Morgunblaðið - 08.01.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1918, Blaðsíða 1
I*Hðjudagr 8. jan. 1918 H0R6UNBLABID 5. árgangr 65. tölublað Ritstjórnarsimi nr. 500 Ritstjón: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 500 U 31 =1 Gamla Bio r= Nýársmynd Gamla Biós er í ár ein af þeim allra beztu döasku kvikmyndum, sem sýnd hefir verið á Pallads-leikhúsinu i Kaupmannahöfn: Nýársnótt á herragarðinum Randrup Heimsfrægur sjónleikur í 6 þáttum, saminn og utbúinn af Benjamin Christensen. — Leikinn af fyrsta flokks dönskum leikurum — Aðalhlutverkin leika: Fru Kapen Sanðberg (Eva) og sjálfur höfund- urinn, herra Benjamin ChPistensen (sterki Henry). Aðrir leikendur eru: Peter Fjeldstrup, Jón Iversen, Jörgen Lund Fritz Lamprecht, Fru Maria Pio. Til þess að myndin njóti sín sem allra bezt, verður hún sýnd öli í einu lagi. Sökum þess hve tnyndin er löng og þar af leiðandi afar-dýr, kosta beztu sæti tölusett 1.25. Alm. sæti 1 kr. in 31 =imu 1 Verkmannafélagið Dagsbrún heldur skemtisamkomu laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. janúar í Bárunni og hefst kl. 8 siðd. báða dagana. Félagsmenn vitji aðgöngumiða í Bárubúð fyrir laugardagsskemtunina ú föstudag kl. 12—7 síðd. og fyrir sunnudagsskemtunina á laugardaginn kl. 12—6 síðdegis. Fjölbreytt skemtiskrá. N e f n d i n. Aðalfund ^eldur Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík á morgun 9. þ. m. á venjulegum stað og tima. STJÓRNIN. Nýja Bíó íéL a8skonur eru ámintar um að fjölmenna. lohn Storm Dramatiskur sjónleikur í 6 þáttum Eftir hinn fræga enska rithöfund HALL CAINE. Aðalhlutverkið — fátækraprestinn Tohn Sorm — leikur Derwent Hall Oaine Leikmeyna, Glory Quayle, leikur jungfrú Elisabeth Bisdon Síðari fylufi myndaritmar stjndur i hvöíd. Tölusetta aðgöngumiða má panta í síma 107 allan daginn og kosta kr. o,8j. Önnur sæti 0,75, barnasæti 0,25. Pantaðir aðg.miðar séu sóttir fyrir kl. 9 — annars seldir öðrum. Það tilkynnist vinnm og vandamönnum að móðir min, Ingiríður Guðmundsdóttir, verður jörðuð föstudaginn 18. þ. m. frá heimili hennar Lunansholti Landhreppi Rangárvallasýslu. Páll Arnason, lögregluþjónn. crl. símfregnir Frá fréttaritara tsafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn, 6. jan. »Daily Telegraph* ber það til baka að bandamenn muni viðurkenna stjórn Maximalista. í Portugal fer vaxandi sú hreyfing að endurreisa aftur konungsveldið. Trotzky er kominn til Brest Litovsk til þess að reyna að fá full- trúa Miðrikjanna að fallast á það að friðarfundurinn verði fluttur. ítalir búast við sókn af bálfu Miðríkjanna. Þýzk sprengiefni hafa fundist í Kirkjunesi í Noregi. Branting, fjármálaráðherra Svia, hefir orðið að fara frá vegna veik- inda. Jafnaðarmaðurinn Thorsson hefir tekið við af honum. Frakkar viðurkenna Finnland sem sjálfstætt riki. Hafís fyrir Norðurlandi. Iskyggilegt útlit. Þvi miður fór það svo, sem margir höfðu óttast, að hafísinn mundi eigi láta standa á sér með að reka að landi í norðanstorminum i fyrradag. Hann hefir verið á sveimi skamt undan landi siðustu vikurnar, beðið byrjar suður á firð- ina, sem nú eru sem óðast að fyll- ast af ísbjörgum. Eimskipafélaginu barst í íyrra- kvöld símskeyti frá afgreiðslumanni félagsins á Siglufirði. Segir hann þar að Willemoes liggi þar ísteptur. Skipið hafi verið flutt inn fyrir Eyr- ina og sé það þar á öruggum stað fyrir ísnum. Isrek var töluvert inn fjörðinn þegar skeytið var sent og viðbúið að hann muni fyllast þá og þegar. Búast má við þvi, að Willemoes verði inniluktur á Siglufirði fyrst um sinn, ef veðnr eigi breytist til battaðar. Inn á Húnaflóa var kominn mik- ill is í gærdag. Hotfur þar hinar verstu. tal,5-i«»shíar"þtfeksihann. “Sigurjón Pjetursson- Sími 137. Hafnapstpæti 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.