Vísir - 04.08.1951, Blaðsíða 8

Vísir - 04.08.1951, Blaðsíða 8
wi Laugardag-inn 4. ágúst 1951 l annig líta fallbyssuhlaupin út á orrustuskipunum. Þessi ovenjulega ljósmynd er tekin af stærstu fallbyssunum á í andaríska orustuskipinu „New Jersey“, sem gegnir þjón- ustu við strendur Kóreu. Lagfæringu Hvalfjarðarveg- ar haldið áfram í sumar. "Vetjuirinni itcrður taiður að sjftÞ iwmwsthjjá M*wjrlL Yonir standa til, að senn verði unnt að hefjast handa um framhald vegabóta þeirra á Hvalfjarðarleiðinni, sem byrjað var á í fyrrasumar estan fjarðarins, í grennd við Þyrii og Bláskeggsá. Allir yégfarendur hafa hinn mesta áh'ug'á fyrir þess- uin vegabótum, og vænta þess, að þeim verði lokið hið fyrsta. Á undangengum árum hef- ir verið unnið markvisst :.ð endurbótum á Hvalfjarð- nrleiðinni, einnig fjölförn- ustu samgönguleið lándsins, og má nú öll leiðin heita tiltölulega greiðfær og liættu- laus, að undanteknum þeim J;afla, sem að ofan var nefnd- ur, en það er kaflinn frá Þyrli vestur á sandinn liand- an hvalstöðvarinnar. Vegur- inn undir hamrinum og um gilið er erfiður og ekki hættu- laus, auk þess sem ]>arna er uni stóran krók að ræða. Ný briiargerð. Umbæturnar er fyrirhug- aðar þannig, að vegurinn yerður færður handan Þyr- ils niður undir flæðarmál og Bláskeggsá hrúuð niðri und- :ir sjó. Liggur svo vegurinn írá hinni nýju brú neðan 'hvalstöðvarinnar og vestur á sandana og fæst þarna bein og greið léið mcð þessu :anótí: i ■ - ]» Hér er um nauðsynlegar umbætur að ræða, sem bæði vegfarendur og vegamála- ístjórnin hafa áhuga fyrir. Væri óskandi, að unnt reynd- ist að ljúka þcssu verki á hausti komanda. Að svo stöddu verður þó ekkert full- yrt um hvort það tclcst. Elzta steinsteypubrúin. Vert er að vekja athygli á því, þegar um þessar vega- bætur er rætt, að brúin í BJáfellsárgili er elzta brúin á landinu, sem gerð er úr járnbentri steypu. Hún er hyggð 1907 og er 8,2 metrar á lengd. Þegar fyrrnefndum vegabótum er lokið, mun umferð um brúna leggjast niður að mestu, að minnsta kosti bifreiðaumferð, og mun þessi 44 ára gamla brú Vafa- laust geta staðið enn um langan aldur. Virðist sjálf- sagt að halda henni við á (komandi tímum, þar sem með byggingu hennar hófst í rauninni nýr og merkur þáttur í sögu brúargerða hér á landi, en á þeim tíma, scm liðinn er, síðan hún var liyggð, liafa orðið stórköst- legar framfarir'á þessu sviði. Bretar og Banda- ríkjamenn leggja íram sannanir. Rikisstjórnir Bretlönds og Bandaríkjanna ’nafa tekið á- kvarðanir um að leggja sam- eiginlega fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sönn- unargögn fyrir nauðunga- brottflutningi fólks úr Jiorg- um í Ungverjalandi, en slíkan brottflutning tclja þær algert brot á mannréttindaákvæði stofnskrár Sameinuðu þjóð- anna. Samkvæmt fyrr nefndum gögnum voru 24.000 nieiw fluttir nauðugir frá Budapest dagana 21. maí til 31. júlí. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Á allsherjarþingi Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar (ILO), sem nýlega var hald- inn í Genf, var m. a. sam- þykkt ályktun um sömu Iaun karla og' kvenna fyrir jafn- verðmæt störf. Heildarútgj öld stof nunar- innar fyrir næsta ár eru á- ætluð rúttil. 6 millj. dollara, en þar af slcal íslands greiða 0.12% eða 7.200 dollará (urn 100 þús. kr.). Forseti stjórn- ar ILO var kjörinn Paul Raniadier, fyrrv. forsætisráð- herra Frakklands. Bakkahræður í Austurst. Baklcabræður voru á ferð I 1 {í Awiturstræti á 5. tímanum I í gær, og ollu næstum um- ferðatruflun. Er liér um kvikmynd að ræða, sem Óskar Gislason ev að taka eftir liandriti Lofts Guðmundssonar, og fjállar um ævintýr Bakka- bræðra í höfuðstaðnum. Er Óskar að ljúka kvikmynd- ' inni, scm verður vonandi svnd hér í haust eða vetur. Wrm frœmeiwwaa restanhafs: islendingar í forsæti tveggja heildarsantaka í Kanada. íslendítigBBr eirsskknstB* á Wi ssnipeg'vsBtsiI. Nýlega héldu tvenn félagal samlök í Kanada ársþing sín, og voru forsetar beggja af íslenzkum ætlum. Samband hljómlistar- kénnara í Manitoba-fylki hélt ársþing siit í Winnipeg í byrjun júlímánáðar og stóð það í fjóra daga. I for- sæti á þiriginu var frú Björg Isfeld, en þess er einnig rétt að geta í þessu sambandi, að hún er einnig förseti sam takanna, sem Lögberg telur mikilvæg ménningarsamtök. Jiá var líká nýlega lokið ársþingi sambands blindra- félaga í Kanada, sem haldið var í Monireal. Var Magnús Elíasson, scm húsettur er í Yancouver á Kyrraliafs- strönd Iíanada lcjörinn for- scti samtakanna. Um hann segir Lögberg: „Magnús hef- ir lengi ált við noklcra sjón- depru að stríða, þó eigi hái það lionum mikillega; liann er gáfumaður mikill og kuniHir að mælsku.“ Þá skýrir Lögberg frá því þann 12. júlí, að íslendingur hafi drukknað á AVinnipeg- valni. Vildi það til með þeim hætti, að eldur kom upp í bát á vatninu, og drukknaði formáðurinn, Hjörtur S. Guðmundsson, en aðrir báts- verjar hjörguðust. Hjörtur var sonur kunnra landnema hjóna, Hjartar Guðnnmds- sonar og konu Jians, sem lengi bjuggu í námunda við Árnes, en eru nú bæði látin. Lík Hjartar hafði ekki fundizt, þegar Lögberg vissi síðast til. Loks skýrir Lögberg frá því, að urigur íslenzlviir lækn ir, Stefán Björnssori, kaup- manris Jörissonar hér í Reykjavik, sé lcominn lil Wiimipeg til frámhalds- náms við Almenna sjúkra- liúsið í borginni. Aðeins tveir farþegar tii Grikklandft Brúarfoss fór héðan í gær- kvöldi áleiðis til Grikklands með saltfiskfarm. Mun hann verða á annari mánuð í férðinni, sennilega’ 5—G vikur. Nokkrir menn skrifuðu sig á væntanlegan farþegalisla, en fæstir þeirra gátu komið því við að fará, og urðu far- þegar aðeins tveir: ólafur, Hanriesson vfirkennari og Þorbjörg Sigurjónsdóttir, skrifstofumær. Italir smíða sér hvalveiðiflota. Eitt verksmiðjuskip og 12 hvalfangara. Dalai Lama á heimieið, N. Dehli (UP). Dalai Lama er nú áð sögn á leiðinni til Lhasa, höfuðhorgar Tibets.. Hafði hann um hríð bæki- stöðvar sínar í Yatung, er innrásin hafði verið gerð. Nú hafa kommúnistar hinsvegar leyft honum aðsetur í Lhasa, þótt völd hans verði næsta lítil. Róm (UP). — Kjölurinn hefir verið lagður að fyrsta hvalveiðaskipi Itala. • Verður þetta verksmiðju- skip 24,000 lestir — sem mun kosta um 200 milljónir króna, en það á að verða uppistaðan í hvalvéiðaflota, sem ítalir hafa í hyggj u að koma upp hjá sér. Ætla.þeir að verja sem svarar 320 millj. króna til að smíða flota þennan eða kaupa einhver sklpanna, ef það hentar bet- ur. Hefir verið ráðgert, að smíðaðir verði 12 livalveiða- bátar og vei’ði hver um sig 550 lestir. Þeir verða smíðað- ir í Palermo á Sikiley eða i La Spezia, en verksmiðju- skipið verður hinsvegar smíð- að i Trieste, en þar eru beztu skipasmiðir Italíu. Italska ríkið styður fram- kvæmdir þessar með fé, og cr gert ráð fyrir að flotinn hefji veiðar í Suður-íshafi 1953— 54. Munu Italir þá lceppa við Noreg, Bretlahd, Argentínu, Japan, Holland og Rússland. Er gert ráð tfyrir, að ítölsku stjórninni verði hráðlega gcf- inn kostur á að gerast aðili að alþjóðasáttmálanurti um hvalveiðár, en hann ákveður veiðitíma og hvalafjöldann sem veiða má, svo að stofnin- um verði ekki útrýmt með öllu. Hve miklu nema ikröfurnar? iMndssamband ísl. iðnað- armanna gelckst um miðjan s.I. mánuð fyrir því að kall- aður var saman fundur iðn- aðarmanna, sem töldu sig hafa orðið afskiptir við. slculdaskil vélbátaflojans. Á fundinum var kjöria nefnd til þess að ræða við ríkisstjórnina um væntan- lega leiðréttingu á skulda- skilunum. mcð tilliti til þess- ara stétta. Við skuldaskilia voru kröfur iðnaðarmanna settar á bekk mcð öðrum almennum kröfum og feng- ust oft ekki nema 2 af hundr aði upp í 10—12 af hundraði greitt af kröfum þessum. Nefndin mun fvrst safna skýrslum ura live miklar lcröfur iðnaðarmanna eru og síðan reyna að ná sam- komulagi um frelcari greiðsl ur upp í þær. A flótta undan ofríkinu. Lítil flugvél lenti á flug- velli við Máliney í gær. Voru í henni 4 Pólverjar, 3 karl- ar og ein kona. Vélin var smíðuð úr varahlutum pólslcra, þýzkra og banda- rískra flugvéla. Fólkið hefir beðið um hsejli í Svíþjóð sem pólitísk- ir flóttamenu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.