Vísir - 22.06.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 22.06.1944, Blaðsíða 3
 VISIR Nýkomið: Leðnrblúsinr Leðnrjakkar Hentugt íyrir bifreiðastjóra og ferðafólk. > Verzlunin í Hafnarhvoli Friðrik Bertelsen. Þáttur útvarpsins í hátíðafíöldunum var mikill. Það eru vissulega margir að- ilar, sem eiga miklar þakkir skilið fyrir þann skerf, sem þeir lögðu til þess að þjóðhátíðin, dagana 17. og 18. júní, mætti verða sem glæsilegust. Einn af þessum aðilum er starfsfólk út- varpsins íslenzka, og átti það ekki hvað siztan þátt i þessuin efnum. Þykir því hlýða að geta starfs þessa aðila hér að nokk- uru. ■— Þess skal þá fyrst getið, að gerðar voru sérstakar ráðstaf- anir til þess að afla efnis og tækja til undirbúningsins, og naut Ríkisútvarpið um það að- stoðar utanrikismálaráðuneytis- ins og þjónustumanna þess er- lendis. Fæst af þessu efni var þó fáanlegt af stríðsástæðum Er vert að geta þess, að upplýs- ingaþjónusta Breta í London sýndi Ríkisútvarpinu þá sér- stöku velvild, að lána því gjall- arhorn og hljóðnema, og voru þau tæki send flugleiðis í tæka tið. Þá má geta þess, til dæmis um það, hversu tæpt stóð um suma hluti, að mjög mikilsverð tæki, eða hljóðnemar, bárust Rikisútvarpinu frá Ameríku að- eins tveim dögum áður en há- tiðin skyldi hefjast. Við gjárvegginn, bak við Lögberg, var byggð eins konar miðtengistöð fyrir útvarpið. Frá henni voru lagðar neðan- jarðarleiðslur samtals um 3ja ldlómetra veg til 14 hljóðnema- stæða og 10 gjallarhorna, en víralengd i leiðslum þessum var samtals yfir 40 kilómetra. 12— 15 útvarpsmenn unnu samtals um 100 dagsverk á Þingvöllum að undirbúningi og fram- kvæmd. Jón Alexandersson, for- stöðumaður Viðgerðarstofu og Viðtækjasmiðju, annaðist allar framkvæmdir, undir umsjá verkfræðings útvarpsins, Gunn- laugs Briem. Efni og tæki, sem þurftu til þessarar framkvæmd- ar, voru samtals fjórir bílfarm- ar. Starfsmenn Landssímans aðstöðuðu og við línulagnir. I magnarasal annaðist Dag- finnur Sveinbjörnsson yfir- magnaravörður upptöku á grammófónplötur alls, sem fór fram og ástæða þótti til að varðveita, báða hátíðisdagana. Tvíburakerra óskast til kaups. Uppl. í síma 1500. Verzlnnarpláss til sölu 3 búðii til sölu í húsi, sem er í byggingu í Austuibænum. Ein búðin er hentug sem stór matvörubúð og henni lylgir einnig gott pakkhúspláss. ðnnur búðin er hæíileg sem kjötbúð og sú þriðja hentug fyrir mjóikurbúð. — Mar búðirnar eru í sömu byggingunni, sem er á einu bezta verzlunarhorni bæjarins. — Nánari upplýsingar gefur MAGNDS EINARSSON, Borgartún 1 — Sími 2085. P«HNAPPAR»m fyrir húsgögn yfirdekktir |Frakka»tíg 26 Klukkiiahringingunni kl. 2 var útvarpað frá magnarasal, og var hún þannig saman sett, að upp höfðu verið teknar á grammófónplötur klukkna- hringingar frá öllum kirkjum Reykjavíkur og nolckrum kirkjum í nágrenninu, og var þeim síðan öllum steypt saman í eitt. Hinn 17. var útvarpað frá Austurvelli og frá tveim stöðum á Þingvöllum. Hinn 18. var útvarpað frá Stjórnarráðs- húsinu, Hljómskálagarðinum, Iþróttavellinum og Hótel Borg, og var fjöldi starfsmanna á þönum allan þann dag að flytja tæki á milli þessara staða og lcoma þeim fyrir. Samkvæmt skýrslnm, sem Ríkisútvarpinu hafa borizt, hef- ir útvarpið yfirleitt tekizt vel, og var athöfnin á Þingvöllum sums staðar felld inn í hátíðar- dagskrá á samkomum úti um land. Eins og áður var getið, var þeirri athöfn einnig útvarp- að til útlanda, yfir stuttbylgju- stöð Landssímans. Höfðu áður verið sendar tilkynningar til út- varpsstöðva þeirra, er til náðist í Evrópu, til tveggja stærstu út- varpsfélaganna í Bandaríkjun- um, blaðanna Heimskringlu og Lögbergs í Winnipeg og, að til- hlutun utanríkismálaráðuneyt- isins, til sendimanna Islands i öðrum löndum. Skeyti hafa þegar borizt frá London og Stokkhólmi um það, að stuttbylgjuútvarpið hafi heyrzt ágætlega, og eru íslend- ingar erlendis mjög þakklátir fyrir þessa þjónustu. Bílashipti. Viljum skipta á fimm manna bíl, eldri gerð, og l1/) tonns vörubíl. Til- boð sendist blaðinu, merlct „Bílakaup“. Staifsstúlkui óskasf nú þegar. * Félagsheimili VR Vonaistiæti 4. Fréttamynd af þjóðhátíðinni. Óskai’ Gíslason ljósmyndan sýndi fréttakvikmynd frá þjóð- hátíðarhöldunum og ýmsum tildrögum þeirra i Gamla bíó í gær. Sýningin stóð yfir í röska klukkustund og hófst á útifundi æskulýðsfélaganna í Reykjavik, þar næst kemur þjóðaratkvæða- greiðslan og loks hátíðarhöldin á Þingvelli og i Reykjavik. Myndin er allt of langdregin, einkum með tilliti til þess hve mikill hluti hennar er litið góð- ur. Þetta skal þó enganveginn sagt Ijósmyndaranum til lasts, þvi að myndatökuskilyrði á Þingvöllum voru þannig að betri árangurs var naumast að vænta. I öðru lagi leggur Ijós- myndarinn á það megináherzlu, að sýna myndina fljótt og því er það afsakanlegt þótt honurri hafi ekki unnizt tími til að klippa úr henni það lélegasta. Hinsvegar voru einstök atriði bráðskemmtileg, bæði á Þing- völlum og hér í Reykjavík, og önnur eru góð og gild heimild. Sá þáttur sem tekinn var í bæn- um er stórum betri en Þing- vallakaflinn, enda veðurskilyrði þá mun betri. í ekki glæsilegri heildar- árangri en hér um ræðir þyrfti að stytta myndina til muna — og í öðru lagi mætti haga undir- leiknum með henni þannig, að það væru ekki alltaf sömu lögin, sem væru spiluð aftur og aftur allan tímann meðan myndin er sýnd. * Þ. J. Uagnfræðaskóla Rvíkinga sagft upp. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga tók til starfa 1. okt. síðastl. Voru þá skráðir 161 nemandi. En brátt hvarf einn nemandi úr I. bekk, 3 úr III. bekk upp í menntaskóla, og 4 úr IV. hekk Voru þá eftir 151 nemandi, er undir árspróf skyldu ganga. Árspróf stóðu yfir frá 12. mai til 5. júní, en skólanum sagt upp 15. s. m. Hæstar einkunnir hlutu: í I. bekk Wolfgang Edelstein, 8.09. í III. bekk Elín Pálmadóttir, 8.07 og i IV. bekk Stefanía Gísladótt- ir, 7.83. 1 1 gagnfræðaprófi II. bekkjar A og B hlaut hæstu einkunn Hildur Ilalldórsdóttir, 8.11. Undir gagnfræðapróf gengu alls 48 nemendur; 38 stóðust prófið; 8 náðu ekki lágmarks- einkuninni 5.00; fimrn bættu það þó upp með árseinkunn sinni, en 3 féllu. 1 nemandi gekk frá prófi og 1 lauk því ei til fulls. Pródómendur og prófsúr- lausnir voru hinar s'ömu og við menntaskólann í Reykjavík. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún Pálsdóttir frá Hnífsdal og Össur Aðalsteinsson (Pálssonar skipstjóra á Belgaum). Útvarpið í kvöld. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Lagaflokkur eftir Schubert. b) Vals eftir Ketelby. c) Tyrkneskur marz eftir Mozart. 20.50 Frá út- löndum (Björn Franzson). 21.15 Auglýst síðar. 21.35 Hljómplötur: Ensk þjóðlög. 21.50 Fréttir. Dag- skrárlok. Nash-bifreið, fimm manna, til sölu. Nýskoðuð. Til sýnis Bi’ávallagötu 26. \ A MORGUN, föstudaginn 23. júní, verður banklnn aðeins opinn til hádegis. Otvegsbanki Islands h/f. Kvenréttindaféiag íslands. Landsfundur kvenna. ALMENNUR KVENNAFUNDUR um réttinda- og atvinnumál kvenna verSur hald- inn í Iðnó föstudaginn 23. þessa mánaðar og hefst hann kl. 8,30. Þessar konur taka til máls: Aðalheiður S. Holm Einfríður Guðjónsdóttir Elisabet Eiríksdóttir Gunnhildur Eyjólfsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir Jóhanna Egilsdóttir Jónína Guðmundsdóttir Katrín Pálsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Laufey Valdimarsdóttir Ragnhildur Halldórsdóttir Rannveig Þorsteinsdóttir Sigríður Eiríksdóttir Sigrún'Blöndal Svava Þoi’leifsdóttir Teresia Guðmundsson Þuriður Friðriksdóttir.. Konur, eldri sem yngri, fjölmennið. Fundurinn er opinn öllum konum. I i I ! Undirbúningsnefndin*' A ug/ýsingar sem birtast eiga í laugardagsblöSunum í sumar, verða að vera komnar til blaSsins fyrir kl. 7 á föstudagskvöldum, vegna þess, aS vinna í prentsmiSjunni hættir kl. 12 á laugardögum. .Alfé/ n DAGBLAÐIÐ VlSIR. FARÞEGAR, sem hafa látið skrá sig til Ameríku og ætla að fara með næshu ferð, eru beðnir að gefa sig fram á skrifs^ofu vorri eigi síðar en 1. júlí n. k. — H/f Eimskipafélag Islands. Snæfellingafélagið Hin fyrirhugaða tveggja daga skemmtiferð félagsins verður farin laugardag og sunnudag 1. og 2. júli n. k. Farið verður til Akraness og þaðan í bílum um Borgr ai’f jörð og Dali að Kinnarstöðum í Þorskafirði. Þátttaka tilkynnist fyi’ir 25. þ. m. Upplýsingar um ferðina og listi til áskriftar í Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstræti 8. Innilegustu þakkir til allra, er auðsýndu vinarhug viS andlát og jarðarför móður minnar, Sigríðar Sigurðardóttur. Fyrir hönd aðstandenda Hilmar H. Friðiiksson. Hér með tilkynnist ættingjurn og vinum, að sonur minn og bróðir okkar, Magnús Sveinsson, varð bráðkvaddur að heimili sínu, Asvallagötu 69, aðfara- nótt hins 21. júní. Sigríður Magnúsdóttiiy Axel Sveinsson, Kjartan Sveinsson,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.