Vísir - 28.03.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 28.03.1922, Blaðsíða 2
VÍSIR FÁUM MEÐ E.S. „DI A N A“í Höggvinn MELIS, Steyttan MELIS, MAISMJÖL, Heilan MAIS, SÓDA, MATAKKEX, HRÍSGRJÓN, LAUK. þagall og hugall. pess er að minnast. J?ökk fyrir ágætt ævistarfið, þökk fyrir auðinn, sem oss þú veittir. pað sem eftir er ævi þinnar, endist þér lengi til Ijóssóknar. BIRGÐIRNAR ERU AF SKORNUM SKAMTI, J?Vl HYGGILEGRA AÐ PANTA 1 TÍMA. Trékassar og pokar nndan sementi tll «öl«. Haraldur Arnason. Símskeytf frW fréttaritara Vlaic, Khöfn 28. mars.. Hækkar hagur Tyrkja. Símað er frá París, a'ð utanríkis- rá'ðherrarnir, sem þar sitja á ráö- stefnu, hafi nú samið tillögur um endurskoöun Sevres-friöarsamn- inganna og gangi þær Tyrkjum í vil. Grikkir eiga aö láta Litlu-Asíu af höndum og bandamennKonstan- tinópel, en Þjóðbandalagiö á aö annast málefni Armeníu. Fulltrúaráð Þjóðbandalagsins er sest á rökstóla í París, til aö búa sig undir Genúafundinn. ManDSkaðínn. Nánari fréttir eru nú komnar af slysinu, sem varö aðfaranótt laugardagsins, þegar Talisman strandaöi. Skipið sigldi á land ut- arlega við Súgandafjörð, vestan- verðan, ekki fjarri prestssetrinu Stað. Stórhríð var, og mikið brim. Sjö menn bárust í land á stór- mastri skipsins, en þrir þeirra dóu af vosbúö og kulda. Skipið haföi fengiö áfall á Húnaflóa og lask- ast nokkuð og skipstjórinn meiöst. Hann hét Mikael Guðmundsson og var hann einn þeirra sem fórust, en hinir voru þessir: Stefán Ás-* grímsson vélamaður, Stefán Jó- hannsson, Ásgeir Sigurðsson og Benedikt Jónsson, allir af Akur eyri. Af Siglufirði voru 2: Bjarni Emilsson og Gunnar S'gfússon. Úr Eyjafirði voru: Tryggvi Krist- jánsson frá Skeiði í Svarfaöardal, Þorsteinn Jónsson frá Grimsnesi, Sæmundur Friðriksson úr Glerár- hverfi, Jóhannes Jóhannesson frá Kúgili og Siguröur Þorkelsson. Hermann Möller einn hinn kunnasti málfræðing- ur meðal germanskra þjóða, er lengi hefir verið kennari í há- skólanum í Kaupmannahöfn, lét af kenslu í byrjun þessa árs. Lærisveinar hans gáfu honum þá gjafir til minningar. J»ar á meðal fékk hann að gjöf frá ís- lenskum lærisveinum pappírs- hníf mjög haglega gerðan, og hafði Stei'. Eiríksson gert hann. Var það hinn besti gripur. J>ar með fylgdi kvæði það, er hér fer á eftir. Hafði Bjarni Jónsson frá Vogi gert það fyrir sína hönd og annara islenskra læri- sveina Hermanns Möllers: Hamar ldýfur . hamri og meitli ramur að afli og aldrei hvikar hann, er grefur , úr grundar skauti gimsteina dýra "'Xt pó er öflugri allur vilji, I hvassari sjón og hugur dýpri þess, er leitar i liðins tíma myrkri djúpu að mannvits geislum. Grefur hann og finnur gullið dýra, vísindin, mannvits mestu prýði. Hvössum sjónum horfir í skuggann, lítur eld þar, er engir hugðu. ■ J>itt var yndi öllum stundum andans göfugs gulls að leita. Hvöss var sjón þín og hugur djúpur: fanstu þar eld, er engir hugðu. Komum vér utan af ísalandi, þjóðversk fræði þekkja vildum. J>á varst þú Ijós á leiðuna Toran, (Framh.) Síra Friðrik Friðriksson: Eg tala hér ekki í þeirri veru að leggja út í deilur eða þráttanir, því bæði er jeg óvanur þvi, og finn enga liæfileika hjá mér til þess að fara i kappræður, og allra síst hefi eg löngun til þess í kvöld, því eg tók eftij* í dag, að það er 18. mars og ber upp á laugardag, þá varð rík í huga mér minning, sem er mér sem helgidómur. Fyrir 29 árum síð- an bar 18. mars upp á laugar- dag eins og nú, en það kvöld um þetta leyti sat eg hjá einum besta vini mínum og skólabróð- ur, 17 ára pilti, sem var að deyja. Er eg kom til hans eftir kl. 8 um kvöldið, sá eg að dauðinn færðist nær með hröðum skref- um, en enn hafði hann rænu og bað mig að lesa fyrir sig úr skilnaðarræðum Jesú í Jóhann- esarguðspjalli 14—16 kap. Og gerði eg það meðan hann hafði þrek til að hlusta á. Svo í kring- um kl. 12 byrjaði dauðastríðið, en altaf hafði liann rænu á milli kvalakastanna. Hann talaði við mig seinast kl. 3y2 um morg- uninn, 3 stundarfjórðungum áð- ur en hann skildi við. Hann spurði hvaða dagur væri, og er eg sagði að það væri sunnudag- ur, sagði hann að það væri gleðilegt að mega fara til guðs á sunnudegi. — Hann var alveg óhræddur að deyja, af þvi að hann vissi að Jesús hafði dáið fyrir hann, og með barnslegri og einfaldri trú' fól hann sig honum, og þegar hann svo hafði tekið síðasta andvarpið, og dauðakjTðin drotnaði í herberg- inu, lá eg lengi sem agndofa við rúmið hans, og mér fanst að eilífðin duna yfir mér. Eg get aldrei gleymt þessari stund og á dánardaginn hans geng eg alt- af upp að gröf hans, og minn- ist hans í bæn og þakklæti fyrir þá blessun sem eg hafði af sjúk- dómi hans og dauðastriði, það styi-kti mina eigin trú. Og vona eg því, að mönnum skiljisl, að eg sé ekki í skapi til að fara í æsing og deilur á þessu kvöldi. F.g unni honum heitl og alt fanst mér svo tómlegt, er hann var farinn, eg þráði lengi að dreyma hann, en aldrei hefir mig langað til að liafa tal af honum með miðlum. J>ví jafnvel þótt eg tryði, að það væri unt, þá vildi eg ekki saurga miuniugM lians með slíku; enda þarf eg ekki að írétta af honum, fyr en við sjá- umst heima hjá guði. J>að næg- ir mér fullkomlega, að eg veit að honum líður vel, af því að hann trúði einfaldlega á Drott- inn Jesúm og treysti hónum. — Yfir höfuð langar mig ekki til að vita hvernig er umliorfs hinu megin, fyr en eg sjálfur kem þangað og sé það, og úr því Drottinn liefir ekki opinber- að meira um það í sínu heilaga orði í biblíunni, býst eg ekki við að oss sé nokkur þörf á þvi að vita það. Og eg .legg meiri trún- að á það, sem guðs orð segir, en það sem hinir og þessii- segja, sem þykjasl hafa verið þar; eg hef engar sönnur fyrir, að þeir segi satt. Og þar að auki hafa mér ekki þótt svo hugðnæmar þær lýsingar á tilverunni, sem eg hefi lesið frá þeirri hlið. Eg hefi lesið Raymond eftir Sir Oliver Lodge tvisvar og ná- kvæma lýsingu á kenningum spiritista um lifið eftir dauðann eftir McKenzie (Hewat minnir mig að fomafnið sé), og hafa þær tvær bækur fremur fjar- lægt mig en laðað að þessum kenningum. Eg ls^t mér nægja það sem heilög ritning gefur mér, þvi hún er mér heilög bók af guði innblásin frá fysrtu síðu til hinnar síðustu, og það sær- ir mig að heyra óvirðuglega tal- að um. gamla testamentið, þvi svo mikla leiðbeining og upp- byggingu hef eg haft af þvi, og mér hefir fundist guð tala við mig í hverjum kapitula þess, jafnvel i ættartölunum. Yinur minn einn spurði mig einu sinni að því, hvort eg gæti prédikað út af öllum stöðum í gamla testamentinu. Eg sagði á þá leið: Eg býst ekki við að eg geti það, en eg hygg að það gé unt. Og eitt sinn er eg sat og var að lesa ættartölukapitulana í 2. Kron— ikubók, fanst mér eg heyra nið kynslóðanna, sem komu og hurfu, og það hafði mikið er- indi til sjálfs min, og eg prédik- aði út frá þeim texta á gamlárs- kvöld næstkomandi. pegar eg var 7 ára gamall, byrjaði eg að lesa i bibliunni, og las mest Mósebækurnar og aðrar sögu- legar bækur í gamla testament- inu og mikið á eg þeim að þakka, þær þroskuðu mig og urðu mér undirbúningur undir nýja testamentið. — Eg lít á gamla testamentið sem opinber- un guðs, eins og hún gat orðiðc á því stigi til mannanna, enda þótt opinberunin næði sínir hæsta stigi, er guð sendi s o n sinn eingetinn i heiminn. — Eg hef örugga trú á biblíunni, þvi eg tek liana sem guðs gjöf til mín, sem hann hefir látið hei- laga kirkju sina varðveita og fá mér í hendur. Og kirkja hans hefir þegið þessa bók af guði, og kirkjunni trúi eg, hinni einu heilögu almennu kirkju, og tala eg hér um kirkjuna í heild sinni, bæði þá kaþólsku og evangel-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.