Morgunblaðið - 21.12.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1945, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. des. 1945 Nýja Ölfusárbrúin opnuð í dag ÖLFUSÁRBRÚIN NÝJA verður opnuð til umferðar og tekin í fulla notkun í dag, föstudaginn 21. des. um hádegi. Brúin er hengibrú yfir 84,0 m. haf aðalfarvegarins, en á suðurbakka árinnar er gerð stálbitabrú á stöplum, er nær 50 m. inn á bakkann, þannig að öll lengd brúarinnar er 134 m. Gólf brúarinnar er úr járnbentri steypu, 6 metra akbraut og meter breið gangstjett hvoru megin akbrautar. Sakir lengdar og óvenju ríf- legrar breiddar, er brú þessi ■mest mannvirki þeirra brúa, er enn hafa verið gerðar hjer á landi. Er hafist var handa um kaup á efni til nýrrar brúar á síðast- liðnu hausti, stóð heimsófriður inn enn sem hæst, með öllum þeim takmörkum á útflutningi byggingarefna frá ófriðarþjóð- unum, sem öllum eru kunnar. Hafði það í för með sjer synj- anir á útflutningsleyfum, svo mjög illa horfði um byggingu nýrrar brúar. Fyrri hluta þessa árs breyttust þó horfur til hins betra og nokkur rýmkvun varð þá um útflutningsleyfi. Fjekst þá léyfi frá Ameríku fyrir járni til brúargerðarinnar, en þó þannig, að ekki var að vænta þess, að meginhluti járnsins kæmi hingað til lands fyrr en á haustmánuðum í ár. Leit þá svo út, sem ýms vandkvæði yrðu á að hefja smíði brúarinn- ar á þessu ári og með öllu ó- kleift að ljúka smíði fyrr en haustið 1946. Með hverjum mánuði greiddist þó úr um út- flutningsleyfi og kom þá að því a, í lok marsmánaðar barst til- boð í fullsmíðaða hengibrú úr stáli, er kæmi til afhendingar í Englandi í mánuðunum júlí— ágúst síðastliðið sumar. Tilboð þetta var frá einni af stærstu stálsmiðjum Englands, Dorman Long í Middlesbrough. Voru þá teknir upp samningar við nefnt firma um smíði hinn- ar nýju brúar. Með þeim samn- ingum var brúin endurbætt nokkuð og er hún því nú nokkru traustari og vandaðri en fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Þar eð nauðsyn-hinnar nýju brúar var mjög brýn, var eins leiðin til að ljúka smíðinni á þessu ári að taka því tilboði, er borist hafði og nota sjerþað út- flutningsleyfi, er því fylgdi. — Voru því gerðir samningar við fyrrnefnt firma 1. maí síðastlið inn. Var þá fljótlega hafist handa um smíði brúarinnar í Eng- landi. Á brúarstæðinu voru fyrstu rekurnar stungnar 14. júní, og þá hafin vinna við að grafa og sþrengja fyrir stöplum og fest- um strengjanna. Var það mik- ið verk, þar eð sumar festarnar ná fulla 6 m. í jörð niður. Þann 28. júlí var byrjað að steypa stöpla og akkerisfestar. Var því verki lokið 7. sept. og voru þá fullsteyptir um 1200 teningsmetrar að rúmmáli. — Langmestur hluti þeirrar steypu var þó unninn síðustu þrjár vikur þessa tímabils og gengu þá yfir 90 manns að vinnu. Er lokið hafði verið að steypa stöpla, var tekið til að reisa brúna. Verkstjóri einn breskur, J. Whestherall að nafni og fjórir aðrir smiðir frá breska fyrir- tækinu, er brúna smíðaði, fylgdu efninu eftir frá Engl. — Stóð fyrrn. verkstjóri fyrir því að reisa brúna ásamt mönn um sínum og um 15 manna hóp íslenskra verkamanna. , Hófst sá þáttur vinnunnar með því að reistir voru stálturn ar þeir, er bera uppi strengi brúarinnar. Var það að mörgu leyti erfitt verk, enda áfátt um hæfileg tæki til að lyfta nær 6 tonna þungum stálstoðum, sem hjer var um að ræða. Að því loknu var strengjun- um komið fyrir á turnunum. Eru þeir 6 í hvorri brúarhlið, eða 12 talsins. Þá voru hefigdir í strengina þverbitar þe’ir og langbitar, er brúargólfið hvílir á. Brúin var fullreist 26. okt. og hjeldu bresku smiðirnir þá heimleiðis. Þessu næst var komið fyrir steypumótum undir gólf brúar innar, og það síðan steypt á tveimur dögum, 16.—18. nóvem ber. Var þá eftir síðasti áfang- inn, en það var að hnoða lang- bitana undir brúargólfið. Það verk ásamt annarri járnsmíði framkvæmdu smiðir frá Stál- smiðjunni og Landsmiðjunni í fjelagi. Gekk það greiðlega og var lokið 1. des. Má segja, að smíði brúarinnar hafi þá verið lokið, er aðeins vantaði á að handriðið yrði sett upp og er því verki nú að verða lokið. Undanfarnar vikur hefir ver ið unnið að því að gera vegfyll ingar við sporða brúarinnar og steypa veggi með hliðum þeirra Þótt því verki sje enn eigi að fullu lokið, þykif rjett að draga eigi að taka brúna til riotkun- ar, þareð hún er nú orðin fær bifreiðum. Daglega verkstjórn hefir Sig urður Björnsson haft á hendi, en hann hefir um áratugi starf að að brúargerðum. Árni Pálsson verkfræðingur hefir leyst af hendi hin verk- fræðilegu störf við byggingu brúarinnar og dvalið þar mik- inn hluta sumars, meðan á brú arsmíðinni stóð. Um styrkleika og efnismagn skal að síðustu tekið fram eftir farandi: Burðarþol brúarinnar er mið að við, að um aðra hlið brúar gólfs fari vagn 25 tonna þung ur, dreginn af 9 tonna bifreið, auk þess megi í hinni hlið brúar gólfs aka 4—5 venjulegar 8 tn. bifreiðar; á brúnni mega því vera í einu bifreiðar með þunga, er nemur um 70 tonn samtals. Síðastliðinn föstudag og laugardag var brúin reynd með þeim árangri, á þann hátt, að hlaðið var á hana nær 140 tonnum af sandi og timbri. í brúna var notað byggingar- efni nálægt því, er hjer greinir: 315 tonn af stáli 515 tonn af sementi 4400 tenfet af timbri. Teningsmál steypu nemur -600 tenmetrum. Kostnaður við brúna hefir enn ekki verið talinn fyllilega saman, en verður nokkuð yfir 2 milj. kr. Enn hefir ekki unnist tími til að mála brúna og ganga til fulls frá ýmsu öðru. Bæði af þessum sökum og eins vegna þess að á þessum tíma árs er mjög óhægt að stofna til nokkurs mannfagn aðar, var ákveðið að efna ekki til brúarvígslu. Tilkynning frá vegamálastj. Bílaframleiðsla frjáls í Englandi London í gærkveldi: SIR Stafford Cripps, viðskifta málaráðherra Bretlands, skýrði frá því á fundi í neðri málstofu breska þingsins í dag, að frá áramótum yrði bílaframleiðsla gefin frjáls í Bretlandi. — Frá sama tíma yrði mönnum heim- ilað að setja á stofn verslanir án þess að þurfa að fá til þess leyfi stjórnvalda, að matvöru- verslunum þó undanskildum. í DAG er Jóhannes Helgason, bóndi á Svínavatni í Austur- Húnavatnssýslu áttræður. Á þessum merkilega afmæl- isdegi leita hugir fjölda vina og venslamanna heim að Svína- vatni Og minnast með hlýhug og virðingu þessa sómalega sveitarhöfðingj a. Jóhannes er fæddur að Eiðs- stöðum í sömu sveit 21. des. árið 1865. Foreldrar hans voru Helgi Benediktsson bóndi þár og Jóhanna Steingrímsdóttir, kona hans, er síðar fluttu svo að Svínavatni og keyptu þá jörð. Að ' foreldrum sínum látnum reisti Jóhannes bú á allri jörð- inni og hefir búið þar fyrir- myndarbúi alltaf síðan. Árið 1895 giftist Jóhannes frændkonu sinni Ingibjörgu Ol- afsdóttur, hinni mestu myndar- konu. Þau hjón áttu því gull- brúðkaup síðastliðið sumar. — Börn þeirra hjóna eru 7 á lífi, tveir piltar og fimm stúlkur. Allt efnisfólk hið mesta, og hafa foreldrar og börn verið samhent og unnið saman að heimilishag svo öðrum er til fyr irmyndar. Jóhannes hefir allt- af verið búmaður mikill, sí- vakandi, hygginn og atorku- samur. Lagði hann snemma kapp á að rækta og friða tún og engi og prýða eignarjörð sína og skoðaði þar sem und- irstöðuatriði góðs búskapar og afkomu, enda er nú svo komið að lítilla heyja er aflað á ó- ræktuðu landi, en bú gott og fjenaður allur betur trygður þar gegn fóðurskorti, en víðast annars staðar í hjeraðinu. — Græddist honum því fje um- fram aðra bændur, og varð sveit og hjeraði til hins mesta trausts á ýmsa vegu. — Átti hann sinn góða þátt í því að koma akvegi frá Blönduósi fram um sveitina. Var hann þá í stjórn vegafjelagsins og gerði hvorutevggja að lána fjelaginu fje úr eigin vasa og ganga í ábyrgðir þess vegna, og þetta var einmitt á þeim árum, sem fjárhagur bænda var yfirleitt í hinu hörmulegasta ástandi. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi. Á yngri árum tók Jóhannes virkan þátt í sveitar- og hjer- aðsmálum, en þó að allra kunn- ugra dómi ekki svo mikið, sem æskilegt hefði verið sakir hæfni hans og mannkosta, en hann girntist ekki opinber störf, sem líka munu alla jafnan krefjast meiri eður minni fjarveru frá heimilinu, en hann hefir alltaf verið mjög heimilisrækinn, og reynst fjölsk^ddu sinni og vanda mönnum með afhrigðum vel. Gestrisni þeirra Svínavatns- hjóna hefur verið mjög rómuð og að verðugu, enda oft verið gestkvæmt þar og svo mun enn Þrátt fyrir þenna háa aldur er Jóhannes enn Ijettur í spori, glaður og reifur og fylgist af áhuga með öllum þeim málum, sem efst eru á baugi hverju sinni. Fjöldi frænda og vina, nær og fjær munu taka undír er jeg Cripps sagði það hafa orðið að óska að ókomin ár megi verði samkomulagi milli sín og bíla- | Jóhannesi á Svínavatni björt og framleiðenda, að helmingur ( hamingjurík, og bakka öll þau framleiddra farþegabifreiða , liðnu. — Heill og heiður fylgi skyldi íluttur úr landi. þjer ávallt. — Reuter. j. g. Greinar úr lagafrum- varpi í tillöguformi í bæjarstjórn BJÖRN BJARNASON bæj- arfulltrúi kommúnista flutti á bæjarstjórnarfundi í gær tvær tillögur, er hann hefir tekið upp úr frumvarpi því, sem ligg ur fyrir Alþingi um lausn hús- næðismálanna. Önnur tillagan var um það, að rannsókn skuli fara fram á húsnæði því í bænum, sem ljelegt er, og hve margt fólk verður að láta sjer nægja ófull nægjandi husnæði. Hin tillagan er um það, að bærinn og byggingasamvinnu- fjelög efndu til sameiginlegra innkaupa á byggingavörum. Hvorttveggja er í frumvarpi því, sem nú liggur fyrir þing- inu. Borgarstjóri skýrði frá, að úr því afgreiðsla þessa frumvar-ps frestaðist, þá væri ráðgert að framkvæma umrædda rann- sókn. Báðum þessum tillögum var vísað til bæjarráðs. Steypublöndunarstöðin. Björn Bjarnason spurði borg arstjóra, hvað liði því máli, að bærinn kæmi upp stöð fyrir blöndun á steinsteypu. Borgarstjóri sagði að það mál væri í höndum bæjarverkfræð ings. En Nýbyggingarráð hefði fengið tilboð í vjelar í slíka stöð og hefði bæjarverkfræð- ingur fengið aðgang að þeim plöggum. s. aTfrííd fyrv. blaðsfulltrúi sexfugur S. A. FRIID, fyrverandi blaða fulltrúi Norðmanna hjer á landi, á sextugsafmæli í dag. Síðan hann fór hjeðan í haust, hefir hann verið í Bergen, en þar er faðir hans búsettur og bróðir hans apótekari. Friid eignaðist marga vini og kunningja meðan hann dvaldi hjer á landi, er tóku vel því starfi hans að auka kunnleik íslenskra blaðalesenda á hög- um norsku þjóðarinnar í hörm- ungum hennar. Er það von manna að upp af því kynningarstarfi vaxi í fram tíðinni meiri vinátta milli frændþjóðanna, íslendinga og Norðmanna, en áður hefir ver- ið. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.