Morgunblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1938, Blaðsíða 8
MORGUoNBLAÐIÐ Miðvikudagrur 18. maf I938L T 8 Morgunblaðið, Reykjavik (Island), Svalbard“! Með þessari utanáskrift fekk Morgun- blaðið brjefspjald í gær frá Sví- þjóð. Brjefritarinn segist hafa sjeð það í blöðunum að Svalbarði (Spitz bergen) sje að gefa út ný frímerki með rnyndum af „stóra Geysi“ og er að mælast til að fá send nokkur í skiftum fyrir sænsk frímerki. Menn gera sjer oft fáránlegar hug myndir um það hvar Island sje, en þetta er í fyrsta skifti sem vjer frjettum að það sje á Spitzbergen. ★ ráðlega er von á útsvars- skránni og tekju- og eigna- skattinum, og má geta sjer td, að umræðuefnið verður ekki marg- þætt þann daginn. Allir munu sjálfsagt sammála um, að alt of mikið sje lagt á og svona áfram- hald gangi ekki. Varla kemst nokkur maður í vandræði út af því, hvað skatturinn sje lítill, eins og átti sjer stað í Frakklandi á dögunnm. Skattgreiðanda hafði verið gert að greiða 0,01 franka til hins op- inbera, eða með öðrum orðum eitt centime. Maðurinn komst í stökustu vandræði. Ekki vegna þess að hann ætti ekki peningana, heldur vegna þess, að í Frakklandi er ekki til í umferð smærri mynt en 1 sou, sem er 5 centime. Ekkert batnaði málið, er skattheimtumað- urinn krafðist 20 centime í kostn- að við innheimtuna, því ekki er hægt að greiða 21 centime í Frakk landi. Ef að . skattstofan hefði krafist 24 centime í kostnað, hefði alt verið í besta lagi, því þá hefði verið hægt að greiða reikninginn með 5 sou. Málinu lauk nú samt með því, að skattgreiðandinn gaf 1 centime og greiddi reikninginn með 5 sou. Margir af mestu andans mönnum heimsins hafa ver- ið einkennilega sjervitrir. Sagt er t. d. um Sehiller, að hann hafi ekki getað unnið nema að í skrif- borðsskúffunni hans væru rotin epli, og Disraeli var vanur að liafa pennastengur bak við bæði eyrun — auk þess sem hann hjelt á pennastöng í hendinni — er liann sat við skriftir. ★ Gamli prófasturinn var orð- inn nokkuð gleyminn og utan við sig og oft talaði hann upphátt við sjálfan sig, jafnvel er liann stóð í prjedikunarstóln- um. Sunnudag einn undir messu heyrði söfnuðurinn gamla mann- inn segja: — Já, datt mjer ekki í hug, þannig hlaut það að enda. — Hvað átti þetta að þýða, sagði konan hans eftir messu, að vera að tala upphátt við sjálfan þig í stólnum? — Sagði jeg eitthvað upphátt, sem jeg var að hugsa í stólpum? — Já, þú sagðir: „Datt mjer ekki í hug, þannig hlaut það að enda“. Hvað varstu eiginlega að hugsa ? — Jú, sjáðu til, jeg leit út um kirkjugluggann og sá þá hana Siggu gömlu vera að taka upp kartöflur úti í garði. Mjer datt í hug, að ef gamla skarið hrykti svona í kartöflugrasið, hlyti hún að detta aftur fyrir sig — og það endaði líka með því! ★ — Þjónn, þjer hafið vonandi ekki gleymt mjer? — Nei, síður en svo. Þjer eruð maðurinn með kálhausinn! ★ MÁLSHÁTTUR: Illa gefst ójöfnuðurinn. Jámjisfmp&ig Tvö gólfteppi til sölu, annað stórt, hitt minna. Tækifæris- verð. Til sýnis herbergi nr. 303 á Hotel Borg í dag og á morg- un kl. 6—7. Hænuungar dags-gamlir (hvít ir ítalir) til sölu. Upplýsingar í síma 3934. Heimabakaðar kökur fást í Þingholtsstræti 3, áður í Tjarn- I argötu 3, sími 2477. Klara Matthíasdóttir. Vjelareimar fást bestar hjá -*oulsen, Klapparstíg 29, Kaupi gamlan kop&r. Vald ’eulsen, Klapparstíg 29. Legubekkir ódýrastir og vandaðastir í Körfugerðinni, Bankastræti 10. Silkiundirföt, settið frá kr. 8,95. Vesta, Laugaveg 40. íCjötfars og fiskfars, heima- íilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjjuvegi 3. Sími 3227. Sent heinu Gott fs.*ði. Tjarnargöíu 10B* Guðrún Karlsdóttir frá Noi'ð- firði. Barnavagn til sölu, lítið not- aður, á Laugaveg 79. Ungar varphænur (brúnir og hvítir Italir) og lítil útungun- arvjel til sölu. Uppl. í síma 2761. Nýr silungur í dag. Fiskbúðin Frakkastíg 13. Sími 2651. Stúlka óskast á fáment heim- ili, gott sjerherbergi. Upplýs- ing í síma 9202. Mótorbátur í góðu standi til sölu. Gott verð. Góðir skilmál- ar, ef samið er strax. Uppl. á Hótel Vík nr. 17 frá kl. 11—12 og 5—6. Kona óskar að taka að sjer fastar hreingerningar og þvotta. Uppl. Bergstaðastræti 17. £7ffltyn7iin<jue Friggbónið fína, er bæjarins: besta bón. Slysavamafjelagið, skrifstofa Haínarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum Minningarspjöld Bókasjóðs blindra fást hjá frú Maren Pjet- ursdóttur Laugaveg 66. Körfu- gerðinni, Bankastræti 10, Blindraskólanum og Þóreyju Þorleifsdóttur, Bókhlöðustíg 2. Hreingerning og loftþvottur. Duglegir, vanir og vandvirkir , menn. Sími 3154. I Rjettu mennirnir við utan- og Íinnanhússhreingerningar eru Bárður og Ólafur. Sími 3146. Nýkomið fjölbreytt og fall- egt úrval af káputölum og hnöppum. Verðið hvergi lægra. Vesta, Laugaveg 40. Kaupum gaml n kopar ávalt liæsta verði. Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). ? 0 Hreingerning í fullum gangi. Vanir menn að verki. Munið að hjer er hinn rjetti Guðni G. Sigurðsson málari, Mánagötu 19. Símar 2729 og 2325. Til sölu. Notaðar bifreiðar. Heima kl. 5—7. Sími 3805. — Zophonías Baldvinsson. Hreingerningar, loftþvottur. Sími 2131. Vanir menn. Landsins mesta úrval af prjónavörum er í Vestu, Lauga- veg 40. Húsmæður. Athugið, Fisk- búðin, Barónsstíg 59, hefir á- valt nýjasta og besta fiskinn. Sími 2307. Leðurtöskur, veski, buddur, hanskar, belti o. fl. borgar sig að skoða í Vestu, Laugaveg 40. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19. gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót ,af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum. Forstofuherbergi til leigu í Hafnarfirði. Uppl. Austurgötu 23. Sólarstofa og eldhús til leigu á Fálkagötu 26. BifreiflastðD islands Sími 1540, þrjár línur. Best þekta bifreiðastöð landsins. Veggfóður mikið úrval nýkomið. GUÐM. ÁSBJÖRNSSON LauKaveg 1. Sími 4700. 09® H r 9®' KOiULT FAITH BALDWIN; EINKARITARINN. 45. ingum og silkisessum, og á gólfunum voru þykkar og rykugar austurlenskar ábreiður, og rauðir silkiskerm- ar á lömpunum. Hjer og þar var dreift löngum og há- fættum brúðum, með hrokkið hár og málmvindlinga í rauðmáluðum munnvikunum. I nýtísku vösum voru skrautleg blóm með deyfandi ilman, en andrúmsloftið angaði af frönskum ilmvötnum, skosku whisky og tó- bakslykt. Dolly var vel greidd, með fallega lagað andlit og neglur, en sloppurinn, sem hún var í, var óhreinn, og hendurnar alt annað en hreinar. Meðan þær sátu að tedrykkju bað Dolly Önnu alt í einu um samvinnu við sig. „Segðu systur þinni að halda sjer frá Georgie“, sagði hvin í skipunarróm. Anna sperti upp augun og var alvarleg á svip. „Jeg vissi ekki, að hún þekti hann, það er að segja-----“ „Það mætti skrifa heilar bækur um það, sem þú veist ekki“, sagði Dolly. „Þetta er engin uppgerð. Segðu henni að halda sjer frá honum“. „Eruð þið trúlofuð?“, spurði Anna svo einfeldnis- lega, að Dolly virti hana fyrir sjer tortrygnislega. „Ja —“ sagði hún. „Ekki opinberlega ennþá“. Anna var ekki feti nær takmarkinu eftir þetta sam- tal. Hún þekti Kathleen það vel, að hún vissi, að hún myndi kæra sig kollótta um þannig „trúlofun“, ef hún á annað borð var hrifin af kærasta Dolly. í þeim fje- lagsskap, sem Kathleen var komin í, var eignarrjett- nrinn ekki tekinn hátíðlega. En hún þóttist þekkja Kathleen nógu vel til þess að vita, að ef hún gæti sannað henni, hvernig samband Dolly hafði við þenna mann, myndi hún fá andstygð á honum og fara sína leið. Til þessa hafði henni ekki tekist að fá þessar sannanir. Hún ákvað að missa ekki sjónar af Dolly, og þess vegna fór hún kvöld eitt með henni og kunningjum hennar í næturklúbb. Það átti að heita svo, að Dolly byði, þó að einn maðnrinn borgaði brúsann, þrátt fyrir mibil mótmæli frá Dolly. „Halló, halló, sláðu hann um pening!“, var viðkvæðið í hópnum. En Anna skemti sjer heldur vel. Um þessar mundir tók hún ölln, sem dreift gat hugsunum hennar frá Fellowes, fegins hendi. Þau voru tíu í hóp, en Dolly hafði ekki boðið Kat- hleen. Georgie var ekki heldur og þau þóttust flest. vita livers vegna. Dolly var því í slæmu skapi og drakk meira en góðu hófi gegndi. Einu sinni, þegar Anna var að dansa, fann hún alt í einu, að maður, sem stóð úti við dyr, horfði án afláts á hana. Hún leit upp og mætti augnaráði húsbónda síns. Litlu síðar kom hann að borðinu til hennar og bauð henni upp í dans. „Jeg hjelt, að þjer væruð ekki í svona fjelagsskap“, sagði hann og hjelt henni fast í faðmi sínum, en hún fylgdi honum ósjálfrátt um danssalinn, sem var yfir- fullur af fólki. „Jeg er það heldur ekki —- mjög oft“. „Jeg er einn“, sagði hann. „Fólkið, sem jeg ætlaði með hingað, er ekki komið ennþá. Má jeg setjast við borðið hjá ykkur?“ Það varð úr, að hann gerði það og var kyntur fyrir Lólu, Dolly og hinu fólkinu. Hann sat hjá þeim um stund, uns nokkrir kunningjar hans bomu og gerðu tilkall til hans. L^tlu síðar birtust nokkrar ungar og laglegar stúlkur og bættust í hópinn. Anna gaf honum enga útskýringu á veru sinni þarna. Hvaða ástæðu liafði hún til þess? Það var líka ósennilegt, að hann myndi trúa því, þó að hún segði honum það, að hún væri með Dolly og liennar kunn- irigjum, til þess að hafa auga með Kathleen, sem var ekki einu sinni með þeim. Auk þess hafði hún skemt sjer ágætlega, áður en hann kom, hugsaði hún með ,sjer. Þegar Anna bjóst til þess að fara, afsakaði Fellowes sig við kunningja sína og ók með hana heim til Kat- hleen. „Mjer þykir leikinlegt, að jeg skyldi ekki sjá systur yðar“, sagði hann. Hann sat í öðru liorni hifreiðarinn- ar. Hún í hinn. „Við bjuggumst við því, að liún myndi koma“, sagði Anna. Húri óskaði þess af lieilum liug, að liún hefðí ekki- farið þetta. Og hún óskaði þess, að Fellowes hefði ekkL einmitt valið þenna næturklúbb. Hún óskaði einnig,. að hún sæti ekki þarna ein í vagninum hjá honum. Á heimileiðinni furðaði Fellowes sig á því, livers. vegna liann hefði ekki tekið hana í faðm sinn og kyst, hana — aftur. Þegar á alt var litið, vissi hann lítið um b'aua, utan skrifstofunnar. Hún virtist umgangast noklcuð mis- jafnt fólk. Hann þekti Dolly Davis af umtali. Ilann hafði komist út úr jafnvægi, en það var ekki eingöngu vegna viðburða kvöldsins. Þegar hann hafði tekið hana í faðm sinn, hafði honum fundist, sem ætti hún þar heima. Gat hann lengur lokað augunum fyrir" því, hve mjög hann var heillaður af lienni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.