Morgunblaðið - 14.09.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. sept. 1939. Sigurður Thorlacius: Sumardagar — BÓKMEMTIR —— Þórir Bergsson: SOGUR Sigurður Thorlacius: i Sumardagar. Útgefandi ísafoldarprentsm. h.f. dag kemur á markaðinn ný- stárleg bók, sem Isafoldar- prentsmiðja gefur út. Það er „'Sumardagar' ‘, skáldsaga ef tir Sigurð Thorlacius skólastjóra. Rjettara vsferi ef til vill að nefna það æfintýri. Það er saga eins larnbs, sumarlangt. Er það skemst .að segja, að þetta er ákaflega akemtileg bók, frá upphafi til enda. Lesandinn fylgir Brúðu litlu — en svo heitir lambið — með ó- skiftum áhuga frá því hún kemur í heiminn á köldum vordegi og er því nær króknuð úr kulda, og þar til hún er komin á gjöf um haust- ið. Frásögnin er látlaus og eðii- leg, málið gott og fjölbreytt at- vik koma fyrir, sem gera söguna -afar „spennandi“ yfirleitt. En all- ir viðburðirnir eru sannir og eðli- iegir. Þar er ekkert ýkt. Það er auðsjeð, að höfundur er kunnug- ur því, sem hann skrifar um. Svo hárrjettar og lifandi eru lýsingar hans á Jífi Briiðu litlu, mömmu hennar og fjelaga þeirra í faðmi íslenskra afrjetta og heimahaga. Hættunum er ekki gleymt. Rebbi og krummi koma þar við sögu. Higning, þrumuveðiir, hausthret pg sultur verða líka á vegi mæðgn- anna. Inn í frásögnina er fljettað margvíslegum fróðleik um líf og starf jurtanna, örmanna, fuglanna o. fl. En þannig er með efnið far- ið, að börnum þykir það skemti- legt lesefni, því að höfundur kann prýðilega að segja frá á þann veg, sem þeim líkar best. Ekki eru nein tök á því að rekja hjer nánar efni sögunnar. Jeg vildi aðeins með þessum línum ininna á þessa góðu bók, sem. full- yrða má, að vinna muni hylli barn íanna við fyrstu sýn, því að útlit hennar er hið vandaðasta í alla staði. Margar fallegar teikningar af atburðum sögunnar prýða bókina. Þær eru eftir frk. Valgerði Briem, <og er þeim mjög smekklega fyrir komið innan um lesmál bókarinn- ar. Það er ánægjulegt fyrir þá, sem unna málefnum barnanna, að fá tiýja bók, alíslenska að efni og formi, jafn skemtilega og þessa. Jeg vildi óska þess, að höfundur sæi sjer fært að skrifa fleiri bæk- ur fyrir börn, í svipuðum stíl og þessa. Bæði hann og útg. eiga þökk skilið fyrir þessa bók. Ingimar Jóhannesson. Þórir Bergsson: Sögur. Útgefandi: ísafoldar- prentsmðija h.f. egar saga er sögð, skiftir með- ferð efnis ekki minna máli en söguefnið sjálft. Efni, sem þyk- ir mikið og frásagnarvert, getur farið í mola, ef sögumaður kann illa að segja frá. En hins vegar getur smátt og hversdagslegt efni orðið merkilegt og hrífanji í með- förum sögumanns, sem kann vel sína list. En er ekki í rauninni líf og reynsla hvers manns merkilegt söguefni, ef rjett er með farið? Hver maður er smáheimur út af fyrir sig. I þeim heimi gerast við- burðir, sem skifta manninn miklu, nokkurskonaf heimsviðburðir. í þeim heimi er oft háð stríð, „heims styrjaldir". Það var í raun og veru vel til fundið og táknrænt, er Sveinn gamli frá Mælifellsá fanni upp á því að kalla sjálfsævi- sögu sína „Veraldarsögu". Það er viðfangsefni flestra sagnaskálda, að segja einhverja kafla úr „ver- aldarsögum“ einstaklinganna, segja frá átökum mannanna og fangbrögðum við lífið, sorgir þess og sælu, erfiðleika og vandamál. Og hvaða form sem rithöfundur- inn velur list sinni, skiftir það mestu um árangur iðju hans, að hann kunni með efni og form. að fara. Smásagan er vel til þess fallin, að bregða upp skyndimyndum úr mannlegu lífi. Það er vandasamt form að því leyti, að það leyfir ekki óþarfar málalengingar. Og það er vinsælt form meðal lesenda af því að lengdin þreytir ekki. Þetta form gerir því miklar kröf- ur til rithöfundarins. En lesendur meta líka og virða verk hans, ef vel tekst. Þórir Bergsson er löngu orðinn kunnur og vel metinn rithöfund- ur, vegna smásagna þeirra, er hann hefir birt við og við í tíma ritum allmörg ujidanfarin ár. Sög- ur hans vöktu fljótt at.hygli vegna ákveðinna kosta, sem þær voru búnar. Jeg verð að segja um sjálf- 'an mig, að jeg er vandlátur á smásögur, eins og annan skáld- skap, og nenni ekki að eyða dýr- mætum tíma til að lesa surnt af bókmentatæi, sem á veginum. verð- ur. En hafi jeg sjeð sögu efti" I^óri Bergsson innan um annað efni í tímaritum vorum, hefi jeg talið sjálfsagt að lesa hana, og ævinlega haft ánægju af þeim lestri. Jeg er því einn þeirra mörgu lesenda Þóris Bergssonar, sem þykir vænt um, að margar af smásögum hans eru nú komnar út í einni bók, og það eigi aðeins gamlir og góðir kunningjar, held- ur og ýmsar góðar sögur, sem ekki hafa fyr sjest á prenti, svo að jeg viti. Margir Reykvíkingar munu þekkja mann þann, er dylst bak við rithöfundarnafnið Þórir Bergs- son. En þeir, sem ekki þekkja hann, munu geta ráðið af sögum hans margt um það, hver maður hann er. Þeir, sem. í ritum sínum taka lífið og mennina til skáld- legrar meðferðar, geta ekki dulið fyrir athugulum lesanda, hvílíkir menn þeir eru sjálfir. Verk þeirra lýsa ekki aðeins gáfnafari þeirra og kunnáttu, heldur einnig hug- arfari þeirra og hjartalagi. Og það er ef til vill eitt af því, sem gerir mannlífs- og sálarlífslýsing- ar sagnaskálda svo aðlaðandi, að þær lýsa um leið rithöfundinum sjálfum, vekja lesandann til um- hugsunar um höfundinn sjálfan. Um. rithöfunda eiga við ekki síst þau orð, að „af ávöxtunum skul- uð þjer þekkja þá“. Þórir Bergsson hefir athugað lífið í kring um. sig mætavel, bæði í smáu og stóru, og kynst því vel, bæði frá alvarlegu og skoplegu hliðinni. Hann getur verið háal- varlegur, en oft er hann hæglát- lega kíminn, og varpar skringi- ljósi yfir persónur sínar, ef þær eiga það skilið, eða það fer þeiin betur. Hann getur sjeð hið stóra í því sem smátt virðist. Hann kem ur víða við í sögum sínum, bæði við sjó og í sveit. En hvað sem \ góma ber, má alstaðar sjá hið glögga auga og hinn næma skiln- ing höfundarins. — Mjer þykja margar rr.unnlýsingar Þóris Bergs- sonar góðar; þær eru sannar, öfga- lausar, það sem þær ná, og gerðar af góðlátlegum skilningi á kostum og brestum okkar allra. En lýs- ingar Þóris á lífinu sjálfu þykja mjer jafnvel enn betri. Lesandinn skynjar er hann les, hina dulrænu innsýn höfundarins, samúð hans með lífinu eins og það er, og lotn- ingu hans fyrir máttarvölduin þess. Um. stíl og listform höf. vil jeg sem leikmaður segja það, að ef listatökin eru i því fólgin, að halda athygli lesandans fastri við efnið uns sögunni er lokið, og vekja samúð hans með persónum sögunnar, þá er Þórir Bergsson efalaust einn af vorum fáu lista- mönnum í smásagna gerð. f bók þeirri sem hjer um, ræðir, eru alls 22 sögur, ólíkar að efni, og slá á ýmsa strengi. Og þótt auðvitað sjeu þær ekki allar jafn góðar, eiga þær sammerkt um, það, að lesandinn er höfundi fúslega samferða og þykir gott að vera í návist hans. Jeg ætla ekki að segja væntanlegum lesendum frá Sigurður Thorlacius skólastjóri: Þetta er saga um ána og lambið hennar, sögð af næm- um skilningi og hlýju. Sagan vekur hjá barninu ást til dýranna og skilning á lífi þeirra. — Kaupið þessa bók. Hún fæst hjá öllum bóksölum. Bókaverslun Isafoldarprentsmiðju 4527 einstökum sögum eða efni þeirra, en vil að lokum aðeins segja það, að mjer þykja nokkrar af sögun- um stórum merkilegar að efni, og nokkrar sjerstaklega ágætar fyrir stíl og efnismeðferð alla. Á. S. ★ órir Bergsson hefir síðan fyrsti tugur þessarar aldar var liðiun, smám saman birt í tímaritum vorum eina og eina smá- sögu, með því yfirlætisleysi, að hann hefir aldrei sagt til skírnar- arnafns síns. En margir vita þó að hann heitir Þorsteinn Jónsson og er starfsmaður í Landsbankan- um. Fyrsta saga hans, sem birtist á prenti —• í Skírni —, hjet Brosið, perluskær saga af stúlku sem mæt- ir höfundi á götu eða förnum vegi oftar en einu sinni. Þau fást eigi við, nema með augum, og and- litsdráttum. Þetta söguefni virðist lítilsháttar. En svo var farið með þetta bros í frásögninni, að það vakti eftirtekt, og að sjá mátti, að þarna var höfundur á ferðinni sem leit í kring um sig athyglis augum og kunni að orða á list- rænan hátt, það sem honum bjó í brjósti. Þessa mey, sem Þórir Bergsson mætti á Melunum eða annars stað- ar utan Ingólfsbæjar, sje jeg enn- þá brosa, eftir 25—30 ár. Það bros er elskulega látlaust og tal- ar þetta ganila, sem ávalt er nýtt, með hverju dægri: „Jeg hlusta eftir andvara sem hvísli að mjer samskonar orðum, sem blærinn mæiir við bjarkargreinar í skógi. Jeg skima eftir morgun bjarman- um hvert sinn sem jeg lít út um víðavang og tek móti honum. opn- um örmum, ef hann kemur til mín. Jeg þrái og jeg vona á svip- aðan hátt, sem kynsystur mínar, þær sem bera fyrir brjósti útþrá og ævintýralöngun“. Þetta og fleira af þessu tagi las jeg út úr brosi meyjarinnar senr Þórir Bergsson mætti. Hug- skot meyjarinnar var mátulega hjúpað blæjum, til þess að get- speki ætti þar kollgátuna. Þórir Bergsson hefir fátt ritað síðan um bros, svo að mjer sje kunnugt. Eil hver sagá hans er á þann hátt nýstárleg, að varla mun les- endum detta í hug við lestur þeirra, að þeir hafi áður lesið söguna, eina nje aðra. Jeg nefni t. d. sögurnar Stökkið, Sakra- ment, Þegar ljósin slokknuðu í kirkjunni. Þær eru nýjar af nál- inni. Slys í Giljareit og Dýr eru minnilegar sögur um táldrægni og afleiðingar hennar. Brjef úr myrkri er um meinbugaástir, sem haldið er í skefjum á drengilegan hátt. Sú saga er svo vel saman- sett, að Knútur Hamsun gerir varla betur, eða aðrir snillingar stórveklanna. Þar eru ástríðurnar svo fagurlega hjúpáðar töfrablæj- um hálfkveðinna vísna, „að and- ann grunar ennþá fleira en aug- að sjer“. Þó að jeg nefni einungis nokk- urar sögur þessa höfundar, mætti benda á þær allar, því að hver þeirra hefir til síns ágætis nokk- uð — 0g er þó um hjáverkastarf að ræða, þar sem þessar sögur eru gerðar úr garði. Það mun vera nálega eins tor- velt fyrir bankamann sem bónda, að komast í skáldlegar stellingar. Bankabrjefaskriftir og bústörf bjóða eigi til sín andanum þeim, sem lætur dátt að skáldgyðjunni. Kyrrseta í skrifstofum lamar taugakerfi. Erfiðisstarf bónda og verkamanns níðist á vöðvum og sinum og segja gigtarítök til um, þau missmíði. Það er mikil fjarstæða að skáll fái notið sín, sem hafa einungis tómstundum úr að spila. Lúina maður þarfnast hvíldar og svefns. En skáldskapur verður eigi hrist- ur fram úr ermi, milli svefns og vöku. Ein smásaga eða fyrirferðarlítið kvæði, getur kostað höfundinn svo að segja árlanga umhugsun, eins- og málverk og höggmynd getur kostað þá sem þær listir stunda. Jeg ætla að tímaskortur muni valda því, að Þórir Bergsson hefir samið einungis smásögur. Heilsuveill maður, sem er háður annríki, hikar við að leggja á sig •ferðalög íim fjöll og firnindi. Ilann gengur stuttan spöl, þegar hann ræður yfir tómstund. Sá sem ritar langa sögu verður að fara upp margar brekkur, lang- ar leiðir. Smásagnahöfundurinn gengur upp á næstu hæð, í lík- ingum talað. Þórir Bergsson gengur upp á sinn sjónarhól, í líkindanna landi, og hefir ávalt frá að segja því sem er athyglisvert. Og hann segir vel frá ætíð og stundum ágætlega. Guðmundur Friðjónsson. Helga Sigurðardóttir: 160 Fiskrjettlr Helga Sigurðardóttir: 160 fiskrjettir. Útgef- andi: ísafoldarprent- smiðja h.f. slenskar húsmæður mættu vera þakklátar ungfrú Helgu Sig- urðardóttur fyrir að fræða hús- mæður vorar um alt það, sem að matreiðslu lýtur. Bækur ungfrii Helgu eru alkunnar um land alt, t. d. „150 jurtarjettir, grænmetis- rjettir, kaldir rjettir og smurt brauð, bökun í heimahúsum“, og bókin „Lærið að matbúa“, sem er notuð við kenslu í öllumi skól- um landsins, þar sem matreiðsla er kend. Nú er komin ný bók á markað- inn eftir ungfrú Ilelgu Sigurðard., „160 fiskrjettir“, sem ræðir um alt, er að matreiðslu og meðferð fisktegunda vorra lýtur, bæði fyr og síðar. Þessi bók kemur á hentugum tíma. Háværar raddir heyrast um, að við eigum sem mest að nota vorar innlendu fæðutegundir. Bók' in gefur fjölda upplýsinga am þetta. Er því áríðandi fyrir allar húsmæður landsins að fá sjer hana og lesa hana gaumgæfilega, og færa sjer í nyt allan þann fróð- leik, sem bókin hefir að geyma. S. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.