Morgunblaðið - 16.10.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1917, Blaðsíða 3
^OKGUNBLAÐIÐ 10,000,600 stangíraf Suntight sápu erti seldar i hverri viku, og er hin besta sönnun fyrir því, að Sunlight sápa hefir alla þá kosti til aö bera, sem henni eru eignaðir, og að hún svarar til þelrra eptir- vœntinga, sem menn hafa gjört sjer um ágæti hennar. Gott stofu-orgel óskast til kaups. Uppl. hjá Bjarna Péturssyni, Þingholtsstræti 8. JTlorgunbíadid. t>eir, sem viíja gerasf kaupeticfur JTlorQunbÍQðsins, geta fengið það ókeppis frá Í7. þessa mánaðar. Tiííir, sem vilja fyígjasf með þoí er gerisf ufan íands og innan, þurfa að kaupa Ttlorgunbíaðið. iXaupsR&pur ý Nokkur málverk fást með tæki- færisverði á Hverhsgötu 5°- ^ *Híinna Asa Haraldsdóttir tekur að sér að straua í heimahúsum í bænum. Uppl. Bankastræti 14. Magnús Benediktsson í Sóttvörn tekur að sér að gera við tunnur, bala, stampa og alískonar klápa. Stúlka óskast í vist nálægt Reykja- vík. Uppl. á Hverfisg. 87, uppi. ^ cKapaé Týnst hafa gull-manchettbnappar á götunum. Skilist á afgreiðsluna gegn fundarlaunum. 5^ cJtQnsfa Stofuborð og 4 stólar óskast til kaups nú þegar. Ritstjóri vísar á. Skotfæraeyðslan í stríðinu. »Militær Tidskriít* hefir safnað saman jiokkrum upplýsingum um það, hve miklu sé eytt af skotfærnm í stríðinu, og er það alveg ótrúlegt. í hálfsmánaðar orustu hjá Nieuve Chapelle eyddu Englendingar eins miklu af skotfærum og þeir eyddu alls i Búastríðinu. í Marneorustunni i septembermánuði 1914 eyddi franska stórskotaliðið 1.200.000 skotum. Það er tálið að 400 skot- um hafi þá verið hleypt af hverri fallbyssu. Meiri varð þó skotfæraeyðslan i Arras-orustunum. Þar skutu Frakk- ar 500.000 sprengikúlum á stöðvar Þjóðverja á einum sólarhring og er það jafn mikið eins og þýzka stór- skotaliðið eyddi al!s í striðinu 1870 —71. Þessi 24 klukkustunda skot- hrið kostaði Frakka 9.300 000 franka. Áður en Frakkar og Bretar gerðu hina miklu tilraun í septembemán- uði 1915 til þess að rjúfa herlinu Þjóðverja, höfðu þeir látlaust skot- ið á stöðvar Þjóðverja i 50—70 klukkustundir og eyddu í þeirri hríð 6 miljónum skota. Og skotfæra eyðsla Breta í síðustu viku júni- mánaðar 1916 var meiri heldur en öll framleiðsla skotfæra nam í Eng- landi fyrstu n mánuði ófriðarins. Krobatin hermálaráðherra Austur- rikis hefir skýrt frá þvi, að fyrstu 16 mánuði ófriðarins hafi austur- rikska fótgönguliðið eytt 15 miljörð- um riffilskota. Hafa þá Aursurrikis- menn skotið fleiri kúlum á dag til jafnaðar, heldur en Þjóðverjar eyddu samtals í striðinu við Frakka 1870 til 1871. Ástæðurnar til þessarar óhemju- legu aukningar á skotfæraeyðslu, eru margar. Fyrst og fremst sú, að nú «r farið að nota hraðskeytlur svo mjög. £n þetta sýnir það ljóst, að ef herbúnaði verður haldið áfram að ófriðnum loknum, þá verða þjóðirn- ar altaf að hafa fyrirliggjandi mörg- um sinnum meiri birgðir af skot- færum, heldur en nokkrn siuni áð- ur. En það eykur herkostnaðinn að afarmiklum mun, og leggur enn þyngri skatta heldur en áður á herð- ar borgaranna. Húseign í Hafnarflrði er til söln með ræktaðri lóð. Getur að nokkru leyti verið laust tll íbúðar nú þegar. Ritstj. vlsar á. Vanur kennari óskar eftir dvöl á. sveitaheimili, gegn kenslu. R. v. á.. Frá Ameríku nýkomið mikið úrval af Reykjarpípum, stórum og smáum. Einnig pípu og vindlamunnstykki og margt fleira nauðsynlegt fyrir reykingarmenn. jafn fallegar og góðar pipur hafa vart þekst hér áður. Tábakshúsið. Gamall skár úr timbri eða járni, óskast keyptur til niðurrifs. Oskar HallJorsson. Nýtt dilkakjöt fæst í dag í Verzlunin V0N Ensku og frönsku kennir undirritaður. Vesturgötu 22, uppi. florgr. Gudmundseii. Fjárhagur Þjóðverja, Havenstein, yfirbankastjóri þýzka ríkisbankans hélt nýlega fyrirlestur í Frankfurt am Main um hið sjöunda herlán Þjóðverja. Hann tók það sérstaklega fram, að þótt það væri nefnt herlán, þá greiddi það þó götu til friðar. Jafnframt gerði hann grein fyrir því að efnahagur Þjóðverja hefðu eigi beðið neinn hnekki. Menn legðu nú hálfu meira fé inn í bönkunum heldur en síðasta frið- arárið, og innieignin í sparisjóð- um og sameignasjóðum hefðu aukist meira á þessu ári heldur en nokkuru sinni áður. Fyrstu sex mánuði þessa árs hefði innieignin aukist þar um 2160 miljónir marka, en 1830 og 1425 miljónir marka á sama tíma síð- astliðin tvö ár. Havenstein ámælti þeim mönn- um er bæru kvíðboga fyrir hin- um þungu ófriðarbyrðum að stríð- inu loknu. Hann sagði að þjóðin yrði að vísu að leggja harðara að sér eftir striðið en nokkuru sinni áður og takmarka matvæla- eyðslu sína, en Þjóðverjar mundu rétta fyr við heldur en nokkur önnur hernaðarþjóð. Ofriðurinn hefði fram að þessu kostað 450 miljarða marka, og um þriðjungurinn af því kæmi í hlut Miðríkjanna. Bandamenn bæru tvo þriðju hluta herkostn- aðarins og England þó langmest. Herkostnaðurinn væri nú 2500 mörk á hvern íbúa í Englandi, en 1400 mörk á [hvern íbúa í Þýzkalandí. Af þýzkum skipum sem eru í amer- ikskum höfnum á að nota 87 til vöru og fólksflutninga, en flotaráðu- neytinu hafa verið fengin 14 skip til herflutninga, kolaflutninga og skólaskipa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.