Morgunblaðið - 29.07.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.1947, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ gntdUftMfc Útg.: H.f. Árvakur, Rf-ykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Norræni þingmannafundurinn í dag hittast 60 norrænir þingmenn hjer i Reykjavík, er þing þingmannasambands Norðurlanda verður sett í húsa- kynnum Alþingis Islendinga. Það er Islendingum mikið fagnaðarefni að fundur þing- mannasambandsins skuli að þessu sinni vera haldinn í landi þeirra. Þessi samtök norrænna þingmanna eru nú orðin 40 ára gömul. Tilgangur þeirra er að ræða þau mál, sem sjer- staka þýðingu hafa fyrir samstarf Norðurlanda á sviði menningar- og atvinnumála. Ennfremur að vinna að bættri sambúð hinna norrænu þjóða og skapa persónuleg kynni milli löggjafa þeirra. Starf þingmannasambandsins hefur áreiðanlega borið góðan árangur þann tíma, sem það hefur starfað. Hinar norrænu þjóðir líta með vaxandi skilningi á þarfir og hagi hver annara. öll tortryggni og kali milli þessara frænd- þjóða er að hverfa. Á sú staðreynd ekki hvað síst rætur sínar að rekja til þess að þessar þjóðir hafa nú allar öðlast stjórnarfarslegt sjálfstæði. Þær skiptast ekki lengur inn- byrðis í undirþjóðir og yfirþjóðir. Þær mætast nú allar á jafnrjettisgrundvelli. Hlutverk þess fundar þingmannasamþandsins, sem hefst hjer í Reykjavík í dag er tvíþætt. f fyrsta lagi mun það ræða norræna samvinnu um fiskveiðar og fisksölumál. Er þar um að ræða mál, sem á miklu veltur að samvinna takist um milli þeirra þjóða, sem að fundinum standa. fsiendingar og Norðmenn eru meðal mestu fiskveiðaþjóða Evrópu. Að því er auðsær styrkur fyrir báðar þjóðirnar að góð samvinna ríki milli þeirra um hagnýtingu markaða í stað harðvítugrar samkeppni. En hagnýting markaðanna er aðeins eitt atriði þeirrar samvinnu, sem æskilegt er að takist með þjóðum Norðurlanda á þessu sviði. ★ Annað umræðuefni fundarins er Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðaþingmannasambandsins og Norræna þingmanna- sambandið. — Á því fer vissuelga vel að Norðurlönd ræði sameiginlega afstöðu sína til samtaka Sameinuðu þjóðanna. Þær, eins og allar aðrar þjóðir, byggja nú vonir sínar um frið og öryggi fyrst og fremst á þessum víðtækustu alþjóða- samtökum, sem stofnuð hafa verið. Þær vonir mega ekki bresta. Því verður vart neitað að misjafnlega byrlega hefur blásið fyrir þessum samtökum þótt ung sjeu. Nægir þar að minn- ast deilnanna á stöfnfundi þeirra og sífelldra átaka stór- veldanna í öryggisráðinu. En einmitt átök þau og deilur, sem risið hafa innan þessara ungu samtaka gera það nauð- synlegt að þjóðimar ræði sín á milli, hvernig þær geti best hagnýtt þessi samtök til þess að treysta öryggi sitt, hverrar einstakrar og allra í heild. Og til þess að skapa traustan samvinnugrundvöll innan þeirra verða þjóðirnar að rækta með sjer vináttuþel og sameiginlega ábyrgðartilfinningu. ★ Það er að þessu, sem Þingmannasamband Norðurlanda stefnir í eðli sínu. Með vaxandi samvinnu á sviði löggjafa- mála skapast nánari og traustari bönd milli fólksins á Norð- urlöndum, ekki aðeins ráðamanna þess, heldur sjálfs al- mennings í löndunum. Ef til vill er það stærsta atriðið til þess að skapa frið og öryggi framtíðarinnar. Fólkið verður sjálft að taka þátt í að byggja upp hin ungu alþjóðasamtök, sem eiga að tryggja því frið og farsæld. En til þess að það geri það þarf það að kynnast skipulagi þeirra, stefnumið- um og starfsemi. Hinar norrænu þjóðir ætla sjer ekki að einangra sig á neinn hátt með því að ræða saman samtök Sameinuðu þjóðanna og viðhorf sín til þeirra. Takmark þeirra með því er þvert á móti að komast að sameiginlegri niðurstöðu. um þáð, hvernig þær geti tekið þátt í störfum þeirra með sem bestum árangri. Velkomnir tii Islands, norrænu þingmenn, íslenska þjóðin fagnar komu ýðar. Þriðjudagur 29. júlí 1947 UR DAGLEGA LÍFINU Snorrahátíðin kvik- mynduð. ÓSKAR Gíslason ljósmyndari, kvikmyndaði ýms atriði Snorra- hátíðarinnar og má segja, að honum hafi tekist ágætlega. Þrátt fyrir rigninguna, hefur ljósmyndaranum tekist að ná mörgum góðum myndum af komu Norðmannanna með Lyru, maður sjer krónprinsinn í brúnni og er hann gengur á land, Ólaf Thors bjóða gestina velkomna og Johan E. Mellbye, formann norsku Snorranefndar- innar, flytja svarræðu sína. Þau atriði kvikmyndarinnar, sem tekin voru í Reykholti, eru yfirleitt skýr og skilmerkileg, þó ef til vill megi segja, að nokkrar endurtekningar komi fyrir. Annars er það mjög lofs- vert, hversu fljótt Óskari hefur tekist að koma mynd sinni á framfæri, en hún er vissulega að mörgu leyti söguleg heimild. • Textann mætti bæta. SKÝRINGARTEXTI sá, sem fylgir myndinni, er hinsvegar miður góður. Letrið er oft og tíðum mikilstil of smátt, og sum staðar, þar sem kaflaskipti urðu vantaði textann með öllu. — En annars munu vera ýmsar ástæð- ur fyrir þessu, kvikmyndataka er nýjung hjer á landi og að- stæður allar ennþá vitanlega hinar verstu. En þessi mynd ætti að geymast, og sjálfsagt þykir mjer að búa til virðulegt eintak af henni og senda Norð- mönnum að gjöf. Þegjandaleg dóm- gæsla. Margir hafa veitt því eftirtekt hversu dómgæslan og rjettarfar- ið hjer á íslandi er „þegjanda- legt“. Jeg á við, að stórmál geta verið á döfinni, en enginn veit um það fyr en dómur fellur í málinu og blöðin skýra lesend- um sínum frá því, að þessi eða hinn hafi verið sýknaður eða dæmdur til svo og svo þungrar refsingar. Að öllum líkindum er þetta að mörgu leyti til fyrirmyndar, en ýmsir þeir, sem hafa verið utan- lands, til dæmis í Bretlandi eða Bandaríkjunum, eiga bágt með að átta sig á þessu. Sá, sem þetta ritar, hefur átt kost á því að vera viðstaddur allmörg rjettar- höld, en sum þeirra voru svo „skemtileg" að þau munu hon- um aldrei úr minni líða. • Af fjöðrunum skul- uð þjer þekkja þá. Gömlum svertingja man jeg eftir, sem tekinn hafði verið í einu af Suðurríkjum Bandaríkj- anna og sakaður um hænsna- stuld. Þetta var raunar ekkert nýnæmi fyrir gamla manninn, hann var hættur að muna það sjálfur, hversu oft hann hafði verið handtekinn fyrir samskon- ar afbrot. Allir í rjettarsalnum, alt frá dómaranum til þess ákærða, voru brosandi, þegar surtur ját- aði „glæp“ sinn. En brosin urðu að hlátri, þegar upplýst varð, hvernig komst upp um synda- selinn. Hann hafði sem sje verið svo ákafur í að bragða þennan uppáhalds rjett sinn, að hann reitti hænuna á leiðinni frá hús- inu, þar sem hann hafði stolið henni, og heim til sín. Alt, sem lögreglan þurfti að gera, var svo að rekja slóðina. Og þetta sama hafði gamli maðurinn oft látið henda sig! Ekkert. Breska tímaritið „Parade“ seg ir frá skemtilegri yfirheyrslu í einum af hinum virðulegu rjett- arsölum Bretlands. Vitni nokkurt sagði hinum op- inbera ákæranda, að sá ákærði hefði sagt ekkert. Ákærandinn: Eigið þjer við, að hann hafi sagt „Ekkert“, eða að hann hafi sagt ekkert? Vitnið: Hann sagði bara ekk- ert. Ákærandinn: Meinið þjer, að hann hafi ekki svarað? Vitnið: Já, hann sagði ekkert. Dýr hreingerning. Húsmóðir skrifar og segist hafa verið grátt leikin af hrein- gerningarmönnum. Hún þurfti að láta gera hreina íbúð sína og rjeði til þess tvo menn. „Jeg spurði þá,“ skrifar hún, „hvort þeir væru fjelagsbundnir hreingerningarmenn, og sögðu þeir það vera. Jeg leit þá svo á, að ekki þýddi að deila við dóm- arann um kaupið, þar sem menn irnir væru taxabundnir." Að verkinu loknu, sem tók þessa tvo kumpána nákvæmlega þrjár klukkustundir, kröfðust þeir 250 króna þóknunar. Kon- una stórfurðaði auðvitað og spurði hvernig vinnan gæti orð- ið svona dýr. Svar þeirra var, að verkið væri nú ekki lengur miðað við tímann, nú væri flöt- ur sá, sem hreinsaður væri mældur og þóknunin miðuð við stærð hans. • Húsmóðirin borgar. Brjef húsmóðurinnar heldur áfram: „Jeg er vön að greiða umyrða laust það, sem mjer ber að greiða, en þessa umræddu upp- hæð borgaði jeg ekki með góðu geði, en hugsaði sem svo, að best væri að losna sem fyrst við slíka okrara. Þegar jeg hafði náð mjer eft- ir þessi viðskipti, hringdi jeg til f jelagsbundinna hreingerningar- manna, og upplýstu þeir, að „fermetrareglan" væri ekki til innan þeirra fjelagsskapar, og að þeir tækju krónur 13.50 á klukkustund. Eftir þessar upplýsingar sá jeg fyrst, hvað þessir „samvisku sömu“ hreingerningarmenn mín ir höfðu snuðað mig — fjeflett mig um 169 krónur á þriggja tíma verki tveggja manna... ■■■■■■ ■■ —— MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Gðldranornir á Bretagne Effir SSephen Ceuffer EIN undarlegustu rjettar- höld þessarar aldar fóru fram nýlega í smáborginni Chateau- briand í Bretagne í Frakklandi. Það var líkast því sem menn væru komnir aftur til miðald- anna. Þar í borginni er stór 450 ára gömul höll, sem rjettarhöldin voru haldin í. — Hún stóð þar dimm og þögul og frásagnir af því, sem fram fór fyrir innan, síaðist út, og það var talað um galdra, svörtu list og önnur slík hugtök og nokkrir borgarbúar voru leiddir inn í dómsalinn og látnir bera vitni. Staðreyndirnar virtust greini- legar, og þó lá ýmislegt á bak við þær, sem var í hæsta máta ótrúlegt, þótt sumir fullyrtu að hafa, sjeð ýmislegt, sem hafði fylt íbúa hjeraðsins skelfingu og kvíða. Fyrir rjeíti var frú Augustine Tolard, fimm barna móðir og að stoðarkennari við barnaskólann. Var hún ákærð jýrir hættulegt slúður og fyrir að stunda lækh- ingar ón leyfis. ' Þeir liggja undir göldrum. Frú Tolard var ekki af þeirri skottulæknategund, sem telur sig hafa framúrskarandi lækn- ingamátt. Hún læknaði mest- megnis með grösum, og undir umsjá hennar höfðu margir borgarbúar fengið bót á gigt og öðrum meinum, svo að orð gekk af henni sem mikilli hjúkrunar- konu. En svo undarlega vildi til, að henni tókst ekki að lækna suma sj íklingana, — og þar byrjaði sagan í raun og veru. Því að frú Tolard kom þeim sög- um á kreik, að þessum sjúkling- um myndi aldrei batna — þeir lægju undir göldrum. Frú Tolard nefndi tvær konur, sem hún sagði að seiddu illa anda yfir borgina og hjátrúar- fullir þorpsbúar í þorpunum í kring hlustuðu með skelfingu á það, sem hún sagði. Síðan fóru undarlegir hlutir að gerast. Þorpsbúarnir þorðu að leggja eið út á það, að þeir hefðu sjeð kýrnar dansa í næt- urrökkrinu, ,og þeir sögðu, að um miðnætti kæmu risaskjaldbökur og mjólkuðu kýrhát, svó að þeg- ar átti að fara að íhjólka þær á fhórgnana, voru þær þurrar, -j# Svíni/i hættu að vilja jeta skvol- ið sitt og undarleg merki komu í húðina á handleggjum kvenna og barna. Sumir fullyrtu jafnvel, að þeir hefðu sjeð nornirnar dansa í tunglskini á stígunum í hinu og þessu þorpinu þar í kring. Meiri og meiri skelfing. Og í þessu umhverfi hjátrúar greip ofsaskelfing um sig í öllu hjeraðinu. Hvert dauðsfall varð tilefni til meiri og meiri gruns. Hver einn áleit, að hann yrði næsta fórnardýrið. Drengur um fermingu varð vitskertur og full orðinn maður fann það skyndi- lega út, að einhversstaðar inni í æðum hans væri óhreinn blóð- dropi, sem altaf væri að reyna að komast upp í heila hans til að drepa hann. Frú Tolard fann ráð gegn öll- ,um slíkum hættum. Til þess að reka á brott hina illu anda festi hún krossmark yfir dyr og glugga, fórnaði hænsnum og lagði hjörtun úr þeim undir rúm föt sjúklinghnna og margar fléíri þundakýnstij’, Öðrum, sem höfðu.orðið fyrir mikilli ,,ásókn“ ráölagði hún að vera kyrrum ip^andyra frá' solsetri' til sólar- Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.