Vísir - 21.02.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 21.02.1919, Blaðsíða 2
Leikfélag Reykjavíkur. leikrit í 4 þáttum eftir Steingrímsson. A lagfer Carlsberg 0L Pilsner Porter LEREFT fbleikjað verð: 1,35 1,50 pr.mtr. Smjörlér. 1,50 mtr. N, ^ Egill Jacob$en|v Fiskkanp Dana. tVísir hefir því miður orðið of fljótur á sér, er hann flutti hin ar góðu fregnir af fisksölunni til Danmerkur. það sannast hér sem oftar, að „ekki er sopið kál- ið, þó i ausuna sé komið“, þvi að úr sölunni hefir ekkert orðið. Danska stjórnin hafði hafið umleitanir um að fá keyptan all- an fiskinn, sem hér var eftir frá fyrra ári, 4000 smál., en vildi þó ekki annað en stórfisk og löngu, svo að ekki kom til mála, að hún keypti allan fiskinn. Voru þvi ráðgerð kaup á 1000 smál., en umleitanir byrjaðar við Breta um útflutningsleyfi til Danmerk- ur á öllum fiskinum. Verðið var óákveðið, en útflutningsnefndin gerði Dönum kost á fiskinum fyrir kr. 1,30 kg. Eftir allmikla vafninga og fyrirhöfn tókst svo loks að fá útflutningsleyfið hjá Bretmn, og var þá talið víst, að úr sölunni mundi geta orðið, en þegar á átti að herða, vildi danska stjórnin ekki kaupa neinn fisk, hvorki fyrir þetta umrædda verð né arinað. Útflutningsleyfi Breta hljóðar að eins um 1000 smál., og engin von talin um, að fá útflutnings- leyfi fyrir meira. En auk þess, er þetta leyfi veitt með það fyr- ir augum, að danska stjórnin sé kaupandi og hafi alla umsjá með flutningum og sölu fiskjaríns i Danmörku. Hugsanlegt er, að leyfi fáist þó til að flytja þessar 1000 smál. til Danmerkur, til annara kaup- enda, ef danska stjórnin vildi stuðla að því. En svo er að sjá, sem stjómin þykist ekki hafa neina þörf fyrir fiskinn, og er þess þá varla að vænta, að hún vilji takast á hendur nokkrar skuldbindingar út af flutningi hans til einstakra kaupenda. pað er mönnum hulin ráð- gáta, hvað valdið hefir „sinna- skiftum“ dönsku stjómarinnar. Miklar líkur eru ekki til þess, að hún hafi getað fengið ódýr- ari fisk annarstaðar. Frá hæj arstj órnarfundi. Rafmagnsmálið. Á bæjarstjórnarfundi í gær var skýrt frá þvi, að íslands- banki hefði fallið frá því skil- yrði fyrir þáttöku sinni í raf- magnsláninu, að verkið yrði boðið út. Jafnframt var upplýst, að þó að bankinn hefði haldið fast við neitun sína, þá hefði lánsupphæðin þó öll verið fáan- leg annarstaðar. Dönsku bank- arnir (aðallega Handelsbanken) telja sinum skilyrðum fyrir lán- veitingunni fullnægt með þvi, að þeir Hlíðdal og Kirk annist fram- kvæmd verksins. Að þessum upplýsingum fengnum er ákveðið að taka lán- ið og láta byrja á verkinu svo fljótt sem unt er, eins og áður var ráð fyrir gert. Erfðafestulönd keypt. Sveinn J. Einarsson í Bráð- ræði hefir boðið bænum for- kaupsrétt á erfðafestulöndum tilheyrandi Bráðræðiseigninni, en bæjarstjórnin samþykti til- lögu fasteignanefndar um að sæta forkaupsrétti að tveim þein’a, Votavelli og viðauka við hann, sem liggja að Eiðsgranda, fyrir 12000 kr. Enn fremur hefir Páll Hall- dórsson skólastjóri boðið bæn- mn forkaupsrétt að eign sinni Seljalandi með tilheyrandi crfða- festulöndum í Kringlumýri. Bæjarstjómin samþykti að kaupa eignina fyrír 28 þús. kr. Lögregluliðið. Nefnd sú, sem skipuð var til að endurskoða lögreglusamþykt bæjarins, hefir gert tillögu um, að lögreglulið bæjarins verði framvegis skipað einum yfirlög- rcgluþjóni, er liafi í árslaun 3000 I verðnr leikið sannndaginn 23.1ebr. kl. 8 siðd. i lðnó. Áftgöngumiðar seldirílðnó á laugardag frákl. 4 —7 síðd. me? hækkuðu verði og á sunnuadg frá kl. 10 árd., meft venju- legu verði. Samsöng ur Karlakórs K. F. U. M. verður enílxrrteliinn sunnudaginn 33. þ.m. kl. 9 Aðgöngumiðar fást I bókaverslun Sigf. Eymundssonar og ísa- foldarbókaverslun. Knattspyrnulélagið „Fram“. Meðlimir skriíi sig á lista að árshátíð félagsins 1. mars, ásamt gestum, í dag og á morgun á skrifstofu Clausensbræðra. Eftir laugardag er ekki tekið á móti áskriftum. * Stjórnin. kr., hækkandi upp í 4200 kr. og fyrst um sinn 9 undirlöreglu- þjónum, er fái í árslaun 1800 kr. hækkandi upp 2800 kr. Laun núverandi. lögregluþjóna verða ákveðin eftir þjónustualdri þeirra. Lögregluþjónamir mega engin aukastörf hafa á hendi. Einkennisbúningur heilbrigðis- fulltrúa. Lögreglustjóri hefir skorað á bæjarstjóraina að fyrirskipa ein- kennisbúning handa heilbrigðis- fulltrúanum og leggja honum búnnginn til. Búningurinn á að vera eins og búningur lögreglu- þjónanna. Bæjarstjórnin visaði þessu máli til f járhagsnefndar til afgreíðslu. Sterling á ekki að fara alla leið kring- um land, eins og ráðgert var, en snúa aftur á Húnaflóa austur um land. Farþegar, sem héðan, fara með skipinu, mega ekki stiga á land fyr en sjö dögum eft- ir brottför sína héðan, vegna sóttvarnarráðstafana og af því að þeir voru ekki einangraðir hér áður en þeir færu, eins og til var ætlast í sóttvamarreglun- um. peir verða ekki nema eitt- hvað innan við 20 talsins. Veðurtept verða bæði skipin, Sterhng og Gullfoss, hér í dag, og er för þeirra héðan frestað til morg- uns. 1*1» Bæjapfréttir. I. O. O. F. 1012219. Afmæli í dag. Júlíus Schou steinhöggvari. Jörundur Brynjólfsson kenn. Sgríður E. Guðmundsdóttir. Gjafir til ekkjunnar með þrjú böm- in: St. Guðm. kr. 10,00. Fiskiveiðafél. Haukur er að kaupa Bráðræðiseignina hér vestan við bæinn. Kaupverð- ið er að sögn eitthvað yfir 100000 kr. Skálda- og Iistamanna-styrkur- inn. Honum hefir verið úthlut- að þannig fyrir yfirstandandi ár: Einar H. Kvaran fær 2400 kr., Einar Jónsson myndhöggvari 1500 kr., Guðm. Guðmundsson 1500 kr., Jóhann Sigurjónsson 1000 kr., Guðm. Friðjónsson 1000 kr., Brynjólfur pórðarson 1000 kr., Valdemar Briem bisk- up 800 kr., Ríkharður Jónsson myndhöggvari 800 kr., Jak. Thorarensen skáld 600 kr., Nina Sæmundsson myndhöggv- ari 600 kr., Arngrimur ólafs- son málari 600 kr., Ásgr. Jóns- son málari 500 kr., Jóhs. Kjar- val málari 500 kr„ Sig. Heiðdal sagnaskáld 500 kr„ Hjálmar Lárusson myndskeri 400 kr., Ben. p. Gröndal (fyrir sögur) 300 kr. — í úthlutunarnefnd eru prófessorarnir Ágúst H. Bjaraa- son og Guðm. Finnbogason og mag. Sig. Guðmundsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.