Morgunblaðið - 22.04.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Geysír Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0 JOHNSON & KAABER 'f Ágætt hjól til sölu með tæki- færisverði í íslandsbanka uppi. 2 samliggjandi herbergi, á góðum stað í bænum, til leigu fyrir ein- hleypan reglumann frá 14. maí nk. Lysthaíendur leggi nöfn sín í lok- uðu umslagi mrk. »10«, á afgreiðslu þessa blaðs fyrir 25. þ. m. Farþegar áBotniu voru: Kapt. Rothe, Kirk verkfræðingur, Gunnar Gunnarsson rithöfundur með frú og son, Fr. Nathan stórkaupm. og frú, Herluf Clausen kaupm., Júlíus Guð- mundsson fulltrúi Örum & Wulffs, Guðm. Thorsteinsson listmálari, P. J. ThorsteineBon kaupm.. Carl Ryden verzlunarm. þorfinnur Kristjánsson prentari, Björn Gíslason bóndi, ung- frú Hildur Zoega, frú Margrét JZoega, Jón Sigurðsson fulltrúi og frú, þor- kell Clementz kaupm., Jón þorláks- son verkfræðingur, þorvaldur Sigurðs- son veggfóðrari, Jón Hermannsson úrsmiður, Ársæll Arnason bóksali, þorvaldur Benjamfnssön fulltrúi. Frá Færeyjum kom Kofoed Han- sen skógræktarstjóri, en þar hefir hann dvalið nokkrar undanfarnar vik- ur, til þess að líta eftir skógrækt þar á eyjunum. Hjónaband. Valtýr Stefáns- son búfræðingur, sonur Stefáns skóla- meistara, og ungfrú Kristín Jónsdótt- ir listmálari munu innan skamms ganga í borgaralegt hjónaband í Kaupmannahöfn — segir »Politiken«. Gunnar Gunnarsson rit- höfundur ætlar að dvelja hér á landi sumarlangt. Hér i bæ dvelur hann þangað til Sterling fer héðan f næsta mánuði, en þá fara þau hjón aust- ur til Vopnafjarðar og dvelja þar alt sumarið. Guðm. Thorsteinsson list- málari ætlar að dvelja hér á landi f sumar og mála. Frú hans er vænt- anleg hingað seinna f sumar. þingkosningar fara fram í Danmörku f dag. Munu margir hér biða úrslita þeirra með óþreyju, þvf þýðingu mikla getur kösningin haft fyrir sjálfstæðismál vor. 01 s e n , aðstoðarmaður brezka ræSismannBÍns, kom hingað á Botníu i fyrradag. r a þessum 6fr!iar!!m3jm. Þegar þér þufið að fá vður uæiíöt eða nýjan alklæðnað, þá er krónan seni þér .sparið jafnyóð hinni, sem [<ér vinníð yður inn. Samskonar vörur kosta nú oft 20—50% meira í innkaupi í einum stað en öðrum, og afleiðingin er sú, að söluverðið hlýtur að verða mismunandi. Enginn fatnaður hefir hækkað svo mjög í verði sem u 11 a r- fatnaður, og vér biðjum menn þvi að kynna sér v e r ð u 11 a r- fatnaðar í VORUHÚSINU. — Vér höfum ennþá mikið af gömlum birgðum, sem vér seljum með okkar þekta gamla verði. Það getum vér að eins gert vegna þess að vér kaupum vörur okk- ar í stórum stil beint frá verksmiðjunum. Þess vegna ráðleggjum vér yður að h ó i m s æ k j a oss, sjá vörur vorar og fá að vita verð þeirra, áður en þér kaupið annarsstaðar, og þér paunuð verða að viðurkenna, að þxr vörur scm vér seljum, eru hvergi jafn ódýrar og hvergi stærra úrval á öilu íslandi. Ætið ódýrast f VðRUnÚSINU. Agætt Dilkakjöt úr Skagafirði á 60 aur. Va kilo fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co Hafnarstræti 4. Simi 4Q Naríöt, snifeiar birgðir nýkomnar. Fyrir karlmenn allar stærðir. Fyrir drengi frá 5—14 ára. Kvenbolir. v Kven- og karlmannssokkar í miklu úrvalí. Stritföt og maskinuföt og margt fleira i Austurstræti 1. cflsg. <9. é^unnlaugsson & (Bo. * Avarp frá Haig. Sir Douglas Haig, yfirhershöfðingi Breta, hefir sent eftirfarandi ávarp (dagskipun) til hersins: Til allra í brezka hernum í Frakk- landi og Fiandern I Fyrir þrem viknm hófu óvinirnir hiua hræðilegu árás gegn oss á 50 brezkra milna löngn sóknarsvæði. Fyrirætlnn þeirra er sú, að gera oss viðskila við Frakka, ná höfnunum hjá Dofrasundi og gersigra hinn brezka her. Þrátt fyrir það, þótt þeir hafi sent 106 herdeildir fram til viga og fórnað mönnum misk- unnarlaust, hefir þeim þó enn orðið lítið ágengt að takmarkinu. Það er að þakka hinu ötula viðnámi , og sjálfsfórn hersveita vorra. Mig skortir orð til þess að lýsa aðdánn minni á hinni ágætu vörn, sem allir hafa veitt, þótt eifitt væri. Margir af oss eru nú þreyttir. Þeim skal eg segja það, að sá ber sigur úr býtum, sem þrautseigastur er. Franski herinn er á hraðri ferð oss til hjálpar og hefir mikið lið. Það er eigi um annað að gera en berjast til hins ítrasta. Það verður að verja hvern einasta stað meðan nokkur maður stendur uppi til varn- ar. Ekkert undanhald má eiga sér stað. Oryggi heimila vorra og frelsi mannkynsins er undir þvi komið, hvernig hver af oss gengur fram á þessum hættulega tíma. — Um þetta ávarp segir »Daily Newsc — Enginn maður sem er þess verður að heita Englendingur getur minst á ávarp Haigs án þess að komast við. Það er eitt sýnishom af mörgum um það, að barist er af mestu grimd og á þessum hræði- legum vikum hefir komið afturkipp- ur í hernaðinn, sem getur orðið mjög alvarlegur og ráðið úrslitum. Brezkur hershöfðingi gerir það eigl að gamni sínu að segja mönnum sínupa að þeir verði að verja hvern stað meðan nokkur stendur uppi og að ekkert undanhald megi eiga sér stað vegna þess að Bretar eigi hafiÖ að baki sér. Astæður þær, sem Haig hefir haft til þess að láta þetta ávarp út ganga, verða manni fljótt ljósar, þegar maður lítur á landkort- ið og það væri heimskulegt að ganga fram hjá þvi, hve nú er mjög alvar- lega ástatt og að það er hugsanlegt að til stór slysa leiði. Vér megum eigi spyrja um það hvernig á því stendur að slíkur afturkippur gat komið fyrir. Það væri verra en svartasta vanþakklæti að efast um það, að hinn ágæti her vor, sem barist hefir í þessi löngu ófriðarár, léti nokkurs ófreistað sem á hans valdi stendur. Það mun hann ekki gera. En þeir sem ern heima verða nú að spyrja sjálfa sig nm það, hvort þeir vilji taka fullan þátt í úr- slitaorustunni, sem nú nálgast. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.