Vísir - 11.12.1951, Blaðsíða 6

Vísir - 11.12.1951, Blaðsíða 6
6 V I S I R Þriðjudaginn 11. desembér 1951 'i D A G B L A Ð Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Utgefandí: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 16G0 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Þréim IÍiaSarinsn ^tvo síðustu áratugina liefur mikið kapp verið lagt á að éfla íslenzkan iðnað, en forsjár hefur ekki gætt að sama skapi. Gjaldeyrisskortur hefur leitt ti^þess að ráðandi flokk- ar hafa leitast við að flytja vinnu inn i landið, þannig að hráefnin ein þyrfti að kaupa á erlendum markaði, en með því móti sparast allverulegur gjaldeyrir auk þess sem athafnalíf þjóðarinnar verður fjölþættara og öruggara. íðnaðurinn er hinsvegar sveiflum háður, sem allir aðrir at- vinnuvegir, en þó einkum ef óheilbrigð og óeðlileg þróun Iiefur átt sér stað, svo sem á styrjaldarárunum. Flestir þeir, sem hugsuðu lengra fram en um liðandi stundu, gerðu sér þess ljósa grein, að ýmsar greinar iðnaðar- ins hlytu að verða fyrir tilfinnanlegum áföílum er verzlun- arfrelsi ykist og innflutnirigur nauðsynja yrði leystur úr ‘viðjum. Ýms íslenzk framleiðsla er ekki svo vönduð sem skyldi, en til þess liggja ýmsar orsakir og þá ekki sizt að hráefni hefur ekki fengizt af beztu gæðum á erlendum ‘markaði, auk þess sem vélakostur er ófullnægjandi og tækni ábótavant. Allt þetta leiðir til þess að neytendur kjósa frek- ar erlendu framleiðslu en innlenda, ef hvorttveggja er í boði. Sölumöguleikar á innlendum markaði eru einnig tak- ímarkaðir. r Af auknu verzlunarfrelsi leiðir aukin birgðasöfnun, svo fsem sannazt hefur ljóslega síðustu mánuðina. Þegar nægar vörur eru fyrir hendi dregur í svip úr eftirspum, sem var með öllu óeðlileg meðan vöruskortur var ríkjandi. Fólk keypti vörur, sem torfengnar voru, hvort sem þeirra var þörf eða ekki, en það leiddi til margkyns brasks og spill-1 dngar, sem óþarft er að rekja, enda eru slíkir verzlunar-} hættir nú úr sögunni. Þegar vöruhungrinu hefur yerið full- nægt og nokkrar birgðir hafa safnazt í landinu, tekur að gæta meii'i varúðar i innkaupum, en af því leiðir syo aðj söluskilyrði batna fyrir hinn innlenda iðnað, — sem á annað borð getur lalist samkeppnisfær. Má gera ráð fyrir að samdráttur ýmissa iðngreina reynist ekki varanlegur.1 Blöð stjórnarandstöðunnar hafa reynt að gera sem mest úr erfiðum horfum í iðnaðinum og auknu atvinnuleysi ið'n- ^ verkafólks, en vel kann svo að fara að það reynist skamm- j góður vermir. Þótt dregið hafi úr vörukaupum, sumpart vegna almennrar birgðasöfnunnar, en að öðru leyti vegna minnkaðrar kaupgetu eða aukins sparnaðar, mun fljótlega I sækja i það horf að eftirspurn vara verði eðlileg, þannig i _ að samkeppnisfær iðnaður geti byggt á traustum grunni ög miðað framleiðslu sína við söíumöguleika innanlands. Annars er það athyglivert, að þrátt fyrir góð skilyrði að ýmsu leyti til iðnfi’amleiðslu fyrir erlendan markað, höfum við íslendingar enn ekki miðað framleiðsluna við hann, svo sem aðrar Norðurlandaþjóðir gera, en hugsað sem svo að hægur sé heimafenginn baggi og innlendi markaðurinn : einn verði að byggja upp iðnaðarinn. Af þessu dregur öll 1‘ramleiðslan dám og er að ýmsu leyti ekki sú sem vera skyldi, enda skortir mjög á listræn vinnubrögð og smekk- vísi í íslenzkri iðnframleiðslu. Iðnaðurinn hefur miklu og merku hlutverki að gegna 'hér í landi, en hann er kominn skammt á veg, þótt miklar framfarir hafi orðið tvo síðustu áratugina. Enn er margt sótt-út fyrir landsteinana, sem auðvelt væri að vinna eða framleiða hér heima, og enn er framleiðslan ófullkomin í ýmsum greinum, svo að umbóta er þörf. Skiptir ])á ekki mestu máli hve mörgum er unnt að veita atvinnu við vafa- sama framleiðslu, heldur hitt hvað góð framleiðsla hefur ' mikil verkefní fyrir margar hendur. Við íslendingar eigum að verða iðnaðarþjóð, enda leiðir það beinlínis af veðráttu- lári og hagkvænmm skilyrðum til. iðnframleiðslu. Land- Imnaður og sjávarútvegur hafa til þessa verið aðalatvinnu- vegir þjóðarinnar, en á seinni árum hefur sótt í það horf, að iðnaðurinn veitir ekki færri höndum verkefni, enda byggist þróun sumra bæjarfélaga beinlínis á iðnaði. Inn- lendi markaðurinn er of smár fyrh- stórframleiðslu og þar ' aíleiðandi heldur ekki öruggur. Áð því ber að stefna að þessi atvimmgrein verði samkeppnisfær á alþjóðavettvaHgL Bjarni Eggertsson írm Eyrarbahhm^ mn Til moldar hefir yerið bpr- á Eyrarbakka Bjarni Eggertsson búfræðingur á Tjörn. Bjarni Eggertsson var fæddur að Vaðnes í Grims- nesi 4. maí 1877, og ólst þar upp hjá foreldrum sinurn, Eggerti Einarssjmi bónda þar og konu hans Þóru Sigfús- dóttur. Snemma bar á námslöng- un hjá Bjarria, og 18 árá hóf hann nám við búnaðarskól- ann á Hvanneyri, og lauk þaðan prófi tvitugur. Strax að loknu námi hvarf hann aftur heim i sveit sína og vann þar að ýmsum bún- aðarframkvæmdum á vegum búnaðarfélags sveitarinnar og bænda, og gerðist nú for- ystumaður nýira búnaðar- hátta og betri vinnubragða. Var hann nú ráðinn mælinga- maður jarðabóta í Árnes- sýslu, sem hann vann að um fjögra ára skeið. Hvatti hann bændur mjög til að auka túri- ræktina, og veitti þeim um leið margar og góðarleiðbein- ingar um allt það sem miðaði að betri búnaðarháttu en tíðkast hafði áður í sveilum landsins. Árið 1903 kvæntist hann Hélmfríði Jónsdóttur drbm. Árnasonar í Þorlákshöfn, og hófu þau búskap sama ár að , Arnarbæli í Grimsnesi. Árið 1907 fluttist Bjarni svo til Eyrárbakka, en þar liefir hann átt heima æ síðan. Á Eyrarbákka biðu Bjarna Eggertssyni mörg verkefni. Félagssamtök fólksins voru1 þá ný hafin. (Kaupfélög og J Verkalýðsfélög) og gerði. Bjarni brátt dugmikill stvrkt- armaður þeirrar starfsemi. Strax eftir komu sína til Eyrarbakka, tók Bjami að rækta kartöflur í stærri stíl en líðkast hafði, og hvatti menn til aukinnar kartöflu- 'ræktunar í atvinnuskyni. Gerðist hann um þetta leyti aðalmaður Búnaðarf élags hreppsins, og var hann í stjórn þess og oftast formað- *ur um áratugi. Þegar liinar stóru áveituframkvæmdir hófust í sýslunni, - vann Bjarni að mælingum við ririd- irbúning þeirra, og var siðan er verkin hófust, verkstjóri við Miklavatn, Skeiða- og Flóaáveiturnar, og hafði auk þess á liendi ýms trúnaðar- störf fvrir þær. Enda þótt Bjarni Eggerts- son hefði mörg slörf með höndrim, er þó sérstaklega eitt starf hans sem átti hug hans allan, en það var vinna hans i þágu alþýðusamtalc- anria. Starf hans og stjórn i verklýðsfélaginu Bárari á Eýrarbalcka var alla hans tíð mikið og margþætt, og þótt liann ætti oft undir högg að sækjav breytti það engu. Hann vissi um mátt samtak- anna, og vann að heill alþýð- unnar eftir þvi sem hann frekast gat, rneðan kraftarnir entust horium. i Bjarni Eggertsson var á- samt Guðmundi ísleifssyni á Stóru-Háeyri aðalhvatamað- ur að stofnun fiskifélags-; deildariunar Framtíðin á Eyrarbakka, og lengst af í stjórn deildarinnai-, og sat fyrir hennar hönd mörg Fiskiþing. I breppsnéfnd Eyrarbakka- hreþps var Bjami Eggertssóu kosinn 151 júni 1910, og átti sæti i hreppsnefndinni nær ó - slitið til ársiris 1950. Oddviti hreppsnefndarinnar var hann áriri 1922 til 1925. Aðaláhuga- mál Bjarna í hreppsnefnd- inni var aukin ræktun og aukin grasnyt til handa hreppsbúum, til bættrar lifs- afkomu þeirra, Bjarni Eggertsson og Hólirifríður Jónsdóttir eign- uðst þrjú börn, Eggert, dáinn 1932, Jón Árna sem fórst við Yestmannaeyjar 1938 og Að- alheiði sem dvalið hefir Iljá' Bjarna ogverið fyrir búi hans eftir að hanri misti koiiu sina árið 1934. Bjarni Eggertsson var mikill hugsj ónamaður. Ekk- ert það sem hann taldi al- menningi til heilla lét hann afskiptalaust, heldur lagði liann hverju góðu rnáli lið, eftir þvi sem hann iriátti. Virtust honum oft vera möguleikar fyrir hendi til nýrra framkvmmda og auk- inna athafna, þar sem aðrii* töldu lokaðar leiðir. S. Kr. 4 ísl. flugmenn í erlendri þjón- ustu. Yitað er, að a. m. k. f jórir íslenzkir flugmenn hafa nú fengið atvinnu hjá erlendum flugfélögum, eða eru í þann veginn að fá hana. Ýisi er kunnugt um þessa menn: Svein Gislason (Svéinssoriar fyrrv. sendi- herra) starfar nú hjá hol- lenzka flugféalginu KLM, en áður hafði hann dvatið um nokkurra mánaða skeið á Bretlandi til frekara flug- náms. Loftur Jóhannsson, vinnur hjá brezku flugfélagi, sem eirikum tekur að sér leiguflug (charter). Flýgur haritt fjögurra hréyfla vél á leiðinni Bretland—Sirigaporé Horigkorig. Hallgrímur Jónsson, sem áður var hjá Loftleiðum, er einnig hjá brezku leiguflugfélagi og flýgur hanri vél á leiðinni Bretland—Trissabon. Loks er Albert Tómasson flugmað- ur á Bretlandi, þar sem hann mun vænta atvinnu hjá flug- félagi i London. BERGMAL Það er víst orðið tíma- bært að rabba um veðrið, enda hefir' orðið all-langt hlé á því hér í Bergmáli. En þegar frostið í Reykjavík er komið yfir io stig, fer það að verða að umtalsefni. * I íyrrariag hafði vetur kon- ungur skreytt gluggana hjá mér, fögr.um myndum, allavega frostrósum. Þessi vefnaöur er dýrari en allt það, sem unnt er að kaupa í búfium nú fyrir jól- in, enda þótt úrval sé nú nóg flestra hluta. Jafnvel mestu hagleikskonur þessa lands geta ekki keppt við frostrósameist- arann, því að hans handbragS er yfirnáttúrlegt. Frostrósir á gluggum vekja hjá mattni nndarlega æskudrauma. Þær ■minna' mann á H. C. Andersen og Snædrottningu hans, eöa þær minna mann á löngu liðna dagá, ér maður stóð, lítill snáðj, við gluggann, á irostköidum morgni, og reyndi að þíða svo- litib; ,,'gat" á> giuggann til þess að geta séð, hvort úti væri snjór og sleðafæri, eða bara frost. * Jólin í vitund minni og sjálfsagt fleiri, sem nú mega heita fullorðnir menn, eru órofa tengd minningunni um skínandi mjöll, frostrósir á gluggum, snjósokka og sleðaferðir. Nú sjást aldrei snjósokkar, sem festir voru kyrfilega með gríðarstórum öryggisnælum. Jólin eru einhvernveginn ekki lengur sömu jólin, eða er þetta að- eins af því, að maður er ekki lengur barn? * Snjósokkar og belgvetlingar með tveim þuinlum voru sjálf- sagður útbúnaSur allra reyk- viskra stráka hér áður fýrr, og ef einhver var svo óheppinn. aS vera meS belgvettlinga meS aS- cins einum þumli, brást þaS ekki, að sá hinn sami var kail aSur ,;stelpa“, én þáð þotti éítl ■versta ókvæÖisorS í munni <ofck- ar, og olli venjulega áflogum eSa öSrum hernaSaraSgerSum. En þetta er kannske orSiS breytt. Nú eru ef til vill belg- vettlingar meS aðeins einum þúmli góS og gild vara. og fer kannske alveg eins vel á því. t- En þrátt fyrir þetta allt er einhver ókyrð og eirðar- leysi í fólki í sambandi við jólin. Þau hafa ennþá eitt- hvert seiðmagn yfir okkur, enda þótt með öðru móti sé. Og sjálfsagt er að reyna að varðveita. barnslundina sem lengst. —ThS. Gátá dagsins. Hvar baulaði kálfurinn, sem allir í heiminum heýrðu til? Svar við gátu nr. Oddur, Eggert, Hjalti, Skapti, Ás, Kinn, Bakki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.