Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. febrúar 1944 M O R G U N B L A Ð I Ð 7 ÞAÐ SYRTIR YFIR TYRKLANDI ÞETTA ÁSTAND hefir gerbreyst. Má segja það Tyrkjum til Iofs, að breyt- ingar þessar hafa ekki orð- ið vegna utanaðkomandi á- hrifa, heldur stafa þær af viðleitni tyrknesku þjóðar- innar sjálfrar. Framfarir og nútímastæl- ing er aðalmarkmið Tyrkja nú. Sjaldgæft er að sjá blæjubúnár konur. Lausn tyrknesku kvennanna úr á- þján hefir verið framkvæmd með miklum hraða. Margar konur hafa snúið sjer að opinberum störfum og list- um. Fjölkvæni heyrir nú for tíðinni til, enda þótt fram- kvæmd laga þeirra, er lögðu bann við fjölkvæni hafi reynst mjög torveld á dög- um Ataturks. Lögin voru lögð fyrir þingið og sam- þykt, en áður en þau komu til framkvæmda, revndu þúsundir tyrkneskra bænda að gera þau óvirk með því að ráða sjer um það bil tug kvenna til jarðyrkjunnar. Útlit Tyrkja og klæðaburður. GAGNSTÆTT venjulegri skoðun vorri á Tyrkjum, þá eru þeir ekki allir dökkir yfirlitum og lágvaxnir. Mann gæti grunað, að blóð Tvrkja væri allmjög bland- ið norrænu víkingablóði, því að margir þeirra eru ljós- hærðir eða rauðhærðir með skær og björt augu. Sú skoð un, að Tyrkir sjeu ákaflega feitir og útblásnir, er mjög villandi. Flestir tyrkneskir karlmenn eru grannvaxnir, enda þótt konunum virðist hætta til að verða nokkuð feitlagnar. Tyrkir neyta einkum kjöts, hrísgrjóna og kryddjurta. Tyrkneskir karlar og kon ur vilja fremur klæðast vest rænum búningi og ganga því í venjulegum vinnufötum eða fábrotniun skykkjum. Bændafólkið heldur enn trygð við hinn óvandaða klæðnað, því að fátæktin hindrar það enn í að fvlgja vestrænni tísku. Ríkisstjórn in hefir lagt mikið kapp á að gera alla læsa og skrif- andi og koma þjóðinni á hærra menningarstig. Tyrkir hafa að öllu levti tekið upp nútíma bygging- arlist. Hinar stærri borgir landsins eru allar með nýju sniði, breiðum götum og fá- brotnum hvítum nýtísku byggingum. Þótt einkenni- legt megi virðast, þá eru öll götunöfn í Ankara og öðrum tyrkneskum borgum rituð á frönsku. Var það eft- ir hugmynd Ataturks. Hann var þeirrar skoðunar, að ef draga ætti úr mentunar- skortinum, væri fyrsta skref ið að breyta hinu flókna stafrofi. Tyrkir námu fyrst latneskt letur af merkis- spjöldum og götuheitum. (Kunnáttuskorturinn í lestri og skrift minkaði um 70% á örskömmum tíma. Annari breytingu var kom ið á í Tyrklandi með skjótri aðgerð Ataturks. Þegar Eftir Juliet Síðari hann dag nokkurn gekk um göturnar með Ismet Inonu, vöktu hinir óteljandi vefja- hettir, er hann sá á höfðum þeirra, er um göturnar gengu, svo mikla gremju hans, að Kann gat ekki leng ur á sjer setið. Gaf hann út opinbera tilskipun, þar sem hann bauð öllum Tvrkium að leggja niður höfuðbúnað þenna, því að hann leit á vefjahöttinn sem tákn for- tíðarinnar, Til frekara ör- yggis tók hann einnig meö hinn hefðbundna blæjubún- að, sem allar Múhameðstru- arkonur gengu með. Var því vefjahatta- og blæjutískan í skjótri svipan flutt vfir til Hollywood. Einn tók við af öðrum. TIL ALLRAR HAM- INGJU fyrir Tyrkland hvíldi tilvera lýðveldisins ekki á einum manni, því að þegar Ataturk andaðist ár- ið 1938, var sæti hans þegar í stað vel og örugglega skip- að af Ismet Inonu. Þegar styrjöldin braust út, líkti Inonu, forseti, að- stöðu Tyrkja við aðstöðu manns, sem bundinn er við valtan stól mitt í skurði, sem mikil umferð er um. Fyrsta hlutverk hans var að beina umferðarstraumnum til hliðar, svo að Tyrkland yrði ekki molað niður. Næsta hlutverk hans var að vopna eina miljón tyrk- neskra hermanna og búa þá undir þær hættur, er fram- undan kunnu að vera. Þótt ótrúlegt virðist, þá hepnaðist honum að afla skotfama, fallbvssna, skrið- dreka, flugvjela, eimreiða og annara mikilvægra hern- aðarnauðsynja frá öllum löndum Evrópu — hvað þá Bandaríkjunum. Hvernig honum tókst þetta, er hann hafði ekkert að bjóða í stað- inn annað en tyrkneskt króm (sem lítið var þó selt af), er saga, er vakið gæti Bridgman og Al grein öfund lærðasta poker-spil- ara. Inonu ljek þenna birgða- leik sinn svo vel, að um heils árs skeið lögðu Ev- rópuríkin sig öll fram til þess að ná vinfengi Tyrkja. Hann notaði hinar dýrmætu krómbirgðir sínar sem freist andi beitu, og beita þessi var gleipt með öngli, línu og sökku. Var hátt boðið, þegar að þeim tíma kom, er krómsamningur Tyrkja við Þýskaland skyldi renna út. Þegar samningur þessi. sem ákvað, að ,,þriðja ríkið'1 skyldi fyrst afhenda her- gögnin og fá krómið seinna, rann út, þá liðu tvær vikur þar til Ismet Inonu undir- ritaði nýjan samning. Þýski sendiherrann, Franz von Papen, umrótaðist og ham- aðist þenna tíma, og leit helst út fvrir sem Tyrkland rambaði á barmi fjandsam- legra átaka. Þegar Inonu að síðustu reit nafn sitt á depla línuna, voru stofu-herfræð- ingar oo aðrir fákunnandi athugendur sannfærðir um það, að Tvrkland væri nú fyrir fult og alt komið inn á viðskiftasvæði nasista. Það, sem þessir hugvits- menn ekki vissu, var, að á því tímabili, er samningur- inn við Þýskaland var óvirk ur, hafði hinn kæni Inonu selt Bretum allar þær króm birgðir, sem fyrir hendi voru. Þegar hinn æðisgengni von Papen kallaði forset- ann til reikningsskapar, vpti Inonu öxlum og sagði- — „Vjer uppfyllum samning- inn við yður nákvæmlega eftir bókstafnum, en ekki að nokkru leyti fram yfir það“. Von Papen hafði ekk- ert svar á reiðum höndum við þessu. Engin ótök hafa orðið milli Tyrkja og Þjóðverja. ALT FYRIR ÞETTA hef- ir ekki komið til neinna op- len Roberts inberra átaka milli þýsku og tvrknesku ríkisstjórnarinn- ar. Tyrkir halda þó fast við samninginn við Stóra-Bret- land um gagnkvæma að- stoð, þar sem þeir lofa að veita „Bretum og Frakk- landi alla þá aðstoð, er þeir geta, ef styrjöldin skvldi breiðast til austanverðs Mið jarðarhafs“. Ef Þjóðverjar vilja til hægðarauka senda her gegnum Dardanella- sund inn í Svartahaf, þá verða þeir að ryðja sjer leið með vopnavaldi gegnum tyrkneskt landssvæði. Þetta hefir valdið Þjóðverjum geysihindrunum í stríðs- rekstri þeirra og aukið stór- kostlega flutningaerfiðleika þeirra. Nú treystir Ismet Iaonu fyllilega á varnir landsins og her sinn, sem telur e’.ha miljón vel búinna her- manna. Þegar Tyrkland ger ist virkur stríðsaðili, mun bað geta látið rækilega að sjer kveða. Inonu, forseti, situr því rólegur í höfuðborg sinni, Ankara, krossgötum hinna nálægari Austur- landa. Hversu mikilvæg er- indi, sem erlendir sendi- menn eiga við hann, verða þeir ætíð að heimsækja for- setann í höll sinni, því að hann fer ekki á fund neins. Ismet Inonu misti hevrn á öðru eyra í stórskotaliðs- árás í síðasta stríði, og leik- ur hann enn það gamla bragð sitt að þykjast ein- ungis heyra það, sem hann vill heyra. Saga gengur um það, að von Papen hafi eitt sinn hrópað í örvæntingu, er hann kom af fundi for- setans: „Enn einu sinni hafa tiliögur mínar ekki fundið náð í eyrum forsetans, því að hann heýrði ekki eitt ein asta orð af því, sem jeg sagði“. Það er óhætt að fullvrða, að því er von Papen snertir, að hevrnarlevsi forsetans er varanlegur sjúkdómur. Forsetinn vill koma á fót fullkomnu lýðræði i landinu. finna neina Tyrki, seni væru nægilega kjarkmiklir til þess að opna munninn og andmæla. í íyrirlitningn gerði Ataturk hina veik- geðja já-menn útlæga frá Tvrklandi. Síðan hefir feimni og ótti tyrknesku þjóðarinnar smám saman minkað. Ismet Inonu er núnð vinna að á- ætlun um stjórnskipun landsins eftir strið. Eiga samkvæmt því að starfa tveir flokkar á kosninga- grundvelli. Heimilislíf Inonu. HIÐ RÓLEGA og ánægju lega einkalíf forsetans bæt- ir upp umrót það, sem er og hefir verið í opinberu lifi hans. Hann á aðeins eina konu eins og allir þeir Tyrk ir, sem fylgja fyrirmælum Ataturks. Hann er bæði fað ir og fjelagi tveggja sona sinna og einnar dóttur, og fjölskyldan á marga kyrr- láta kvöldstund á heimili sínu, þar sem hún spilar eft irlætisspil hinna vestrænu þjóða, bridge. Orð fer einn- ig af honum sem ágætum celioleikara. En Inonu, forseti, hefir nú lítið næði til hvíldar. Enda þótt staða Tyrklands í áætl- un hinna sameinuðu þjóða sje augljós, þá gerir spurn- ingin um hinn rjetta tíma aðstöðu þess vandasama. Áður en stvrjöldin ber á dyr Tvrkja, þarf hinum geysi- miklu birgðum hernaðar- nauðsynja, sem Bandaríkin og Bretar hafa veitt Tyrkj- um með láns- og leigukjör- um, að hafa verið úthlutað hinum tuttugu og tveimur herfylkjum, svo að auðið verði að framkvæma árang- ursríkar hernaðaraðgerðir. Ef Tvrkir lenda of snemma í styrjöldinni og mishepn- ast að stemma stigu við þýska hernum, mun það framlengja viðureignina að miklum mun. Allra augu beinast því að Tyrklandi. Enn kann svo að fara, að það stjórni úrslita- sókninni á hendur nasista- herjunum í Balkanlöndum. Sýning á málverkum Munchs í Svíþjóð. Soldánshöllin í ístambul. AUK ALLRA HINNA al- þjóðlegu vandamála, sem Inonu, forseti, verður dag- lega að fást við, eru önnur innanlands vandamál, sem verður að leysa. Umfram alt vill hann koma á fót reglu- legu lýðræðisskipulagi í Tvrklandi. Þessu er ein- göngu auðið að hrinda í framkvæmd með tveggja Rokka kerfi, en það er ekki fvrir hendi sem stendur. Ataturk gerði snemma á stjórnarárum sínum tilraun til að mvnda stjórnarand- stöðuflokk. Gaf hann skipun um að slíkur flokkur skyldi mvndaður. Til allrar óham- ingju voru áhrif óttans frá hinu forna stjórnarfari enn of sterk, og þrátt fyrir skip- i unina var ekki auðið að Stokkhólmi: — Til minning- ar um hinn fræga norska mál- ara Edward Munch, sem látinn er fyrir skemstu, verður efnt til sýningar á allmörgum af ljsta- verkum hans í Stokkhólmi í ná- inni framtíð, bæði ohumálverk- um og teikningar. Það verður listasafnið i Stokkhólmi, sem gengst -fyrir sýningu þessari. Svíar eiga yfir 2000 kaupskip. Stokkhólmi: — í lok fyrra árs áttu Sviar 2.089 kaupskip, samtals 1 milj. og 420 þús. smál. Árið 1943 fórust af ófriðarvöld- um 28 skip, samtals 74.200 smál., en af öðrum ástæðum fórust 16 skip, samtals 13.300 imálestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.