýringin á hækk- uninni var þvi sú, að lands- verslunin hefði orðið fyrir svo miklum skákkaföllum, að stjóm- in sæi sig tilneydda að vinna upp hallan á einhvern hátt. En nú er það sýnt og sannað af stjórninni sjálfri, að sú ástæða var heldur ekki fyrir hendi, og verður því að álita, að stjórnin hafi ætlað sér að leggja þarna á þjóðina nýjan skatt að eins til þess að g r ó ð i n n gæti orðið enn meiri á landsversluninni —- núna í góðærinu. Þegar tillit er tekið til þess, hvemig ástandið og horfurnar eru í landinu, þegar fjöldi manna lifir viðsult og seyra vegnadýrtíð- ar og atvinnuieysis, þá er von að mönnum verði það á, að kalla gróða landsverslunarinnar blóð- peninga. Og það þvi fremuri sem menn vita það með víssu, að fyrir okur og óstjórn lands- verslunarinnar hafa einstakir menn fengið tækifæri til þess að stórgræða á dýrtíðinni, ef til vill eða að öllum líkindum þá upp- hæð margfalda, sem laudsversl- unin hefir grætt. En verðlags- nefndin, þessi einasti bjargvætt- ur almenniugs, sem átti að vera, hefir setið máttlaus hjá og horft á, og ekkert getað gert fyrir þessari „privilegeruðu11 okur- verslun sjálfrar þjóðarinnar — annað en að hirða laun sín.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.