Vísir - 22.04.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 22.04.1918, Blaðsíða 3
V I c S standið. Helst var það klæðleysi, er þurfti úr að bæta, síður skort- ur á matföngum. Við þessar beimsóknir urðum við margs vísari um kj ör þessa fólks. Má þar t. d. nefna húsa- iynni flestra: kaldar og dimmar kjallaraholur, loftherbergi, lítil og óhentug og þröngbýli víðast hvar svo mikið, að ilt er til þess að vita. Á sumum heimilunum var heilbrigðisástandið mjög ískyggilegt, og aðrar afleiðingar Jtröngbýlisins komu og í ljós við nánari íhugun. Þessi kynning, |>ótt stutt væri og ónóg, sýndi mór, sem þetta ritar, enn betur ©n áður, að þörf er á miklum nmbótum á híbýlum manna, og þeirri þörf verður að sinna eins Æjótt og unt er. — Heilbrigði, |>rifnaður og önnur vellíðan dafn- ar að sama skapi og húsakynni verða bjartari, hentugri og holl- ari. Heimilin þurfa að batna, því að góðu heimilin eru það, s©m þjóðfélagið lifír á. Að hjálpa þeim, sem bágast eiga, er gott og þarft verk; en mest er vert tun þá hjálp, sem kennir fólkinu ®ð hjálpa sér sjálíu. Að híbýli snanna séu þannig úr garði gerð, að þau spari vinnukraft, efli heilsu manna, í stað þess að spilla henni, er og verður einhver besta hjálpin, er hvert bæjarfélag get- mr veitt borgurum sínum. Á þeim tíma, sem skrifstofa Bandalagsins var opin, eða frá 1- íebr. tii 27. mars, bárust gjaf- ir í peningum, kr. 868,00. Gfjaf- írn&r voru frá 5 krónum upp í Ar. 200,00 og flestar frá einstök- lam mönnum, körlum og konum; ¥ísir qv elsta og besta dagblad landsins. þó sendi eitt félag (Kvenréttinda- félag íslands) kr. 100,00 til líknar- starfsins. í vörum gáfu nokkrir kaupmenn fyrir samtals k. 244,77 en af fötum, gömlum og nýleg- um, skinnum, skóm og prjónlesi komu 96 stykki. Þá má ekki gleyma sjálfboðaliðunum, er saumuðu föt og sfcuddu starf Bandalagsins á ýmsan hátt. Voru þeir 27 að tölu, auk ungfrú Huldu Matthíasdóttur, hjúkrunar- konu félagsins „Líkn“, ervitjaði nokkurra heimila í veikindum þeirra. Af fötum og prjónlesi var útbýtt 244 spjörum, auk ullat- bands, skóa og skinna. Allmiklu ósaumuðu efni var og úthlutað, þar sem heimilin gátu sjálf unnið úr því, og peningum, þar sem þeirra var mest þörf, sam- tals kr. 150.00. Þeir sem kynna vilja sér betur þessa líknarstarfsemi, geta snúið sér til formanns Bandalagsins, frú St. H. Bjarnason, Aðalstræti 7, er geymir reikninga og bækur þær, er færðar voru yfir starfið frá byrjun. Að lokum flytur Bandalag kvenna, alúðarþakkir, öllum þeim er stutt hafa þetta starf þess. Beykjavík, í apríl 1918 Laufey Vilhjálmsdóttir p. t. ritari Bandalags kvenna. Starfsmenn Álþingis. Forsetar Alþingis hafa allir í sameiningu 16. þ. m. skipað starfs- menn þingsins á þessa leið: Á skrifstofu: Jón Sigurðsson cand. phil., Helgi Hjörvar kennari, Pétur Lárusson söngfræðingur. Afgreiðslumaður skjala: Ingimar Jónsson cand. phil. Lestrarsalsvarsla: Ólafía Einarsdóttir, Kristín Bjarnadóttir (sinn hálfan daginn hvor). Innanþi ngsskrif arar. A. Ráðnir strax: Pétur Zophoniasson ættfræð- ingur, Vilhelm Jakobsson cand. pbil., Freysteinn Gunnarsson stud. theol., Árni Sigurðsson stud. theol., Sveinn Sigurðsson cand. theol., Sigurður Lárusson cand. theol. B. Ráðnir þegar þörf verður: Steinþór Guðmundsson cand. theol., Ásgeir Ásgeirsson cand. theol., Þórbergur Þórðarson orð- nemi, Pétur Sigurðsson cand.phil. Þó er þess að geta um tvo síðastnefndu mennina, að þeir skyldu eigi verða fastir starfs- menn strax, þegar bæta þyrfti við skrifurum, heldur yrðu þeir að hlíta því, að vinna dag og dag í senn í hvorri deildinni sem væri, þegar þörf yrði á að fjölga skrifurum í bili, gegn þóknun fyrir þá daga eina, er þeir ynnu. Nýkomiö: Waterproofskápur Rykfrakkar Alfatnaöir Peysur og Treflar Manchettskyr u? misl. og hvítar. Hálstau linir flibbar. Nærföt 0g Höfuöföt m. m. Best að versla í Fatabúðinni Vörður þingmannasíma: Svavar Hjaltested. Verðir: Magnús Gunnarsson, Árni Bjarnason. Þingsveinar. Gunnar G. Björnsson, Halldór Sigurbjörnsson, Sveinn Benedikts- son, Sverrir Thoroddsen, ísleifur t Gíslason, Þorkell Olafsson, Axel Blöndal, Hrafnkell Einarsson. Verða starfsmenn þingsins þannig samtals 27. Öðrum eða fleiri starfsmönn- um þótti forsetum ekki þörf á, enda mun færri en á mörgum undanförnum þingum. a er víst, aö hann hefir ætlaö sér aö dylast fyrir lögreglunni.“ „Já, Og þetta veröur. henni heldur eng’inn leikur,“ sagði eg. „Og þér megiö reiöa yöur á aö einhver kven- maöur stendur á bak við þetta alt saman — þaö bregst aldrei þegar eitthvaö þessu líkt kemur fyrir.“ „Þér taliö alveg eins og þér væruö sjálfur leynilögreglumaður.“ „Þaö má vel vera, en eg hefi líka veriö lögreglulæknir i rnörg ár, Vesey minn góö- ur, og mér hefir lærst aö taka eftir ýmsum atvikum og draga ályktanir af þeim,“ svaraöi Blythe og skimaöi um herbergið. „Samt verð eg að játa það, að þetta er það flóknasta og undraverðasta sem fyrir mig hefir komiö. Millman leynilögreglumaður var einmitt a‘ö segja mér, að þetta væri sér alt saman hrein- asta ráögáta.“ Mér datt ósjálfrátt þessi skyndilega koma -^eníu í hug og svaraði þessu engu, en stóö hugsandi. „Bitti-nú! Hvað er nú að tarna?“ sagði Blythe í sömu andránni og laut ofan að gólf- inu. Hann liafði stigið þar ofan á eitthvað, sem liann tók nú upp og hélt í lófa sínum. Það var íitil kóraltala eða perla. Eg svipaðist um og tók þá fyrst eftir því að fleiri slíkar tölur eða perlur láu á gólfinu, (William le Queux: Leynifélagið. 49 en undir einum stólnunr lá brotið hálsmen og vantaði í það helminginn af perlunum. Var au'öséð, aö það hafði brotnaö og- clotliö án þess aö eigandinn tæki eftir því. „Á svei!“ sagi Blythe. „Hvaö sagði eg ekki, að hér ætti kvenmaður hlut aö máli, eða er þetta kann ske ekki full sönnun fyrir því? Við verðunr að benda Millman á þetta, ]>ví að' þetta er mikils verður leiðarvísir.“ En mér lék mest forvitni á að vita hver hefði sent símskeytið; því að viö það fanst mér að einhver skýring mundi fást á þessn máli. Raunar gat þetta hálsmen haft talsverða þýöingu, en ]>aö var ])ó engin áþreifanleg sönnun. Eg vissi hvorki upp né ni'öur í neinu og hafði eg þó, eins og ]>ú kann ske líka, lesari góður, séö og lesið margar dularfullar sögur 5 blöðunum, en hér var eg nú sjálfur orðinn bendlaður vi'ð eitthvert hið mesta vandamál, sem nokkurn tíma hafði komið fyrir Lundúna- lögregluna. En nú varö eg aö fara aö vitja um gest minn aftur, því aö nú gat verið, að Filippus færi að koma, og mundi honum áreiðanlega þykja nærvera hennar á heimili mínu í meira lagi undarleg. Sagöi. eg því Blythe, aö eg þyrfti að skreppa burtu, en lofaði að koma aftur innan skamms og hélt því næst heim til min í biksvartri þokunni. Myrkrið var svo 50 svart, að eg varð að þreifa uppi garðhliðið og tröppurnar að húsinu, en þegar eg hafði Jokiö upp útihuröinni og koin inn fyrir hana, hrökk eg aftur á bak og hljóðaði upp yfir mig. Eg sá þegar, að enn þá hafði eitthvað nýtt og hræðilegt borið að höndum í husi minu meðan eg var fjarverandi og stóð' eg ]>arna sem steini lostinn. V. KAPÍTULI. „Gleymið ekki nafninuT Eg kallaði, en enginn gegndi og var þá Filippus fráleitt kominn heim aftur. Inni í forstofunni lá maður, kreptur saman í keng, fyrir neðan stigann, og bar eg engin kensl á hann. Hann lá á hliöinni og voru hnén krept upp að höku. Hann var í dökk- brúnum yfirfrakka, en skamt þar frá lá flóka- hattur hans. Eg laut niður a'S honum alveg gagntekinn af undrun og skelfingu og giskaði á, aö hann væri um hálffertugt. Þetta var iriðleiksmaö- ur, dökkhærður, og var skeggið vanið þannig, áð það benti til þess að hann væri útlending- ur. Innan í hattfóðrinu stóð nafn á hattara einum í Rómaborg, og bélt eg ]>ví að ltann væri ítalskur, en þaö var mér hvorttveggja

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.