Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Miðvikudagur 17. janúar 1945
MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR ANTONESCU
VAR STEYPT AF STÓLI
MICHAEL konungur Rúm-
ena hefir eigi alls fyrir löngu
skýrt Joseph Morton, frjetta-
ritara Associated Press frá því,
hvernig Nazistavininurn Ant-
onescu var steypt af stóli.
Frá því snemma á árinu 1942
hafði konungurinn og hinir
ungu aðstoðarmenn hans sjö
sinnum tekið saman ráð sín um
að svifta einræðisherrann og
marskálkinn Ion Antonescu
völdum. Sjö sinnum höfðu þeir
hætt við ráðabruggið.
Eftir kvöldverð þann 23. á-
gúst s.l. sendi Michael eftir
•Antonescu. Eins og vanalega
ljet einræðisherrann konunginn
bíða eftir sjer og kom klukku-
stund of seint. Hann steig út úr
brynvarinni bifreið sinni i hall
argarðinum. Bifreiðin var gjöf
frá Hitler. Fleiri bifreiðar
stönsuðu skamt frá. Þær voru
þjettskipaðar lífverði mar-
skálksins.
Konungurinn beið í skrif-
stofu sinni í höllinni. Hjá hon-
um var aðstoðarherforingi
hans, núverandi forsætisráð-
herra, Constantin Sanatescu
hershöfðingi. í næsta herbergi
biðu hirðmarskálkurinn, Ion
Mocsony-Styrcea barón og
Grigore Niculesti-Buzesti, góð-
vinur konungsins og núverandi
utanrikisráðherra hans, og enn
fremur ritari hans, Mirce Iíon-
nitiu. í þriðja herberginu beið
foringi ásamt þremur mönnum
úr hallarverðinum og biðu þess,
að merki væri gefið.
Það, sem fór á
milli þeirra.
Antonescu gekk inn og heils-
aði konunginum með handa-
bandi. Síðan —
Michael: Jeg hefi fengið
skeyti frá vígstöðvunum, og á-
standið virðist mjög ískyggi-
legt. Hvað ætlið þjer að gera?
Ætlið þjer eða ætlið þjer ekki
að semja um vopnahlje?
Antonescu: Jeg ætla að gera
það, en það verður að uppfylla
nokkur skilyrði. Jeg verð að fá
tryggingu frá bandamönnum
fyrir því, að þeir taki þátt í
hertöku Rúmeníu og verndi
okkur gegn Rússunum.
Michael: Það er ekki ómaks-
ins vert að ræða um slíka fjar-
stæðu. Hvernig getið þjer bú-
ist við, að bandamenn verndi
oss gegn þeirra eigin banda-
mönnum.
Antonescu: Jeg mun ekki
ganga að öðrum kostum. Ef
nauðsyn krefur, mun jeg leita
til Transsylvaníu og berjast
þar.
Michael: Þjer verðið annað-
hvort að semja -vopnahlje eða
láta af embætti. í þetta skifti
hafið þjer gengið of langt.
Styrce og Ionnitu, sem báðir
eru afburða skyttur, tóku upp
skammbyssur sinar og tóku
sjer stöðu við dyrnar.
Michael: Mjer þykir þetta
mjög leitt, en jeg hefi skýrt á-
standið fyrir yður, og þjer verð
ið að velja.
Antonescu: Jeg mun ekki
láfa af embætti, og jeg mun
ekki selja þetta land í hendur
þjóðar, sem jeg treysti ekki
fyllilega.
•^í I*   í  ;:::::. trifr:¦;.;.,'--•'^^-->SX^>:.
Konungshöllin í Budapest, þar
sem Antonescu var handtekinn.
Konungurinn ætlaði að stíga
á hnapp, sem falinn var undir
gólfteppinu, og gefa vörðunum
með því merki. En áður en
hann hefði tíma til þess,
þrömmuðu þeir inn.
Tekinn höndum.
Hermennirnir skipuðu An-
tonescu að ganga upp stigann
og settu hann í litið, eldtraust
herbergi, sem Carol konungur
ljet eitt sinn búa út fyrir frí-
merkjasafn sitt. Þar lokuðu
þeir hann inni.
Lifvörðum Antonescus var
boðið inn til kaffidrykkju. Þeg
ar þeir lyftu bollunum, drógu
þjónarnir upp skammbyssur og
tóku þá til  fanga.  Á  meðan
lokkaði konungurinn og sam-
særismerm hans aðal samverka
menn Antonescus í gildruna.
Þeir hringdu í þann fyrsta, og
þegar hann kom til hallarinn-
ar, neyddu þeir hann til þess
að stefna til "sín öðrum. Fjórir
eða fimm komu, meðal þeirra
hermálaráðherrann og lögreglu
stjórinn. Allir voru þeir tekn-
ir til fanga og geymdir í höll-
inni. Þessa nótt lýsti Michael
yfír uppgjöf Rúmeníu og frá-
vikningu Antonescus.....
Michael hittir
móður sína.
Helenu ctrotningu, móður
konungsins. voru símuð tíðind-
in, og flýtti hún sjer frá sum-
arhöll konungsfjölskyldunnar i
Sinaia, sem er fyrir norðvest-
an Ploesti, á fund sonar síns,
Allan tímann, meðan hún ferð-
aðist gegn um landsvæði, sem
var hernumið af Þjóðverjum,
hjelt hún á skammbyssu sinni,
ákveðin að skjóta fyrsta óvin-
inn. sem reyndi að stöðva
hana.
Konunfurinn skuhdaði í bif-
reið frá Bucharest til móts við
móður sína. Eftir tvær stundir
bej'gði hann út af veginum hjá
bensínstöð. Þýskir hermenn á
bifhjólum komu í Ijós. Konungs
mæðginin stukku inn í bifreið-
ina og flýttu sjer af stað um
leið og Þjóðverjarnir hófu skot
hríðina. Kúlurnar flugu alt í
kringum þau í nokkrar mínút-
ur, áður en tækist að koma bif-
reiðinni út fyrir hættusvæðið.
I Konungurinn og móðir hans
sluppu heil á húfi.
Til namingju með sigurinn
Maffia fer aftur
á
Eftir Maynard Nichols
ÞESSI myntl var tekin af Roosevelt forseta er þár varð kunn-
ugt, að hann hefði unnið glæsilegan sigur í forsetakosningunum
í fjórða sinn. Situr forsetinn á svölum á sveitaheimili sínu, Hyde
Park. Konan, sem stendur til vinstri við forsetann, er dóttir
hans, gift John Boettigev.
MAFFIA, gamli italski leyni-
fjelagsskapurinn, sem gefur sig
að    morðum,    fjárkúgun,
sprengjutilræðum og þjófnaði,
hefir aftur tekið til óspilltra
málanna á Sikiley, 16 árum
eftir að Benito Mussolini lýsti
yfir því, að fjelagið væri upp-
rætt með öllu. Ofsækið og heift
in í þessum nýja glæpafaraldri
mmnir á ógnaröldina, sem
gekk yfir New York frá 1899
til 1916, eftir því sem fregnir
frá Palmero heíma. Glæpafar-
aldurinn í New York átti ræt-
ur sínar að rekja til Maffios-
anna eða fjelags. er hallaði sig
„Svörtu hendurnar", sem of-
sótti hina 600 þúsund ítölsku
innflytjendur borgarinnar.
Fjeíagsskapurinn teygði klær
sínar til New York árið 1899,
þegar Ignazio Saietta, er einn-
ig gekk undir nafninu I?nazo
Lupo eða „Úlfurinn",. flýði
þangað eftir ao hafa myrt mann
á Ttaiíu. Þessi maður stofnaði
ameríska Maffiu-fjelagsskap-
inn. Ekki leið á löngu þar til
yfir borgina gekk ninn skæð-
asti faraldxir morða, sprengju-
tilræða og fjárkúgunar i sögu
þjóðarinnai.
Á árinu 1913 einu saman
voru 120 morð eignuð þessum
þorpurum. Daglega var sprengj
um varpað á íbúðir ítalanna og
hótunarbrjef ,,Svörtu hand-
anna" voru óteljandi. Lögregl-
an var svo að segja ráðþrota,
því að fórnardýrin þorðu ekki
að bera vitni vegna hræðslu við
limlestingar eða -iauða. — Það
var ekki fyrr en á árinu 1916,
þegar Arthur "Wood var lög-
reglustjóri, að faraldurinn fór
heldur að rjena. Nokkru síðar
lýsti lögreglan yfir því, að
henni hefði tekist að ráð'a nið-
urlögum Maffia-fjelagsins.
Erfiíí að uppræta ítlgresið.
EN þrátí fyrir betta kom það
upp úr kiifinu, skömmu fyru'
árið 1930, að þessi gamli glæpa
fjelagsskapur var ekki daucur
úr öllum æðum. Fjelagið hafði
nú tekið upp nýtisku aðferðir.
Því óx fiskur um hrygg og
dafnaði undir nafninu Unione
Sicilione. Charles „Lucky" Luci
ano, sem nú er aS taka út
margra ára þrælkunarvinnu í
ríkisfangelsi, var talinn foringi
bófanna. Almenningur hjelt,
að bófunum hefði verið komið
fyrir kattarnef, þegar Thomas
E. Dewey, sem þ^ var opinber
sakaaómari fylkisins, kom þ.ví
lii leiðar, að LuC:ano vár sellur
í sleininn og dæmdur.
En fjeJagsskapurinn gerdraft
ur vart við sig á Sikiiey ekiti
alls fyrir löngu eða í ágúst s.l.,
þegar hinn hauknefja og ein-
eygði Ernest Rupolo, leigumorð
ingi, rauf Omerla þagnarheitið
(en við því liggur dauöarefsing
innan fjeiagsskaparins) og
Ijóstraði því upp við lögregl-
una, að f jögur morð, sem nýlega
voru framin í Brooklyn í New
York, hafi verið að undirlagi
Maffia-fjelagsskapaiins.
Joseph Petrosino, liðsforingi,
þybbinn og sluntjinn leymlög-
reglumaðu), gat sjer mjkla
frægð í New York á fyrsiu ár-
um¦baráctunnfu við Mafftti-bóf
anna. Svo að segja einn sína
liðs barðist hann við bófana frá
pví 1905, þar lil hann var rá'ð-
inn af dögum i launsátrí af
morðing.ium i Palmero á Sikil-
ey arið 1909.
Þegar.William McAdoo, lög-
r.eglustjóri, útnefndi Petrosino,
foringja ítölsku sveitarinnar ár-
ið 1905, voru hjer xun bil tutt-
ugu Maffia-morð framin ár-
lega, en á fáum árum iókst
Petropino að lækka þá tölu um
helming.
Maí'fia-f jelagsskapurinn hef-
ir sennilega fyrst sprottið upp
á Sikiley um árið 1800, þótt
sumir sagnfræðingar telji sig
geta rakið sögu hans til inn-
rásar Normanna árið 1282. —
Undir hinni spiltu stjórn Bour-
bonanna leigðu stórir landeig-
endur glæpaflokka til þesp að
„vernda" eiginir sínar. — A
skömmum tíma náði þessi
glæpalýður valdi yfir hinum
skelfdu íbúum. Og'ennþá beita
glæpamenn því bragði að selja
slíka  ,vernd".
Þonteinn sfsfy
yr
ÞORSTEINI Þorsteins^yni
sýslum. og alþm., var sýndur
margskonar sómi i tilefni sex-
tugsafmælis hans; en hann x^arð
sextugur á Þorláksmessu siðast
liðinn, eins og getið var hjer S
blaðinu.
Á afmælisdaginn. héiinsóttu
Þorstein ýmsir sýslungar hans
og færðu honum og konu hans,
frú Aslaugu Lárusdóttur gjaf-
ir, .vandað gullúr hvoru. Voru
gjafir þessar frá Dalamörmum,
en sýslumannshjónin njóta sem
kunnugt er mikilla vinsæla í
hjeraði. Af öðrum gjöfum, sem
Þorsteini bárust má nefna fag-
urlega útskorið skrín, frá em-
bættismönnum í hjeraði.
Síðasiliðið laugardagskvöld
hafði formaður Sjálfstæð.isfl.,
Ólafur Thors og frú hans, boð
fyrir þau sýslumannshjónin. —
Sátu boðið þingmenn Sjálfstæð
isflokksins, miðstjórnarmenn og
ritstjórar. Var Þorsteini sýslu-
manni við það íækifæri afhent
stórt • og fallegi málverk ,eftir
Svein Þórartnsson • listmálara.
Var það gjöf frá Sjálfstæðis-
flokknum.
Hesíar með flugvjelum.
London: — Formaður veð-
lilaupahestaeigenda í Banda-
rikjunum hefir spáð því, aS
eftir styrjöldina verði veð-
hlaupahestar fluttir heimsálf-
anna milli í flugvjelum, til þess
að keppa, og verði þá meiri
vinsældir veðreiða en nolckru
sinni fyrr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12