Vísir - 15.08.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 15.08.1918, Blaðsíða 3
 Úr því Dönum með sambands- lögunum er gefinn sami kosn- ingaréttur sem innfæddum ís- lendingum, skilst mér að sam- bandslögin og stjórnarskrárbreyt- ingin verði að fylgjast að. Er þetta misskilningur ? 13. ágúst 1918. Kjósandi. Frá vigvellinam. Úr bréfi frá Vestar-íslendingi. I Heimskiinglu, frá 11. júlí, er birt bréf frá íslenskum hermanni, skrifað á vígvellinúm í Frakk- landi 17. júní s. I. Talar hann um sókn Þjóðverja og undanhald bandamanna á þessa leið: Eg get húist við, að mörgum þyki þetta mjög ískyggilegt, ef það er ekki meira en svo. að sam- bandsþjóðirnar geti aðeins haldið þeim til baka frá því að vaða með «ldi og brennisteini yfir þvert og endilangt Frakkland. Eg vona þó að það séu ekki margir Islending- ar, sem það halda. Því það er al- veg röng hugmynd, hver sem hana befir. Heldur er ástæðan sú, að sambandsmenn hafa nú sameigin- lega eitt höfuð, sem ræður yfir ölllum gerðum þeirra hér á Frakk- landi siðustu mánuðina, og ér það sannarlega vel farið. Þetta eina höfuð, sem eg tala um, er okkar mikli og snjalli yfirhershöfðingi, Foch. Hann mun vel vita. hvað hann er að gera og hvað best er að gera. Hann veit það. að hann getur látið okkur reka Þjóðverja aftur á bak, hvenær sem bann vill. En að þessum tíma mundi það hafa kostað mikið af manns- lífum. En það er það sem hann vill forðast sem mest að unt er. Hann er ekkert líkur Hindenburg eða krónprinsinum þýska, með það að skipa mönnum sínum þetta og þetta, livað sem það kostnr. Nei, hann bíður eftir hag- stæðum byr. Ekki óhugsandi, að Þjóðverjar hamist svona þennan mánuð út og máske eitthvað fram i júlí. En bíðið róleg átekta þar til að þið heyrið og sjáið hvað gerist í júlí og ágúst; eg yrði ekkert hissa, þó að þá yrðu dálítil endaskifti og breytingar á útkomum frétla héð- an. Bíðið róleg og sjáið; látið ykkur aldrei detta i hug, að Þjóð- verjar séu að vinna sigur með þessum djöfulmóði sírum og ham- förum. Nei, þeir eru að tapa. 8aga Georgíumaniia. Fjalllendi það, sem liggur á milli Svartahafs og Kaspiskahafs, sem vér þekkjum undir nafninu Kákasus, er 180,603 ferhyrnings- mílur á stærð. Því er skift nið- ur í 14 fylki, og var íbúatalan þar 11.735.100 áiið 1914. Land- flæmi þetta byggja 46 mismun- andi þjóðflokkar og eru Armen- íumenn og Gterorgíumenn þeirra stærstir. Flest af þessu fólki er mjög illa úpplýst — og það svo mjög, að 87°/0 kunna alls ekki að lesa. Sá eini af þjóðflokkum þess- um, sem haldið hefir verið sam- an og verið þjóðernislega sjálf- stæður, eru Greorgíumenn. Ætt- bálkur sá eða þjóð er mjög gömul og landið þeirra, Georgia, var sjálfstætt konungsríki fyrir daga Alexanders mikla, en hann gerði þá sér skattskylda. Eftir fráfall hans, eða 323 f. K. náðu þeir aftur sjálfstæði sínu, og má segja að þeir hafi haldið því þar til í lok átjándu aldar, þó á því tíma- bili hafi þeir oft átt erfitt upp- dráttar, serstaklega á 15. öldinni. Árið 1783 herjuðu Tyrkir og Persar á landið, en með aðstoö Rússa héldu Georgiumenn sínu, og friður var saminn, þar sem Rússar lofuðust til þess að vernda sjálfstæði Georgíumanna. En árið 1801 brutu Rússar þetta lof- orð, og slóu eign sinni á Georg- iu, og gjörðu hana að rússnesku fylki. Þessu tiltæki kunnu Ge- orgíumenn mjög illn og risu á móti, og héldust þær skærur með þeim og Rússum í fjörutíu ár eða þangað til árið 1864, að Rússar unnu algerlega bug á þeim, og gerðu þeim tvo kosti, annar var sá, að ganga frívilj- uglega á hönd Rússum, hinn að fara úr landi burt. 90,000 manns tók fyrri kostinn, en 418,000 tóku sig upp og fóru til Tyrklands. Heimsk. ErleM myat. Kh. »/8 Bank. Póstb. Sterl.pd. 15,03 15,40 15,70 Doll. 3,16 3,30 3,60 Sv. kr. 113,40 116,00 116,00 N. kr. 103,00 103,00 Háskólakensla í flagj. Sir Basil Zaharofl' hefir gefið háskólanum i Lundúnuni 25 þús. sterlingspund. til þess að stofna kennaraembætti í fluglist. — Áð- ur hefir hann lagt fram fé til stofnunar kennaraembætta í flug- list í Paris og Pétursbörg. Þessi Basil Zaharoff er fransk- ur a8 faðerni en griskur í móður- ætt og hefir aliö aldur sinn i Eng- Iandi. Rækt sína til Frakldands hefir hann sýnt með því, að stofna sjóð til eflingar iþrótta þar i landi, sárstaklega með tilliti til þáttöku i'OIimpisku leikjunum. En með- an Balkanstyrjöldin geysaði, gaf hann ríkissjóði Grikklands 40 þús. sterlpd. á mánuði hverjum. Á8- ur hafði hann lagt fram mikið fé til aö koma fótum undir sendi- sveitir Grikkja í öðruiu löndum Norðurálfunnar. (Daily Mail). Frægnr fiugmaðar látinn. Enski flugmaðurinn McCudden majór í lofther Breta, féll tiljarð- ar í flugvél sinni í sumar á leið til Frakklands og lét þannig líf sitt. Hafði hann verið heima á Englandi um hríð og stjórnað þar flugæfingum, en var á leið til víg- vallarins aftur, er slysið bar að höndum. Er auðséð af þessu, að/ mikið vantar enn á það, að ilug- 345 Graphic“ þar sem prentuö var stóreflis mynd af mér á fremstu síÖu með fullu nafni neðan undir. Líónel staröi á myndina alveg agndofa. Var nú þegáf boriö á mig, aö eg væri njósn- ari og krafðist Chiquard þess aö eg væri undir eins tekin af lífi. En Spínóla kom þá meö aöra uppástungu, enda var hann maöur slægvitur og tókst honum, án þess aö uppvíst yröi aö búa út sprengjurnar í Rue Blanche í París. Houum var kunnugt um, aö eg haföi fengið ást á Líónel og gat hann taliö hina samsæris- mennina á að þyrnia lífi mínu með því skil- yrði, aö lögreglan fengi engan pata af þessu fyrirtæki þeirra. En ef svo bæri til — ef lög- reglan fengi nokkurn minsta grun um það, þá skyldi það kosta lif Líónels! Var þessi uppástunga samþykt í einu hljóðú Jafnskjótt sem lögreglan fengi eitthvert veður af sam- særinu, skyldi Líónel hafa fyrirgert lífi sínu! Og viku síðar,“ bætti hún viö og vék sér að föður sínum, „sýndi eg þér Liónel sjálfan í Stefaníuhótelinu í Abazzía.“ „Já. eg man það vel,“ sagði stórhertoginn. „Mér leitst ljómandi vel á hinn unga mann og grunaði síst, að hann væri bendlaður við samsæri gegn ætt okkar. Æ, vesalings barnið mitt. Mér fer nú loksins að skiljast, bve öll aðstaða þín hefir mátt vera hræðileg!" „Já, hún var sannarlega hræðileg, faðir niinn, — hún var voðaleg! Meö hverjum deg- William le Queux: Leynifélagið. 346 inum og hverri stundinni að segja ma, gekk eg í dauöans augist fyrir því, að lögreglan kynni með einhverju móti að komast aö því, hvað í bruggi væri, þvi samsærið var mjög útbreitt í Bosníu, og þessir menn höfðu verið útneíndir til framkvæmdarstjórnar. Þetta gat þvi komist upp þegar minst varði og þá mundi Líónel vægðarlaust verða ráðinn af dögum, en þú manst líklega eftir því, að einmitt um þetta leyti fór eg í heimsókn til barónsfrúar d’Egger, sem gift er einum ráðherranum i Soíía. Eitt kvöklið vorum við á dansleik í hermannaklúbbnum og ])á vakti Líónel athygli mina á yður, Vesey læknir. Bjóst fiann ekki við að sjá yður þarna, því að hann sagök að þér ættuð heima i Argyllgötu beint á móti húsi frú Kynaston. Honum var talsvert kunn- ugt um hag'i yöar og hygg eg bróðir yðar liafi írætt hann uni það efni, en hann tók mér vara fyrir að láta yður vita hver eg væri. Gaf eg yöur svo gætur þetta kvöld, enda þótt eg varaðist að verða á vegi yðar. Næstu vik- urnar, sem þar fóru á eftir, var samsærið rætt út í æsar og því ráðið til lykta í ölluin ein- stökum atriðum, og á fundi einum, sem hakl- inn var i París., varð það að samkomulagi, að sprengju skyldi varpað í veg fyrir keisar- ann þegar hann æki frá höll sinni í Schön- brúnn klukkan tiu að morgni eins og hans var venja. \rar þá varpaö hlutkesti um það, liver 347 skyldi kasta sprengjunni og kom upp minn lilutur. En Líónel bauð sig undir eins fram til þess að gera þetta í minu stað. Og svona stóð nú á því, að eg var neydd til aö þegja og gat hvorki gert keisaranum aðvart né heldur gefið lögreglumii nokkra bendingu, þvi að það hefði verið sama Sem aiS leggja líf mannsins, seni eg elskaði, í sölurnar! Hvaö gat eg svo sem gert? Mér var nauðugur einn kostur aö leyna þessu, en guð einn veit hvaða kvalir eg tók út þessa skelfingardaga. En þessir ofstækismenn höfðu mig algerlega á valdi sími og sleptu ekki af mér tökum." „Seinasta samkoman var haldin sex döguiu áður en tilræðið við keisarann skvldi frarn- kvæmt og stóð hún í húsi frú Kynaston hinti 10. desember. Mun mér aldrei sá dagur úr minni líða. Líónel hafði þá dvalið hér í Vin- arborg undanfarið, en hann hitti mig i Paris og urðum viö svo samferða þaöan til Lund> úna. Viö komum þangað klukkan fjögur síð'- degis og skildi eg eftir ferðaskrín niitt á Char- ing Cross stöðinni og ók rakleiöis til Argvll- götu i niösvartri Lundúnaþokunni. Chiquard var þar fyrir, en Gallíni og Spínóla koniu eklci fyr en klukkutíma seinna, ]iví að þokan hafðí hindrað eitthvað för þeirra. Viö settnmst að' snæðingi og keyptum vistir hjá kaupmanni í Hástræti og komu svo hinir að máltíðinni lok-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.