Morgunblaðið - 27.04.1938, Page 7
Miðvikudagur 27. aprfl 1938.
M0RGUN3LA3IÐ
7
Gunnar Gunnarsson
skrifar um samein-
inyu Þfskalands
oo Ausíurrfkis
í brjefi til „Nordiache
Gesellschaft“ í Lubeck,
kemst Gunnar Gunnarsson
skáld, svo að orði:
Leyfið mjer fyrst að láta
1 ljós gleði mína yfir
hinum mikla viðburði, samein-
ingu Austurríkis við Þýska-
iand. Þjer vitið, að jeg hefi um
langt skeið litið á þessa sam-
einingu, sem sjálfsagða. Nú get
jeg óskað yður hjartanlega til
hamingju með það, að þetta
gerðist jafn fljótt og raun varð
á — og að það gerðist ú frið-
samlegan hátt. Hjer voru menn
clálítið vandræðalegir og skildu
þetta ekki! Menn höfðu í fullri
alvöru trúað því, að þýskir
menn í Austurríki, sem vildu
hverfa heim til Þýskalands,
væru aðeins lítill minnihluti.
— Getur maður vænst skiln.
ings af mönnum, sem ekki vita
betur? Mikið veður var gert
út af ,,ofbeldinu“, sem austur-
rísku þjóðinni hafi verið sýnt,
og ,órjettinum‘, sem henni hafi
verið gerður. En ekki var talað
um ofbeldi og órjettlæti, þegar
Austurríki var á sínum tíma
hindrað í því, að sameinast
Þýskalandi.
Hræsni hinriá gömlu „triðar-
postula“ veldur mjer meiri
hugaræsingu, en hitt, hvernig
jÞýskaland fór nú að ráði sínu“.
Etmskip. Gullfoss fór frá Leith
'kl. I í gærdag áleiðis til Vest-
mannaeyja. Goðafoss er í Reykja-
vík. Brúarfoss fór til útlanda í
gærkvöldi kl. 11. Dettifoss er í
Ilamborg. Lagarfoss var á Hofs-
■ós í gærmorgun. Selfoss er á leið
til Grimsby frá Vestmannaeyjum.
Minning Ingu
Magnúsdóttur
F. 26. júlí 1891. D. 21. nóv. 1937,
Þú ert nú horfin æskuvinan kæra
inn á sólarlöndin hiuumegin.
Ástarkveðju úr fjarlægð jeg vil
færa,
jeg fylgi þjer í anda um hinsta
veginn.
Áður fyr á æskudögium björtum,
oft við leiddumst glaðar eftir
vegi.
Þá var aldrei hrygð í ungum
hjörtum,
hlý skein vonarsól á æskndegi.
Þú unnir fögru umhverfi og blóm-
um,
þú unnir hverýu stóru andans
verki,
þú aldrei dæmdir aðra palladóm-
um,
þú örugglega studdir frelsis merki.
Ennþá man jeg eftir gáfum þínum,
aldrei gleymi jeg liversu þú varst
fögur.
Ennþá hljómar evrum fyrir mín-
um,
indæl rödd þín lesa kvæði ‘og sög-
ur.
Er jeg hugsa ivm þær ljúfu stund-
ir,
er sem geislar vernii sáln mína.
Þó með árum fækkuðu’ okkar
fundir,
fjell ei skuggi á vináttuna þína.
Lif nú heil í ljóssins landi björtu,
lif til nýrra starfa æðri, betri.
Þó hverfir þú, þá er í allmörg
hjörtu
þín æfiminning skráð með gullnu
letrí.
Jórunn Hannesdóttir.
Harðfiskur
bestur 0£ ódýí.
vísin
Laugaveg 1.
ÚTBTjT, Fjölnisve.e: 2.
Qagbófc.
Veðurútlit í Eeykjavík í dag:
SV-kaldi. Smáskúrir eða jel, en
bjart á milli.
Veðrið í gær (þriðjud. kl. 17):
Yfir Grænlandshafi er grunn lægð,
sem þokast til A, en fer mink-
andi. Norðanlands er vindstaða
breytileg, en annarsstaðar V-SV-
átt. Smáskúrir eða jel hafa ver-
ið í dag víða um land. Hiti er 3—
6 stig á S- og V-landi, en alt að 8
stig á N- og A-landi.
Nætnrlæknir er í nótt Jón G.
Nikulásson, Freyjngötu 42. Sími
3003.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Ríkisskip. Súðin var væntanleg
til Flateyjar á Breiðafirði kl. 7—
8 í gærkvöldi. Esja fer frá Reykja
vík kl. 9 í kvöld í strandferð aust-
ur um land.
Póstferðir á morgun. Frá Rvík:
Mosfellssveitar, Kjalarness, Kjós-
ar, Reykjaness, Ölfuss og Flóa-
póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar-
nes. Fagranes til Akraness. Til
Rvíkur; Mosfellssveitar, Kjalar-
ness, Kjósar, Reykjaness, Ölfuss
og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Sel-
tjarnarnes. Fagranes frá Akra-
nesi.
Frk. Þuríður Eyjólfsdóttir, Amt
mannsstíg 4 er 74 ára í dag.
Sveinn Gunnarsson læknir ætl-
ar með Brúarfossi til útlanda
og verður um 6 vikur í ferðalag-
inn. Ólafur Helgason læknir gegn-
ir læknisstörfum lians á meðan.
Svifflugfjelag íslands heldur á-
fram æfingum á Sandskeiði. Síð-
astl. sunnudag náðist góður ár-
angur, með því að tókst að fá
tveggja mín. flug. Flughæðin er
150—200 metrar. Alls liafa nú 7
piltar lokið öðru (B) prófi í svif-
flugi og 13 fyrsta (A) prófi.
Af veiðum komu í gær Gyllir
með 100 tunnur lifrar og Hilmir
með 60 tunnur.
K. R. III. fl. Æfing í kvöld kl.
7.30 á gamla vellinum.
Þýskur togari kom í gær vegna
lítilsháttar bilunar.
Bisp, fisktökuskip fór hjeðan í
gær.
Knattspyrnufjelagið „Víkingur“
heldur kaffikvöld í Oddfellowhús-
sinni varð hr. Anton B. Björns-
son og hlaut farandskjöld fjelags-
ins ásamt heiðurspeningi. 2. verð-
laun hlaut hr. Níels Friðbjörns-
son og 3. verðlaun Georg L. Sveins
son. Á fundinum voru einnig sig-
urvegarar K. R. í víðavangshlaup
unum hyltir með margföldu: húrra.
Leikfjelag Reykjavíkur sýnir á
morgun gamanleikinn Skírn-, sem
segir sex, og biður þess getið, að
þar sem næstkomandi sunnudagur
er 1. maí og húsið því upptekið,
verði ekki leikið.
Útvarpið:
Miðvikudagur 27. apríl.
8.30 Enskukensla.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
18.45 íslenskukensla.
19.10 Veðnrfregnir.
19.20 Þingfrjettir.
19.50 Frjettir.
20,15 Erindi: Mæðiveikin og fram-
tíðarhorfurnar (Hákon Bjarna-
son, skógræktarstjóri).
20,40 Hljómplötur: Vorsónatan
eftir Beethoven.
21.05 Bækur og menn.
21.20 Hljómplötur: a) íslensk lög;
b) Lög eftir Sibelíus.
PRÝÐILEGT LESMÁL.
Allir þurfa að lesa aprílhefti
kirkjuritsins. Það hefst á
snjallri páskaræðu eftir síra Helga.
Sveinson, sem er sennilega þrótt-
mesta Ijóðskáld okkar á landi hjer,
af yngri mönnunum; en sjerstak-
lega þurfa öll heimili að lesa rit-
gerðina: „Þráðurinn að ofan“,
eftir Hannes J. Magnússon kenn-
ara. Hann á þakkir skilið fyrir þá
prýðilegu grein. Þar er mikill sann
leikur sagður á rólegan og sann-
færandi hátt.
Báðir háskólakennararnir, próf.
Magnús Jónsson og síra Björn
Magnússon eiga eftirtektarverðar
ritgerðir í þessn sama hefti kirkju
ritsins. Pjetur Sigurðsson.
iiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiffH^
Timburverslun
P. UJ. lacobsen & 5ön R.s. j
Stofnuð 1824.
Símnefni: Granfuru — 40 Uplandsgade, Köbenhavn S. Wí
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- §§§
mannahöfn. ---------- Eik til skipasmíða. -------------- Einnig heila |1
skipsfarma frá Svíþjóð og Finnlandi.
Hefi verslað við ísland í circa 100 ár. II
P j«t u r
sonur minn andaðist í London 25. þessa mánaðar.
Fyrir mína hönd og annara aðstandenda
Kristinn Magnússon.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að
Sveinn Jónsson
frá Stapakoti ljest þriðjudaginn 26. apríl.
Anna Guðjónsdóttir. Helgi Sveinsson.
Jóhanna Finnsdóttir.
Litli drengurinn okkar
Þorfinnur Kristinn
verður jarðsunginn frá dómkirkjunni í dag kl. 2y2.
Karólína og Kristinn, Bergþórugötu 43.
inu annað kvöld kl. 8y2. Til skemt
unar verður knattspyrnukvikmynd
í. S. í. o. fl. II., III.’ og IV. fl. f je-
lagsins er boðið á kaffikvöldið.
Þess er vænst, að sem flestir fje-
lagar Víkings mæti.
Einmenningskepni í fimleikum.
í. S. í. hefir falið f. R. að sjá um
einmepningskepni í fimleikum,
sem fara á fram í íþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar 7. maí n.k. Kept
verður um meistarapening í. S. f.
og sigurvegari hlýtur nafnbótina
„fimleikameistari fslands“. Öllum
fjelögum innan f. S. í. er lieimil
?átttaka og skal þátttaka tilkynt
átjórn í. R. ekki síðar en 2. maí
n.k.
Fimleikameistari K. R. Á skemti
fundi K. R. í gærkvöldi afhenti
formaður fjelagsins verðlaun fvr-
ir innanfjelags fimleikakepni 1.
flokks. Meistari K. R. að þessu
Jarðarför
í
Guðmundar Þórðarsonar,
Gerðum, fer fram laugard. 30. apríl og hefst með húskveðju
að heimili hans í Gerðum.
Bílar fara frá bifreiðarstöð Steindórs kl. 12t/2 og standa
við meðan á jarðarförinni stendur.
Ingibjörg Jónsdóttir og böm.
Hjartans þakkir til ykkar. allra, sem auðsýnduð mannin-
um mínum, föður okkar, tengdaföður og afa,
Guðjóni Pjeturssyni,
Brunnastöðum, hlýjan hug bæði í orði og verki í löngu sjúk-
dómsstríði hans, og okkur samúð og hluttekningu á ýmsa
lund við fráfall hans og greftrun. Biðjum við góðan guð að
blessa ykkur, vinir, og launa fyrir okkur.
Margrjet Jónsdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn.