Morgunblaðið - 15.08.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.1942, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. ágúst 1942. MORGUNBLAÐIÐ 3 Átta daga „Tivoli“ stú- denta hefst á morgun Hljómskálinn lýstur og skreyttur í heila viku Allskonar skentaoir á boðstólum STÚDENTAR ætla að gangast fyrir viku-skemt- unum í Hljómskálagarðinum og hef jast skemt- anirnar á morgun kl. 4. Þessar skemtanir stúd- enta verða nefndar „Tivoli£í, eftir hinum fræga skemti- garði Kaupmannahafnarbúa. Hafa stúdentar undirbúið skemtanir þessar hið besta og má búast við að bæjarbúar taki þessari nýlundu vel. Þó að ráðist sje í að koma upp þessari „sæluviku“ í Hljótn- skálagarðinum í þeim tilgangi að afla fjár fyrir Stúdentagarðina *ýja, þá er tilgangurinn með skemtununum einnig sá að skapa tii- loreytni í hinu fáskrúðuga skemtanalífi bæjarins. ' Samkvæmt upplýsingum, sem felaðið hefir fengið frá skemti-. aefnd stúdenta, verður. skemtun- unum hagað sem hjer segir: SKEMTANIRNAH. i Skémtanir hefjast sunnudaginn 16. þ. m. kl. 4 e. h. og lýkur sunnudaginn 23. þ. m. kl. 11.30 að kvöldi. Sunnudagana báða hefjast skemtanir kl. 4, en virku dagana' byrja þær kl. 7 og alla dagana lýkur þeim kl. 11.30. Skemtisvæðið verður afgirt og verða seld aðgöngumerki að því dag hvern á 2 krónur. A skemti- svæðinu verður eftirfarandi til af- þreyingar: Upplýstur danspallur með dans- undirleik, sem útvarpað verður með hátalara og kostar hver dans 0.25 fyrir parið.- „Kabaret“-tjald, þa.r sem töfra- maður sýnir listir sínar, haváiiskur kór syngur með undirspili á þar- lend liljóðfæri, ungfrú Sif Þórs og dansnautur hennar dansa í gerfi „Pjerrots“ og „Harlekins“, frú Hallbjörg Bjarnadóttir og óp- erusöngvari Pjetur Jónsson syngja, fjelagafnir Ágúlst Bjarna- son og Jakob Hafstein taka lagið og Alfred Audrjesson og Lárus Ingólfsson skemta með gamanvís- tm. Þá verður stórt veitingatjald, þar sem ýms þessa lieims gæði eru fáanleg, tjald með ýmiskonar spil- um og leikjum, tjald þar sem sýndur verður barnaleikur, sem Friðfinnur ‘Gúðjónsson leikari annast um, og loks verða klifur- stengur fyrir ungviðið, þar sem til ýmissa verðlauna verður að vinna. Á skemtisvæðinu verður enn- fremur tombóla og kvadrant- happdrætti, öl og gosdrykkja veit ingar við bar, heitar pylsur verða seldar, sælgæti og vindlar og loks gasfyltir loftbelgir. Aðgangur að skemtunum þeim, isem hafðar eru á skemtisvæðinu, verður seldur sjer á parti, en alt verður skemtisvæðið skreytt og Ijósum prýtt. Magnús Vignir Magnússon sendisveitarritari í London er ný- kominn til bæjarins. Leiksýningar Gerd Grieg hef|- ast I nsstu viko Eftir því, sem MorgunblaðiS hefir frjett, munu leiksýn- ingar þær, sem frú Gerd Grieg tekur þátt í hjer í bænum, hef j- asi í næstu viku, sennilega á fimtudag. Fyrsta verkefnið er úr leik- riti Ibsens „Hedda Gabler“ og verða væntanlega sýndir tveir þættir, en leikritið alt er fjórir þættir. Þetta er alment talið eitt hið allra besta leikrit Ibsens, og fer vel á því, að hlutverkið Hedda Gabler er einnig talið eitt af bestu hlutverkum frú Grieg. Hlaut hún sjerstaka við- urkenningu fyrir meðferð sína á því, er hún ljek það á þjóð- leikhúsinu norska. Þá ljek á móti henni, hlutverk Lövborgs, hinn frægi norski leikari Ing- olf Schanche, sem margir hjer kannast við. Leikrit þetta er að staðaldri sýnt víðsvegar um heim, og hin um bestu leikkonum þykir feng- ur að fá að spreyta sig á aðal- hlutverkinu. Eftir því, sem Morgunnblað- ið hefir frjett, taka þátt í þess- ari sýningu með frú Grieg, þau Brynnjólfur Jóhannesson, Lár- us Pálsson, Válur Gíslason og Ólafía Jónsdóttir, en um nán- ara fyrirkomulag sýningarinn- ar er ekki kunnugt að svo stöddu, verður væntanlega hægt að skýra frá því innan skamms, enda mun ekki ennþá að fullu gengið frá öllu sem að sýningunum lýtur. Golfklúbbur íslands. Undirbún- ingskepni fyrir Afmælisbikar kvenna fer fram í dag og hefst ld. 3 s.d. Þátttaka tilkynnist í Golfskálami fyrir kl. 2 sama dag. Framkvæmdanefnd Vimiuveit- endafjelags íslands barst í dag uppkast að nýjum samningi, frá stjórn Dagsbrúnar. í uppkasti þessu eru m. a. gerð- ar kröfur um hækkun á grutm- kaupi í dagvinnu, frá gildandi samningi, sem hjer segir: Almenn dagvinna fir kr. 1.45 í 2.00, ca. 38% hækkun. Skipavinna rír kr. 1.45 í 2.25, ea. 55% hækkun. Kola, sements, salt, tjöru og fiskvinna lir kr. 1.45 í 2.78, ca. 90% hækkun. Dagvinna telst frá kl. 8—17 í stað kl. 7—18. Eftirvinna frá kl. 17—20 í stað 18—22. Næturvinna frá 20 til 8 í stað kl. 22 til 7. Sumarleyfi tvö- faldist. Fyrir hvern byrjaðan vinnudag greiðist fult dagkaup. Á laugar- dögum sje dagvinnu lokið kl. 12 á hádegi án skerðingar á dag- kaupi. Á fundi framkvæmdanefndar Vinnuveitendafjelagsins í gær (þ. e. fimtudag) var því beint til stjórnar Dagsbrúnar, að hún trygði gagnvart vinmtveitendum, að samningar þeir, sem kynnu að vera gerðir nú, yrðu haldnir af. hálfu Dagsbrúnarmanna t. d. þannig, að ef Dagsbrúnarfjelagar, gerðu hópsamtök um að knýja fram nýjar kauphæklranir á samn ingstímabilinu, þá skyldi Dags- brún beita gegn þeim refsiaðgerð- um samkvæmt lögum Daglsbrúnar, eða brottrekstri úr* fjelaginu. í framangreindu samningsuppkasti eru engin ákvæði hjeraðlútandi. Af símtölum, sem framkvæmda- stjóri hefir síðan átt við formann og ráðsmann Dagsbrúnar verðnr að álíta að stjórn Dagsbrúnar sje ófáanleg til að gefa neinar slík- ar tryggingar. Vegna alls þess, sem fyrir ligg- ur í þessu máli, telur framkvæmda nefndin ekki fært að ganga að framangreindu tilboði Daglsbrún- ar. Samþykt var að tilkynna ríkis- stjórninni þessi úrslit og gefa henni þær upplýsingar, er hún kann að óska, hjeraðlútandi. SONUR BEAYER- BROOKS FÆR HEIÐ- URSMERKI. ax Aiken flugsveitarforingi, sonur Beaverbrooks lá- varðaí, hefir verið sæmdur heið- ursmerki fyrir vasklega fram- göngu. Flugsveit hans hefir skot- ið niður 24 þýskár flugvjelar. — Sjálfur hefir Aiken skotið niður 12, þar af 5 að næturlagi. í íslensk söngkona I getur sjer frægð [ í Ameríku Þóra Matthiasson, sonardóttír S Matthiasar Jochtcmssonar, skálds ■■■■■■■■■■■■HEHHK BUlliaHIHlli ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ UNG ÍSLENSK söngkona, ungfrú Þóra Matthí- asson, dóttir Gunnars Matthíassonar (Joch- umssonar skálds) hefir getið sjer mikið orð sem söngkona í Ameríku. Blaðadómar um söng hennar eru með því besta, sem á verður kosið. Benda hinir góðu blaða- dómar til þess, að hjer sje á ferðinni söngkona, sem eigi eftir að verða stórfræg og gera landi sínu og þjóð sóma. Söngkonan er 23 ára gömul og er- eins og áður er sagt sonardótt- ir Matthíasar Joehumssonar. Var faðir hennar annálaður söngmaður. Móðir hennar er Guðný, dóttir Árna bónda Sveinssonar í Argyle. Er það fólk vel þekt, bæði austan hafs og vestan og mun Árni hafa komið hingað til lands um það leyti, sem stofnun Eimskipafjelagsins var á döfinni. Þóra Matthíasson. AmeríkusamninguriDn staðfestur Hefjast nú greiðslur Formaðnr Viðskiftanefndar, Magnús Sigurðsson banka- stjóri skýrði blaðinu frá því í gær, að honum hefði borist til- kynning um, að viðskiftasamning- ur sá, er gerðúr var í júní við Bandaríkin, um kaup á fiski og fiskafurðum, hafi nú verið stað- festur af stjórn Bandaríkjanna. Samningur þessi gekk í gildi 1. júlí, en vegna þess að liann hefir ekki verið staðfestur af Banda- ríkjastjórn fyr en nú, hafa greiðslur samkvæmt honum ekki farið: fram, en nú hefjast þær. Forseti Chile heim- sækir Roosevelt SANTIAGO, í gær: — Rios for- seti Chile hefir þegið boð* Roosevelts forseta um að koma í heimsókn til Bandaríkjanna. Hann mun leggja af stað til Washington í byrjun október. Reuter. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónahand ungfrú Adolf- ína Ólafsdóttir, Framnesveg 6 og John F. Barrows. Ungfrú Þóra er fædd vestan bafs. Hún liefir á mjög stuttnm tíma unnið sjer frægð sem sÖng- kona, bæði frá áheyrendum og sönglistargagnrýnendum blaða. —- Hún hefir sungið fyrir hin stóru útvarpsfyrirtæki National Broad- castin'g Company og Columbia Broadcásting System. Hún var einsöngvari í Lakme hjá Euterpe Opera Reading Clnb og í Rigoletto hjá Del Mar Club í Santa Monica. ILún hefir sung- ið í Ellis Clirb, og bjá Los Ange- lés Womans Symphony Orchestra, og einnig söng hún fyrir Olav Noregskrónprins við móttölmrnar í háskólanum í Suður-Kaliforníu. Amerískir h 1 j óin listar ga gnrýn- endur segja, að ungfrú Þóra Matt- híasson bafi þegar náð fullkomn- un í söngtækni og tónöryggi, sem sje sjaldgæft að heyra hjá colóra- tura-söngkonnm og spá því, að hún muni komast langt á operu- sviðinu, í söngsalnum og í út- varpi. BLAÐA- UMMÆLI. Þóra Matthíasson hefir hlotið lof- samlega blaðadóma fyrir söng s-inn. Jones) segir: „Þóra Matthíasson, óvænt coloratur- söngkona frá íslandi vann hreinan sig- ur. Hin hreina og fagra rödd hennar hreif áheyrendur með yndisleik sínum. Hún var1 eins og vorblóm, ljós, grann- vaxin og örugg í framkomu. Hin ró- lega örugga framkoma hennar er aug- sýnilega bygð á rjettum undirbúningi og minnir á Flagstad (Kristine, norsku operusöngkonuna frægu). Hún mun einhverntíma enda í stóróperu, auka á leikhæfileika sina og verða eft- irsótt“. Los Angeles Examiner: „Hin háa, hrenia coloratura rödd ungfrú Matt- híasson var yndisleg á háu tónunum og vel með farið í „Una voce poca fa“, aríuna eftir Rossini“. Pacific Coast Musician: „Fögur, há og grannvaxin, ung coloratura soprano- söngkona, Þóra Matthiasson, sem sögð er vera af íslenskum ættum, veitti stórum áheyrendahóp í Ellis Club hljómleikum yndislegar stundir um kvöldið, þann 16. mars. Það er langt um liðið síðan heyrst hefir söngvari í Los Angeles, sem sameinar fegurð og mýkt eins og rödd ungfrú Matthías- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.