Morgunblaðið - 18.01.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.1939, Blaðsíða 5
TVfiðvíkudagur 18. jan. 1939, MORGUNBLAÐIÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: Jön Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgSarmaCur). t Auglýsingar: Árnl Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuiSi. f lausasölu: 15 aura eintakiB — 25 aura metS Lesbók. Kornræktin á Sámsstöðum MJÓLKURMÁLIÐ J^AR sem dómstólarnir hafa | skaðabótaskylt litið svo á, að stjórn Hús- :mæðrafjelags Reykjavíkur hafi :með aðgerðum sínum í mjólk- urmálinu í febrúarmánuði 1935 framið verknað, sem beri að .greiða skaðabætur fyrir, þykir :rjett að rifja Aipp í stórum dráttum það, sem fram fór ifyrstu vikurnar eftir að Mjólk- ursamsalan tók til starfa. Samsalan hóf göngu sína 15. Janúar 1935. Með henni varð ígagngerð breyting á sölufyrir- komulagi mjólkur og mjólkur- • afurða hjer í bænum. Neytendur undu mjög illa breytingunni, og reis meðal .þeirra megn óánægja þegar 1 byrjun. Þeir undu ekki fyrir- ikomulagi mjólkursölunnar, enda var hið megnasta ólag á henni til að byrja með. Þeim þótti og varan hafa versnað; einkum þótti neytendum ilt að ■eiga ekki kost á að fá nýmjólk dbeint úr fjósi, eins og þeir höfðu áður. Einnig var óánægja neyt- enda mikil yfir því, að missa hina kaldhreinsuðu Korpúlfs- . staðamjólk, sem hafði náð mik- illi hylli hjer í bænum. Það ræður að líkum, að hús- tmæður bæjarins ljetu mál þetta bbrátt til sín taka. Þann 18. jan- úar hjeldu þær fund um málið. IÞar voru samþyktar ýmsar á- lyktanir og kröfur til umbóta á 'mjólkursölunni. Húsmæður gerðu út nefnd á :fund Mjólkursölunefndar, til • þess að reyna að fá þær lag- færingar á mjólkursölunni, sem sum var beðið. Þær áttu tal við íormann nefndarinnar , en fengu aðeins skæting frá hon- um. Maðurinn sá þóttist upp yfir það hafinn, að ræða málið 'vinsamlega við húsmæður. :Hann kvaðst ekki óska eftir að- •stoð húsmæðra við framkvæmd jmjólkursölunnar í bænum. Þessi stórmenska og stirfni rformanns varð vitanlega til Iþess atS auka óánægju neytenda •um allan helming.Var nú stofn- ;að Húsmæðrafjelag Reykjavík- '>ur, sem beitti sjer fyrir umbót- >um á mjólkursölunni. Þegar .allar tilraunir til umbóta og lagfæringa reyndust árangurs- dausar, ákvað Húsmæðrafje- -lagið að beita sjer fyrir því að •dregið yrði úr mjólkurkaupum, ’-uns rjettmætum kröfum þeirra ;yrði sint. En í stað þess að rannsaka t kröfur húsmæðra og koma til móts við þær, ákvað Mjólkur- sölunefnd að höfða skaðabóta- mál gegn stjðrn Húsmæðrafje- llagsins svo og ritstjórum Morg- unblaðsins og Vísis, sem stutt 'höfðu mál húsmæðranna. •— Krafðist nefndin 5000 króna Þóta. Bæði undirrjettur og Hæsti- vjettur töldu að Húsmæðrafje- .lagið og blöðin hefðu unnið verk. Undir- rjettur ákvað bæturnar 2000 krónur, en Hæstirjettur lækk- aði þær niður í 1400 krónur. Það er að sjá á forsendum dóms Hæstarjettar, að rjettur- inn telur að Húsmæðrafjelagið hafi farið út fyrir leyfileg tak- mörk, er það fór út fyrir fje- lagið og hvatti húsmæður al- ment í bænum til að minka mjólkurkaup; á þessu byggir Hæstirjettur skaðabótaskyld- una. ★ Morgunblaðinu kemur ekki til hugar að vjefengja rjettmæti þessarar niðurstöðu Hæstarjett- ar, enda tjáir ekki að deila við dómarann. En þegar menn íhuga verkn- að húsmæðranna í mjólkurmál- inu og bera hann saman við at- burði, sem skeð hafa í okkar þjóðfjelagi, fyr og síðar, undir forystu hinna svonefndu verk- lýðsleiðtoga, hlýtur ýmislegt að rifjast upp í þugum manna. Menn vita hvernig verkföll hafa hjer verið framkvæmd. Þar hefir engum og engu verið hlíft. Ráðist hefir verið með ofbeldi á menn og eignir, og oft eyðilögð verðmæti fyrir þús- undir króna. Aldrei hefir heyrst getið um skaðabætur fyrir þessi ofbeldisverk. Húsmæðurnar fóru öðru vísi að í sínu ,,verkfalli“. Þær beittu ekki ofbeldi eða kúgun. Þær höfðu ekki í frammi hótanir við nokkurn mann, hvöttu aðeins stallsystur sínar til að styðja að því, að endurbætur fengjust á mjólkursölunni, endurbætur, sem hver einasti maður viður- kennir nú í dag, að voru rjett- rnætar. Fyrir þetta eru húsmæð- urnar dæmdar til skaðabóta. ★ Það fer vissulega að vera vandlifað í okkar þjóðfjelagi. Ríkið færir stöðugt út kvíarnar. Það tekur hverja starfræksluna af annari í sínar hendur. Yfir mörg fyrirtæki ríkisins eru settir menn, sem eru fullir hroka og þykjast hafðir langt yfir almúgann. En þeir eru pólitískir samherjar valdhaf- anna, og því þurfa þeir ekkert að óttast. Embættin eru búin til fyrir mennina, en ekki fóikið í landinu. Rjettmætri gagnrýni á þessa herra er svarað með málshö^ðun og jafnvel skaða- bótakröfum. Minnir ekki þetta óþægilega á ástandið sem var hjer áður fyr, þegar hið erlenda embætt- isvald óð uppi hjer á landi, kúgaði almúgann, en þóttist sjálft hafið yfir lög og rjett? Ctarfsemin á Sámstöðum Rekk á&ætleRa í sumar, sagði Klemens Krist.iánsson, er jeR átti tal við hann á dögunum. Jeg hafði 7 hekt- ara undir korni, og uppsker- an varð samtals 137 tunnur, af byRþi, höfrum og- rúgi. Varð meðaluppskeran að þessu sinni 17 tunnur af hektara af byggi. En hafr- arnir voru betri. Af þeim fjekk jeg sem svarar 25 tunnum af hektara. Sprettutími kornsins varð í sum með lengra móti. Sáði jeg Frásögn Klemensar Kristjáns- sonar, tilraunastjóra Þakkir. Hjer með þakka jeg öll- um, sem glöddu mig og- styttu mjer stundir um síðastliðin jól. Bið guð að gefa ykkur gleðilegt nýár og þakka hjartanlega hið liðna. Einn af hinum blindu. ar byggi og höfrum síðustu dagana í apríl. Sexraða byggið þroskað- ist fyrstu dagana í september, en tvíraðaða bj^ggið í miðjum sept- ember og hafrarnir um þann 20. sept. Þroskuðust þessar tegundir vel. En sexraðaða byggið ódrýgð- ist í roki þ. 23. ágúst. Að sprettu- tíminn varð með lengra móti staf- aði af því, hve miklir kuldar voru í vor, er töfðu sprettuna. Sprettutími sexraðaða byggsins varð 114—130 dagar, en þess tví- raðaða 140—145 dagar. Veðráttan. Jeg hefi reiknað fit meðalhit- ann á Sámstöðum fyrir hvert ár á árunum 1928—'37 á tímabilinu 1. maí til 30. sept. Var meðalhit- imi í sumar 0.6° fyrir neðan með- allag þessara 10 ára. Sjerstaklega var það tilfinnanlegt, hve hiti var oft lágur á nætuima í sumar. Þessa veðráttu þoldi rúgurinn illa. Af liektara, sem jeg hafði með rúg, .fengust ekkþ nema 2 tunnur. Svo mikið kól 'af honum í fyrravetur, að liann var ákaf- lega gisinn. Og svo ódrýgðist hann líka í rokinu 23. ágúst. 10 dagsláttur af kornlandinu var nýbrotinn mói, svo þegar til- lit er tekið til þess, var meðal- uppskeran góð. Alt kornið var komið í hús í miðjum október. — Hvernig kemur þú korninu í verð? —; Það besta sel jeg til útsæðis,. og nokkuð sel jeg af fóðurkorni. Sumt mala jeg og nota handa kúnum. Hafrana nota, jeg bland- aða með síldarmjöli. Tvíraðaða byggið er notað til manneldis. Og hafrana get jeg að vísu malað. En það liaframjöl er ekki gott að hagnýta. Áhöld til að valsa hafr- ana hefi jeg ekki. Grasfræið. — Hvernig var grasfræræktin? — Hún var í méðallagi. Jeg hafði 2.7 hektara undir grasfræ- rækt, og fjekk af þeim um 700 kg'. af fræi. Mest er þar af tún- vingul, hávingul og háliðagrasi. Kartöflurnar. Einn hektara hafði jeg með kartöflum og fjekk af honum 197 tunnur af kartöflum. Þriðjungur af þessu svæði var með tilrauna- reitum, og rýrði það vitanlega uppskeruna. Snerta þær tilraunir áburðarmagn, mismunandi sáð- dýpi og samanburð afbrigða. Alls reyndi jeg 25 kartöfluafbrigði og reyndist uppskeran miðað við hektara að verða 87—280 tunnur af hektaranum. í áburðartilraunum virðist mjer það gefa besta raun að bera 50 Hafraakur á Sámsstöðum. Kornskrýfi í baksýn. tonn af mykju í hektara og 400 kg. af garða nitropkoska í við- bót. Þetta hefi jeg reynt með sama góðum árangri í 3 ár. — Hvaða kartoflukyn telur þú best ? — „Gullauga“ er mitt uppá- halds kyn. Það reyndist líka þur- efuaríkast af afbrigðum, sem hjer eru ræktuð nú. Önnur góð kartöflukyn eru þessi: Eyvindur (Kerrs Pink), Akurblessun (Acker Segen). En þessi kyn eru ekki sjerlega snemmsprottin. Aftur á móti taka eftirtalin kyn fljótt út vöxt sinn: ,.Dukker“, norsk kartafla, „Duke of York“ og „Böhrns". Mikil not hefi jeg af vjel, se,m tveim hestum er beitt fyrir og notuð er við að taka upp kartöfl- ur. Sje notuð venjuleg aðferð reyn- ist mjer það, að maðurinn taki upp 2—3 tunnur á dag. En sje upptökuvjelin notuð, tekur meðal- maður upp 6—7 tunnur yfir dag- inn. Útbreiðsla kornræktar. — Hvað er að frjetta af korn- ræktinni annarsstaðar? — Jeg býst við því, að stöð- unum hafi fækkað í ár, þar sem korni hefir verið sáð, því ýmsir hafa hætt, sem reynt hafa korn- rækt í litlum stíl. Og kornræktin í Reykholti er lögð niður. En til þess voru ýmsar óvenjulegar á- stæður, og m. a. að því er mjer skilst, að ekki var til þar lient- ug't land, er koma þurfti til sáð- skiftis. En í Birtingaholti er aftur á móti byrjuð kornrækt í allstórum stíl, hjá Sigurði Ágústssyni bónda. Hefir Búnaðarsamband Suðurlands styrkt hann til þess. Var þar bygð kornhlaða í sumar. Búnaðarsamabandið greiðir lion- um í styrk 45 krónur fyrir hvern hektara lands, sem hann hefir undir korni eða kartöflum, í því skyni að Búnaðarsambandið fái hjá lionum bæði útsæðiskorn og útsæðiskartöflur, vitaskuld með venjulegu verði. En ræktunina rekur Sigurður alveg fyrir sinn reikning. Kornræktinni í Birtingaholti farnaðist vel í sumar. Á Hvanneyri er líka komín all- mikil kornrækt. Þar þroskaðist byggið sæmilega í ár, en hafrarnir miður. f Dalasýsíu hefir Einar Krist- jánsson unnið mest að viðgangi kornræktar. Hann hefir um hekt- ara undir korni. Hann hefir feng- ið sjer þréskivjel og hreinsivjel. Sjö bændur þar nærlendis hafa tekið upp kornrækt fyrir áeggjan lians. Á Norðurlandi hepnaðist korn- rækt ekki vel í sumar. Annars hef- ir uppskera byggs verið eins góð þar og hjer sunnanlends, en hafra- ræktun tekist miður en hjer. Frjett hefi jeg að bygg hafi þroskast vel vestur í Arnarfirði í sumar. Annars er það svo að margir hafa tekið upp kornrækt í smáum stíl af nýjungagirni, meira að gæmni sínu, en að þeir hafi meint það alvarlega. Þeir hætta flestir. En liinir halda áfram. Vandkvæð- in eru víða þau með áframhaldið, að þreskivjelar vantar. Altaf að gagni. Margir segja sem svo. Það er ótrygt að rækta kornið. Það koma sumur svo óhagstæð að kornið þroskast elrki, og þá tapar maður útsæðinu. En þá gæta menn ekki að þessu: í fyrsta lagi., Vetrarveðráttan hefir oft mjög gagngerð áhrif á grassprettu bæði á túni og engj- um, þegar hún hefir orsakað stór- feldar kalskemir.o. þessh. En slíkt hefir engin áhrif á kornræktina beinlínis. Það geta því komið fyr- ir ár, að kornið þroskist vel, þó grasbrestur sje, svo kornið bein- línis bjargi bændum frá fóður- skorti í grasleysisárum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.