Morgunblaðið - 19.03.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.1933, Blaðsíða 7
MORGUN BLAÐIÐ 7 Stefán Guðmundsson söngvari. Stefán Guðmundsson hefir dval- ist síðustu þrjú árin við söngnám S Milano, aðallega hjá Cav. Caronna, sem um tíma var þektur baryton söngvari. Hefir Stefáni sóst vel námið, sem hann hefir stundað af miklu tappi og kostgæfni og er nú svo Itomið, að hann, þann 12. fyrra Stefán Guðmundsson í hlutverki „Cavaradossi". Tiiánaðar „dehutteraði“ á söng- leikhúsinu í Florenz á ítalíu í óperunni „Tosca“. Söng hann þar tenór hlutverkið og var tekið með miklum fögnuði af áheyrendum, ■svo hann varð að endurtaka báð- ar stærstu aríurnar öll kvöldin sem sungið var, en síðasta kvöldið var fögnuðurinn svo mikill, að Stefán varð að koma tvisvar fram ■og syngja sem aukalög óperuarí- urnar: „Una Furtiva Laerima“ op. Elisír d'Amor, og „Celo E. Mar“ op. La. Ciocanda. Aheyr- endur voru mjög hrifnir af hinni b.jörtu og hreimfögru tenórrödd Stefáns og jafnframt af meðferð lians á hlutverkinu. 011 kvöldin var fult hús áheyrenda og mun síðasta kvöldið hafa verið um 1500 manns. „Dehut“ Stefáns er hinn glæsi- legasti sigur ungs listamanns og gefur bestu vonir um að honum muni auðnast að komast í tölu hestu söngmanna. Þessar vonir ■stvðiast líka við ummæli hinnar fræjru ítölsku óperusöngkonu Yis- cíola. sem er meðal þektustu söng kvenna þar í landi og sem söng m«ð Stefáni í „Tosca“ svo og við áh't kennara Stefáns Cav. Car- onna. Stefán á hier marga kunningja frá hví hann tók drjúgan þátt í qönrrlífi Eeykjavíkur og m. a. cönrr í Karlakór Revkjavíkur, og er heim áreiðanlega ánægia að Vvnnast högum hins unga fjelaga hnírra, sem árædrli út á hina tor- fr»m hraut söngnámsins, og þeim er éefað mikið gleðiefni að fá hp^oar ánægiulegu friettir af Ste- f'.ní TTier á eftir fara umsagnir í+olr.Vra hlaða : T.n 'Nnzione“. þann 17. fehniar: f lePrhúsinu ..T>ante“ var í gær- levöldi endurtekin. vegna mikillar aðsóknar, Operan „Tosca“, sem einnig í þetta sinn var sýnd fyrir fullu húsi. Allir söngvararnir leystu hlut- verk sín af hendi með sóma og fengu hjá áheyrendunum hinar hlýjustu viðtökur. Ungfrú Nora Visciola, sem söng hlutverk Tosca vakti stórkostlegan fögnuð, einn- ig Stefán Guðmundsson (tenor) í hlutverki „Cavaradossi“ og Marty Folgado (baryton) sýndu ótvíræða hæfileika. Sjerstaklega hlaut Ouðrnunds- son, sem er mjög ungur — óskifta aðdáun áheyrenda, einkum fyrir fegurð raddarinnar og hina ein- stöku tilfinningu, sem hann legg- ur í söng sinn, enda fekk hann mjög sjaldgæfar viðtökur hjá á- heyrendum. Dagblaðið „II Nuovo Giornale“, þann 18. febrúar 1933: — í leik- húsinu „Dante“, hefir þessa síð- ustu daga verið leikin óperan „Tosca“ eftir Puccini, til mikillar ánægju og við hina mestu hrifn- ingu áheyrenda. Aðalhlutverk ó- perunnar voru í höndum hinna völdustu listamanna. Sopraninn Nora Yisciola hreif áheyrendup sjerstaklega. Tenórinn Stefán Guðmundsson er mjög ungur, en gefur þó nú þegar mjög örugga vissu um glæsta framtíð scm söngvari og var fullkominn í hlutverki sínu. Er þessi ungi ten-1 ór sjerstæðui fyrir hinn fagra hreim raddarinnar og fyrir hina djúpu tilfinningu og skilning, sem hann lagði í hlutverk sitt, enda var hann mjög hyltur af áheyr- endum. R. Orðsenöing til Rlþingis. Kreppan veldur því að eignir landsmanna ganga til þurðar. Af eign verða bændur, til sjós og lands, að greiða skyldur allar og skatta til hins opinbera og oft meira til, þar sem yfirleitt vant- ar mikið á að þeir nái upp kostn- aðarverði vörunnar, sem þeir framleiða, í söluverðinu. Það þarf ekki skarpan skilning til þess að gera sjer grein fyrir því, að með sama áframhaldi líð- ur að því, að gjaldþol þegnanna tekur enda. Það er nauðsynlegt að allir skynhærir menn geri sjer grein fyrir að svona er þetta nú og ekki öðru vísi. Það er líka nauðsyn- legt að ger'a sjer grein fyrir því, nú þegar, hvernig ástandið mundi verða í landinu, þegar g.jaldþol þegnanna, sem enn hera uppi rík- isbúskapinn, tekur enda. Því að það er betra að hyrgja brunninn, áður en barnið er dottið í hann. Hvernig ástandið mundi verða þegar ríkissjóður og aðrir skuldu nautar, hætta að geta staðið x skilum við erlenda lánardrotna og ef starfsfólk og launamenn ríkis- ins fengju ekki kaup sitt goldið. Að þessu stefnir nú og altaf á meðan st.ofnfje manna gengur upp í rekstrarkostnað. En gera menn sjer grein fyrir þessú yfirleitt? Gerir þing og stjórn sjer fyllilega grein fyrir þessu? Að vísu heyrast nú raddir manna víðsvegar að af landinu, þar sem skorað er á Alþingi að gera ein- hverjar þær ráðstafanir, er ljett geti skuldabyrði þeirra, sem erfið- ast eiga með að standa í skilum, en margar þeirra miða að auk- inni eyðslu eignanna, og ekki hefi jeg orðið var við neinar tillögur, sem skora á Alþingi að gera ráð- stafanir til þess að stöðva eigna- tapið með niðurfærslu ríkisgjald- anna. Þegar fjármálaráðherrann gaf skýrslu í þinginu um fjárhags- lega afkomu ríkisins, síðastliðið ár, kom það í ljós að skuldir rík- isins höfðu á árinu aukist um rúmlega iy2 miljón króna, þrátt fyrir ítrustu sparsemi, samkvæmt þágildandi fjárlögum. Fjármála- ráðherrann telur að þetta megi laga með sparnaði og nokkurum nýjum álögum og vill um leið gefa vonir um hetri tíma, er fari nú í hönd. Jeg hefi ekki sjeð fjárlagafrumvarp það, sem stjóm in leggur nú fyrir þingið, veit því ekki í hverju sparnaður sá er fólginn, sem ráðherra talar um í nefndri ræðu. En þar sem hann talar um nýjar álögur tel jeg að þær geti ekki komið til mála, ef þær eiga að miða að því að seilst verði enn lengra ofan í vasa þeirra sem eitthvað eiga, og auka með því eyðslu höfuðstólsfjár. Og skyldi landsstjórnin og Alþingi hyggja á ný skattafrumvörp, bygð á batnandi tímum — sem jeg veit ekki um — þá er það sýnilega alveg haldlaus grund- völlur, eins og útlitið er í heim- inum, með sölumöguleika. Af því sem hjer að framan getur, tel jeg mjög varhugavert og ófært að leggja út á f járhagsárið 1934 með svipaða upphæð til útgjalda, og síðasta reikningsár hefir útheimt. — Heldur verði að draga mjög saman seglin í útgjöldum ríkis- ins, en ljetta gjöldum af fram- leiðendum. Jeg hefi ekki orðið þess var að Alþingi hafi tekið alvarlega á þessari hugsun og vist mun það, að það hefir enn ekki gert það nógu alvarlega. Og lítið hryddi á henni á síðasta. — Al- bingi, þar sem það hækkaði eign- ai og tekjuskatt framleiðenda um 25%. Það er augljóst að árleg gjöld til þarfa ríkisins eru á annað hundrað krónur á hvert manns- barn í landinu, og svo auk þessa öll þau gjöld, sem hvíla á heim- ilunum til þarfa bæjarfjelaga og h.jeraða. Þetta geta menn ekki borgað nema að eyða eigninni — veltu- fjenu frá framleiðslunni, en það hefir í för með sjer skiljanlega, þverrandi gjaldþol og meira *at- vinnuleysi. Ef vel væri athugaðar ástæður heimilanna í landinu, mundi það vafalaust koma í ljós að fjöldi þeirra geta ekki greitt lögboðin g.jöld af teknafje og fjöldamörg heimili hafa enga eign til þess að taka af upp í greiðslurnar og auk þess minka nú óðum þær eignir landsmanna, sem hægt er að skulda fyrir. Það liggur því í augum uppi — og er vorkunnarlaust fyrir lög- gjafana að sjá — að nú þegar verður að gera róttækar breyt- j invar til niðurfærslu á útgjöld- nm til þa.rfa ríkisins. Sömuleiðis verður að minka stórkostlega Alríkisstefnan eftir Ingvar Sigurðsson. „Mannkynið vantar stjórn, sem hefir heill þess alls fyrir aug- um“. (Bls. 98). Bókin fæst hjá bóksölum. Eiizabeth Ardens fegrunarmeðul eru heimsviðurkend fyrir gæði. Lyfjabúðin 1N Nýkomið s Epli í ks. DeKcious fancy og Extra fancy. Appelsínur Jaffa 144 og 180 stk. Appelsínur Walencia 240 og 300 stk. Laukur. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1400 (3 línur). eyðslxifje, allra þeirra stofnana eða fjelaga, sem styðjast við ríkisfje, með styrkjxim eða á annan hátt. Verði þetta ekki gert nú, mun neyðin krefjast þess áður en langt um líður. Verði ekki á þennan hátt reynt að sporna við fjártök- unni af eignum landsmanna til eyðslufjár, siglir þjóðin fjárhags- fleytunni í strand. Getur þá og líka orðið erfitt að verja unnið sjálfstæði og fengið frelsi þjóðar- innar, örlögum glötunarinnar. — Þjóðin verðxir að hverfa frá ljett- úð (fanatisme) til veruleika, frá f 1 okkspólití skum skrumkenning- um til drengilegrar íhugunar. Jeg get ekki að þessu sinni lagt ixt í það að tilfæra einstakar greinar fjárlaganna þar, sem helst sje hægt að lækka tölurnar að mun. En jeg fullyrði það, að það má lækka þær allar gjaldamegin eða svo til. Þótt það náttúrlegá yrði ólíkt eftir eðli greinanna. En jeg tek sem dæmi að sje nauð- synlegt, til þess að bjarga fjár- hagnum, að loka öllum skólum landsins, í hili, þá væri alveg sjálfsagt að gera það. Og jeg fullyrði enn fremur, að það er hægt að fækka bitlingamönnum og starfsmönnum ríkisins að miklum mun og það er hægt að lækka laun opinberra starfsmanna og laun starfsmanna þeirra stofnana, sem ríkið heldur við á einn eða annan hátt. Og jeg leyfi mjer að spyrja: Ætlar Alþingi að firra launa- menn ríkisins því, að taka þátt í kreppunni, ætla þeir, sem jafn- vel geta sjálfir átt þátt í að á- kveða laun sín, — er hjá sumum skifta tugxim þúsunda — að gera sömu kröfu til viðxirværis, þrátt fyrir kreppuna? Ætla þeir, sem gefa sig út fyrir að vera leiðtogar lýðsins, er um leið margir hverjir lifa á stór- launum, að láta okkxir, sem ber- um þunga framleiðslunnar og gjaldanna-standa eina í fylking- arbrfósti baráttunnar? Ætla þeir að láta okkur falla fyrst í valinn? En iá hverju ætla þeir þá að lifa eftir okkar fall? Á að neita um vaxtalækkun skulda við ríkis- bankana?, en láta menn sitja í alóþörfum bankastjóra embættum og veita einstökum bankastjórum árslaun er nema tugum þúsunda? í sínáríki, sem er að fara á höf- uðið, í smáríki, sem á þó mörg heimili, þar sem nær ekkert er til að lifa á. Á að halda áfram með að hlaða margföldum launum á einstaka menn? Við sem berum byrðarnar teljum það lítinn ljettir þótt Alþingi ræði um lækkun á dýrtíðaruppbót, sem miðaðar eru við ástæðúr í landinu 1914, sem er þó algerlega rangt nú, sökum þess að þá var engin kreppa. Sxi uppbót á algerlega að hverfa með alhliða launabreytingum Við sem berum byrðaruar og spornum á móti kreppunni á okk- ar heimilum, með því að leggja á okkur meiri dagleg störf og lifum við fátæklegri kost en áður, \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.