Morgunblaðið - 23.12.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ því, að geta veitt þar 20,000 manns atvinnu. lim Dearborn-héraðið rennur á, sem kölluð er Rouge, og' fellur hún í Detroit-fljótið. Ford hefir nýlega sótt um leyfi stjórnarinnar til þess, að meiga dýpka Rouge svo stór skip geti siglt eftir henni, og er það ekkert smávirki. Hn þegar þess er gætt, að Ford á margar miljónir dala, og er sjálfur framúrskarandi dugnaðarmaður og hugvitsrr.aður, þá þarf naumast að efast um það, að hann muni koma hinum miklu hug- myndum sínum í framkvæmd. Ford er nú fimtugur, og þessi síðustu ár hefir hann grætt margar, margar miljónir á verksmiðju sinni. En hann er þó enginn Gyðingur. Fyrir nokkru gaf hann t. d. verka- mönnum sínum 10 miljónir dala, og hækkaði um leið kaup þeirra nær um helming. Og þetta gerði hann alt óbeðið. Auk þess hefir hann þrásinnis hjálpað fátæklingum á hinn drengilegasta hátt. Lýsi og grútur. Nl. Hjá St. Andrew Dock i Hull er lýsisbræðslu- og gúanóverksmiðja og er frá henni aðeins tveggja mínútna gangur inn i þéttbýlið og svo sem 7 mínútna gangur til aðalgötunnar í borginni. í Grimsby er einnig lýsisbræðsla rétt hjá fiskihöfninni og hér um bil í miðjum bænum og í sjálfri höfuð- borganna höfuðborg, London, eru lifr- arbræðsluhús. 1 Noregi hefi eg skoðað 3 lifrar- bræðslur í aðalborgunum. Ein þeirra er í Stenersgatan í Kristiania, og önnur er í Stavanger inni í miðri borginni, og eg veit, að í öllum þeim borgum í Noregi, þar sem fiskveiðar eru stundaðar, svo sem í Haugasundi, Björgvin, Álasundi Krist- jánssandi o. s. frv., eru lýsisbræðsl- ur. Af meðalalýsisbræðslu stafar eng- in óhollusta, en mikið er undir því komið, að gætt sé alls þrifnaðar og hamsinn fluttur burt jafnharðan eða þurkaður. En sé honum kastað i hauga úti fyrir, leggur auðvitað óþef af honum, er hann eldist. Annars er líkt með lifrarbræðsluhús og slátur- hús. Sé þrifnaðar gætt er engin hætta á því að þaðan stafi heilsu- spiliir, en með óþrifnaði má öllu spilla. Öðru máli er að gegna með grút- arbræðslur, því enda þótt að eigi þurfi að stafa af þeim óhollusta, þá leggur þó af þeim óþef og þess H. P. D U U S Þarfar deild. Hafnarstræti. Jólagiaíir Gólf-, Borð- og Divanteppi, Portiere-efni og Möebeltau, Dúkar. Serviettur, Handklæði, Chashemire- og Vetrarsjöl, Kápur og Treyjur, Regnhlífar. Kragar, Pils o. m. fl. Jivííar JTlancfjeíísktjrtur ljómandi fallegar komu í gær með »Are«. Fást hjá Merkasta íslenzka minningarmyndin og bréfspjöld koma með Gullfossi. vegna eiga þær að vera svo fjarrl mannabygðum sem unt er. En að hafa þær í Fossvogi nær engri átt. Flutningur þangað verður a!t of dýri bvort sem farið verður með lifrioa landveg eða sjóveg, og kemur þa^ niður þar er sízt skyldi: ásjómönO" unum. Því þeir sem kaupa lifrina láta sér ekki detta i hug að borga meira fyrir hana en svo, að þeir hafi sinn ágóða jafnan hvort seffl lifrin verður að flytjast langt eða skamt. Nú er iýsið í háu verði svo það munar ekki svo mjög þótt 50 aura aukakostnaður leggisf á tunn- una, en þegar það fellur, munu menn finna til þess kostnaðar. Fossvogur er að visu nokkuð langt frá bænum, en hin djúpvitra heilbrigðisnefnd mun þó ekki hafa veitt því eftirtekt að hann er í suður frá Reyajavík og sunnanátt er hér tíðust á sumrin — einmitt þá er óþefurinn af grútnum er mestur. Yrðu allar grútarbræðslurnar fluttar þangað mundi afleiðingin verða ai- veg öfug við það sem til er ætlast. Ef altaf væri nógu hvast þá mundi grútarbefsins eigi gæta mikið hér. En í hægri sunnangoiu mundi hún óþolandi. I hægri austanátt hefi eg fundið grútarþef frá Reykjavík út í Faxaflóa og i hægri norðvestanátt hefi eg fundið hana alla leið upp- undir Rauðavatn. Mætti eg ráða, mundi eg ekki hafa á móti því að meðalalýsi vrði brætt hér inni í borginni, auðvitað með þvi skilyrði þó, að bræðsluhúsum yrðu settar strangar hreinlætisreglur. Þá eru þau eigi skaðlegri heilsu manna en sláturhúsin. En grútarbræðslur allar ætti að flytja inn í Vatnagarða. Þaðan mun aldrei leggja grútarþef til Reykjavíkur og þangað verða flutningar ódýrari en tii Fossvogs. Norðaustanátt er hér sjaldan því skjól er af Esjunni, enda kemur örsjaldan grútarþefur af iifrabræðslum þeim, sem eru inni hjá Lauganesi. Aftur á móti kemur oft óþefur frá grútar- bræðslunni hjá Skerjafirði og svo auðvitað hjá Örfirisey- Eg fæ ekki betur séð, en afleið- ingin verði sú — eigi að flytja ali- ar grútar- og meðalalýsis bræðslur til Fossvogs — að lifrarbræðslu- menn flytji sig út fyrir umdæmi Reykjavikur — en það er þó sjálf- sagt ekki tilætlunin. — — Erl. simfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Tiður ogDúnn gufubreinsað, lyktarlaust. Tilbúinn Sængurfatnaður. jiaMiCdmffinatoM Leegra verð en jóíaverð hefir altaf verið á ýmsum jólavörum í Bergsfaðasfr. 27, til dæmis: jólafrésskrauíi, jóíakerfum, jóíasæígæfi o. fl. Khöfn 22. des. Bretar hafa flutt lið sitt burt af Gallipoliskaga. Búlgarar hafa staðnæmst hjá landa- mærum Grikklands, en ekki haldið inn í landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.