Morgunblaðið - 21.11.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1918, Blaðsíða 1
Fimtudag 21. nov. 1918 6. argangr 11. t51ublað Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen || ísafoldarprentsmiðja Jatðarför mannsins míns sál., Sigfúsar Bergmanns, fer fram laugar- daginn 23. nóv. og hefst með húskveðju kl. 11 f. h. Þorbjörg Bergmann. IIIII I lill lllll■l■llllll farðatför hjónanna Jóns prófessors Kristjánssonar og Þórdisar Toddn Benediktsdóttur fer fram laugardaginn 23. þ. m., og hefst í Háskólanum kl. 1 il/a fyrir hádegi, Kristján Jónsson. Benedikt S. Þórarinsson. Ritstjórnarsimi nr. 500 Farið gætilega! Jarðatfarir þeirra mörgu, sem lát- ist hafa úr inflúenzunni eru nú að byrja. Hefir heilbrigðisnefndin beð- ið oss að vara fólk við því, að fylgjr til grafar ef mögulegt þykir verða hjá því komist, vegna hættu- þeirrar, sem fólki — flestu nýs’öðnu upp úr les:u — getur stafað rf ofkælingu og ofþreytu við jarðarfajirnar. Það hefir sýnt sig, að fólk sem finst það vera orðið alhraust aftur, og fyrir löngu staðið upp úr sótt- inni, er miklu veikara fyrir en ella. Og þess eru ekki fá dæmin, að fólk s_em búið er að vera á fótum og úti marga daga, veikist á ný mjklu ver en fyr og getur þá oftist fnnd- ið einhverja ástæðu fyrir, annaðhvort að því hafi orðið kalt, vaðið í fæt- or, ofþreytt sig eða eitthvað þess- háttar. En óvíða er jafnmikil hætta á Þessu eins og einmi.t við jarðarfar- irnar. Fólkið stendur i kös á göng- um og í opnum dyrum meðan hús- kveðjamar eru haldnar, situr síðan í káldri kirkju og stendur að síðustu l hverju veðri sem vera skal í kirkju- garðinum meðan mokað er ofan í grafirnar. Það má fullyrða að greftr- anirnar hér í bænum verði til þess að fjöldi fólks slái niður, ef ekki er gætt allrar vaiúðar. . En þeir sem endilega vilja fylgja, verða að munaeftir, að klæða sig svo veh að þeim sé ekki hætt við of- kælingu. Annaisfium vér eigi skilið bvers- vegna sá siður helzt eunþá hér í bænum, að standa í kirkjugarðinum meðan verið er að moka ofan í graf- ir ar. A Norðurlöndum er hann lagður niðurfyrir löngu. Væri ekki ástæða til að gera hið sama hér? I Ameríku hafa líkfylgdir verið bannaðar síðan inflúenzan tók að geisa þar. Hækkun forvaxtanna. Hver er orsökin til |>ess að for- 'vextir hafa verið hækkaðir, spurðum vér Sighvat Bjarnason bankastjóra í gær. Ástæðan er sú, svaraði bankastjór- inn, að báðir bankarnir hér hafa fengið símskeyti frá bankastjórunum, sem nú dvelja erlendis, þess efnis, að horfur peningamarkaðarins væru þannig erlendis, að nauðsynlegt væri hækka forvexti hér um l/a°/o- ^íðan i ófriðarbyrjun hafa báðir hankarnir haldið sömu forvöxtunum, 6°/0. En bankastjórinn sagði að það hefði altaf verið búist við þvi, að vextir mundu hækka að miklum mun þegar ófriðurinn væri á enda. Bankarnir hér yrðu að sækja pen- inga til útlanda, þeir skulduðu báðir mikla peninga þar, þar sem miklu meira hefði verið flutt inn af vörum heldur en út. En það væri ekki hægt að búast við því, að þegar vextir erlendis hækkuðu, þá gætu vextirnir hér haldist óbreyttir. Það er óhjákvæmilegt að hækka þá. Bankastjórinn kvaðst ekki vita hve mikið vextir hefðu hækkað í Dan- mörku. í Svíþjóð hefðn forvextir verið hækkaðir þegar í sumar upp í 61/ 2—7°/0. Hann bjóst við að fá nánari upp- lýsingar um þetta þegar Botnia kæmi. Eiiflúenzan í Englandi Simtíaúngur sá úr Times, sem hér fer á eftir, gefur hugmynd um gang inflúenzunnar á Englandi. Virð- ist hún hafa farið nokkuð likt að, þar og hér en naumast verið eins hraðfara: 1 itnes 2/. okt........Inflúenzan geisar ennþá i London. Formaður heilbrigðisstjórnarinnar komst svo að orði í gær: »Skólahaldið líður mjög við veikina og í sumum skólum hefir orðið að loka nokkrum deild- um, en það hefir verið geit vegna þess að starfsfólkið hefir vantað og ekki vegna varúðaráðstafana gegn útbreiðslu veikinnar. í sumum skól- nm vantar kennara tilfinnannlega. Vér lokum yfirleitt ekki skólunum. Vér erum ennþá þeirra skoðunar, að börnunum sé engu hættara við að verða veikinni að bráð í skólastofum með góðri loftrás heldur en þeim er á götunni eða í troðningnum á kvikmyndahúsunum. Titnes 2j. okt. . . . Það er sagt, að i Walkley (Sheffield) hafi átta menn látist af sömu fjölskyldu og af annari eru 6 dánir. Times 26. okt. Lítið sem ekk- ert útlit er fyrir að influenzan sé í rénun. Bæði í London og annars- staðar eiga opinberar stofnanir við mikla örðugleika að striða. 1300 menn af lögregluliðinu voru veikir í gær og dauðsföllin 25. Hjá samum fjölskyldum hefir tvent látist eða fleira. Times 30. okt. Influenzan hefir aukist í alþýðuskólunnm. í einum skólanum vantaði 65 nemendur af hundraði. Ákveðið að loka öllum alþýðuskólum í hálfan mánuð. lisnes 30. okt. I Wakning er sóttin 1 rénun en dauðsföllin 1 vexti. A spítala einum sem 500 manns voru fluttir á hafa látist 79. Níu hundruð manns hafa verið teknir til hjúkrunar á bráðabirgða-sjúkraskýli. Ofanritaðar úrklippur sýna að gangur veikinnar hefir eigi verið ólíkur viða í Englandi og hér. En hálf óviturleg virðist vera sú ástæða læknisins enska fyrir því að ioka ekki skólum, að börnin muni sækja sóttnæmi á kvikmyndahúsin, þó skólunum yrði lokað. Ætli kvik- myndahúsin yrðu ekki látin íylgjast með. Greftranir hér. Eitt vandamálið, sem að hefir kallað undanfarnar vikur, var það, að sjá um að líkum hinna dánu yrði komið þangað, sem þau gætu staðið uppi til greftrunardagsins, því á mörgum heimilum var svo ástatt, að ekki var viðlit að likin gætu staðið uppi þar. En það purfti eigi að eins „að útvega húsrúm, er lík- húsið var orðið fult. Hitt þnrfti líka að annast um, að flytja líkin á Afgreiðslnslmi nr. 500 líkhúsin, þvi fæstir aðstandendur gátu séð um það. Meira að segja hafa lögregluþjónar víða orðið að ganga í hús til að leggja fólk til, því aðrir hafa ekki verið til hjálpar. Morgunblaðið átti i fyrradag tal við bæjarfógetann um þetta efni. Gerði hann ekki mikið úr öðrum örðugleikum en þeim, sem væru á því að fá líkkistur. Það var aðal- vandinn. Aðal-líkkistusmíðastöð bæj- arins hafði ekki uærri við að sinna pöntunum frá einstökum mönnum. Likkistur væru því pantaðar frá tré- smiðastöðinni »Dvergur« i Hafnar- firði og tekið að smíða kistur i Slippnum, og komu 8 þaðan i fyrradag, en 6 úr Hafnarfirði, og von á mörgum næstu daga. Má því búast við að farið verði að jarða daglega. Líkhúsið í kirkjugarðinum fyltist á svipstundu. Og ennfremur voru lík lögð inn á líkhús Landakots- spítalans og likskurðarstofu Háskói- ans. Svo hefir skúr frá vegagerð landssjóðs verið settur upp í kirkju- garðinum, og hægt að bæta tveimur við, ef þörf gerist. Hjá Eyvindi Árnasyni er þegar búið að smíða 20 líkkistur. ♦ Katla gýs enn. Undanfarið hefir Katla haft svo hægt um sig, að menn hafa haldið að hún væri hætt að gjósa. En því er þó eigi að fagna. Katla hefir sennilega byrjað á nýj- an leik skömmu fyrir siðustn helgi. Á sunnudagsmorguninn var ekki laust við öskufall hér i bænum, en nálægt 50 sinnum minna en dimma sunnudaginn. í fyrramorgun var talsvert öskufall á Stokkseyri, og skipverjar á Islands Falk sáu strók mikinn af Köilu á leið sinni hingað frá Seyðisfirði. Það ern þvi mikil likindi til að ætla, að eigi sé ófögnuði Kötlu iokið ennþá. Frá Akranesi. Læknirinn þar er nú í afturbata, svo það var ekki þörf á að senda þangað aðstoð, Veikin hefir lagst þungt á fólk þar, og um 20 manns dáið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.