Morgunblaðið - 13.07.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1930, Blaðsíða 5
Enöurfengnu forngripirnir frá Danmörku. Maríu-líkneski frá Möðruvöll- um íHörgárdal. Brjóstkringlur tvær úr silfri. Drykk'jarhorn mikið, Útskorið. Silfurbaugur fom, úr heiðimu Ritstjóm Morgunblaðsins hef ir beðið mig að skýra nokkuð frá hinum íslensku forngripum er forsætisráðherra Dana hafði með sjer hingað til Alþingisaf- mælisins og afhenti forsætisráð- herra vorum 25. f. m. svo sem gjöf til íslands frá Danmörku. Það er ekki tilgangurinn að reifa hjer forngripamálið frá rótum. Síðan Alþingi fól stjórn- inni og hún lögjafnaðarnefnd- inni 1925 að vinna að endur- heimt íslensku gripanna úr þjóðminjasafni Dana hefir nefndin haft málið með hönd- um og með hinni ágætu tillögu sinni 1926 lagði hún þegar hinn viturlegasta og viðunanlegasta grundvöll í málinu til farsæl- legra úrráða. Alt skyldi afhent hingað aftur, nema ef til vill eitthvað lítilsháttar af fornum útskurði og útsaumi, sem skyldi þó því aðeins skilið eftir, að samskonar væri til hjer, en vit anlegt var, að því var ekki að tfagna Safnamönnum Dana þótti þetta óaðgengilegt, fyrst og fremst forstöðumanni þjóð- minjasafnsins, sem forngripirnir voru í, og síðan þriggja manna nefnd, sem stjómin setti í málið. Áður en stjórn Dana afgreiddi það bar hún það því í fyrra undir lögjafnaðarnefndina aft- ur en það varð til einskis. Nú hefir hún því tekið þetta ráð að afhenda svo sem að gjof alla þá hluti, sem forstöðumaðunnn og þrímenningarnir vildu sam- þykkja eða leggja til að afhen - ir yrðu aftur, og'ennfremur het ir verið bætt við, ef til vill sam- kvæmt bendingu frá forstoðu- manninum eða þessari þnggja manna nefnd 4 merkisgnpum: Tveim fornum drykkjarhornum, minnishornum frá Skálholti, kor póralshúsi frá Kálfafelli og stól Þórunnar Jónsdóttur, byskups 4rasonar, öðrum af hinum al- kunnu Grundarstólum. -- Hinn kom því miður ekki, og þótt það sje mjög ánægjulegt að hafa nú fengið aftur hingað til lánds stól ,húsfrú Þórunnar' á Grund er það óneitanlega jafnframt raunalegt að stólar þessir skyldu aðskildir. Þeir hafa ver- ið saman jafnan frá upphafi, nær 40 ár, enda mun hinn hafa verið gerður handa Ai a lög- manni, bróður Þórunnar, þótt eigi færi svo, að hann þyrfti hans með. Það sje fjarri oss, að biðja aðrar þjóðir um afmælis gjafir, en vita mættu þeir, er úr skurð eiga þessa máls, að oss þætti betur fara að hinn stóllinn fylgdi, ef nokkur kostur yrði gérður á því, og það ekki bundið órjúfandi ákvæðum, að hann skyldi verða eftir í Danmörku. Við stóla. þessa eru þær endur- minningar bundnar, hvað sem líður listgildi þeirra, að oss hefir jafnan tekið sárt til að vita þá þar komna niður, er þeii hafa verið síðan þeir voru sendir hjeð an úr landi haustið Í843.1) Hinir afhentu forngripir eru, auk þeirra fjögurra er nú voru nefndir, 129 taisins samkvæmt tölumerkjum þeirra, en eru raunar fleiri. Eru hjer komnir þeir gripir allir, er skýrt var frá í Morgunblaðinu 1927, að forstöðumaður safnsins hefði þá veitt samþykki sitt til að færu; ennfremur 5 merkir gripir, er hann vildi þá ekki samþykkja að færu, en þrímenningarnir lögðu til í fyrra að afhentir yrðu. Þeirra á meðal er kirkju- hurðin fræga frá Valþjófsstað, allra þessara gripa dýrmætust Má það heita merkisviðburður : menningarsögu þessa lands, að þetta ágæta, forna listaverk er orðið alþjóðareign vor. —• En um veru Valþjófsstaðarhurðar í Danm. er þess að minnast, að henni hefir eigi verið stungið þar undir stól, heldur flaug af henni frægðarorð um lönd öll. Mun nú almannarómur að hún ein sje hinn dýrmætasti gripur allra þeirra er þjóð vor hefir móttekið á minningarhátíð sinni.1) — Hinir gripirnir 4, 'sem þrímenningarnir lögðu ti að yrðu afhentir, þótt forstöðu- maður safnsins hefði áður haft á móti því, eru einnig góðir grip ir, sem vjer höfðum mælst til að fá, samkvæmt tillögu lög- jafnaðarnefndar, eru þeir drykkjarhorn útskorið2) og 2 merkir, útskornir skápar, sjer- staklega annar þeirra, og enn- fremur ljósberi frá Torfastaða- kirkju. — Auk þessara 5 gripa lögðu þrímenningarnir einnig til að afhent yrði, annað horn út- skorið, sem sömuleiðis hafði ver ið farið fram á að fá, en er nú ekki með, og ennfremur til- nefndu þeir 7 góða gripi, sem af henda mætti, en vjer höfðum ekki lagt áherslu á að fá, og eru þeir gripir nú komnir allir. Þá er að geta hinna helstu gripa af þeim 117, sem forstöðu maður safnsins hafði veitt sam- þykki sitt til 1927 að afhentir yrðu. Er hjer um marga ágæta gripi að ræða og verða færri r.efndir hjer en skyldi, í svo stuttu máli. Reykelsisker fornt frá Hofs- kirkju, hið eina, sem nú er til heilt frá íslenskri kirkju, svo kunnugt sje. Það fór hjeðan 1819 og er því nefnt hjer fyrst, en síðan aörir grinir eftir því, h-venær þLÍr komu til safnsins. Veggtjald stórt eða ábreiðav öll með ágætum útsaumi, svipuð hinu alkunna veggtjaldi Hjalta- dætra, sem er hjer í safninu ). Helgra manna myndir úr ög- mundar-brík frá Skálholts-dóm- kirkju4). Altarisklæði fornt frá Kálfa- felli og annað frá Höfða; bæði frá því fyrir siðaskifti. ciys. ^) Um Grandarstóla sjá Árb. Fornl.fjel. Itl7. 4) Um Valþjófsstaðarhurð er ritgerð eftir B. M. Olsen í Árb. Fornl.fjel. 1884—85. 2) Sbr. mynd í Árb. Fornl.- fjel. 1915. 3) Sbr. Árb. Fornl.fjel. 1899. 4) Sbr. Árb. Fornl.fjel. 1904. Kaleikur og patína, forn, úr silfri. algylt, frá Eiðum. Altarisbúnaði.r, fornir, fra Miklabæ og Hvammi í Norður- árdal. Refill með útsaumuðum biblíu myndum. Ábreiða með augnasaum. Hvalbeinsspjöld, útskorin, frá Skarðskirkju á Landi frá upp- lafi 17. aldar. Næla fom og steinasörvi, frá andnámsöld. Brjóstkross og festi, Úr silfri og gylt. Líkneski Ólafs helga. Altarisbríkur 2 frá Grundar- kirkju, með máluðum myndum, frá fyrri hluta 15. aldar. Rúnasteinar 4, frá Hvalsnesi, Útskálum og Gufudal. Hálsfesti með kingu, úr silfri, algyltar. Rekkjurefill, útsaumaður. Altarisklæði fomt, útsaumað, frá Svalbarði. Skilthúfa úr rauðu flauelij með mörgum ágætum silfur- skjöldum; hin eina, sem nú er til. — Rím á skinni, handritað 1615, í gröfnu látúnshylki. Nikulásarbikar, svo nefndur, frá Oddakirkju; fargað þaðan 1784. Er forn og merkilegur. Skálin er úr hnot, sijfurbúin, en fóturinn úr silfri. Matskeið fom úr silfri, með mynd heilags Ólafs konungs. Altarisklæði frá Hálsi í Fnjóskadal. Maríulíkneski 2, annað lík- ;lega frá Grundarkirkju. önnu líkneski og Maríu, lík- lega frá s. st. Líkneski 2, helgra manna, frá Saurbæjarkirkju í Eyjafirði og íróðukross mikill frá s. st.; lík- lega íslenskur. Ólafs líkneski hins helga, frá Grundarkirkju. Hökull frá Hóladómkirkju, að öllum líkindum gefinn henni af Jóni byskupi Arasyni, ásamt viðeigandi dálmadiku, sem nú er hjer í safninu, umbreytt í hökul. Er þessi hökull hinn dýr- mætasti gripur fyrir gerð sína og þó einkum fyrir það, hve góður er að honum nauturinn í fyrstu. — Hökullinn for til Hafnar 1856. Altarisklæði og dúkur frá Hóladómkirkju. Biskupslíkneski frá Reykja kirkju í Tungusveit. Timburstokkar 2, útskornir, fornir, úr Mælifellsskálanum. Drykkjarhorn, útskorið, um breytt í púðurbauk, frá 1625, og tvö önnur drykkjarhorn Út skorin. Kirkjuklukka frá Seyðisfirði, gerð 1654. Minningarspjöld 3, yfir Þór unni Benediktsdóttur á Grund, eftir sjera Guðmund Erlends- son; 2. yfir sjera Guðmund Þor- kelsson (d. 1689) og 3. yfir Þorstein prófast Ketilsson á Hrafnagili. — Þessi minningar- spjöld hafa hin síðari árin til- heyrt 8. deild þjóðminjasafns Tllkynning frá Bifreiðastöðvnnnm. Heiðraðir viðskiftavinir eru vinsamlega beðnir að athuga að allur akstur með bifreiðum frá öll- um bifreiðastöðvum í Reykjavík og Hafnarfirði verður að staðgreiðast. Bifreiðastöð Reykj avíkur. Bifreiðastöð Steindórs. Litla bílstöðm. Bifreiðastöð B. M. Sæberg. Bifreiðastöð Kristins & Gunnars. Bifreiðastöð M. Skaftfjeld. Nýja bifreiðastöðin. Bifreiðastöðin „Bifröst.“ Efnalaug Reykjavikur. Laugaveg 34 — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein- an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi! Sparar fje! „My Lady“ gull plómur, það er nú rjettur sem segir se'x. Þroskaður enskur ávöxtur, fljotandi í kristalskæru sykur sýrópi. Kirsiber, Aprikósur, Perur, Jaarðarber og Perskjur. — Af þessum fimm mismunandi flokkum nið- ursoðinna ávaxta, þá eru aðeins hinir allra bestu (Nr. 1) seldir undir merkinu „My Lady“. Úrvalið úr hverjum flokki fyrir sig. Gætið þéss að nafnið „My Lady“ standi á dósinni. Það er trygging fyTÍr vörn- gæðnnum. “MyIadý’ Niðursoðnir ávextir handa vandfýsnu fólki, 22 ljúf- fengar tegundir: Aldinsalat, Loganber, Brómher, Ferskj ur, Perur, Aprikósur, Stikilber, Dvergplómur, Jarðar- ber, Viktoriuplómur, Purpura- og Gullplómur, Himber, Drottningar- og Kirsiber, Ananasteningar o. m. fl. ANGUS WATSON & CO., LIMITED, London and Neyvcastle upon Tyne, England L MLP. 84-168.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.