Morgunblaðið - 14.02.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1939, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 14. febr. 1939. vörur eru kær- komnar jafnt til sjós og lands. MORGUNBLAÐIÐ HGSSIAN margar teg., Bindigarn, Saumgam, Merkiblek, Salt- pokar, Ullarballar, Kjötpokar, Gotupokar, Fiskmott- ur o. .1. í'yi'irliggjandi. L. AN DERSEN Hafnarhúsinu. Sími 3642. lax- og silungsveiðijðrð í Borgarfirði er til sölu. i Búnaðarbanki Islands. Sími 4816. 37440 Tölur á 5 aura stykkið, seljum við svo lengi sem birgðir endast. Tölurn- ar eru: Kjóla-, Peysu-, Blúsu-, Buxna-, Vestis-, Jakka-, Frakka- og Káputölur, innfluttar 1938. K. Einarsson & Björnsson i-ÖLSÉINl (( Colman’s Unsterkja bregsl aldrei BRJGF TiimiiiiiiiHHiiiHiiiiiiiiiiimmmiir Atvinnufrelsi Hr. ritstjóri. Pað er um þess&r mundir mikið skrafað og skrifað um at- vinnuleysi og gjaldeyrisvandræði. Og það kann að þykja að bera í bakkafullan lækinn að leggja þar orð í belg. En jeg ætla samt að gera það. Það er öllum kunnugt að at- vinnuleysið er orðið þjóðarböl, sem ekki verður læknað með orð- um einum, og sama gildir um gjaldeyrisörðugleikana, En til þess að auka gjaldeyrinn hlýtur öllum að vera ljóst, að meira þarf að framleiða af vöru, sem er selj- anleg erlendis. Og hvað sem þok- ast í þá áttina þá eykst líka at vinna að sama skapi. En til þess að þetta geti færst til betri veg- ar þarf róttækar aðgerðir, og er jeg þá kominn að kjarna málsins. En nú er svo háttað hjer hjá oss, að til eru menn sem lialda því fram, að hjer sje alt í góðu lagi hvað þetta snertir, því hjer sjeu starfandi ýmsar stofnanir sem öllu sjeu að koma í lag, en það eru gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd, fiskimálanefnd, síldar útvegsnefnd o. fl. o. fl. Nei, sannleikurinn er, að at- vinnuleysið og örðugleikarnir hafa skapast með þessum stofnunum og fyrir þeirra atbeina. Þessar fyrnefndu stofnanir ættu því, ásamt fleirum, að leggja nið- ur við sama trog, og framleiðend- um öllum til lands og sjávar, fen; ið aftur frelsi sitt og fullur um- ráðarjettur yfir afurðum sínum. Það er ekki framtíðarlausn á þessum málum, að menn sjeu knjekrjúpa fyrir einni eða annari dutlungafullri nefnd eða stofnun, með leyfisbeiðni um að mega bjarga sjer og sínum, heldur eiga menn að geta snúið beint að verk- efnunum. Hvað sýnist mönnum t. d. um alla kaupmenn og heildsala þessa lands, sem nú verða að halda að sjer höndum vegna gjaldeyrisleys- is; eða þá öll kaupfjelögin og S. í. S. ef þau öll ættu ekki lengur innhlaup hjá gjaldeyrisnefndinni. Ja, jeg sje ekki betur en þessir aðilar allir mundu bara á nokkr- um mánuðum verða sjer úti um dálítinn flota af nýtísku togurum og tugi af mótorbátum. Jeg ætla svo að bera það undir mennina, sem þessa dagana eru á gangi hjerna niður við höfnina og víðar aðgerðarlausir, hvort þetta mundi ekki geta orðið at- vinnubót. Hitt er svo annað mál að til þess að fyrra hið opinbera vand- ræðum, sem af þessu gæti skap- ast til að byrja með, þá getur Alþingi heimilað' ríkisstjórninni eða bönkunum íorkaupsrjett að einhverjum hundraðshluta af öll- um erlendum gjaldeyri sem til fjelli, til þess að standa skil á skuldbindingum crlendis. Jeg held að allir sanngjarnir menn verði mjer sammála um, að með þessu móti verði vandræðin leyst, og án þess að á nokkurs hlut sje gengið eða öðrum íviln- að. E. Minningarorð un Árna Sveinsson Hann Ijest á Landakotsspítala miðvikudagsnótt 8. þ. m. eftir alllanga legu. Árni var fæddur í Mýrarhúsum í Eyrarsveit 27. maí 1858. Foreldr- ar hans voru Sveinn bóndi í Mýr- arhúsum Olafsson Guðmundsson- ar á Kjalvegi undir Jökli, og kona hans Margrjet Árnadóttir Bjarnasonar bónda á Skarði und- ir Jökli. Voru foreldrar Árna merkishjón, og margt merkra manna í ættum þeirra, en þó bjuggu þau við þröngan fjárhag, því jörðin, sem var eignarjörð Sveins, var lítil og búið ekki mik- ið, en börnin mörg. Árni misti föður sinn, er hann var sex ára. Var hann þá fyrst með móður sinni, er var kona bókhneigð og vel að sjer, en bjó nú við mjög þröngan fjárhag. En er hann var 11 ára, fluttist hann suður að Höfn í Borgarfirði til Pjeturs bónda Sivertsen, og var síðan hjá honum til tvítugs ald- urs. 20 ára gamall fór Árni til Reykjavíkur til trjesmíðanáms hjá Jakob Sveinssyni, og lauk þar námi eftir fjögur ár, vorið 1882. Strax að námi loknu fór hann til Vestfjarða og settist fyrst að á Flateyri við Önundarfjörð. Gerð- ist hann húsasmiður þar, en f jekst einnig við verslun. Sumarið 1887 flutti Árni til Isafjarðar. Hann átti þar þó skamma dvöl í það skifti, því næsta ár sigldi hann til Kaup- mannahafnar og gekk þar í versl- unarskóla. Að námi loknu fór hann aftur til Isafjarðar, og var nú skólastjóri barnaskólans í Hnífsdal næsta vetur. En um vorið settist liann að á Isafirði og hóf þar verslun og síðan út- gerð. Hvort tveggja byrjaði hann í smáum stíl, en um skeið urðu þessi fyrirtæki hans all-umfangs- mikil. Árið 1915 flutti Árni til Reykja víkur og rjeðist forstjóri klæða- verksmiðjunnar Nýja Iðunn. Það fyrirtæki stöðvaðist eftir tvö ár, vegna erfiðleika, er af ófriðnum mikla stöfuðu. Nokkru síðar varð hann starfsmaður Rafveitu Reykjavíkur, og var það til dauða dags. Eins og jafnan verður um starfsfúsa og fjölhæfa menn, hlóðust mikil opinber störf á Árna Sveinsson. Hann, var kos- inn í hreppsnefnd, er hann kom til Önundarfjarðar. Og strax og hann kom til ísafjarðar var hann kosinn í bæjarstjórnina þar. Var hann bæjarfulltrúi á ísafirði í 18 ár og jafnan í stærstu nefndum bæjarstjórnarinnar og sá um fjölda mála fyrir bæinn. Hann var maður mjög fjelagslyndur og tók manna mestan þátt í fjelags- lífi, hvar sem hann var, og var oftast forgöngumaður. Hann var einn af stofnendum Iðnaðarmanna fjelags ísafj., starfaði þar mikið og var að lokum kosinn heiðurs- fjelagi. Hann vann manna mest að stofnun Iðnskólans á ísafirði og veitti þeim skóla forstöðu í mörg ár. Hann var einn af stofn- endum Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna á Isafirði og for- Árni Sveinsson. maður hans um margra ára skeið. Hann var og stofnandi Leikfjelags Isfirðinga. Árni var mjög sönghneigður og smekkvís á alt er að tónlist laut, þótt hann væri að mestu sjálf- mentaður í þeirri grein. Hann var kosinn organisti Holtskirkju sama ár og hann liom til Flat- eyrar, og gegndi því starfi öll þau 5 ár, er hann bjó á Flateyri. Á Flateyri stofnaði hann söngflokk og stjórnaði honum öll árin. Á ísafirði stofnaði hann þegar tvo söngflokka og kendi og stjórn- aði báðum, en síðar stofnaði hann reglulegt söngfjelag. Þótt hjer sje íatt eitt talið af störfum Árna Sveinssonar, ætla jeg þó að það sýni, að hann var maður óvenjulega vel gefinn og fjölhæfur. En þótt jeg hafi minst helst þess, sem venjulega er talið merkast við æfi hvers manns, þá er þó vissulega það markverðasta ótalið, og það er, hvílíkur heim- ilis og fjölskyldufaðir hann var. Jeg var Árna og heimili hans vel kunnugur á ísafirði og á hon- um margt að þakka. Mun jeg þó eigi hafa um það fleiri orð. Hver maður getur sjeð lijer yfírbragð hans. Það er bjart og fallegt, og ber hárrjett vitni um bjartsýni hans og framsýni, og þörf hans og hæfileika til að gleðjast með sjálfum sjer og með öðrum. Árni var giftur Guðrúnu Bryn- jólfsdóttur frá Hjarðardal í Ön- undarfirði. Þau áttu 5 börn, og eru fjögur þeirra á lífi: Ragnar, lögreglufulltrúi í Vesturheimi, Lára, gift Steingrími Jónssyni rafmagnsstjóra, Brynjólfur, lög- fræðingur í Reykjavík, og Árni kaupmaður, eigandi Vöruhúss Reykjavíkur. En fyrir nokkrum árum mistu þau hjónin Nikólínu dóttur sína, þá fulltíða. Konu sína Guðrúnu Brynjólfs- dóttur misti Árui árið 1934. Hann giftist öðru sinni, árið 1935, Jóhönnu Gísladóttur. Lifir hún mann sinn. Sigurður Kristjánsson. Varðarfjelagsfundur verður í kvöld kl. 8 Vá í Varðarhúsinu. Jón Pálmason alþm. frá Akri hefur umræður um f jármálahorfurnar. Jón Pálmason er endurskoðunar- maður landsreikninganna og hef- ir því meiri kynni af fjármála- ástandinu en flestir aðrir. Má því búast við fjölmennum fundi og er því tryggara fyrir fjelagsmerm að koma tímanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.