Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÖ
Föstudaginn 7. júlí 1944
Virðuleg útför Guðmundar
í GÆR var Guðmundur skáld
-Friðjónsson frá Sandi borinn til
-^grafar, með mikilli viðhöfn,
sem við átti, því með honum er
til moldar hniginn einti hinn
-stórbrotnasti og sjerkennileg-
asti andans maður íslensku
-^>jóðarinnar. Verður hans lengi
mi-nst, sem eins þeirra manna,
er hæst hjeldu uppi merki ís-
lenskrar tungu, íslenskrar
bændamenningar og íslensks
sjálfstæðis í orði og verki, alt
frá því'hann ungur hóf ritstörf
og þangað til ólæknandi sjúk-
dóœur bugaði hann fyrir ná-
lega ári síðan, hafði hann þá
lengi kent þeirrar vanheilsu er
dró hann iil bana.
I þessari grein verður eigi
getð nein tilraun til þess, að
draga upp mynd af persónu-
leika skáldsins frá Sandi, eða
s-jerkennum í skáldskap hans.
Mun einn af mikilhæfustu rit-
hofundum landsins skrifa um
Guömund innan skamms fyrir
blaðið í Lesbók.
Guðmundur var fæddur 24.
október 1869 að Sílalæk í Aðal-
dvl Faðir hans, Friðjón Jóns-
sorl, flutti síðar að Sandi. Og
\'ni tók Guðmundur við búskap
efttr föður sinn. Þar var síðan
heimili hans alla tíð. — Trygð
bons við jörðina, sveitina, stað-
iiiu var alltaf einn sterkasti
þúi iurinn í skapgerð hans, hugs
uti hans og ritstarfi öllu. Þar
barðist hann við kröpp kjör, við
hh<3 ágætrar konu sinnar, Guðr.
Oddsdóttur, og þar ólu þau upp
barnahóp sinn, á þann hátl,
sem íil fyrirmyndar var.
Skólamentunar naut Guð-
mundur í Möðruvallaskóla árin
1891—1893 og ekki annarar. —
En upp frá því gerðist hann um
syifamikill rithöfundur og stóð
oft um hann mikill styrr í blöð-
U)u og tímaritum landsins. — í
rmjrg ár hafði hann þann sið,
.að'liann tók sig upp f rá búi sínu
og flutti fyrirlestra um ýms
þjóðmál eða þær hugmyndir og
hugsjónir, er hann bar fyrir
brjósii sjer, meðan hann sinnti
bm sínu. Þótti hann stundum
óræginn við menn og málefni,
enda þannig skapi farinn, að
haun kunni því best að eiga
ekki aðeins í baráttu við óblíða
náfctúru landsins, sem hann
uuiLt hugástum, heldur varð
harm samtímis að heyja bar-
áttu á ritvellinum við mann-
fólkið í landinu.
Sá baráttuhugur hans hjelst
fram til efri ára.
' Fyrsta kvæðabók hans kom
út árið 1902 og hjet „Úr heima-
bógum". Með bók þeirri skip-
aðt hann sjer á bekk með
fremstu skáldum samtíðarinn-
ar. Næstu ár gaf hann sig mikið
að' sagnagerð. En skáldskapur
h'ans í óbundnu máli náði naum
ast sv9 almennum vinsældum,
sera kvæðin. En að þessu verð-
ur vikið síðar, sem fyr segir.
Með Guðmundi er fallinn í
valinn einn merkasti kvistur-
Iftfi á meið íslenskrar bænda-
menningar á þessari öld. — En
verk hans lifa.
FÍ-i útförinni.
Húsavík, fimtudag.
ÞAÐ LEYNDI sjer ekki, að
sýíilungar Guðmundar lögðu á-
herslu á, að útför hans yrði sem
virðulegust.
Á mánudaginn var lík hans
á Sandi
8 synir hans báru
kistuna úr garði
flutt af sjúkrahúsinu í Húsavík-
urkirkju. Söng þar karlakórinn
Þrymur á Húsavík sálminn
„Drottinn vaki".
í kirkjunni flutti Jóhann Haf
stein lögfræðingur ræðu og las
upp kvæði Guðmundar, „Brjef
til vinar míns", sem er eitt af
fyrstu kvæðunum, er birtist eft-
ir hann. Jakob Hafstein söng
einsöng í kirkjunni: „Friðarins
Guð", en Friðrik A. Friðriksson
flutli bæn.
Að lokum söng kirkjukór
Húsavíkur, Hærra minn Guð til
þín.
Þá var lík hins framliðna
flutt frá Húsavík heim að Sandi.
Nokkru fyrir hádegi í gær
byrjaði fólk að safnast að
Sandi. Þar kom saman um 600
manns, til þess að fylgja skáld-
inu til grafar. Voru þar kaffi-
veitingar fyrir alla sem að garði
komu, áður en húskveðja fór
fram.
í upphafi húskveðjunnarvar
sungið ,,Hin langa þraut er lið-
in". Þá flutti sr. Friðrik A. Frið
riksson prófastur húskveðjuna.
Talaði hann m. a. um.raunsæ-
ismanninn og trúmanninn Guð-
mund Friðjónsson.
Á eftir ræðunni var sungið
kvæðið Páskadagsmorgunn, eft
ir hann. Þá flutti Júlíus Hav-
steen sýslumaður ræðu, þar
sem hann m. a. þakkaði hinu
látna skáldi fyrir áhrif hans á
menningarsögu Þingeyinga. En
síðan var sungið: „Þú bláfjalla
geimur". Síðan flutti Steingrím
ur Baldvinsson í Nesi kvæði,
þá Arnfríður frá Skútustöðum
annað kvæði, þá söng kirkju-
kórinn kvæði eftir Vallý son
Guðmundar heitins. Þá var hús
kveðjuathöfninni lokið.
•
Átla synir Guðmundar heit-
ins báru nú kistu hans úr garði
að bíl, er slóð við túngarðinn.
*
Síðan hjelt líkfylgdin til Nes-
kirkju í Aðaldal. Kirkjan var
fagurlega skreytt. Hafði kven-
fjelag Aðaldæla annast skreyt-
inguna.
Kirkjuathöfnin hófst með því
að kórinn söng „í Jiendi Guðs
er hver ein tíð". Því næst flutti
Karl Kristjánsson ræðu. Talaði
hann-um skáldskap Guðmund-
ar frá fyrstu tíð og fram til síð-
ustu daga.
Þá var sungið kvæðið ,,Þing-
eyjarsýsla", eflir Guðmund,
undir laginu „Eitt er landið ægi
girt".
Því næst flutti Sigurður á
Arnarvatni kvæði. Þá var sung
inn sálmurinn ,,Lýs milda ljós".
Þá flutti sr. Þorgrímur Sig-
urðsson aðal kirkjuræðuna. ¦—¦
Lagði hann út af fyrra korinthu
brjefi, 13. kap., 11.—12. versi.
Þá flutti Þóroddur Guðmunds-
son kveðju frá konu og börn-
um skáldsins.  En  að endingu
las Konráð Vilhjálmsson frá
Hafralæk kvæði.
Síðan var sungið „Alt eins
og blómstrið eina", er kistan
var borin úr kirkju. Nágrann-
ar Guðmundar og aðrir kunn-
ingjar báru hann úr kirkju. Sr.
Þorgrímur jarðsetti. En meðan
fólkið var að ganga frá gröf-
inni, söng kórinn í kirkjunni
„Faðir andanna".
Kirkjukór Húsavíkur annað-
ist allan sönginn.
Biómsveigar bárust margir,
m. a. frá ríkisstjórninni, Rithöf-
undafjelaginu og Mentaskóla
Akureyrar. Áletrun á þeim
blómsveig var: „Þökk fyrir ís-
lenskuna". Frá sambandi norð-
lenskra kvenna og frá kvénfje-
lagasambandi þingeyinga. Með-
an húskveðjan fór fram á
Sandi, var þoka og rigning, og
rigndi óvenjulega mikið um
tíma. En á meðan líkfylgdin
var á leiðinni lil kirkjunnar,
birti til og var komið skínandi
sólskin er þangað kom. Yfir
allri útför þessari var mikill
hátíðablær, og verður hún öll-
um viðstöddum minnisstæð.
R.-ingar
í Vestfföreuiii
í sólskini
og sumarblíðu
ÍÞRÓTTAFLOKKUR í. R.,
sem ferðast hefir um Vestfirði,
kom til bæjarins s. 1. miðviku-
dagskvöld eftir 16 daga ferða-
lag.
Blaðamenn áttu í gær tal við
formann fjelagsins, Þorstein
Bernharðsson, og fararstjóra
flokksins, Gunnar Andrew, um
jpr þessa, sem er önnur fjöl-
mennasta íþróttaför, sem far-
in hefir verið hjer innanlands.
í förinni tóku þátt 38 manns,
þar af 20 stúlkur. Stjórnandi
fimleikanna var Davíð Sigurðs
son, íþróttakennari.
Á Vestfjörðum sýndu í. R.-
ingarnir fimleika og kepptu í
frjálsum íþróttum og hand-
knattleik kvenna. A Isafirði
var sýnt tvisvar sinnum og far
ið í sýningarferðir til Bolunga-
víkur, Hnífsdals, Suðureyrar,
Flateyrar og Þingeyrar. — Auk
þess ætlaði flokkurinn að sýna
í Súðavík, en gafst ekki tími
til þess. — Keppni í frjálsum
íþróttum við ísfirðinga unnu
í. R.-ingar, en biðu algeran ó-
sigur í handknaítleik. — Als-
staðar, þar sem flokkurinn kom
fjekk   hann   mjög   ánægjuleg-
Framh. á 4, síðu-
Fjölbreytt útiskemt-
un Hrings á lougar-
dag og sunnudag
NÆSTKOMANDI laugardag og sunnudag mun Kven-
fjelagið Hringurinn halda útiskemtun í Hljómskálagarð-
inum til ágóða fyrir barnaspítalasjóð sinn. Fjelagið hefir
haldið slíkar skemtanir á undanförnum árum og bæjar-
búar sýnt skilning sinn á starfi þess með því að fjölsækja
skemtanirnar. Svo mun enn verða.
Formaður fjelagsihs, frú Ingibjörg Þorláksson, mun
setja skemtunina, en síðan leikur Lúðrasveitin Svanur
þjóðsönginn. Þá mun ungfrú Katrín Thoroddsen læknir
flytja stutt erindi. Lúðrasveitin Svanur mun og leika í
garðinum.
Á sunnudaginn heldur skemt
unin áfram kl. 14.00. Þá mun
Valdemar Björnsson sjóliðsfor
ingi flytja ávarp, en kl. 17.00
talar sjera Jón Thorarensen.
Auk þess, sem talið hef ir ver
ið, verður margt annað til
skemtunar. I gríðarstóru tjaldi
verða margskonar leikir (veð-
hjól og fleira), og geta tugir
manns í einu tekið þátt í þeim.
Mestan hluta beggja dagana
verður dansað á stórum palli.
Kl. 20.30 bæði kvöldin verða
sýndir norskir þjóðdansar með
fiðluundirleik, á danspallin-
um. Ekki þarf að taka það fram,
að dynjandi músik verður í há-
vegum höfð. Þá má ekki gleyma
kvenfjelagskaffinu og heima-
bökuðu kökunum, sem menn
geta fengið keypt í rúmgóðum
tjöldum.
Merki Hringsins verða seld
á götunum og auk þess í sjer-
stökum tjöldum í garðinum. í
sumum þeirra verða eingöngu
seld merki, en í öðrum jafn-
framt alskonar sælgæti. í tjöld
um þessum muriu einnig fást
happdrættismiðar. Dregið verð
ur um marga ágæta muni, m.
a. Singer-saumavjel, en sauma
vjelar eru nú algerlega ófáan-
legar, og sumarhús, sem flytja
má á bíl, hvert sem er. Er það
aðallega ætlað börnum til
leiks. Snorri Halldórsson húsa-
smíðameistari hefir gefið fje-
laginu hús þétta. Hefir hann
ætíð reynst fjelaginu frábæri-
lega vel. Húsið verður til sýnis
í garðinum, og verða í því seld
ir happdrættismiðar. — Dregið
verður 1. ágúst.
Skemtun í Tripolileikhúsinu.
Kl. 20.15 verður haldin
skemtun til ágóða fyrir barna-
spítalasjóðinn í Tripoli-leik-
húsinu við Melaveg. Verða
skemtiatriði þessi: Hljómsveit
ameríska flugliðsins leikur
nokkur lög. Sgt. Reino Luoma
leikur á flygel. Ljek Luoma á
amerísku sýningunni í Sýning-
arskála myndlistarmanna í vet
ur. Er hann afbragðsgóður pía
nóleikari, sem marga mun fýsa
að heyra. Þá syngur einsöng
sgt. Albert Basso. Nína Sveins
dóttir og Lárus Ingólfsson
syngja tvísöng úr óperettunni
„I álögum" með undirleik Fritz
Weisshappel. Valdemar Björns
son sjóliðsforingi talar. Cor-
poral Webster leikur á pianó.
Að lokum verður dans úr
revýunni „Alt í lagi, lagsi",
ungfrúrnar Herdís Þorvalds-
dóttir og Guðrún Guðmunds-
dóttir.
Tripoli-leikhúsið er prýðis-
vel fallið til tónleika, og er ekki
að efa, að hvert sæti verður
skipað á skemtuninni. Menn
ættu að tryggja sjer aðgöngu-
miða í tíma, en þeir fást í
Bókaverslun Sigfúsar Eymunds
sonar til hádegis á morgun, en
eftir þann tíma í merkja- og
sælgætistjöldunum í Hljóm-
skálagarðinum.
Arangur af fjársöfnuninni til
bamaspítalans hefir orðið mjög
góður, og hafa hinar árlegu
skemtanir gefið mikinn arð,
enda hefir velvild Reykvíkinga
verið með afbrigðum mikil í
garð þessa þjóðþrifamálefnis,
svo sem raunar hefir komið
fram gagnvart öðrum góðum
málefnum.
Hringurinn hefir notið fá-
dæma velvildar og hjálpsemi
margra aðilja, fyrst og fremst
Bandaríkjahersins hjer á landi
og æðstu yfirmanna hans. Yf-
irmafcur flughersins, Tourtellot
hershöfðingi, lánaði Tripoli leik
húsið endurgjaldslaust og leyfði
auk þess ýmsum ágætum skemti
kröftum úr ameríska flughern-
um að koma þar fram á skemt-
un. Mr. Williams, yfirmaður
ameríska Rauða krossins, sýndi
þá rausn auk margskonar að-
stoðar annarar, að gefa þrjú
veðhjól, sem höfð verða í sjer-
stöku tjaldi. Er ekki að efa að
að þeim verður mesta skemtun.
Valdimar Björnsson sjóliðsfor-
ingi ætlar að halda ræðu í
Hljómskálagarðinum á sunnu-
dag og koma fram á skemtun-
inni í Tripoli leikhúsinu um
kvöldið.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hef
ir lagt fjelaginu hinn mesta
stuðning og sýnt því velvild
eins og áður, með því að ljá
því afnot Hljómskálagarðsins.
Alþingi sýndi á sínum tíma
þá rausn að undanþiggja gjafir
í barnaspítalasjóðinn skatti, og
hefir sú ráðstöfun aflað fjelag-
inu mikilla tekna.
Innan fjelagsins starfar fjár-
öflunarnefnd til barnaspítala-
sjóðsins, og mun hún senda
fjársöfnunarlista til atvinnurek
enda úti á landi. Vafalaust mun
söfnun einnig ganga vel þar,
því að allir vila, að barnaspít-
alinn er ekki einkamál Reyk-
víkinga, heldur mál allra lands
manna.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband Guðríður
Guðmundsdóttir píanóleikari,
Barónsstíg 11 og Kári Sigurðs-
son, bankafulltrúi. — Heimili
ungu hjónanna er á Hverfisg. 41.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12