Vísir - 15.07.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 15.07.1944, Blaðsíða 1
Rftstjórar: SCristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: <fálagsprentsmiðjan (3.,hæð) 34. ár. Reykjavík, laugardaginn 15. júlí 1944. Ritstjórar | Blaðamenn | Simii Auglýsingar | 1660 Gjaidker) 5 ,lnur Afgreiðsla I 157. tbl. LITALJOSMYNÐIR AF FOLKI. Loftur GuSmundsson farínn til Bandaríkjanna til aS kynna sér nýjustu tækni í Ijósmynda- og kvikmyndagerð. Loftui' Guðmundsson, ljósmyndari, er farinn vestur um haf til að kynna sér þar nýungar á sviði ljósmyndatækni, m. a. mun hann leggja áherzlu á að kynna sér litmyndatökur af fólki. Rússar hertóku Pinsk í gær Framkoma Þjóð- verja í Caen. Þegar bandamenn voru búnir að taka Caen (aðalborgina) kom í ljós, að þar var ensk lcona, sem búsett hefir verið þar allan styrjaldartímann, og tókst henni að leyna fyrir Þjóðverj- um hverrar þjóðar hún var. Konu þessari segist svo frá, að framan af hafi Þjóðverjar kom- ið þar mjög sómasamlega fram, en síðar kom annað hljóð í strokkinn, eða þegar fór að halla undir fæti fyrir þeim í styrjöldinni, og einkanlega eftir að frelsisvinir i Fraklclandi fóru að færa sig upp á slcaftið í skemmdarverkastarfsemi sinni. Eftir það fóru Þjóðverjar að koma hrokalega fram, þeir óðu um, og ef menn voru ekki nógu fljótir til að stjana við þá, fengu menn að vita hverjir voru „sig- urvegararnir“. Hermennirnir eyddu jafnan fé óspart, enda voru það seðlar, sem þeir gátu prentað að vild, sem þeir eýddu, -verðlítill eða verðlaus ipappír, sem menn urðu að láta afurðir og vörur fyrir. Úr hófi keyrði þó framkoma stormsveitar- og Gestapomanna og gerðust þeir ærið djarftækir til kvenna, og dæmi voru þess, að konur, sem ekki vildu þýðast þá, voru myrtar. Menn fögnuðu líka almennt komu banda- manna, sagði hin enska kona, þvi að þótt menn geti ekki gleymt öllu hinu illa sem þeir hafa orðið að þola, horfa menn nú fram vonglöðum augum eigi síður. Betri árangur hér heima. 1 gær, þann 14. júlí, fór fram sérstakt íþróttamót í Stokk- hólmi í tilefni af því að þá var þjóðhátíðardaguv Frakka — Bastilludagurinn svokallaði — haldinn hátíðlegur, með íþrótta- keppni. Allur ágóði af keppn- inni rann til stofnunar franskra barnaheimila. Per Albin Hanson forsætis- ráðherra setti mótið og talaði um fransk-sænska samvinnu og sagðist vænta þess, að sú samvinna ætti eftir að aukast í framtíðinni. Að ræðunni lokinni fór fram íþróttakeppni. Fyrst fór fram keppni í 1500 metra hlaupi og fóru leik- ar þann veg, að Arne Anders- son sigraði á 3:48,4 min., en næstur var Gunder Hagg á 3:49,2 mín. Nokkru á eftir þessum ágætu hlaupurum voru svo Gustavsson og Alvin. 1 hástökkskeppninni, sem þarna fór fram, stökk sigur- vegarinn Lagerkranz 1.90 m., en það er 2 cm. minna en Skúli Guðmundsson stökk á Allsherj- armótinu fyrir þrem dögum siðan og þrem sentímetrum minna en íslenzka metið. Aftur á móti má geta þess, að sænska metið er 2,00 m. 1 keppninni um kúluvarpið fóru leikar á þann veg, að sig- urvegarinn varpaði kúlunni slétta 15 m., en það er Vz metra styttra en Gunnar Huseby gerði á Allsherjarmótinu fyrir þrem dögum, en þá varpaði hann 15,50 m. Þess skal getið hér, að sænska metið er nú ör- lítið hærra en íslenzka metið, eða 15.84 m.., en það met var sett fyrir nokkrum árum. Loftur ljósmyndari liefir nú um 20 ára skeið rekið ljós- myndastofu hér i bænum. Á þessum tíma hefir hann tekið ótölulegan fjölda ljósmynda af bæjarbúum og öðrum sem á fund hans hafa leitað og aflað sér með iðn sinni mikilla vin- sælda. En Loftur hefir einnig tekið fjölda kvikmynda og má segja að hann liafi byrjað vel i þeim efnum, er hann gerði kvik- myndina „Island í lifandi mynd- um.“ Af öðrum kvikmyndum sem Loftur hefir gert má nefna Iðnaðarkvikmynd, þar sem m. a. er sýnt hvernig Mjólkur- stöðin i Reykjavík starfar og hátíðakvikmyndina 1930. Kvik- myndatökur þessar hefir Loftur annast jafnframt því sem hann ralc ljósmyndastofu sína i Nýja Bió. Undanfarna mánuði hefir Loftur sézt hingað og þangað um bæinn, á hinum ólíklegustu stöðum. Hefir af þessu mátt ráða, að hann hefði eitthvað sérstakt fyrir stafni. Vísir hitti Loft nýlega að máli og spurði hann. um livað væri nú það nýjasta, sem hann hefði á prjónunum. Sagðist honum svo frá í stuttu máli: „Eg hefi undanfarið verið að kvikmynda Reykjavík hátt og lágt; var mér falið það verk af bæjarráði. Á með þessari kvik- mynd, sem eg veit ekki ennþá hvernig hefir tekizt,, að sýna bæjarbúum og landsmönnum, hvernig borgin byggist upp. í myndinni verða og sýnd vinnu- brögð við gatnagerð, húsasmíð- ar, grjótnám og ótal margt fleira. Ennfremur á myndin að sýna gamla og nýja tímann, þ.e. a. s. eg hefi tekið myndir af gömlum húsum og til saman- burðar nýbyggingar, byggðum og óbyggðum svæðum o. fl„ o. fl. Þá liefi eg og kvikmyndað flest aðalverkefni frá hitaveitu- lagningunni til bæjarins og í sjálfum bænum, én það er mest allt tekið við slæm veðurskil- yrði; þó má eg segja, að þriðji hluti þessarar kvikmyndar, sem þegar er framkallaður er betri en eg átti von á. En þessi kvik- mynd kemur ekki á sjónarsvið- ið fyrr en eg lcem aftur frá Bandaríkjunum og mun eg þá koma með Reykavíkurmyndina með mér. Annars fer eg núna utan að- allega til að kynna mér það nýjasta i ljósmyndasmíði, þar á meðal litmyndatöku af fólki. Eg skrifaði Kodalc fyrir fjór- um mánuðum, þar eð eg hefi alltaf notað vörur frá því firma í iðnrekstri minum — og fór fram á það, að fá að kynnast nýungum hjá þeim og í stuttu máli sagt féklc eg símskeyti frá firmanu von bráðar, þar sem það býður mig velkominn og tjáir mér, að það muni leitast við að gera mér veru mína i Bandaríkjunum sem ánægju- legasta og slílcu boði gat eg með engu möti neitað. Meira hefi eg ekki um þetta mól að segja, en eg bið blaðið um að skila kvqðju frá mér til allra og sérstaklega til þeirra verkamanna, sem hafa orðið fyrir barðinu á myndavélinni minni.“ ‘ En hvað getið þér sagt um kvikmyndina, sem þér tóluið af lýðveldishátíðinni ? spyr blaðið Lofi. „Það er algert leyndarmál enn sem komið er, þangað til eg sé árangurinn af því starfi og' verið bless —- eg sé ykkur ef til vill aftur, ef eg fer þá ekki að leika í IIollywood.“ Þess má geta, að ljósmynda- stofan starfar af fullum lcrafti eftir því sem Loftur sagði. Þar annast 2 stúlkur myndatökur í fjarveru Lofts, önnur tekur myndir af börnum aðeins, en hin af fullorðnum. Báðar hafa þessar stúlkur fengið ágæta æf- ingu í myndatökum, enda er Loftur þekktur að því, að hafa úrvalsfólki á að skipa i iðn sinni. Hæg sókn í Normandie, Bandaríkjámenn héldu áfram sókn í gær og var hvergi veru- legur hraði í sókninni, nema ó vesturströndinni. Ameriskar hersveitié eru nú rúmlega kíló- metra frá Lessay. — Aðrar Jiersveitir eru 4—5 km. frá Periere, og enn aðrar eru að- eins 1—2 km. frá St. Lo og hafa mikilvægar hæðir á sínu valdi, en aðstaðan þar breyttist lítið i gær. Á Caen-vígstöðvunum var skotið af fallbyssum og varpað sprengjum á skriðdrekahóp, sem var að búast til atlögu. Var gerður talsverður usli í skrið- drekaþvögunni. Nokkrir eyði- lögðust en hinir tvístruðust. Um 40 skriðdrekar voru í hópnum. Bandamenn her- tókn Foggibond í gær. í gærkveldi var skýrt frá því, að bandamenn hefðu liertekið Foggibonsi, við járnbrautina, sem liggur frá Arezzo um Siena til Livorno. Borgin er um það bil miðja vega milli Arezzo og Livorno. —- Bardagarnir á Li- yornovígstöðvunum og við Ar- ezzo eru jafnharðir og fyrr. — Bandamenn voru 13 kílómetra frá Livorno í gær. Nálgast Grodno og Kaunas. talin birti nýja dagskipan í gærkveldi og tilkynnti, að Rússar hefðu tekið Rnsk með áhlaupi. — Pinsk var höfuð- bækistöð Þjóðverja á Pripit- svæðinu. Hún er við járn- brautina til Varsjá. Nokkru áður en Stalin birti dagskip- an sína höfðu Þjóðverjar til- kynnt, að þeir hefðu yfirgefið Pinsk. Jafnframt skýrðu þeir frá því, að setuliðið í Wilna hefði brotizt út úr herkvínni og sameinazt þýzka megin- hernum vestar. Rússar hafa haldið áfram harðri sókn til Austur-Prúss- lands og Eystrasalts. Þeir voru í gærkveldi 32 km. frá Kaunas i Litháen, og einnig héldu þeir áfram sókn fyrir norðan Po- lotsk inn i Lettland. Þá var tilkynnt, að • Rússar væru 32 km. frá Grodno, suð- vestur af Wilnu og 48 km. frá hinu svonefnda Suwalkisvæði, sem sameinað var Austur- Prússlandi fyrir nokkrum ár- um. Fréttarritarar síma, að mikl- ar skemmdir liafi orðið á bygg- ingum og öðrum mannvirkjum í Wilna, í bardögunum þar, einkum í miðhluta borgarinnar. Eldar loguðu enn í gær á nokkr- um stöðum í borginni. Borgar- búar, sem flúið höfðu, eru nú farnir að flykkjast þangað aft- ur. — , Síðar í gærkveldi birti Stalin aðra dagskipan og tilkynnti, að Rússar hefði teldð Volkovisk, sem var ein af varnarstöðvum Þjóðverja á leið Rússa inn í Mið-Pólland. Tekið var fram í fregnum Rússa í gærkveldi, að þótt þeir héldu áfram sókn beint til vest- urs, væri meginher þeirra í sókn til norðvesturs. Rússar eru komnir 80 kíló- metra suðvestur fyrir Vilnu og sóttu fram hvaryetna á mið- vígstöðvunum, sumsstaðar yfir 30 kílómetra, og óvíða skemur en 20. Á einum stað felldu Rússar 2500 Þjóðverja og tóku 600 höndum. Norður af Polotsk tóku Rússar 60 bæi og þorp. Þjóðverjar héldu áfram að skjóta flugskeytiun sírium inn yfir Suður-England í gær. Nokkurt tjón hlauzt af. Mörg voru skotin niður. Réttarrannsókn er hafin í Bandaríkjunum út af Peárl Harbor árásinni. Hallgrímssókn. Messað á morgun kl. n f. h. í Dómkirkjunm, síra Jakob Jónsson (ferming). Guðsþjónusta á Elliheimilinu kl. 10,30. Síra Sig- urbjörn Á. Gislason prédikar. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Sam- söngur. 20.30 Hljómplötur: óhó- kvartett eftir Mozart. 20.45 Leik- rit: „Skammgóður vermir“ eftir A Schnitzler (Brynjólfur Jóhann- s son o. f 1.). 21.15 Hljómplötur: Tón- verk eftir Schubert. Næturakstur: í nótt: B. S. í. Sími 1540. —a'ðr ótt: Aðalstöðin, sími 1383. Miðtisfstöðvarnar 106M.1M saare\ y (PSEL) s> \ /Lnnc ES T0 N(IAU pe,pus MdxJrbr Ventspilsj 0ULF 0F W0A I Vi,,wera BALTIC SEA L/*pdjat tfáulúi LITHUANIA •dínatA 2/ Z>1 KonigsjbeTg (Tilsit ínstcr borgó ovivibmQ east jfyfElbind \ lldnstein tUSSIA Q faXsíiw; Kaunas jialy&t'ok » w*ntflw ni Brest-Litovsk Lubhn _____ Pvt. E. C. Gray, White Falcon. Uppdrátturinn sýnir þær stöðvar, þar sem nú er mest barist í Rússlandi. Svarta svæðið er á valdi Rússa og meira til, því að Rússar tóku Vilna og Pinsk eftir að uppdrátturinn var gerður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.